Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 26 tonna bátur tekinn í landhelgi SÆHRÍMNIR, 26. tonna togbát- ur frá Þingeyri, var tekinn að meintum ólöglegum veiðum 1 mílu innan við 12 milurnar við Barða á Vestfjörðum i gær, en það var varðskipið Ægir sem tók bátinn. Mál skipstjórans var tek- ið fyrir hjá bæjarfógetanum á ísafirði í gær og lauk rannsókn málsins seint i gærkvöldi, en það verður tekið til dóms i dag samkvæmt upplýsingum Þor- varðar K. Þorsteinssonar bæjar- fógeta. FIS mótmælir bráðabirgðalöguniim FÉLAG íslenzkra storkaup- manna mótmælir bráðabirgða- lögum frá 10. september síðast- liðnum um hækkun á sérstöku timabundnu vörugjaldi og hækk- un söluskatts, segir í fréttatil- kynningu frá Félagi islenzkra stórkaupmanna. Enn er verið að leysa vanda ríkissjóðs með aukn- um sköttum — segir i ályktun félagsins, þ.e. 10% hækkun sölu- skatts og 33% hækkun sérstaks timabundins vörugjalds flestra þeirra vara sem slikt gjald er lagt á. Hér er um verulega hækkun á vöruverði til neytenda að ræða eða um 6 til 7% að meðaltali á þeim vörum, sem hið sérstaka „tíma- bundna" vörugjald og söluskattur leggst á. Það er t.d. búsáhöld, teppi, verkfæri, heimilistæki, hljómflutningstæki o.fl. Vörur sem undanþegnar eru söluskatti hækka um 4 til 5% en þar er um að ræða ýmsa matvöru svo sem ýmsa pakkavöru, kex, niðursoðna ávexti, grænmeti o.fl. Þar sem vörugjald greiðist við tollaafgreiðslu auka þessar skattahækkanir mjög fjár- magnsþörf innflytjenda á sama tíma og gífurleg verðbólga gerir fyrirtækjum sífellt erfiðara að fjármagna nauðsynlegan vörulag- er og viðhalda góðri þjónustu við neytendur. Þessar álögur auka fjármagnskostnað heildverzlunar og skerða enn stöðu fyrirtækj- anna. Hækkun söluskatts eykur þann vanda sem mörg fyrirtæki eiga í vegna þess að þau þurfa að greiða söluskatt af vöru sem þau hafa ekki fengið greidda m.a. vegna vaxandi vanskila, ekki sízt ríkis- fyrirtækja. Með tyggigúmmi í kjölfarNA TO-flotans Hluti af flota Atlantshafsbandalagsins, sem kom i heimsókn til Reykjavíkur i vikunni, er nú farinn til hafs á ný, en þessi mynd var tekin frá varðskipi fyrir austan land þar sem herskipin voru á siglingu með oliuskipi sem flutti þeim oliu. 1 kjölfar NATO-herskipanna sigldu rússnesku verksmiðjutogararn- ir sem komu einnig i heimsókn til Reykjavikur til þess að hvila áhafnir sinar frá veiðum þessa sömu daga og NATO-herskipin voru hér. Þess má geta, að áhafnir rússnesku skipanna flykktust i miðbæ Reykjavikur og keyptu viðast upp birgðir af tyggigúmmii og i Hafnarfirði, þar sem einn togaranna var í fyrstu, er orðið litið um mohair-garn. „Verd á gærum ákveðið án samráðs við skinnaiðnaðinn” — segir Jón Ásbergsson hjá Loðskinni „ÞEGAR sexmannanefnd tók ákvörðun um þessa miklu hækkun á gærum var ekkert samband haft við þau fyrirtæki, sem starfa í skinnaiðnaðinum. Nefndin mun hins vegar í vor hafa skrifað Útflutningsmiðstöð iðnaðarins og farið fram á, að hún kannaði verð á gærum erlendis. Hjá Útflutningsmiðstöðinni fékk Ingi Tryggvason, starfsmaður við skinna- og ullarverkefni stofnunarinnar og jafnframt bóndi og einn fulltrúa bænda í sexmannanefnd, þetta verkefni. Við áteljum að þarna er tekin verðakvörðun án þess að nokkurt samband sé haft við þau fyrirtæki, sem starfa í þessari iðngrein, og viljum í framtíðinni vera eiginlegur aðili að verðakvörðuninni en fá hana ekki bara í blöðum,“ sagði Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri sútunarverk- smiðjunnar Loðskinns h.f. á Sauðárkróki. Sexmannanefnd ákvað í þessum iðnaðarins og Búvörudeild Sam- mánuði að hækka verð á hverju kílói af gærum úr 359 krónum í 846 krónur. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda og fulltrúi í sexmannanefnd, sagði að nefndin hefði byggt verð- akvörðun sína á gærum á upplýs- ingum frá Útflutningsmiðstöð ur gæruverðið til verksmiðjanna hér innanlands samkvæmt ákvörðun sexmannanefndar verið hækkað um 63% miðað við erlend- an gjaldeyri og um 109% miðað við íslenskar krónur. „Við teljum að þessi verðakvörðun sé óraun- veruleg og þá sérstaklega þegar litið er til þess að innlendu fyrirtækin verða að greiða gær- urnar í tvennu lagi, í nóvember og í janúar. Þetta mun því auka vaxtabyrði fyrirtækjanna gífur- lega. Við gerðum ráð fyrir tals- verðri hækkun á gæruverðinu en þetta er skot yfir markið," sagði Jón. Jón sagði, að í skýrslu Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar kæmu fram ýmsar tölur varðandi verð á gær- um erlendis, sem