Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 35
Verður Reykjaneskjördæmi skipt? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 35 Hugsanlegt að Reykjanesi verði skipt i f jögur kjördæmi — segir Skúli Sigurgrímsson „Þessi ályktun tekur af skarið um að menn vilja ekki lagfæra þetta misvægi með því að fjölga þingmönnum í kjör- dæminu eins og það er. Menn vilja skipta því og ég álít að það komi til greina að skipta því upp í fleiri en eitt kjördæmi“, sagði Skúli Sigurgrímsson, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs. Hann sagði að rætt hefði verið um að hugsanlegt væri að skipta Reykjaneskjör; dæmi allt upp í fjögur kjördæmi. „í framhaldi af þeim umræðum hljóta menn að spyrja: hvað á þá að gera við Reykjavík, á ekki að skipta henni líka? Það koma því margir hlutir til álita þegar þessi mál eru rædd“, sagði Skúli. Hann var spurður að því hvort ein- hverjar sérstakar ástæður hefðu legið fyrir því að einmitt þessi tími var valinn til þess að samþykkja ályktun af þessu tagi. Skúli svaraði því til, að formaður stjórnskipunarnefndar hefði nýlega skýrt frá því að valkostir yrðu lagðir fyrir þingflokkanan um stjórnarskrárbreyting- ar í haust. „Við vildum því nota tækifærið og minna á okkur," sagði Skúli Sigurgrímsson. Nánast mark- leysa að fara á kjörstað við nú- verandi ástand r — segir Arni Grétar Finnsson „Ég myndi telja þessa breytingu til verulegra bóta. Eins og ástandið er i dag er það í sjálfu sér nánast markleysa að vera að fara á kjörstað á Reykjanesi þar sem menn hafa aðeins 1/5 atkvæðisréttar til móts við aðra,“ sagði Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hann sagðist telja heppilegast að skipta kjördæminu þannig, að Suðurnesin yrðu sérstakt kjördæmi, Hafnarfjörður, Garða- bær og Bessastaðahreppur yrðu sérstakt kjördæmi og síðan yrðu Kópavogur og það sem þá væri eftir af Reykjaneskjördæmi sérstakt kjördæmi. „Ég myndi telja slíka skiptingu mun heppilegri heldur en að fjölga þingmönn- um í Reykjaneskjördæmi eins og það nú er. Þetta eru byggðasvæði sem ekki eiga neina sérstaka hluti sameiginlega umfram aðra landsmenn. Annmarkarnir á þessu eru þeir aðallega, að Seltjarnarnes og efri hluti kjördæmisins eiga kannski ekki mikið sameiginlegt með Kópavogi, en miðað við ástandið eins og það er í dag þá finnst mér þetta eðlileg skipting," sagði Árni Grétar Finnsson. Hann var þá spurður að því hve brýnt væri að koma þessari skiptingu á og svaraði hann því til að nauðsynlegt væri að koma henni á strax. „Ég hef hins vegar ekki neina trú á því að það verði strax. Það er búin að vera stjórnarskrárnefnd á stjórnarskrárnefnd ofan og aldrei látið neitt frá sér fara. Endurskoðun stjórnar- skrárinnar í heild er það viðamikið mál að hún hlýtur að taka lengri tíma en lausn kjördæmamálsins þolir. Því ber að taka það mál eitt út úr störfum stjórnarskrár- nefndar og finna lausn á því, enda eru engir stórvægilegir annmarkar á stjórnar- skránni, eins og hún er sem krefjast eins brýnnar lausnar og misréttið í kjördæma- skipaninni," sagði Árni Grétar Finnsson. Kjördæmamálið ekki leyst nema með f jölgun þingmanna — segir Tómas Tómasson „Hér á Suðurnesjum hefur mikið verið rætt um þessi mál á undanförnum árum og ég held að menn séu þvi