Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 ftleðóur á morgun GUÐSPJALL DAGSINS: Matt. 6: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. LITUR DAGSINS: Grænn. Litur vaxtar og þroska. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Messa kl. 2 e.h. að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Helgistund verður í Breiðholts- skóla kl. 2 e.h. Ungt fólk annast stundina. Sr. Jón Bjarman. Bústaðakirkja: Messa kl. 11. Organleikari Guðni Þ. Guð- mundsson. Sr. Ólafur Skúlason. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Guðsþjónusta í safn- aðarheimilinu að Keilufelli 1 kl. 11 árd. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Biskup íslands herra Sigur- björn Einarsson vígir Örn Bárð Jónsson djákna í Grensássókn. Vígsluvottar: Lýður Björnsson, Garðar Fenger, sr. Magnús Guð- jónsson, biskupsritari og sr. Halldór S. Gröndal. Vígsluþegi predikar, organleikari Jón G. Þórarinsson. Sóknarnefndin. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrirbænamessa kl. 10.30 árd. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Organleikari dr. Orthluf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 2. Organleikari Jón Stefánsson, prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson, Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Þriðjudagur 25: sept.: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 22 árd. Sr. Hannes Guðmunds- son, prestur í Fellsmúla annast guðsþjónustuna. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESSÓKN: Guðsþjónusta í Félagsheimilinu kl. 2 e.h. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Sigurð- ur Isólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. FÍLADEFLÍUKIRKJAN: Safnaðarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Ræðumaður Hallgrímur Guðmannsson, Einar J. Gíslason. GRUND elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 10 árd. Séra Jón Kr. ísfeld messar. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30. árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 10 árd. Helg- unarsamkoma kl. 11 árd. Bæn kl. 20 og hjálpræðissamkoma kl. 20.30. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna siðari daga heilögu — Mor- mónar, Skólavörðustíg 16: Samkoma kl. 14 og kl. 15. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðsþjónusta, fyrsta á haustinu, í Hrafnistu kl. 11 árd. Almenn guðsþjónusta þar kl. 2 síðd. Séra Sigurður H. Guðmundsson. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. KAPELLAN St. Jósefsspítala Hafnarfirði: Messa kl. 10 árd. NÝJA POSTULAKIRKJAN við Strandgötu: Samkomur kl. 11 árd. og kl. 16. NJARÐVÍKURPRESTAKALL: Ytri-Njarðvíkurkirkja. Sunnu- dagaskóli kl. 11 árd. Guðsþjón- usta kl. 2 síðd. Séra Þorvaldur Karl Helgason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Sigur- óli Geirsson. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Bragi Friðriksson predikar, Kirkjukór Garðakirkju syngur með kirkjukórnum. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA: Barnasamkoma ki. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Ingiberg Hannesson prófastur prédikar. Séra Björn Jónsson. Sviðsmynd úr „Kvartett14. Hanna Maria Karlsdóttir, Ragnheiður Stcindórsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir og Sigríður Valbergsdóttir í hlutverkum sínum. Leikfélag Reykjavíkur: Fyrsta frumsýn- ing vetrarins Mánudagsmynd Háskólabíós: „Forstjór- inn”— nýleg frönsk mynd NÆSTA mánudagsmynd Há- skólabiós verður franska myndin FORSJÓNIN (Providence) sem Alain Resnais gerði 1977. Hún fjallar um aldurshniginn rithöf- und að nafni Clive Langham sem þjáist af sársaukafullum sjúk- dóm og á i harðri baráttu við dauðann. Til að flýja frá sársaukanum og drepa tímann sviðsetur hann í huga sér ýmis atvik þar sem börn hans skipa stórt hlutverk. Sem dæmi um uppbyggingu myndar- innar þá ímyndar rithöfundurinn sér í einu atriðanna son sinn Claud, sem er lögfræðingur að mennt, flytja mál á hendur her- manni sem átti að hafa drepið gamlan mann. Síðar kemur þessi sami hermaður í heimsókn til konu Claud, sem reynir að not- færa sér heimsóknina til að ögra eiginmanni sínum. Allir draumar eða ímyndanir rithöfundarins eru í þessum dúr og það er ekki fyrr en í lok myndarinnar að greiðast fer úr flækjunni. Þá á Langham 78 ára afmæli og býður öllum vinum og kunningjum til veislu á landar- eign sinni. Þar leysast málin og þegar gestirnir hverfa á brott er hann einn eftir, umvafinn hugsun- um sínum en þó búinn að öðlast sálarró. Leikstjórinn Alain Resnais er 57 ára gamall Frakki. Á sínum yngri árum gerði hann mikinn fjölda stuttra mynda og heimild- armynda en það var ekki fyrr en 1959 að hann kom með sína fyrstu mynd í fullri lengd. Það var Hiroshima Mon Amour og aflaði hún honum