Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 47 r Framgángama fortsatter för höststarka Grimsás: Frán nedflvttningsplats till kamp om bronset??? Eirikur grejade ny Grimsásseger ockU brwgra GAIS pi lon- verklig tiUgáng förGrimsás Eiríkur er lykil- maður hiá Grimsás STÖÐUGT berast fréttir af islenzkum knattspyrnu- mönnum, sem gera garðinn frægan erlendis. Oftast er Þá verið að greina frá góðri frammistöðu þeirra Teits í Svíþjóð, Ásgeirs í Belgiu eða Péturs i Hollandi. En það eru fleiri, sem standa sig vel og vekja athygli. Einn í þessum hópi er Eirikur Þorsteinsson, Vikingurinn, sem fyrir tveimur árum hélt til Grims&s i Svíþjóð. Þá lék liðið i þriðju deild, en fluttist upp í 2. deild síðastliðið haust. Eiríkur þótti standa sig vel með liðinu i fyrra, en frammistaða hans hefur verið enn betri í ár. Þessi duglegi leikmaður, sem m.a. lék bak- vörð í landsliði íslands er fræikilegt jafntefli náðist í Magdeburg fyrir nokkrum ár- um, hefur hvað eftir annað verið fyrirsagnaefni á íþrótta- siðum sænskra blaða upp á siðkastið. Grimsás byrjaði afleitlega síðastliðið vor, en snar þáttur í aukinni velgengni liðsins var fólginn í því að setja aukið traust á Eirík fjölhæfni hans hefur verið mikill styrkur fyrir liðið. Þannig hefur Eiríkur leikið fleiri en eina stöðu á vellinum, þó svo að yfirleitt sé hann tengiliður. í miðframherjastöð- unni hefur Eiríkur leikið nokkra leiki með góðum árangri og skoraði t.d. 2 mörk í sínum fyrsta leik í þeirri stöðu. Ekki sízt upp á síðkastið hefur Eirík- ur verið atkvæðamikill og skorað mikið af mörkum á mikilvægum augnablikum fyrir lið sitt. Eftir dapra byrjun leit út fyrir að Grimsás félli á ný niður í þriðju deild, en síðan kom mikill fjör- kippur í leikmenn liðsins og þeir fóru að skora mörk, sem ekki hafði gengið vel áður þrátt fyrir mörg færi. Á þeim tíma átti liðið möguleika á þriðja sæti í deild- inni, en eins og staðan er núna er útlit fyrir að liðið endi um miðbik deildarinnar. í vikunni lék Grimsás gegn Örgryte, sem sýnt hefur íslendingunum Sig- urði Björgvinssyni, Guðmundi Steinssyni, Erni Óskarssyni og e.t.v. fleiri mikinn áhuga. Grimsás tapaði þeim leik 2:1 og var það fyrsta tap liðsins eftir sumarleyfi leikmanna. En fyrst farið er að tala um íslenzka leikmenn í Svíþjóð er ekki úr vegi að minnast á Jönköping, sem leikur í sama riðli í 2. deildinni. Þar leika þeir félagar Árni Stefánsson og Jón Pétursson og hefur Jönköping átt misjöfnu gengi að fagna. Liðið er þó með einu stigi meira en Eiríkur og félagar, 21. Draumur forráðamanna félags- ins um flutning upp í 1. deild verður þó greinilega ekki að veruleika í ár. Fimm efstu liðin í riðlinum eru með frá 31 stigi niður í 24, en síðan koma 5 lið með 21 og 20 stig, Grimsás hefur 20 stig. Fjögur lið berjast síðan um fallið. Samkvæmt fréttum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun Eiríkur Þorsteinsson ætla að vera í Svíþjóð í að minnsta kosti eitt ár enn og sömuleiðis Árni Stefánsson hjá Jönköping. Hins vegar hefur frétzt að Jón Pétursson ætli að koma heim í haust. Ekkert hefur frétzt af þeim Karli Sveinssyni og Jó- hanni Torfasyni, sem einnig leika í Svíþjóð, en Stefáni Halldórssyni, sem leikur í þriðju deildinni þar, hefur gengið vel í sumar. Það er stutt frá Svíþjóð yfir til Noregs og þar leika tveir Islend- ingar með liðum í þriðju deild. Helgi Benediktsson og félagar hans í Lillehamn.jr eru í 2. sæti í sínum riðli, en eiga varla lengur möguleika á sigri í riðlin- um. Jón Gíslason leikur með Bærum, liði rétt utan við Ósló. Eftir fyrri umferð hafði liðið aðeins hlotið 4 stig, en eftir sumarleyfi hefur ekkert lið í deildinni fengið eins mörg stig og er Bærum nú með 18 stig, en á ekki möguleika á sigri í riðlin- um. Fyrst farið er að tala um Noreg, þá hafa víkingarnir hans Tony Knapp tveggja stiga for- ystu í 1. deildinni, eru með 27 stig eftir 18 leiki, en í 2. sæti eru Start og Moss með 25 stig eftir 19 leiki. Knapp á því einn leik til góða og er sá gegn Lilleström á heimavelli Víkinganna í Stav- anger. Brann er fallið niður í 2. deild og líklegast fara með Bergenliðinu HamKam og Mjöndalen eða Skeid, en hjá síðastnefnda liðinu er þjálfari Gmoch, fyrrum landsliðsþjálfari í Póllandi. -áij Jón Alfreðsson leikur sinn