íslensku iðnfyr- irtækin hefðu gjarnan viljað fá að segja sitt álit á áður en þær væru teknar hráar til viðmiðunar. í þessum tölum væri yfirleitt verið að bera saman verð á völdum fyrsta flokks lambaskinnum er- lendum, sem eru stærri en íslensku skinnin. „Sérstaklega er þetta ankannalegt í ár þar sem ljóst er að dilkarnir verða mun rýrari og einnig er okkur gert að greiða jafnaðarverð fyrir allar gærur óvaldar. Það er alveg ljóst, að þau fyrirtæki, sem sauma úr íslensku skinnunum, eru ekki til- búin til að mæta þessari hækkun á hráefni sínu,“ sagði Jón. bands ísl. samvinnufélaga. „Upp- lýsingum þessara tveggja aðila bar saman og við höfum litið á útflutningsmiðstöð iðnaðarins sem sameiginlegan aðila fyrir iðnaðinn í þessu máli,“ sagði Gunnar. Að sögn Jóns Ásbergssonar hef- Herstöðvaandstæðingar: Aðgerðir á Keflavíkur- urflugvelli, gönguferð og lögreglan kærð Bankamenn krefjast nýs kjarasamnings strax FYRSTI samningafundur Sam- bands islenzkra bankamanna og samninganefndar bankanna um nýjan kjarasamning, var haldinn miðvikudaginn 19. september siða8tliðinn. Samningar SÍB eru lausir frá næstu mánaðamótum, en þeim var sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara, miðað við 1. júli i sumar og kröfugerð sam- bandsins jafnframt lögð fram, segir í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá SÍB. Samninganefnd bankanna fór fram á frestun viðræðna um sinn og að núgildandi samningur yrði framlengdur um skeið. Samninga- nefnd bankamanna kvað fram- lengingu ekki koma til greina, óskaði eftir að viðræður yrðu þegar hafnar og benti á, að samningar hefðu verið brotnir á bankamönnum, þar eð 3% launa- hækkun, sem koma átti til útborg- unar 1. júlí í sumar, hefði ekki verið greidd. Tíu sækja TÍU SÆKJA um starf fréttamanns i erlendum fréttum sjónvarpsins. Um- sækjendur eru: Elín Guðjónsdóttir, Guðrún Halla TUlinius, Gunnar Gunnarsson, Haraldur Jóhannsson, Hildur Bjarnadóttir, Katrín Páls- dóttir, óli Tynes Jónsson, Pétur H. Snæland, Sigurveig I. Jónsdóttir og ögmundur Jónasson. Á samningafundinum lagði samninganefnd SÍB fram eftirfar- andi ályktun, sem samþykkt var á stjórnarfundi sambandsins 18. september: „Kjarasamningum SIB var sagt upp miðað við 1. júlí 1979, með þriggja mánaða fyrirvara. SÍB telur mjög brýnt að hefja samn- ingaviðræður um nýja kjarasamn- inga hið allra fyrsta á grundvelli kröfugerðar sambandsins og gildi væntanlegrar samningar frá 1. 9. 1979. Nýjustu ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar, sem fela í sér stórauknar álögur í formi aukinnar skatt- heimtu og stórkostlegra búvöru- verðshækkana, hafa gert að verk- um, að SÍB sér sig knúið til þess að kefjast þess enn einu sinni, að 3% umsamin launahækkun frafl. júlí 1979 verði þegar í stað greidd." Samninganefndir SÍB og bank- anna sættust á að halda viðræðum áfram og verður það gert innan tíðar. Formaður SÍB er Árni Sveinsson og framkvæmdastjóri Vilhelm G. Kristinsson. Herstöðvaandstæðingar hafa tilkynnt í fréttatil- kynningu, að þeir hyggist höfða mál á hendur lög- reglunni í Reykjavík „fyrir fruntaskap og meiðingar" á fundarmönnum í Sunda- höfn 19. sept. s.l. Þá er greint frá því, að samtökin muni halda fjöldafund og standa fyrir aðgerðum á Keflavíkurflugvelli fyrir framan flugstöðvarbygg- inguna þar n.k. fimmtudag, en hins vegar hefur ekki verið beðið um leyfi hjá lögreglustjóranum á Kefla- víkurflugvelli til þess að halda útifund bar. Þá hyggjast samtök herstöðva- audstæðinga efna til fjöldagöngu frá Hvaleyrarholti í Hafnarfirði til Reykjavíkur 29. sept. n.k. Bukovsky- bókin í bóka- klúbbnum BÖK Vladimir Bukovskys, „To Build a Castle", sem vakið hefur mikla athygli erlendis, hefur ekki verið fáanleg í bókaverzlunum á íslandi, enda þótt liðið sé tæpt ár frá því að hún kom fyrst út. Bókaklúbbur áhugamanna um frjálshyggju hefur hins vegar pant- að hana, en fyrsta sendingin er uppseld. Að sögn Skafta Garðars- sonar, forstöðumanns bóka- klúbbsins, er ný sending væntanleg á næstunni, og geta þeir sem vilja afla sér bókarinnar haft samband við Skafta í síma 85298. F jórar um- sóknir um embætti boigarfógeta RUNNINN er út umsóknarfrestur um embætti borgarfógeta við Borg- arfógetaembættið í Reykajvík Umsækjendur eru fjórir, Jónas Gústafsson aðalfulltrúi við embættið, Ragnar H. Hall, fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði, Volter Antonsson hrl. og Þorkell Gíslason fulltrúi við Borgarfógetaembættið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.