Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Guðmundur J. Sigurðsson fráHœlavík —Minning Fæddur 12. maí 1929. Dáinn 13. sept. 1979. „Svakaleg væluskjóða er þetta, við skulum láta hann í tunnu og henda honum í sjóinn." Og óvitarnir stungu væluskjóð- unni í tunnu og veltu henni áleiðis niður að sjó vestur við slipp. En skyndilega kom fullorðinn maður aðvífandi og batt enda á þetta tiltæki. Gummi frændi hafði kom- ið til hjálpar; ekki í fyrsta skipti, og langt í frá það síðasta. Uppburðalítill en þó ýtinn lætur sveitadrengurinn þess getið við Gumma frænda í Keflavík að örðugt sé að fá hentugt efni til bogasmíða í uppsveitum Arnes- sýslu. Frændi tekur vel á öllu, og skömmu síðar á Guðni litli í Hólabrekku tvo úrvals boga sem bera langt af öðrum slíkum tólum í nágrenninu. Auralaus menntaskólapiltur á ævinlega vísa gistingu í herbergi Gumma frænda þegar hann legg- ur leið sína suður með sjó þegar menntaskólanemar fara til höfuð- borgarinnar í þjóðleikhúsfrí. Þeir vaka fram eftir og spjalla saman. Gummi talar við unglinginn sem væru þeir jafnaldrar og virðist eiga einstaklega gott með að taka þátt í áhugamálum hans, hlýðir á langar frásagnir af skólalífinu, hlær að öllum sögunum um stór- skrýtna kennara og nefnir ekki einu orði að hann þurfi að fara í vinnu í rauðabítið morguninn t Eiginmaöur minn, ALFRED ÓSKARSSON, varöatjóri, Skógarlundi 2, Garóabæ lézt í Borgarsjúkrahúsinu aö morgni 20. september. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna Oddný S. Gaatsdóttir. t Bróöir minn, GUOSTEINN JÓNSSON, (áóur fyrr til heimilis í Kalmannstungu) andaöist í Landspítalanum 20. sept. s.l. Útför hans veröur auglýst síöar. Fyrir hönd vandamanna, Sigurjón Jónsson. t Eiginmaöur minn og faðir okkar, HARALDUR S. GUOMUNDSSON, stórkaupmaður, Spítalastíg 8, lést að heimili sínu aöfararnótt 20. þ.m. Sigurbjörg Bjarnadóttir og börn. t Eiginmaöur minn BJÖRN L. JÓNSSON, lasknir, Bólstaóarhlíö 29 veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. september n.k. kl. 13:30. Halldóra Guömundsdóttir. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jarðarför móöur minnar og tengdamóöur, MARÍU HALLDÓRSDÓTTUR, Vogalandi 7, fré Stíghúsi Eyrarbakka. Krístín Ottósdóttir, Haukur borsteinsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö jaröarför og hlýhug viö andlát og SIGMUNDAR SIGMUNDSSONAR fyrrv. skipstjóra, Drápuhlíð 35 Ragnheiöur Evertsdóttir, Guðrún Alda Sigmundsdóttir, Rakel Sigríður Gísladóttir, Arngrímur Sigurjónsson, Magnea S. Siguröardóttir, Sigmundur örn Arngrímsson, Jón Sigurðsson, Baldur Már Arngrímsson. Sigurður Sigurðsson, Haraldur Arngrímsson, og barnabörn. Óskar Evertsson eftir. í lok þessara kynnisheim- sókna dregur Gummi ævinlega upp veskið og „lánar“ frænda sínum nokkra fjárupphæð. Ungur námsmaður fer að vinna suður í Keflavík, hann leggur oft leið sína á Kirkjuveginn í kvöld- heimsóknir, og í húsnæðishraki fær hann inni í kjallaranum hjá Gumma frænda. Frá þeim tíma á hann margar skemmtilegar minn- ingar: þeir lásu sömu bækurnar frændurnir, spiluðu og tefldu og skiptust á misjafnlega illa ortum kersknisvísum. í glöðum hópi var Gummi ævinlega hrókur alls fagn- aðar og virtist alls staðar eiga jafnvel heima: af ærslafullum gáska tók hann þátt í ungæðisleg- um uppátækjum námsmannsins og kunningja hans; af íhygli og alvöru ræddi hann þjóðleg fræði og skáldskap við roskna og ráð- setta gesti, og þurfti ekki að fletta upp í bókum til þess að geta vitnað í kvæði góðskáldanna; hann tók lagið