fimmtánda Evrópuleik JÓN Alfreðsson, hinn trausti miðvallarleikmaður ÍA, mun að öllum likindum leika sinn fimmtánda Evrópu- leik með ÍA. Hér stendur að öllum líkindum vegna þess að Jón á eftir að leika erfiðan leik gegn Val á sunnudaginn, en komi hann heill heilsu úr þeirri rimmu, mun hann örugglega leika gegn Barcelona. Leiki Jón, hefur hann þá þarna skammt á eftir, hef- leikið alla Evrópuleiki ÍA frá upphafi og fleiri Evrópuleiki heldur en- nokkur annar íslendingur. ur leikið þrettán leiki og leikur sinn fjórtánda, -Jóhannes Guðjónsson hef- Jón Gunnlaugsson kemur ur leikið 12 Evrópuleiki. Hilpert áfram á Skaganum NOKKUÐ öruggt virðist. að Klaus Jurgcn Ililpert verði áfram þjálfari Akraness í 1. deildinni í knattspyrnu. Að sögn forráða manna IA vill Hilpcrt endilega koma aftur og Skagamenn eru aö sama skapi ólmir að fá hann aftur. Ekki er nokkur vafi á því að Skagamenn hafa verið afar heppnir með. þjálfara, til að mynda leggja þeir fæstir á sig að læra íslensku eins og Hilpert hefur gert, en hann mun geta bjargað sér á íslensku og vel það meira að segja. Þá mun það mál manna á Akyanesi að hann hafi náð meiru út úr liði ÍA heldur en vonir stóðu til, eftir þá blóðtöku sem varð við brottför Péturs Péturssonar og Karls Þórðarsonar, þeirra tveggja kappa sem voru hálft liðið. Hættir Jón hjá ÍA? JÓN Þorbjörnsson mun að öllum likindum ekki leika með ÍA næsta keppnistimabil. Jón. sem er markvörður og lék áður með Þrótti, missti stöðu sína i liði ÍA i vor, náði henni aftur þegar Bjarni markvörður Sigurðsson slasaðist. og stóð sig þá geysilega vel út mótið. Jón er mjög frambærilegur markvörður og það félag sem fær hann í sínar raðir hreppir góðan mann. Reykjavíkurmótið i hand- bolta hefst á sunnudaginn Reykjavíkurmótið í handknattleik hefst um helgina með leikjum í meistaraflokki á sunnudaginn. Hefst fyrsti leikurinn í Laugardals- höll klukkan 14.00. í meistaraflokki taka þátt 8 lið og er þeim skipt í tvo riðla. í A-riðli leika Valur, ÍR, Ármann og Þróttur, en í B-riðli leika Víkingur, Fram, KR og Fyjkir. Tvö efstu liðin í hvorum riðli mætast síðan í 4-liða úrslitakeppni. Keppni í meistaraflokki kvenna hefst 25. september, en keppni í yngri flokkunum hefst 29. september. Leikir helgarinnar eru eftirfarandi: Sunnudagur: Valur—ÍR meistarafl. karla kl. 14.00 Vík,—Fram meistarafl. karla kl. 15.15 Ármann—Þróttur meistarafl. karla kl. 16.30 KR—Fylkir meistarafl. karla kl. 17.45 ESSO-bikarslagur í Hafnarfirði Handknattleiksvertíðin er á næstu grösum. en hún hefst formlega í Ilafnarfirði á sunnudaginn. þegar FII og Haukar keppa um ESSO-bikarinn. sem árlega er glímt um. Hinn eftirsótta Tobbu-| sjoppu-bikar, eins og brandarakarlar kalla gripinn. „Glímt um hann“ er víst stundum réttnefni. í fyrra sigruðu FH-ingar og tóku menn þá hver annan glímutökum þegar upp úr sauð. Það er víst ekki ávallt hlýtt milli FH og Hauka, þannig að þyrsti menn í slagsmál, er ekki útilokað að eitthvað verði fyrir þá gert í Hafnarfirði á sunnudaginn. Bikarkeppni í tugþraut BIKARKEPPNI Frjálsíþróttasambands íslands 1 fjölþrautum verð- ur háð nú um helgina og heíst keppni kl. I3i ðag á Laugardalsvelli. Meðal keppenda verða fremstu frjálsiþróttamenn landsins. Þá verður og keppt í einni aukagrein, 10 km hlaupi. sem fram fer á sunnudag. ' Sigursælar Valsstúlkur Valsstúlkur gerðu góða ferð til Skotlands eigi alls fyrir iöngu, þar sem þær léku knattspyrnu gegn þremur af betri kvennaliðum Skota. Kom þar í ljós. að islenskar dömur kunna ýmislegt fyrir sér í boltasparki. Sigruðu Valsstúlkurnar Clydebank og Motherwell 2—1 og 3—2, en töpuðu síðasta leik sínum hins vegar 0—5, en það var þeirra þriðji leikur á þrem dögum og stúlkurnar orðnar útkeyrðar af þreytu. Erna Lúðvíksdóttir, sem einnig er ein af fremstu handboltakonum Vals var markhæst í ferðinni með tvö mörk. Cora Barker og fleiri skoruðu hin mörkin br.iú. Knattspyrnu þjálfarar Knattspyrnudeild K.R. óskar eftir aö ráöa þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Ráöningartími er til eins árs í senn, frá okt. 1979. Fyrsta flokks þjálfunarað- staöa. Umsóknum sé skilaö til Mbl. fyrir 28. sept. merkt „K.R. Knattspyrnuþjálfun: 673“. Kam^mmammmimmmmmm^^^m^^^^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.