almennt fylgjandi hér, að Suðurnes verði sérstakt kjördæmi“. sagði Tómas Tómasson bæj- arfulltrúi í Kefiavík. En hann á svo sem kunnugt er sæti í stjórnarsrkárnefnd- inni. Tómas sagði að þeir, sem hefðu um þetta mál fjallað í ræðu og riti á Suðurnesjum, væru almennt þeirrar skoðunar að Suður- nesin hefðu mikla sérstöðu vegna þess a? atvinnulíf þar byggiðist nær eingöngu á fiskveiðum og fiskvinnslu. Þeir atvinnu- þættir væru. ekki eins afgerandi fyrir byggðalögin nær Reykjavík. „Staðir eins og Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes eiga svo aftur sameigin- lega nálægðina við Reykjavík", sagði Tómas. Hann bætti því við að sér þætti vel koma til greina að skipta Reykjaneskjör- dæmi upp í fleiri en tvö kjördæmi og sagði að hugsanlegt væri að Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur gætu orðið sérstakt kjördæmi. — En hvernig hafa menn þá hugsað sér þingmannatöluna ef skipta á Reykjanesi upp í smærri kjördæmi? „Mér virðist það ekki verða gert örðuvísi en þingmönnum verði fjölgað í heild á Alþingi. Það gæti reynst erfitt að fjölga þingmönnum á einum stað á kostnað þeirrar þingmannatölu sem nú er annars staðar". — Telur þú réttlætanlegt að einhver munur sé á vægi atkvæða eftir landshlut- um? „Ég verð að viðurkenna að ég tel alls ekki óeðlilegt að það sé einhver munur. Hve mikill munurinn má vera verð ég a& viðurkenna að ég veit ekki. En eins og ástandið er í dag, þegar við á Suðurnesjum erum með allt að 6 atkvæðum á móti hverju einu atkvæði í sumum öðrum landshlutum,*þá er það hróplegt misvægi. Ég get viðurkennt að þetta verður ekki jafnað út í einu stökki, en með því að nálgast jöfnuð og fjölga þingmönnum hér, það tel ég fyrsta sporið sem þarf að stíga.“ Misvægi at- kvæða ekki ein- göngu leiðrétt á kostnað sveit- anna — segir Karl G. Sigurbergsson „Einhliða endurskoðun á kjördæma- skipaninni með það eitt í huga að skipta Reykjanesi upp í fleiri en eitt kjördæmi er mér ekki að skapi“, sagði Karl G. Sigurbergsson bæjarfulltrúi í Keflavík. Hann sagði þó að hann væri hlynntur slíkri breytingu ef hún^ væri híuti af annarri og víðtækari. „Ég held að það þurfi að endurskoða kjördæmaskipanina i heild og á viðtækan hátt“, sagði Karl. En hvernig verður misvægi atkvæðanna leiðrétt að hans mati? „Ég held að þetta verði ekki leiðrétt eingöngu á kostnað sveitanna. Ég tel réttlætanlegt að einhver munur sé á atkvæðahlutfallinu, en það verða náttúru- lega að vera takmörk á því eins og öðru. Það má segja að mismunurinn sé orðinn of mikill," sagði Karl og bætti því við, að það eitt sér að skipta Reykjaneskjördæmi upp væri ekki til mikilla bóta; „Það verður að skoða þetta í víðara samhengi," sagði Karl G. Sigurbergsson. Lýðræðinu staf- ar hætta af nú- verandi ástandi í kosningaréttar- málum — segir Richard Björgvinsson „Tildrögin að þessari ályktun bæjar- stjórnar Kópavogs voru þau að ég hóf máls á því við bæjarstjórnarmenn að timabært væri að Kópavogsbúar létu í sér hcyra um kjördæmamál. Énginn flokkur. félag né bæjarstjórnir í Kópavogi hefðu nokkurn tima ályktað um málið. En þar sem málið væri komið á það stig að talað er um að stjórnarskrárnefnd leggi val- kosti um stjórnarskrárbreytingar fyrir þingflokkana í haust væri nú réttur tími til að