Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 17 Pétur H jálmsson framkvæmdastjóri LH Staðsetning næstu EM ákveðin PÉTUR Hjálmsson hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands hestamanna- félaga og tekur hann við því starfi 1. október n.k. Er Pétur ráðinn til L.H. í hálft starf átta mánuði ársins en það er frá október til maí en gert er ráð fyrir að hann starfi áfram hjá Búnaðarfél- agi íslands í hálfu starfi og yfir sumarmánuðina í fullu starfi. Aðsetur Péturs verður á skrifstofu Búnaðarfélags- ins í Bændahöllinni en skrifstofa L.H. í Fáksheimil- inu verður áfram nýtt til skjalageymslu, aðstöðu fyrir Landsmóts- málid STJÓRN Landssambands Hesta- mannafélaga fjallaði á fundi sínum í vikunni um bréf eyfirsku hestamannafélaganna, þar sem þau mótmæltu þeirri ákvörðun stjórnar L.H. að næsta landsmót hestamanna skuli haldið á Vindheimamelum. Samþykkti stjórn L.H. ályktun þar sem segir að ' stjórnin telji ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun sinni, þar sem undir- búningur að vali mótsstaðar og ákvarðanataka hafi verið með sama hætti og tíðkast hafi við undanfarin landsmót. ÁRSÞING Landssambands hestamannafélaga hið 30. í röð- inni verður haldið á Flúðum i Hrunamannahreppi 2. og 3. nóvember n.k. Stjórn L.H. hefur þegar ákveðið að leggja fyrir þingið tillögur nefndar, sem unnið hefur að endurskoðun kappreiðareglna L.H. og einnig tillögur nefndar, sem vinnur að tillögum um skipan félagsrétt- inda félaga hestamannafélag- anna. Þá er ekki ósennilegt að gæðingadómar og dómskerfi verði rétt einu sinni til umræðu. Sem fyrr sagði er þetta 30 ára afmælisþing og verður af þeim sökum sérstök dagskrá í upphafi Pétur Hjalmsson ritstjórn Hestsins okkar og þar verða haldnir fundir á vegum L.H. Pétur hefur um árabil starfað að málefnum hesta- manna og hefur hann m.a. síðustu ár verið vararitari stjórnar L.H. og átt sæti í stjórn Hestamannafélagsins Harðar. Þá var Pétur fram- kvæmdastjóri landsmótanna á Vindheimamelum 1974 og þingsins. Munu gestir þingsins flytja ávörp en ákveðið hefur verið að ekkert erindi verði að þessu sinni flutt á þinginu. ' Á þessu þingi eiga að ganga úr stjórn L.H. gjaldkeri, ritari og varamennr þeirra. Munu bæði Haraldur Sveinsson, Reykjavík, núverandi gjaldkeri L.H., og Jón Guðmundsson, Reykjum, ritari stjórnarinnar, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til endur- kjörs. Vararitari stjórnarinnar er Pétur Hjálmsson, Mosfellss- veit og mun hann gefa kost á sér áfram í það starf. Varagjaldkeri er Árni Guðmundsson á Beig- alda í Borgarfirði. Þingyöllum 1978. Pétur hefur einnig sinnt erindrekstri á vegum L.H. undanfarin ár og heimsótt mörg hestamanna- félög í þeim tilgangi. „Fyrsta verkefni mitt verð- ur að undirbúa þing L.H., sem haldið verður að Flúðurn," sagði Pétur, „en sjálfur er ég ánægður yfir því að nú eru Hestar Umsjón. Tryggvi Gunnarsson komin á aukin og betri tengsl milli Landssambands hesta- mannafélaga og Búnaðarfél- agsins. Ég tel að það sé báðum aðilum til góðs að þarna komist á góð tengsl. Hjá L.H. bíða mörg verkefni, sem von- andi tekst að hrinda í fram- kvæmd í samvinnu við félaga hestamannafélaganna." Pétur er fæddur 1929 og lauk búfræðikandidatsprófi frá Hvanneyri 1951. Að loknu námi gerðist hann ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Kjal- arnesþings og gegndi því til 1953 að undanteknum árunum 1960—1963 er hann var bústjóri á Úlfljótsvatni. Frá árinu 1969 hefur Pétur annast ýmsar mælingar fyrir Búnað- arfélagið og frá árinu 1975 hefur hann starfað hjá félag- inu við ýmis störf. Starf framkvæmdastjóra L.H. var fyrr í sumar auglýst laust til umsóknar og bárust þá tvær umsóknir. Voru þær frá Gísla B. Björnsson, aug- lýsingateiknara, Reykjavík, og Kristínu Jónsdóttur, Hvoli, Ölfusi. Að sögn Alberts Jó- hannssonar, formanns L.H., kom í ljós eftir viðræður við umsækjendurna að vissir annmarkar voru í veginum fyrir því að þeir gætu tekið starfið að sér. Ákvað stjórnin því að leita til Péturs Hjálms- sonar um að taka að sér starfið. ÁKVEÐIÐ hefur verið að næsta Evrópumót íslenskra hesta verði haldið