alþjóðlegrar viður- kenningar, Síðan komu myndir eins og Last Year At Marienbad (1961), Muriel (1963) og Je T’Aime (1968), Meðal leikenda í „Forstjórinn" eru John Gielgud, Dirk Borgade, Ellen Bursty og David Warner. Tónlistin við myndina er samin og henni stjórnað af Miklos Rózza en er flutt af National Philharmonis hljómsveitinni. LEIKFÉLAG Reykjavikur frum- sýnir fyrsta verkefni vetrarins á morgun, sunnudag. Verður þá sýndur breski sjónleikurinn „Kvartett — Dusa Fish, Stas og Vi“ eftir Pam Gems, i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Leikurinn fjallar um fjórar ungar stúlkur sem búa saman og standa allar á timamótum í lifi sinu og gengur á ýmsu með að láta óskir og framtiðardrauma rætast. Leikur- inn er nýr af nálinni. Höíundur- inn hefur til þessa einkum verið kunn fyrir ýmis verk sem hafa verið sýnd i úthverfaleikhúsum Lundúna en leikrit eftir hana hefur ekki verið sýnt áður á íslandi. í þessari sýningu leikfélags Reykjavíkur koma fram fjórar ungar leikkonur: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hanna María Karlsdóttir, Sigrún Valbergsdóttir og Ragn- heiður Steindórsdóttir. Þrjár fyrst nefndu leika nú í Iðnó í fyrsta sinn. Leikstjóri „Kvartetts" er Guð- rún Ásmundsdóttir en Guðrún Svava Svavarsdóttir hefur gert leikmynd og búninga. Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld hefur samið og útfært leiktóna en Daní- el Williamsson sér um lýsingu. Næstkomandi miðvikudag hefj- ast á ný sýningar á sjónleiknum „Er þetta ekki mitt líf?“ sem sýndur var frá frumsýningu í maí í vor til leikársloka. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir. Næsta frumsýning Leikfélags Reykjavíkur verður síðan í síðari hluta október. Er það „Ofvitinn" eftir Þórberg Þórðarson í leikgerð Kjartans Ragnarssonar sem sjálf- ur hefur leikstjórn með höndum í þeirri sýningu. Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Síðasta spilakvöldið í sumarkeppni Bridgesam- bands Reykjavíkur í Hreyfilshúsinu 13. sept- ember 1979. A—RIÐILL röð stig 1 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 257 2 Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsdóttir250 3—4 Hans Nielssen — Magnús Halldórsson 231 3—4 Guðbjörg Jónsdóttir — Katrín Þorvaldsdóttir 231 Meðalskor 210 B.S.R. 13. september 1979. B-RIÐILL röð stig 1. Guðríður Guðmundsdóttir — Kristín Þórðardóttir 132 2. Guðrún Jónsdóttir — Jóhanna Guðmundsdóttir 126 3. Baldur Guðmundsson — Þorvaldur Lúðvíksson 120 4. Haukur ísaksson — Karl Adolfsson 119 Meðalskor 108 B.—S.—R. 13. september 1979. C-RIÐILL röð stig 1. Haukur Ingason — Þorlákur Jónsson 109 2. Högni Torfason — Óskar Þórir Þráinsson 100 3. Arnar Ingólfsson — Bjarnleifur Bjarnleifsson 94 4. Aðalsteinn Jörgenssen — Stefán Pálsson 85 Meðalskor 84 Fyrir flest heildarstig karla og kvenna voru veitt glæsileg verð- laun. Þau hlutu: Magnús Odds- son 14'A stig, Halla Bergþórs- dóttir 11 stig. Að auki voru veitt fern þátt- tökuverðlaun þeim aðilum er mætt höfðu öll spilakvöldin. Þau hlutu: Sigríður Bjarna- dóttir, Sigríður Jónsdóttir, Magnús Halldórsson, Þórarinn Alexandersson. Metaðsókn var hjá: B.S.R. í Hreyfilshúsinu' í sumar. Alls mættu 592 pör eða 1184 spilarar. Tilkynning frá Bridgedeild Breiðfirðinga. Fimmtudaginn 27. september kl. 7.45 hefst 5 kvölda tvímenningskeppni í Hreyfils- húsinu. Keppnisstjóri verður: Guðmundur Kr. Sigurðsson. Þátttöku þarf að tilkynna til eftirtalinna aðila: Óskars Þórs Þráinssonar sími 71208, Guðlaugs Karlssonar sími 73919, og Ingibjargar Halldórs- dóttur sími 32562. Bridgefélag kvenna Vetrarstarfsemi félagsins byrjaði sl. mánudag 17.9. með 3ja kvölda tvímenning. Þátttaka er 60 konur. Röð efstu para er þessi: stig 1. Erla Sigurjónsd. — Dröfn Guðmundsd 530 2. Ester Jakobsd. — Ragna Ólafsdóttir 516 3. Ólafía Jónsdóttir Ingunn Hoffmann 511 4. Júlíana ísebarn — Margrét Margeirsd. 499 5. Laufay Arnalds — Ása Jóhannsd. 499 6. Gunnþórunn Erlingsd. — Ingunn Bernburg 467 7. Sigríður Ingibergsd. — Erla Eyjólfsdóttir 466 8. Halla Bergþórsd. — Kristjana Steingrímsd. 464 Meðalskor er 420 Næst verður spilað mánudag 1. okt. í Domus Medica stundvís- lega kl. 19.30. Bridgefélag Hafnarfjarðar Aðalfundur B.H. var haldinn laugardaginn 15. september að Hjallahrauni 9. Þar var kosin ný stjórn sem samanstendur af eftirtöldum mönnum: Kristófer Magnússon Formaður. Björn Eysteinsson Varaformaður. Sigurður Lárusson Gjaldkeri. Ægir Magnússon Ritari. Stefán Pálsson Áhaldavörður. Aðalsteinn JörgensenAlt mulig mand. Vetrarstarfið hefst þann 24. september, sem að venju er mánudagur og verður spilað í Slysavarnarhúsinu Hjallahrauni 9. Byrjað verður á eins kvölds tvímenning og eru allir hvattir til að mæta jafnt nýir sem gamlir félagar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.