álykta." sagði Richard Björgvins- son, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Ilann v»r spurður um tildrög þess að bæjarstjórn Kópavogs sendi frá sér ályktun um kjördæmamálið. Hann sagði að samkomulag hefði verið í bæjarstjórninni um ályktunina en í henni fælust tvö aðalatriði. Annars vegar að leiðrétta mismun í vægi atkvæða milli landsmanna, „það mikla misrétti sem viðgengst er í raun mannréttindamál," sagði Richard. Hins vegar er það svo tillaga um að Reykjanesi verði skipt upp í að minnsta kosti tvö kjördæmi, helst fleiri. „Ymsir bæjarstjórnarmenn voru með þá hugmynd að Kópavogur yrði sérstakt kjördæmi, en um hana varð ekki eining í bæjarstjórninni. Aftur á móti er bent á það í greinargerð með ályktun bæjar- stjórnarinnar, að í Kópavogi eru nú fleiri íbúar en í þremur núverandi kjördæmum og þvi ekki óeðlilegt að mönnum komi þetta í hug“, sagði Richard Björgvinsson. — Hvaða hugmyndir gera menn sér um það hvernig helst ætti að standa að slíkri skiptingu ef að yrði? „Um það liggja ekki fyrir fullmótaðar tillögur eða hugmyndir. Hægt er að hugsa sér að skipta Reykjaneskjördæmi á marga vegu. Ibúar kjördæmisins munu vera 49—50 þúsund talsins og skiptast nokkurn veginn í fjögur álíka fjölmenn svæði. Á Suðurnesjum búa þannig 12—13 þúsund manns, í Hafnarfirði um 12 þúsund manns, í Kópavogi rúmlega 13 þúsund manns og á því svæði sem þá er eftir að nefna eins og Mosfellssveit, Garðabæ og Seltjarnarnesi búa samtals um 12 þúsund manns. Það eru því ýmsir möguleikar með skiptinguna. Þessa möguleika þarf að kanna og móta síðan endanlegar tillögur á grundvelli þeirra.“ — I greinargerð ályktunar ykkar er sagt að lýðræðinu stafi hætta af núverandi ástandi, hvers vegna? „Vegna þess að sá hluti landsmanna sem býr á Suð-Vesturlandi getur ekki endal- aust sætt sig við að hafa miklu minna að segja um landsmálin en aðrir landsmenn. Meirihluti landsmanna kýs þannig 17 þingmenn, að frátöldum uppbótar- mönnum. Munurinn er orðinn mjög mikill þegar hlutfallið er orðið 1:5, svo mikill að ógjörningur er að sætta sig við hann til langframa. Lýðræðinu hlýtur að vera hætt þegar helmingur þjóðarinnar kýs miklu minna en helming alþingismanna." Æskilegt að breyta skipulag- inu án þess að fjölga þing- mönnum — segir Markús Sveinsson „Það væri miklu æskilegra að skipta kjördæminu í tvennt heldur en að f jölga þingmönnum núverandi kjördæmis. Eins og þróunin hefur verið í seinni tíð til dæmis með stofnun landshlutasamtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum í vetur. virðist stefna í þá átt að Reykjaneskjör- dæmi verði skipt í tvö kjördæmi", sagði Markús Sveinsson. bæjarstjórnarfulltrúi i Garðabæ. Hann sagði að þó gæti það vandamál komið upp ef hin landfræðilega skipting yrði látin ráða að misræmi verði aftur í stærð kjördæmanna. „Höfuðborgin hlýtur jú að halda áfram að hlaða utan á sig þó að eitthvað hafi sljákkað á hraðanum undan- • farin ár“, sagði Markús. Hann sagði að slík skipting yrði þó vonandi aldrei nema fyrsti áfangi, það þyrfti að koma til ákveðnari umræða um allt önnur kjördæmaskipunarkerfi. „Það væri einnig æskilegt að breyta þessu án þess að til kæmi fjölgun þingmanna a Alþingi", sagði Markús Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.