Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Brýn nauðsyn að efla nuumafla Rannsóknarlögreglu ríkisins Hinn 1. júlí s.l. voru liðin tvö ár frá því að þær breytingar urðu á rannsóknum brotamála sem leiddu af setningu laga 107-9/1976 og Rannsóknarlögregla ríkisins tók til starfa. Er nú nokkur reynsla fyrir hendi af störfum Rannsóknarlögreglu ríkisins og mun það almenn skoðun þeirra sem til þekkja að við fyrrnefndar breytingar og með stofnun RLR hafi verið stigið rétt spor og breytingarnar hafi tvímælalaust verið til bóta. í tilefni af þessu hefur Morgunblaðið snúið sér til Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknarlögreglustjóra og átt við hann samtal um starfsemi RLR fyrstu tvö árin og ýmislegt fleira. Samkvæmt upplýsingum Hall- varðs bárust Rannsóknarlögreglu ríkisins 7355 mál á tímabilinu 1. júlí 1977 til jafnlengdar á þessu ári. Auk þess tók RLR við all- mörgum málum til rannsóknar frá fyrri tið, þ.e. málum sem voru til rannsóknar hjá rannsóknarlög- reglu í Reykjavík og Hafnarfirði þegar RLR tók til starfa. Hall- varður kvaðst ekki hafa nákvæma tölu á þessum málum en hann sagði að þau hefðu verið misjafn- lega umfangsmikil og mislangt á veg komin. Sum hefðu orðið mjög umfangsmikil og benti Hallvarður á í því sambandi að í einu þeirra hefði þurft að yfirheyra hundruð vitna. Tekið hefur verið saman nokk- urt yfirlit um þau mál sem RLR hafa borizt fyrstu tvö árin og þeim skipt í flokka. Hallvarður Ein- varðsson sagði að því miður væri mála- og afbrotaflokkunin ekki eins ítarleg og vera þyrfti og væri mjög brýnt að koma á rækilegum tölfræðiskýrslum um brot og brotamenn (brotastatistik) m.a. vegna rannsókna á tíðni afbrota og þróun þeirra mála. Kvaðst Hallvarður hafa rætt þetta við dómsmálaráðherra Steingrím Hermannsson og hefði hann tekið vel í það, en hins vegar hefði ekkert orðið af því ennþá vegna fjárskorts og skorts á starfskröft- um. Hefir þetta mál reyndar verið lengi til athugunar hjá stjórnvöld- áfengis á þar stóran hlut að máli með hinum alvarlegustu afleiðing- um, og eiga margir um sárt að binda af þessum ástæðum. „Að mínum dómi er ofneyzla áfengis slík hér á landi, að um þjóðfélags- böl er að ræða. Hljóta stjórnvöld því að láta sig alla skipan áfengis- mála miklu varða og fara þar að mikilli gát,“ sagði Hallvarður Einvarðsson m.a. í þessu sam- bandi. Fjársvika- og fölsunarbrot: Þetta er sá málaflokkur, sem krefst flestra starfskrafta stofn- unarinnar, enda mörg þeirra mála sem falla undir þennan flokk geysilega umfangsmikil og rann- sókn tímafrek. Tólf rannsóknar- lögreglumenn starfa við þá deild, að upplýsa vel aðdraganda og framkvæmd slíkra brota og per- sónusögu þeirra ógæfusömu manna, sem hlut eiga að máli. Tíðni manndrápsmála hefur auk- ist óhugnanlega á seinni árum og sum þeirra hafa ekki upplýstst fyrr en löngu eftir að atburðurinn var framinn. Hefur verið lögð geysileg vinna í þau mál og má í þessu sambandi nefna Geirfinns- málið, sem reyndar var í rannsókn áður en RLR var stofnuð. Sam- kvæmt skrám hafa 23 manndráps- mál komið til rannsóknar síðan 1971 og er skipting eftir árum sem hér segir: 1971, eitt mál, 1973, þrjú mál, 1974, sjö mál, 1975, eitt mál, 1976, þrjú mál, 1977, þrjú mál, 1978, þrjú mál og það sem af er árinu 1979, tvö mál. Verulegur þáttur í starfsemi Rannsóknarlögreglu ríkisins eru afbrotarannsóknir úti á landi, þ.e. utan Stór-Reykjavíkursvæðisins og Reykjaness enda segir orðrétt í 4. grein laga um Rannsóknarlög- reglu ríkisins að hún „skal veita lögreglustjórum og sakadómurum, hvar sem er á landinu, aðstoð við manna Rannsóknarlögreglu ríkis- ins að móta skipulag og starf stofnunarinnar í upphafi. Innan rannsóknarlögreglu eru nú að sögn Hallvarðs þrjár deildir auk tæknideildar, en hún er í stjórnunarlegum tengslum við I. deild. En Hallvarður lagði á það áherzlu að deildaskiptingin væri enn í mótun. I. deild stjórnar Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri, og þar fara meðal annars fram rann- sóknir er varða manndráp, váleg dauðsföll, líkamsmeiðingar og brot gegn X.