i Suður-Noregi sumarið 1981. Var þessi ákvörð- un tekin á fundi Sambands eigenda íslenskra hesta í Evr- ópu, FEIF, sem haldinn var að loknu mótinu í Hollandi. Jafn- framt var ákveðið að Evrópu- mótið 1983 yrði í Frakklandi. Á fundinum flutti Gunnar Bjarnason ráðunautur tillögu um að Evrópumótið 1985 yrði haldið á íslandi. Hlaut þessi tillaga Gunnars góðar undirtekt- ir en ákvörðun um mótsstað 1985 var ekki tekin á þessum fundi. í samtali við þáttinn sagði Gunn- ar að hann hefði flutt þessa tillögu í ljósi þeirrar reynslu, sem fengist hefði á mótinu í Hollandi. Þar hefðu íslensku knaparnir þurft að taka við hrossum, sem þeir höfðu ekki kynnst áður og ekki þjálfað. Þrátt fyrir þetta hefðu þeir í sumum tilvikum náð undraverð- um árangri. Sagði Gunnar hug- mynd sína vera þá að til keppn- innar yrðu valin 77 hross hér innanlands og knaparnir, sem væntanlega yrðu frá 11 löndum yrðu allir látnir draga um á hvaða hrossi þeir kepptu. Þannig yrðu íslensku keppendurnir einnig látnir draga um á hvaða hrossum þeir kepptu. Mótið yrði því öðru fremur mót knapanna. Sagði Gunnar að í sínum huga væri æskilegast að þessi 77 hross væru öll til sölu og mótið yrði því til að efla markað fyrir íslensk hross. Ársþing LH á Flúðum Fyrstu tónleikar vetrarins Mannsævi, augnabliks upplif- un, menningarsaga fjarlægrar þjóðar og dagurinn í dag safnast í eitt, svo við gerum stuttan stanz þegar ljóst er að samferða- maður úr tímabundinni en þó eilífri göngu til móts við eigin endalok, hefur sezt á stein utan vegar og á ekki lengur samleið. Þannig sameinast fyrstu tón- leikar Tónlistarfélagsins á þess- um vetri, fráfall Hauks Grön- dals, saga Tónlistarfélagsins og staða tónlistar á íslandi í dag í einn atburð og dagurinn í dag verður okkur minnisstæður fyrir andartaks viðdvöl, er við horfum um öxl. í göngunni miklu eru margir menn er leita fegurðar- innar og ekki aðeins fyrir sjálfa sig, heldur kalla til samferðar- manna sinna svo þeir megi einn- ig njóta hennar. Sagan er þó ekki fullsögð því margir þeir sem hlýddu kallinu, létu sér ekki aðeins nægja að njóta fegurðar- innar, heldur hófu að leita að lögmálum hennar. í þessari framvindu eru eftirmæli Hauks Gröndals skráð. Frá fyrstu tón- leikum Tónlistarfélagsins og til upphafs starfsársins 1979—80, liggur löng leið og er þögn um þá ferð að verða smám saman óbætanleg íslenskri menningar- Jögu. Kammertónlist er sér- kennilegt sambland háþróunnar í tónlist og alþýðu- og fjöl- skyldutónlistar. Á sama hátt og Madrigalarnir, er kammertón- list að miklu leyti aðeins gerð fyrir flytjendur og fráleitt fleiri hlustendur en fjölskylduna og valda vini. Nú er kammertónlist æ meir að verða verkefni tónflytjenda, sem ekki treysta sér í einleiks- bardagann og vilja ekki týnast í ópersónulegum og stýrðum tón- listarflutningi hljómsveita. Full- kominn og stílsterkur flutningur er andstæða flutningsins á heimilinu, en tónverkið er það sama. Það er þá í rauninni óþarfi að gera sér rellu út af flutningi kammertónlistar og hægt að Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON segja að austurríski blásara- kvintettinn frá Vín hafi verið ágætur. Á efnisskránni voru verk eftir Mozart (Divertimento K. 253), Antonio Rodriguez De Hita (Tríó fyrir flautu, óbó og fagott), Darius Milhaud (svíta fyrir blásarakvintett), Franz Schubert (tveir þættir út blás- araoktett útfærðum fyrir kvint- ett) og síðast Endre Szervánsky (blásarakvintett 1951). Leikur kvintettsins var í heild áferða- fallegur en hvergi nærri því að vera glæsilegur. Það vantaði nokkuð á, að t.d. flautuleikarinn og hornleikarinn ættu samleið hinum og voru óbóistinn og klarinettuleikarinn, sem ekki gerði mikið til að láta á sér bera, bestu mennirnir. Það er ljóst að þegar lengra skal halda en nemur heimilisflutningi, er ekki nóg að stofna samspilshóp, því kammertónlist er svo fíngerð að líkja má við smásjárvinnu, bæði hvað varðar nákvæmni í tóntaki, sem ekki var ávallt hreinn og samstilltri túlkun, er tekur langan tíma til að vinna upp. Jón Ásgeirsson. 1 * * 1 ai u - 1 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.