Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Umræður í borgarstjóm um málefni Breiðholts: Ekkert hefur verið gert, og eftir því verður tekið stígar við Elliðaár svo og í Elliðaárdal. Framanskráð er vonandi sett upp innan þeirra marka, sem borgin telur sér fært að fram- kvæma, vegna þeirrar fjárhags- stöðu, sem hún er sögði í.“ Spurt er: Hvað líður þeim framkvæmd- um, sem um getur í bréfinu og átti að vinna á þessu sumri? Hvað líður undirbúningi annarra fram- kvæmda?" Egill Skúli Ingibergsson borgar- stjóri kvaddi sér hljóðs, og kvaðst vilja svara fyrirspurn Birgis ísleifs. Borgarstjóri sagði að það yrði að segjast eins og væri, að lítið sem ekkert hefði verið gert í þeim málum er Birgir spurði um. Astæða þess væri einkum sú, að ekkert umræddra mála hefði verið inni á fjárhagsáætlun borgarinn- ar fyrir þetta ár. Varðandi lið 3 sagði borgarstjóri að ekki hefði verið gengið frá undirganginum, en þar hefði hins vegar verið þrifið reglulega. Varðandi leikvelli og gæsluvelli í hverfinu, sagði borgarstjóri, að nú væri verið að gera allsherjar úttekt á leikvalla- og sparkvallamálum í borginni, og eftir að sú úttekt lægi fyrir yrði hægt að segja til um hvað gert yrði í Breiðholti III. En hafa yrði í huga að margir vellir væru um alla borgina, og því gæti fólk leitað út fyrir sitt hverfi, ef þar væru ekki slíkir vellir. Birgir ísl. Gunnarsson tók til máls að lokinni ræðu borgar- stjóra. Kvaðst hann vilja þakka svör hans, en sagðist þó ekki geta annað en lýst vonbrigðum sínum með það hve rýr þau svör hefðu verið. Víst væri það svo að erfitt væri að gera alla hluti og hafa alla ánægða. En hér væri hins vegar í mörgum tilvikum um að ræða málefni hreins stjórnunarlegs eðl- is, sem ekki hefði mikla útgjalda- aukningu í för með sér. Því hefði ___ r — sagði Birgir Isleifur Gunnarsson MIKLAR umræður urðu á fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn, eftir að Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi hafði lagt fram fyrirspurn um fram- kvæmdir á vegum borgarinnar í Breiðholti III. Fyrir- spurn þessa sagði Birgir vera fram borna að ósk íbúa hverfisins, sem þætti ganga hægt við ýmsar brýnar framkvæmdir sem lofað hefði verið af núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Fyrirspurn Birgis ísleifs, ásamt greinargerð, var svohljóðandi: „Þann 26. júní s.l. héldu forsetar 5. Útbúnir verði göngu- og hjóla- borgarstjórnar fund með full- trúum ýmissa íbúasamtaka í Breiðholti III, þar sem rætt var um ýmis málefni hverfisins. Fundi þessum var af hálfu íbúasamtak- anna fylgt eftir með sérstöku bréfi, dags. 28. júní s.l., og var meginefni bréfsins svohljóðandi: „Um leið og við þökkum fund með yður og varaforsetum borgar- stjórnar þriðjudaginn 26.6. viljum við eins og um var rætt senda yður eftirfarandi lista yfir verkefni af ýmsu tagi í Breiðholti III, í æskilegri framkvæmdaröð. Forgangsverkefni: 1. Frágangur á spildu milli íþróttavallar og Norðurfells (tveir sparkvellir og gras). 2. Gangstétt við Austurfell. 3. Frágangur undirgangs á gatnamótum Suðurfells og Norðurfells, og spildu við S.V.R.-stöð við Iðufell. 4. Lagfæra umhverfi Skeljungs h.,f. svo og spildu við Norður- fell. 5. Malbikun stæðis fyrir vinnu- vélar við Suðurfell (á móti Kötlufejli), einnig þyrftu að vera fleiri slík stæði við Suð- urfell. 6. Lagfæring bráðabirgða- bílastæðis í vesturenda iðnað- arsvæðis við Krummahóla. 