—XIII. kafla hegning- arlaga. Sex rannsóknarlögreglu- menn starfa í I. deild. í II. deild er Erla Jónsdóttir deildarstjóri. Þar er einkum feng- ist við að rannsaka auðgunar- og fjármunabrot. Langflest mál fara í þessa deild, enda starfa þar 12 rannsóknarlögreglumenn. í III. deild er Arnar Guðmunds- son deildarstjóri. Þar eru til dæm- is rannsökuð spellvirki, brennur, sifskapar- og skírlífisbrot, brot gegn sérrefsilöggjöf, og almennt má segja, að þangað fari þau mál, um. Hús Rannsóknarlögreglu ríkisins við Auðbrekku í Kópavogi. Þjófnaðarbrot algengust Mjög gróf sundurgreining á málum, sem bárust RLR tvö fyrstu starfsárin er sem hér segir: 1. Þjófnaðarbrot 4344. 2. Fjársvika- og fölsunarbrot 1169. 3. Ýmiss konar árásarmál og lík- amsmeiðingar svo og ofbeldis- afbrot 324. 4. Brunamál, þ.e. slysabrunar og brennumál 320. 5. Spellvirki, eignaspjöll 221. 6. Slysamál 172. 7. Tolllagamál 81. 8. Dauðsföll, meginþorri þeirra af eðlilegum ástæðum 252. 9. Önnur mál svo sem ýmis sér- refsilagabrot, t.d. brot á tolla- löggjöf, heilbrigðislöggjöf o.fl. 472. Hallvarður ræddi nánar um einstaka málaflokka: Þjófnaðarbrot: Þessi mála- flokkur er alltaf mest áberandi við rannsóknir brotamála. Undir hann falla stuldir ýmiss konar, þ.e. brot á 244. grein almennu hegningarlaganna. Misjafnt er hve margir einstaklingar koma við sögu í hverju máli fyrir sig, stundum er það aðeins einn maður en oft koma fjölmargir við sögu sama þjófnaðarmáls. Síbrota- starfsemi er mest áberandi í þessum málaflokki og dæmi eru til þess að ungir menn sitji meira og minna í afplánun og gæzluvarð- haldi þar sem þeir hefja afbrota- iðju svo til strax og þeir losna. Ungur aldur er áberandi hjá mörgum sem leiðast út í þjófnað- arbrot og áfengisneyzla á mjög oft stóran þátt í brotum af þessu tagi eins og reyndar í öðrum flokkum. Við lögreglurannsókn í saka- málum kemur reyndar berlega í ljós í hve ríkum mæli ofneyzla sem að þessum rannsóknum vinna og sem dæmi um annir við þessi mál má nefna, að um tíma voru 8 menn bundnir við langtíma verk- efni og því aðeins fjórir menn, sem þá gátu sinnt öðrum verkefnum af þessu tagi sem berast. Sem fyrr segir eru mörg þeirra mála sem undir þennan flokk falla mjög umfangsmikil og þarfnast víðtækrar gagnaöflunar. Einnig er oft þörf sérþekkingar á sviði bókhalds- og endurskoðunar og hefur Guðmundur Skaftason hrl. og löggiltur endurskoðandi verið ráðunautur RLR á þvi sviði og unnið mjög gott starf. Þá hefur stofnunin einnig notið góðrar aðstoðar utanaðkomandi aðila, t.d. Ríkisendurskoðunar. Óhugnanleg aukning manndrápsmála Árásarmál: Þetta er allstór málaflokkur og hafa manndráps- mál orðið þar mjög umfangsmikil í rannsókn á seinni árum enda hefur þeim fjölgað ískyggilega og þau útheimta mikla vinnu, þar sem sérstakt kapp hefur verið lagt á að vinna þau á sem ítarlegastan og beztan hátt. Lögð er áherzla á rannsókn brotamála, þegar þeir óska og rannsóknarlögreglustjóri og/eða ríkissaksóknari telja það nauðsynlegt." í sömu grein segir einnig að rannsóknarlögreglu- stjóri geti að eigin frumkvæði tekið í sínar hendur rannsókn máls utan þeirra umdæma, sem upp eru talin í 3. grein laganna, þ.e. þeirra svæða sem að framan er getið. Ferðir rannsóknarlögreglu- manna út á land í þessum erindum hafa orðið tíðar og hafa þeir alls farið 78 ferðir fyrstu tvö starfsár RLR og eru þá ekki meðtaldar ferðir á Suðurnes og í Árnessýslu. Venjulega fara 2—3 menn og eru þeir mislengi í ferðunum, allt frá einum upp í nokkra daga. Má af þessu sjá að þessi þáttur brota- rannsókna tekur mikið af tíma rannsóknarlögreglumanna. Af þessum 78 ferðum voru 45 vegna beiðni um aðstoð en 33 mála, sem rannsóknarlögreglustjóri hóf rannsókn á að eigin frumkvæði. Deilda- skipting innan RLR Það varð verkefni Hallvarðs Einvarðssonar og annarra yfir- sem hvorki falla undir I. né II. deild. Sex rannsóknarlögreglu- menn starfa við deildina. Við embætti rannsóknarlög- reglu ríkisins er Njörður Snæhólm yfirlögregluþjónn og auk þess eru þrír aðstoðaryfirlögregluþjónar, Gísli