með vinum sínum á öllum aldri, og skringifrásagnir hans af mönnum og málefnum sýndu næma athyglisgáfu og einstaka skopvísi. Hann sagði frá á þann hátt að ljóst var að þar fór góður fulltrúi íslenskrar frásagnarhefð- ar — að einu atriði undanskildu: í sögum hans var aldri minnsti vottur rætni eða illkvittni. Slíkar eru æskuminningar mín- ar um Gumma frænda. Hann var hjálparhella, vinur og félagi. Eftir að ég kvæntist var Gummi jafnan kærkominn gestur á heim- ili okkar Lilju. Honum fylgdi ævinlega hressandi andblær og líf. Börnin sýndu honum gull sín og reyndu að klifrast upp í fang hans — og fengu góðar viðtökur. Hann var einmitt staddur hjá okkur nóttina sem hann kenndi fyrst sjúkdómsins sem dró hann um síðir til dauða. Dapur í huga fylgdi ég honum í sjúkrabílnum upp á spitala. En dapurleiki var frænda mínum fjarlægur og þessi sjúkra- lega, einkum móttökurnar á spít- alanum, hafa oftsinnis orðið hon- um tilefni gamansagna og hláturs: „Manstu þegar allar hjúkrunar- konurnar komu í röð og kynntu sig fyrir mér og buðu mig velkominn, og vonandi stæði ég sem lengst við?“ í fyrrasumar þegar við keyptum íbúðina okkar sem þarfnaðist lagfæringar reyndist Gummi okk- ur betri en enginn. Eldhúsinnrétt- ing, svalahandrið og ótalmargt annað ber listrænu handbragði hans vitni. Enn jókst þakkar- skuldin, og verður víst bið á að hún verði greidd. Það mætti fara mörgum orðum um mannkosti Gumma og fjöl- þætta hæfileika, en það yrði ein- ungis fátæklegt hjál og honum lítt að skapi. Ég hygg að fátt lýsi honum betur en hvernig Lilja bar mér fregnina um andlát hans. „Gummi frændi er dáinn," sagði hún. Hún sagði ekki frændi „þinn“. Nei, hann var henni frændi jafnt og mér. Þessari fátæklegu lýsingu á því hver vinur Gummi frændi reynd- ist mér og mínum fylgir kveðja okkar Lilju og þakklæti. Við vott- um vandamönnum og vinum Gumma heitins dýpstu samúð okkar; við söknum hans öll, en fjölmargar bjartar minningar munu hjálpa til að sefa sárasta söknuðinn. Guðni Kolbeinsson Guöbjörg Jónsdótt- ir - Minningarorð Fædd 25. mai 1878 Dáin 5. sept. 1979 Guðbjörg Jónsdóttir sem skilar nú rúmri öld að baki sér eða hundrað og einu ári var fædd að Dagverðareyri í Skorradal, dóttir hjónanna Sigríðar Snorradóttur og Jóns Pálssonar er lengi bjuggu að Brennu í Lundarreykjadal. Meðal barna þeirra og systkina Guðbjargar voru Kristín er gift var Þorkeli Péturssyni Litla-Botni í Borgarfirði; Sólveig kona Sigurð- ar Sigurðssonar að Sóra-Lamb- haga Borgarfirði; Böðvar í Brennu í Lundarreykjadal en kona hans var frá Gullberastöðum og kynnt- ist ég honum er hann stóð yfir líkbörum konu sinnar; það var raunaleg stund. Svo var það Guð- mundur sem lengi var teiknikenn- arinn minn við Miðbæjarbarna- skólann í Reykjavík og líkaði mér mjög vel við hann. Sigríður móðir Guðbjargar var annáluð hann- yrðakona og sem dæmi má nefna að hún vann árlega dúk í klæðnað Þórðar Sveinbjörnssonar yfirdóm- ara að Nesi við Seltjörn. Þar hefur hún vafalaust notið þess hve vandvirk hún var. Guðbjörg giftist 15. júlí árið 1905 Guðmundi Brynjólfssyni frá Sóleyjarbakka í Hrunamanna- hreppi er var fæddur 3. apríl árið 1867, miklum myndar- og dugnað- armanni er lærði trésmíðar og lauk námi við smíði Stóru Núps- kirkju í Gnúpverjahreppi. Fyrst eftir brúðkaupið bjuggu þau í Reykjavík en fluttu svo að Meium á Kjalarnesi og bjuggu þar í nokkur ár og oft sagði Guðbjörg að aldrei hefði hún í öllum sínum búskap fengið meiri eða betri kartöfluuppskeru en þegar hún bjó á Melum og ræktaði