7. Óskum eftir, að yfirvöld skyldi verzlunareigendur til að ann- ast þrif við verzlunarhúsnæði í hverfinu. 8. Förum þess á leit, að fræðslu- yfirvöld grandskoði, hvort ekki sé unnt að yngstu nem- endur Hólabrekkuskóla fái leikfimiskennslu veturinn 1979-1980. 9. Gengið sé betur frá sparkvöll- um í Hólahverfi. 10. Æskilegt væri að betur yrði gengið frá svæðum við gæzlu- völl og leikskóla við Suður- hóla. 11. Umferðarnefnd athugi gatna- mót Vesturbergs, Vesturhóla og Suðurhóla. 12. Æskilegt væri, að lögregluyf- irvöld athugi, hvort ekki væri hægt að leiðbeina unglingum, sem eiga vélhjól í hverfinu. Verkefni, sem ættu að takast til athugunar við gerð næstu fjár- hagsáætlunar Reykjavikurborg- ar: 1. a) Útisundlaug við Fjölbrauta- skóla verði gerð nothæf á árinu. b) Byrjað verði á íþróttahúsi við Hólabrekkuskóla hið allra fyrsta. 2. Endurnýja þarf íþróttavöll ásamt íþróttasvæði. 3. Búnir séu til gangstígar milli Breiðholtshverfa, þar sem þeirra virðist þörf. 4. Þar sem mikið hættuástand hefur skapazt vegna skipu- lagsmistaka í Vesturhólum (vegna bílskúrabygginga) er nauðsynlegt að umferðar- nefnd og skipulagsyfirvöld endurskoði framkvæmd þessa, jafnframt gatnamót á teng- ingu frá Höfðabakka inn á Vesturhóla. Birgir ísleifur Gunnarsson verið æskilegt að koma til móts við borgarbúa þess hverfis í um- ræddum málum. En tilefni þess að fyrirspurnin hefði, verið borin fram nú, sagði Birgir vera bréf sem sér hefði nýlega borist frá fjórum félögum í Breiðholti III. Las Birgir bréfið upp, og var það svohljóðandi: „Reykjavík 10. 9. '79. Hr. borgarfulltrúi Birgir ísl. Gunnarsson, Fjölnisvegi 15, Reykjavik. Við undirritaðir fulltrúar íbúa- samtaka Breiðholts III, förum hér með fram á að þer takið upp málefni hverfisins í borgarstjórn, sem til umræðu hafa verið að undanförnu, og engin lausn hefur fengist á, það er í yðar valdi hvernig og í hvaða formi þér takið málin fyrir. Meðfylgjandi eru ljósrit af bréf- um sem hafa farið á milli okkar og fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, og skal því efni þeirra ekki rakið hér. Saga þessara mála er í stuttu máli þessi: Ibúasamtök Breiðholts III hafa ávalt látið sér annt um umhverf- ismál hér í hverfinu svo og þau málefni sem upp hafa komið, og hafa verið til þess fallin að bæta mannlífið. Með þetta í huga var haft samband við núverandi meirihluta borgarstjórnar, og óskað eftir umræðum um framkvæmdir í hverfinu, hafandi það jafnframt í huga að eitt af kosningaloforðum núverandi meirihluta er, „að gott samband yrði haft við íbúa Reykjavíkur". Eftir bréfaskriftir, var stofnað til fundar með fulltrúum meiri- hlutans, eftir að við höfðum reifað málefnin skildist okkur að margt af því sem þar kom fram væri vel framkvæmanlegt, nánast væri um stjórnunaratriði að ræða, og að stýra verkefnum í rétta farvegi. Það verður að segjast eins og er, að frá þeim degi sem umræður fóru fram, getur varla talist að borgarstarfsmaður hafi sést hér í Breiðholti III við jarðvegsvinnu eða annað sem þar að lítur. Alls ekki hefur verið snert við þeim atriðum sem fram komu í okkar máli. Við lýsum furðu okkar á framkvæmdaleysi þessu, og vilj- um benda á, að úr þessu hverfi koma stórar upphæðir í sjóði borgarinnar, og þætti okkur ekki of mikið í lagt þó borgin sæi sér fært að lágmarksframkvæmdir yrðu látnar ganga fyrir. Við gerum okkur fyllilega ljóst að svör borgarinnar verði í þá veru, að ekki sé hægt að gera alla hluti í einu, en við viljum benda hinum skattglaða meirihluta á, að það gæti komið að því fyrr en seinna að heimilin segðu, „Við getum ekki borgað allt í einu. Við greiðum fyrir það sem er fram- kvæmt." Við óskum eftir að umræða fari fram um framkvæmdir og málefni Breiðholts III, og við fáum undan- bragðalaus svör um hvað á að framkvæma hér, og í hvaða röð, einnig er æskilegt að fullt samráð verði haft við íbúana.