Guðmundsson, Kristmundur J. Sigurðsson og Ragnar Vignir, sem jafnframt er forstöðumaður tæknideildar RLR. Sú nýbreytni var tekin upp hjá embættinu að skipa sérstaka lög- reglufulltrúa úr röðum rannsókn- arlögreglumanna. Þeir eru nú fimm talsins. Þessi nýskipan hef- ur og verið tekin upp víðar. Bætt aðstaða tæknideildar Segja má að vinnuaðstaða allra starfmanna RLR hafi batnað mjög mikið til hins betra þegar stofnunin flutti í eigið húsnæði í Auðbrekku 61 í Kópavogi en óhætt er þá að fullyrða að mestu við- brigðin hafi verið fyrir starfs- menn tæknideildarinnar, sem þá flutti í margfalt stærra húsnæði en þeir höfðu áður haft. Þessi bætta aðstaða tæknideildarinnar hefur gert það kleift að bæta stórlega tækjabúnað deildarinnar og sagði Hallvarður Einvarðsson að í því efni hefði stofnunin mætt mikilli velvild og góðum skilningi bæði fyrrverandi og núverandi dómsmálaráðherra. Ýmis tæki hafa og verið keypt til deildarinnar, sem ekki hafa áður verið notuð hérlendis. Mögu- leikarnir á því að Ijúka tækni- rannsóknum að fullu hérlendis hafa því stórlega batnað, þótt enn sé nauðsynlegt að senda ýmis sýni utan til rannsókna. Sú þekking, sem einna helst vantar hérlendis, er að sögn Hallvarðs Einvarðsson- ar sérfræðikunnátta við rithand- arrannsóknir. Það er því stundum nauðsynlegt að senda utan skrift- arsýnishorn við rannsókn á skjalafalsi og fleiru. Við tæknideildina starfa fjórir rannsóknarlögreglumenn og þar fer fram margs konar athugun á mönnum og munum. Öll tæki, sem notuð eru til vettvangsrannsókna, geymd í þar til gerðum töskum eða boxum, þannig að handhægt er að grípa til þeirra. Deildin er þannig í stakk búin tæknilega, að tryggt á að vera, að ekki þurfi néitt að fara til spillis, sem finnst á vettvangi. Deildin hefur nú eignast sam- aanburðarsmásjá, sem mun vera meðal þeirra fullkomnustu sinnar tegundar. Með aðstoð hennar er meðal annars unnt að gera saman- burð á byssukúlum og komast að því, hvort skot er úr tiltekinni byssu. í smásjánni er einnig hægt að greina margs konar verkfæra- för og fleira. Við smásjána er tengd myndavél og er hægt að taka myndir í gegnum linsur smásjárinnar. Tæknideildin annast allar fingrafaraathuganir. Ekki er þörf á að leita út fyrir stofnunina við athuganir á fingraförum, hvorki efnafræðilegar rannsóknir á þeim né annað. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 108/1976 á rannsóknarlögregla ríkisins að halda skrá um myndir og fingraför, sem tekin eru sam- kvæmt heimild í 57. gr. laga um meðferð opinberra mála. Öllum lögreglustjórum er og skylt að senda embættinu eintök mynda og fingrafara, sem tekin eru sam- kvæmt fyrrgreindu ákvæði. Þarna á að vera miðstöð þeirra fingra- fara, sem til eru. Með reglugerð nr. 152 frá 16. marz 1979 voru settar reglur um tölur, meðferð og geymslu fingrafara og ljósmynda hjá lögreglu. Eru í fingrafarasafn- inu liðlega 2100 fingraför, sem tekin eru í Reykjavík af einstakl- ingum 16 ára og eldri, er uppvísir hafa orðið að afbrotum. Eitthvað á annað þúsund fingrafara munu vera til, sem tekin eru af ungling- um, er lent hafa í kasti við lögin. Ekki munu enn liggja fyrir tölur um þann fjölda, sem lögreglu- stjórar utan af landi hafa sent inn af fingraförum. Tæknideildin hefur yfir að ráða tæki, sem getur skorið úr um það, hvort tiltekinn blettur sem finnst sé blóðblettur. Hún er hins vegar ekki í stakk búin til að blóðflokka- greina, þar koma sérfræðingar utan deildarinnar til sögunnar. Ýmsir möguleikar hafa opnast með nýjum tækjum. Eitt hár sem finnst á vettvangi getur til dæmis nægt til að unnt sé, með hjálp sérfræðinga, að blóðflokkagreina viðkomandi aðila. Mörg af þeim tækjum, sem tæknideildin notar við rannsóknir sínar, eru mjög athyglisverð. Eitt dæmi er ryksuga, sem nær upp ögnum, sem mannlegt auga fær ekki séð. Allt sem hún sýgur upp fer á síur, sem síðan er unnt að skoða í smásjá. Annað tæki er notað til að rannsaka púður. Með tækinu er unnt að ganga úr skugga um það, hvort tiltekinn einstaklingur hafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.