Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 39 Umsjón: Anders Hansen. Heimdallur er fyrst og fremst pólitískt félag en einnig á að leggja áherslu á aðra þætti starfsins Flokksstarfsemi Sjálfstæðisflokksins er nú að fara í gang á nýjan leik með haust- inu, eftir að hafa legið meira og minna niðri yfir sumarmánuðina eins og oftast áður. Meðal þeirra sem nú eru að skipuleggja vetrarstarfið eru Heimdallarfélagar í Reykjavík, og því sneri Umhorfssíðan sér til formanns fé- lagsins, Péturs Rafns- sonar og spurðist fyrir um hvernig starfinu yrði háttað í vetur. Vetrarstarfið nú skipulagt fyrr en áður „Stjórn Heimdallar hefur raunverulega verið að vinna að undirbúningi vetrarstarfs- ins allt frá því í júlímánuði" sagði Pétur, „en eitt af því sem mælir með því að aðal- fundur samtaka eins og Heimdallar sé haldinn að vori til, er einmitt það að þá gefst þess kostur að skipu- leggja vetrarstarfið með meiri fyrirvara en ella. — Aðalfundirnir hafa hingað til oftast verið haldn- ir á haustin, og má því segja að nú sé verið að kanna það, hvor tilhögunin gefist betur. Vissulega gæti það gerst að erfitt yrði að fá fólk til starfa við undirbúningsvinnu á sumrin, og þá er ef til vill ekkert sem mælir með því að aðalfundurinn fari fram að vori frekar en að hausti. Mér virðist þó enn sem komið er að ekki sé ástæða til að ætla annað en þetta nýja fyrir- komulag gefist vel. Nú í sumar hafa til dæmis hópar félagsmanna unnið markvisst að því að bæta og styrkja fjárhag Heimdallar, svo að þannig verðum við sem best undir öflugt vetrarstarf búin. Þó sumum kunni að virðast fjáröflunarstarf óskemmtilegt félagsmála- starf er það nú einu sinni svo að án þess verður harla lítið gert á öðrum sviðum. En auk þess sem við reynum þannig að treysta hinar fjárhagslegu stoðir, þá höfum við hafið undirbúning vetrarstarfsins á fjölmörgum sviðum öðrum, og hefur stjórn félagsins verið skipt niður í nokkur svið eða nokkra hópa með það fyrir augum að sem mest starf fáist út úr hverjum og einum einstaklingi. Helstu nefndir sem þegar hafa hafið störf eru þessar: Stjórnmála- nefnd, áróðursnefnd, rit- nefnd, félaganefnd, skóla- nefnd og fjáröflunarnefnd sem fyrr er á minnst. Einstakir stjórnarmenn skipta með sér störfum í þessum nefndum, og starfa þannig sem driffjaðrir í við- komandi nefndum og sem tengiliðir milli stjórnarinnar og nefndanna. Stjórn Heim- dallar vill kappkosta að hafa sem best samstarf við allar nefndirnar, auk þess sem vilji er fyrir hendi til að aðstoða hverja og eina þeirra eftir því sem ástæða er til hverju sinni. Ríkt verður gengið eftir því af hálfu stjórnar Heimdallar að allar þessar nefndir starfi, enda er það að okkar áliti staðreynd að nefndarstörf af þessu tagi eigi að vera grund- völlur alls hins pólitíska starfs sem unnið verður. Þeir sem stjórna viðkomandi nefndum eiga því að vera ábyrgir fyrir því að nefndirn- ar skili einhverju starfi, og ekki verður hikað við að leysa nefndarformenn frá störfum ef ekki verður hjá því kom- ist!“ Fleiri hverfafélög? — En ef við víkjum þá að einstökum nefndum, hver eru að þínum dómi brýnustu verkefnin sem bíða þeirra? „Ég held, að auk fjáröflun- arinnar verðum við að leggja mikla áherslu á að fjölga Heimdallarfélögum nú í byrj- un vetrar, auk þess sem önn- ur störf verða undirbúin. Það er ekkert launungar- mál, að Heimdallur er póli- tískt félag, með það að aðal- stefnumáli að vinna sjálf- stæðisstefnunni aukið fylgi meðal þjóðarinnar. Á það verður auðvitað lögð höfuð- áhersla þegar ungt fólk er hvatt til að ganga til liðs við félagið. — Það þarf svo alls ekki að þýða það að ekki megi fjalla um annað en harðsoðna pólitík innan Heimdallar, þvert á móti, þar á að vera rúm fyrir öll þau áhugamál sem ungt fólk kann að hafa á hverjum tíma; skiptir þar ekki máli hvort fólk vill hlusta á tónlist með John Travolta eða kynna sér kenn- ingar Miltons Ériedman. Það segir Pétur Rafnsson formaður Heimdallar ætti ekki að þurfa að rekast hvað á annað. Við viljum þannig reyna að ná til ungs fólks á sem allra fjölbreytilegastan hátt, og við viljum teggja áherslu á, að það þarf að vera gaman að starfa í Heimdalli, um leið og þar er unnið að stjórnmála- starfi fyrst og fremst. Meðal þess sem við viljum gera er að koma á starfi meðal fólks í skólum, að vinna að auknum tengslum við fólk í launþega- hreyfingunni, og hugsanlega getur verið æskilegt eða jafn- vel nauðsynlegt að koma á fót fleiri hverfafélögum ungra sjálfstæðismanna víðs vegar um borgina til að efla tengsl- in við fólk í öllum borgar- hverfum. En slík hverfafélög hafa starfað um skeið í sum- um hverfum og gefist þar vel. Fleira mætti nefna af störf- um Félaganefndar, en þetta verður látið duga að sinni.