“ Undir bréfið rita fulltrúar fjög- urra félaga íbúa Breiðholts III; Framfarafélags Breiðholts II, íþróttafélagsins Leiknis, Kvenfél- agsins Fjallkonunnar og Skátafél- agsins Hafarna. Birgir Isleifur sagði það greini- legt, að lítill vilji væri fyrir hendi hjá borgaryfirvöldum að fram- kvæma þá hluti sem íbúum um- rædds hverfis hefði verið lofað. Þá sýndi mál þetta einnig, að grát- lega lítið samband væri á milli Birgir ísleifur Gunnarsson ber fram fyrirspurnir sinar um málefni Breiðholts á fundi borgarstjórnar i fyrrakvöld. Til vinstri eru þeir Björgvin Guðmundsson forseti borgarstjórnar og Egill S. Ingibergsson borgarstjóri. borgarbúa og meirihluta borgar- stjórnar, sem þó hefði verið lofað. Lágmarkskurteisi hefði hins vegar verið að hafa samband við við- komandi borgarbúa, og hefði átt að skýra þeim frá því að ekki væri unnt að standa við þær fram- kvæmdir sem lofað hefði verið. Þetta sagði Birgir ísl. vera eitt dæmi af mörgum sem sýndi það sambandsleysi sem væri milli borgarbúa annars vegar og borg- arstjórnarmeirihlutans hins veg- ar. Markús Örn Antonsson tók næstur til máls. Kvaðst hann vilja taka undir gagnrýni Birgis Isleifs á rýr svör borgarstjóra og lélegar útskýringar, einkum varðandi leikvellina. Markús Örn sagði það vera mjög miður, að þessu fólki hefði verið gefið undir fótinn með þessi mál, en síðan hefði verið svikið að efna gefin loforð. Sagði hann þetta ekki vera til þess að auka trúnað- artraust milli borgaryfirvalda annars vegar og borgarbúa hins vegar. Þá gerði borgarfulltrúinn einnig að umræðuefni ófremdarástand í umferðarmálum Breiðholtshverfis sem hann hefði raunar einnig rætt á fundum borgarstjórnar í fyrra- vetur. Þar væru mörg vandamál enn óleyst, og yrðu þau fyrirsjáan- lega stærri nú í vetur en þau voru Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri: Hef góða reynslu af starfsmönnum borgarinnar. í fyrra, vegna þess hve íbúum hverfisins fjölgaði ört. Kristján Benediktsson tók því næst til máls, og sagði hann það vera gleðilegt að Breiðholtsbúar skyldu nú vera búnir að eignast svo ötula málsvara í borgarstjórn. Hlutverkin sagði hann þó hafa snúist við frá því sem var. Kristján sagðist geta tekið und- ir margt af því sem fram hefði komið í máli Birgis ísl., að margar brýnar framkvæmdir hefðu dreg- ist of lengi. Það sagði hann þó ekki þýða það, að ekkert yrði gert í málinu. Margt af þessu væri nú í athugun, sumt væri erfitt viður- eignar en annað ætti að vera unnt að leysa. Varðandi hreinsun fyrir framan verslanir sagði Kristján að það væri mál sem jafnan hefði verið talið æskilegra að fara varlega í, og í sambandi við þetta tiltekna dæmi þyrfti að kanna hvort þar væri á ferðinni stærra vandamál en í öðrum hverfum borgarinnar. Þá sagði hann að margt af því sem beðið væri um að gert væri hefði komið upp skömmu fyrir sumarleyfi, og slíkt væri oft erfitt að efna þrátt fyrir góðan vilja. Þessu yrði þó að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.