kartöflur við Útkotslækinn. Arið 1911 fluttust þau svo að Litla-Sandi á Hvalfjarðarströnd og bjuggu þar í 10 ár. En árið 1921 keyptu þau Miðdal í Kjós og upp frá því var það heimili þeirra en Guðmundur andaðist árið 1949 og hafði þá unnið langan og strangan vinnudag og séð afrakstur vinnu sinnar í blómlegu búi. Þessum sæmdarhjónum varð átta barna auðið og eru þau: Valgerður í Hvammi sem lengi hefur verið vellátin ljósmóðir í Kjósinni; Steinunn, búsett á Blönduósi; Bergþóra í Reykjavík; Njáll sem lengi var kennari í Kjósinni en nú í Reykjavík; Sigur- jón var húsasmiður í Reykjavík en er nú látinn; Brynjólfur er stund- aði lengi járnsmíðar í Reykjavík og er einnig látinn; Rósa húsfreyja í Geirshlíð í Reykholtsdal; og Davíð, bóndi í Miðdal, en hann tók við búi foreldra sinna og hefur einnig verið organisti í Saurbæj- arkirkju á Kjalarnesi í ára raðir og hefur Guðbjörg dvalið í skjóli þeirra hjóna, Davíðs og konu hans, Rósu Eiríksdóttur, og notið þess að eiga fagurt og friðsælt ævikvöld. Guðbjörg hlaut í vöggugjöf þá stærstu gjöf sem okkur mannanna börnum getur hlotnast en það er hraustur líkami og gott hjartalag. Henni varð svo til aldrei misdæg- urt í rúm hundrað ár og lá aldrei sjúkdómslegu á spítala. Hún um- vafði börnin sín og barnabörnin ástúð og hlýju en þau guldu í sömu mynt þegar hún var orðin elli- hrum og þarfnaðist hjálpar. En er hún nálgaðist heillar aldar ævi fór elli kerling aðeins að segja til sín með verri heyrn og minni fótavist en andlegri heilsu hélt hún og þjáningarlaus var hún fram á síðasta dag. Guðbjörg líktist móður sinni. Það var því ekki undarlegt hve vel hún var verki farin og mikil hannyrðakona. En það kom enn betur í ljós eftir að hún hætti að standa fyrir heimili. Níræð að aldri lét hún kaupa fyrir sig nýtísku saumavél. En hún saumaði alltaf mikið og það var gaman að heimsækja þessa há- öldruðu konu og finna hlýjuna og góðvildina er hún bar til allra og láta hana sýna sér eitt og annað sem hún bar til allra og láta hana sýna sér eitt og annað sem hún var að sauma á börnin og ungling- ana í fjölskyldunni og alltaf fylgdi hún þeim aldaranda sem var ríkjandi á hverjum tíma. Þá voru prjónaflíkurnar ekki síðri, því að jafnframt hinni gömlu hefð flétt- aðist nútíma tækni inn í. Svo sannarlega hefur Guðbjörg lifað tímana tvenna. Hún var fædd og alin upp í gamalli bað- stofu við hlóðaeld og kolaljós. En á eitthundrað ára ævi hafa breyt- ingarnar orðið svo miklar að jaðrar við ævintýri. Blessuð sé minning hennar. Við hjónin vottum öllum ástvin- um hennar vinarhug. Hulda Pétursdóttir Útkoti Kjalarnesi ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Kveðia: Arnór Sigurjónsson Nú hefur vinur minn Arnór Sigurjónsson á Mýrum í Horna- firði kvatt þennan heim ungur að árum. Það má ekki minna vera en að ég minnist hans með örfáum línum. Þeir deyja ungir sem guð- irnir elska. Svo var einnig með hann. Hann dó á Landspítalanum 15. þessa mánaðar. Arnór var fyrirmyndar ungur bóndi. Hörku- duglegur og vinnugefinn og út- sjónarsamur. Hans ævistarf var að rækta jörðina, enda var hann mesti bóndinn í Austur-Skafta- fellssýslu þó ungur væri að árum. Hann var góður drengur í þess orðs fyllstu merkingu. Hann átti góða konu er stóð við hlið hans eins og klettur. Áttu þau fallegt heimili ásamt stórri jörð er þau voru búin að rækta. Já, enginn ræður sínum næturstað. Ég votta foreldrum hans og ættingjum samúð mína. Blessuð sé minning hans. Jóhann Þórólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.