“ Starf í fram- haldsskólunum „Þá er einnig heilmikið að gerast í skólanefndinni, og margt af því fer að sjálfsögðu saman við störf félaganefnd- ar og ritnefndar, auk þess sem allar þessar nefndir eru meira og minna tengdar inn- byrðis eðli málsins sam- kvæmt. Sjálfstæðisfólk og annað frjálslynt fólk í framhalds- skólunum hefur talsvert samband sín á milli, þar sem fara fram ræðunámskeið, störf í ritnefndum og fleira. Innan framhaldsskólanna fær ungt fólk oft þá þjálfun sem verður því að ómetan- legu gagni í öllu öðru félags- starfi síðar, ekki hvað síst í stjórnmálalegu starfi. Því ber að leggja mikla áherslu á að efla starfið í skólunum, og það fólk er sérstaklega vel- komið í raðir Heimdallarfé- laga í vetur. Ritnefnd Undir störf ritnefndar eiga að falla öll útgáfumál sem félagið stendur fyrir. Von- andi fáum við inni með síðu í dagblaði í vetur, og fleira er einnig á döfinni. Gjallarhorni erum við til dæmis staðráðin í að koma út, og verður ef til vill um nokkra breytingu að ræða á því hvernig útkoma þess verður grundvölluð. Viljum við að útgáfan verði látin standa undir sér. — Alla vega er það okkar stefna að ekki verði gefið út blað Heim- dallar sem verði eins mikill fjárhagslegur baggi og því miður hefur oft verið. Fundir Þá ætlum við að halda margvíslega fundi í vetur eins og jafnan hefur tíðkast hjá Heimdalli, bæði smáa og stóra. Ég vil leggja mikla Valhöll víð Háaleitisbraut. Þar hefur Heimdallur aðstöðu. áherslu á að fulltrúaráðs- fundir Heimdallar verði haldnir oftar en áður hefur tíðkast, allt upp í einu sinni í mánuði. Þá verða haldnir sameiginlegir stjórnarfundir Heimdallar og hverfafélag- anna, stjórn Heimdallar hef- ur áhuga á að hafa meira samstarf við félögin úti á landi, haldnir verða fundir með nefndunum, þar sem þær gefa skýrslu um störf sín og fleira og fleira. Þá munum við einnig halda opna fundi þar sem ræðu- menn munu koma og ræða ákveðin mál sem efst verða á baugi hverju sinni. Enn má nefna að við viljum leggja enn meiri áherslu á kapp- ræðufundi við önnur félög en gert hefur verið, enda er það skemmtilegt fundarform sem er heldur til að draga fólk að hinu pólitíska starfi en hitt.“ Félags- heimili Heimdallar — Hvar verður starfsemi Heimdallar til húsa í vetur, á félagið sitt eigið félagsheim- ili? „Áður fyrr átti Heimdallur félagsheimili í gömlu Valhöll, við Suðurgötu, en það var selt eins og aðrir hlutar þess húss eins og kunnugt er. Fyrir hendi er miðstjórnarsam- þykkt fyrir því að Heimdall- ur fái að hafa sitt aðsetur í kjallara nýju Valhallar, en nú er hins vegar um það rætt að kjallarinn verði aðsetur allra þeirra flokkssamtaka sem aðsetur hafa í húsinu. Verði það, er augljóst, að kjallarinn mun ekki verða eiginlegt félagsheimili Heim- dallar eins og vænst hafði verið. Því er það að sú hugmynd hefur skotið upp kollinum, hvort ekki megi fá aðstöðu fyrir Heimdall á þriðju hæð hússins, sem nú er lítið notuð og á að leigjast út. Þar væri hægt að koma upp aðstöðu fyrir félagið og búa þannig um hnútana að ungt fólk kæmi í Valhöll í frístundum sínum og fyndi sér þar eitt- hvað að gera í vistlegum húsakynnum. — Nú þetta er hins vegar allt í athugun núna, en ég vænti þess þó alla vega að við fáum inni á þriðju hæðinni fyrir sann- gjarna leigu, ef á annað borð verður farið út í að leigja hana út!“ Virkur þátttakandi í þjóðmála- umræðunni — En hvernig mun Heim- dallur beita sér í þjóðmála- baráttunni, í hinni pólitísku stefnumörkun og stjórnmála- starfi frá degi til dags í vetur? „Heimdallur á að mínu viti að vera virkur þátttakandi í þjóðmálaumræðunni á hverj- um tíma. Það á að gera með því að álykta um ýmis mál, halda fundi um einstök mál, gefa út blöð og bæklinga með stefnu félagsins og með því að mæta skoðanaandstæðing- um í rökræðum hvenær sem tækifæri gefst til. Þá finnst mér að náið samstarf eigi að vera við þingflokk sjálfstæðismanna, þar sem báðir aðilar veiti hinum gagnrýni og stuðning, og eins á Heimdallur að hafa sem best og mest samskipti við öll önnur félög og samtök innan Sjálfstæðisflokksins. Þannig verður best unnið að þeim hugsjónum sem við og aðrir sjálfstæðismenn berj- umst fyrir.“ - AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.