Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 23 Kýrin illvíga Bonn, 20. september. AP. LÖGREGLUMENN skáru í dag kú er komist haíði inn á hrað- brautina milli Kölnar og Bonnar og neitaði að fara þrátt fyrir margar tilraunir lögreglunnar til að koma henni þaðan með góðu móti. Er lögreglumennirnir reyndu að stjaka við kúnni lagði hún til atlögu við þá og var hin versta. Var gripið til þess ráðs að skjóta hana, en margar kúlur þurfti áður en yfir lauk. Og ekki tókst betur til en svo, að helsærð kýrin tók undir sig stökk og rauk á lögreglumennina. Hné hún niður er hún stangaði einn lögregluþjón- anna, en við það hljóp skot í fót lögreglumannsins úr skammbyssu hans. Atvikið átti sér stað á Kölnarflugvelli. ísótt- hreinsuðu umhverfi í átta ár Houston, 21. september. AP. DAVÍÐ litli, sem reyndar er ekkert lítill lengur, hélt í gær áttunda afmælisdaginn sinn hátiðlegan í sótthreinsaða plastbúningnum sinum, sem hefur verið heimilihans frá fæðingu. Læknar sem hugsa um hann segja, að ekki sé að vænta breytinga á högum hans fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til þrjú ár. Dr. William T. Shearer pró- fessor í veirufræði við lækna- háskólann í Houston sagði í dag, að enn væri ekkert svar til, en hann ætti von á því að læknavísindin gætu hjálpað Davíð innan fárra ára. Sjúkdómur Davíðs lýsir sér þannig, að líkami hans hefur enga mótstöðu gegn sýkingu, hvers eðlis sem hún kann að vera. Hann vegur í dag 25 kíló og þroskast á eðlilegan hátt and- lega og er við nám í barnaskóla í borginni. Hann sækir að vísu fáa tíma en les þess meira heima fyrir. Einn af yfirmönnum viðhaldsdeildar Eastern Airlines skoðar vegsummerki í DC-9 þotunni sem missti hiuta af stélinu. Giscard d’Estaing nýtur mest fylgis París, 21. september. AP. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birt var í dag í París, yrði Valery Giscard d’Estaing ef kosn- ingar yrðu haldnar nú, hver svo sem mótframbjóðandi hans væri. í skoðanakönnuninni voru eitt þúsund Frakkar eldri en 18 ára spurðir og samkvæmt því fengi d'Estaing 38% atkvæða í fyrstu umferð kosninganna gegn Francois Mitterand Ieiðtoga sósíalista, en Mitterand fengi 27%. Ef sósialistinn Michel Rocard færi hins vegar á móti d'Estaing fengi forsetinn núver- andi 39% á móti 24%. Frambjóðandi gaullista, Jacques Chirac, fengi samkvæmt skoðanakönnuninni 15% í hvoru tilfellinu sem væri. Samkvæmt niðurstöðunum fengi d’Estaing 53% atkvæða í seinni umferð gegn Mitterand en 52% gegn Rocard. Ef svo ólíklega vildi til, að forsetinn berðist við leiðtoga kommúnista, Georges Marchais, fengi hann 64% atkvæða sam- kvæmt skoðanakönnuninni. Landgrunn við Jan Mayen? Ó8ló. 18. septomber. Frá fráttaritara Mbl. Jan-Erik Laurá. NORSK stjórnvöld hafa í sumar gengist fyrir jarðeðlisfræðilegum rannsóknum við Jan Mayen og benda niðurstöður þessara rann- sókna til þess að eyjan hafi sitt eigið landgrunn. Eru þessar niður- stöður í samræmi við niðurstöður segulmælinga, sem gerðar voru við eyna í fyrra. Tilvist land- grunns er talin nauðsynleg for- senda þess að hugsanlegt sé að við eyna finnist olía eða gas. Rann- sóknum verður haldið áfram við Jan Mayen og reynt að kanna gerð landgrunnsins og þær bergtegund- ir, sem þar kunna að finnast. Veður víða um heim DC-9 þoturnar: -------- Enn sjást sprungur New York. 21. september. AP. LITLAR sprungur hafa fundizt í tveimur DC-9 flugvélum flugfélagsins Republic og sex flugvélum Eastern Airlines síðan stél DC-9 flugvélar Air Canada datt af yfir Atlantshafi á mánudaginn. Bandaríska loftferðaeft- irlitið íhugar að skylda eigendur DC-9 flugvéla til að gera nauðsynlegar breytingar til að forðast vandræði í framtíðinni. Rúmlega 100 DC-9 flug- vélar hafa verið skoðaðar í Bandaríkjunum og Kanada og önnur flugfélög segja annaðhvort að ekkert óvenjulegt hafi komið í ljós eða að skoðun sé ekki lokið. Viðgerð fer fram á Moskvu, 21. september. AP. TALSMAÐUR General Motors, bandarisku bílaverksmiðjanna, sagði í Moskvu í dag, að samn- ingaviðræður stæðu nú yfir milli fyrirtækisins og sovézkra yfir- valda um hugsanlegan innflutn- ing á bilum verksmiðjanna til Sovétrikjanna. sprungum í þremur DC-9 flugvélum Air Canada þar á meðal þeirri sem missti stélið. Gegn innflutningi GM til Sovét- ríkjanna vilja sovézk yfirvöld fá sérfræðinga GM til þess að endur- skipuleggja og koma í nýtísku- legra form Moskvich-verksmiðj- unum þarlendu sem hafa á seinni árum dregist nokkuð aftur úr í samkeppninni á erlendum mörk- uðum. Akureyri 4 heióskírt Amaterdam 15 lóttskýjaö Aþena 32 heiðskírt Barcelona vantar Berlín 16 skýjað BrUssel 20 léttskýjaö Chicago 25 skýjaö Feneyjar 20 þokumóóa Frankfurt 18 skúrir Genf 14 rigning Jerúsalem 29 léttskýjað Jóhannesarborg 23 rigning Kaupmannahöfn 18 skýjað Las Palmas 25 skýjaö Lissabon 25 skýjaö London 16 heiöskírt Los Angeles 33 skýjað Madríd 24 skýjað Malaga 28 skýjaö Mallorca 23 skýjað Miami 30 skýjaó Moskva 14 heióskirt New York 20 rigning Ósló 11 léttskýjaö París 19 léttskýjaó Reykjavík 5 skýjaó Rio De Janeiro 19 skýjaó Rómaborg 24 rigning Stokkhólmur 13 lettskýjaó Tel Aviv 29 skýjaó Tokýó 27 skýjaó Vancouver 18 léttskýjaó Vínarborg 20 skýjaö General Motors til Rússlands? Þetía gerðist 22. september 1975 — Misheppnað banatilræði við Ford forseta í San Francisco. 1974 — 5.000 taldir af í fellibyl í Honduras. 1973 — Henry Kissinger tekur við stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 1965 — Vopnahlé í ófriði Ind- verja og Pakistana. 1949 — Rússar sprengja fyrstu kjarnorkusprengju sína. 1918 — Mótspyrna Tyrkja í Palestínu brotin á bak aftur. 1862 — Yfirlýsing Abraham Lincolns forseta um frelsi þræla — Bismarck verður kanzlari Þýzkalands. 1830 — Venezúela verður sjálf- stætt ríki með aðskilnaði frá Kólombíu. 1789 — Austurríkismenn og Rússar sigra Tyrki við Rimnik, Valakíu. 1711 — Frakkar taka Rio de Janeiro — Tuscarura-stríðið hefst í Norður-Karólínu með morðum Indíána á 200 landnem- um. 1609 — 500.000 Márar reknir frá Spáni. 1586 — Orrustan við Zutphen, Niðurlöndum. 1550 — Floti Þýzkalandskeisara tekur flotastöð sjóræningjans Dragut í Mehedia í Túnis. 1499 — Tyrkir ræna Vicenza, Ítalíu. Afmæli. Anna Cleves Englands- drottning (1515—1557) — Chest- erfield lávarður, enskur rithöf- undur (1694—1773) — Michael Farady, brezkur vísindamaður (1791-1867) - Louis Botha, suður-afrískur hermaður & stjórnmálaleiðtogi (1862—1919). Andlát. Nathan Hale, ættjarð- arvinur, hengdur, 1776. Innlent. Utför Asgeirs Asgeirs- sonar 1972 — Sighvatur Böð- varsson andast á leið til Jórsala 1266 — d. Ólafur konungur kyrri 1093 — Einar pr. Hafliðason 1393 — Faxaflóabáturinn „Elín“ sekkur í Straumsfirði á Mýrum 1895 — „Esja“ kemur til Reykja- víkur 1939 — Árbæjarsafn opn- að 1857 — f. Sigurjón Friðjóns- son 1867 — d. Agúst H. Bjarna- 3on 1952 — Ásgeir Sigurðsson skipstj. 1961 — f. Helga Valtýs- dóttir 1923. Orð dagsins. Tilræði er ýktasta mynd ritskoðunar — George Bernard Shaw, írskur leikrita- höfundur (1856-1950). Ótrúleg gjöf til tœknavtsindanna AUÐUGASTI maður Bandaríkjanna, Daniel K. Ludwig, hefur ákveðið að gefa öll auðæfi sín sem eru að verðmæti 2.500 milljónir dollara til krabbameinsrannsókna að sögn brezka blaðsins Daily Express. Þetta verður mesta peningagjöf sem lækna- vísindin hafa fengið og verður mikil lyftistöng þeim vísindamönnum sem reyna að finna lækn- ingu við krabbameini, segir blaðið. Ludwig hefur stofnað sjóð í Daniel Ludwig Sviss sem þegar hefur verið notaður til þess að styðja vís- indarannsóknir í nokkrum lönd- um. Nú vill Ludwig tryggja að þetta starf verði stóreflt þegar hann fellur frá. Daniel Ludwig er 81 árs gam- all og varð auðugasti Bandaríkj- manna af eigin rammleik. Hann á fasteignir, skip og atvinnufyr- irtæki í 21 landi. Hann hefur aldrei kvænzt og lifir einsetulífi í Connecticut. Hann hefur aldrei þjáðst af krabbameini sjálfur og ekki er vitað um ástæðurnar fyrir áhuga hans á krabbameins- rannsóknum. Honum er illa við að teknar sé af honum ljósmyndir og líkist að því leyti Howard heitnum Hughes, segir Express.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.