Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 11 skotið úr byssu, en nær undan- tekningarlaust festist eitthvað á þeim sem hleypir af. Ef reynt er að afmá skrásetn- ingarmerki af málmi til dæmis í byssum eða vélum, má nú sjá hvað afmáð var. Tæknideildin á tæki, sem setur af stað viss efnasam- bönd við ákveðna straumtíðni, og leiðir þetta í ljós hvort til dæmis númer eða merki hafa verið num- in á brott. Tæknideildin hefir yfir góðum myndatökubúnaði að ráða og auk- ið rými fékkst fyrir myndastofu, er rannsóknarlögregla ríkisins flutti í eigið húsnæði. Þar eru meðal annars afbrotamenn mynd- aðir, svo og ýmis gögn, sem koma við sögu við rannsóknir. Rann- sóknarlögreglumennirnir taka all- ar myndir sjálfir. Húsnæðismál RLR Rannsóknarlögregla ríkisins starfaði fyrsta árið í Borgartúni 7 en fluttist síðla sumars 1978 í eigið húsnæði að Auðbrekku 61, Kópavogi. Nokkrar deilur urðu á sínum tíma vegna þessa staðarvals. Að- spurður um reynsluna það sem af væri kvað Hallvarður hana sæmi- lega. Óneitanlega færi þó meiri tími í að boða fólk til skýrslutöku og sækja það og meiri tími færi því í alla aðdrætti. Kvaðst Hall- varður þó vilja ítreka það sem hann hafði áður tekið fram vegna þessa, að sér hefði orðið það mikil vonbrigði á sínum tíma að eigi skyldi takast að fá húsnæði fyrir RLR í höfuðborginni eins og lög stóðu til, sérstaklega er það virtist um tíma ætla að takast fyrir harðfylgi Eiríks Tómassonar, að- stoðarmanns dómsmálaráðherra. Af því varð þó því miður ekki — vegna linku Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar, sem satt að segja tók aldrei af neinni alvöru á húsnæðismálum RLR. Hús RLR er um 1470 fermetrar að stærð á þremur hæðum og nánast fullnýtt nú þegar. Húsið er fullbúið að mestu en ýmiss frágangur hhefur þó dregist úr hömlu. Má segja, að tímabært sé orðið að hefja undir- búning að öðru og varanlegra húsnæði fyrir starfsemi RLR og þá að sjálfsögðu í Reykjavík. I lögunum um Rannsóknarlög- reglu ríkisins er kveðið á um að hana skuli skipa starfsfólk, sem sé sérhæft til að rannsaka ýmsar tegundir brota. A þetta hefur Hallvarður Einvarðsson lagt mikla áherzlu og hafa rannsókn- arlögreglumenn í því sambandi hlotið kennslu bæði hér heima og erlendis. Hallvarður hefur gengist fyrir því að sérfræðingar á ýmsum sviðum hafa haldið fyrirlestra á sérnámskeiðum fyrir rannsóknar- lögreglumenn RLR og má þar m.a. nefna að prófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Stefán Már Stef- ánsson og Steingrímur Gautur Kristjánsson adjunkt hafa flutt fyrirlestra á sviði refsi- og saka- málaréttarfars og ennfremur hafa dómarar, hæstaréttarlögmenn, læknar, geðlæknar og sálfræðing- ar haldið fyrirlestra. Þá hefur Asgeir Björnsson lektor annast sérstaka íslenzkukennslu m.a. vegna endurskoðunar á skýrslu- formum. Á hausti komanda hefj- ast þessi námskeið að nýju og mun þá Jónatan Þórmundsson taka upp þráðinn um sakamálaréttarfar, en hann hefur nú unnið að endur- skoðun rits síns um opinbert réttarfar og hefur því verið dreift meðal allra rannsóknarlögreglu- manna. Hallvarður sagði að þessi nám- skeið hefðu mætt miklum áhuga og skilningi og að sér virtist sem þau hefðu borið góðan árangur og aukið þekkingu og starfshæfni rannsóknarlögreglumanna RLR. Mikilvægt væri að rannsóknarlög- reglumenn hefðu góða þekkingu á meðferð opinberra mála og fylgd- ust með öllum breytingum, t.d. hefðu í vetur verið gerðar breyt- ingar á lögum um meðferð opin- berra mála með lögum nr. 53/1979 að því er varðar handtöku og rétt handtekinna manna. Af því tilefni ritaði rannsóknarlögreglustjóri Lögmannafélagi íslands bréf um þessar lagabreytingar en af hálfu RLR er að sjálfsögðu lögð rík áherzla á framkvæmd þessara lagaboða við lögreglurannsókn brotamála að því leyti, sem þau snúa að RLR. Þá gat Hallvarður þess að í vetur hefði verið haldið námskeið fyrir rannsóknarlögreglumenn ut- an RLR. Heimsóttu þeir þá m.a. húsakynni RLR, hlýddu þar á fyrirlestra yfirmanna RLR og var kynnt starfsemi stofnunarinnar eftir föngum. Kvað Hallvarður þetta hafa verið ágætt framlag af hálfu Lögregluskóla ríkisins en skólastjóri hans er Sigurjón Sig- urðsson, lögreglustjóri í Reykja- vík. Góð samvinna við útlönd Auk námskeiðanna hjá RLR hafa rannsóknarlögreglumenn farið 18 náms- og kynnisferðir til útlanda, aðallega til Oslóar, Stokkhólms og Kaupmannahafnar og Helsinki og tæknideildarmenn hafa farið til Þýzkalands. Hafa þetta yfirleitt verið þriggja vikna ferðir. Þá hafa yfirmenn stofnun- arinnar farið í kynnisferðir til Bandaríkjanna og Norðurland- anna. Sagði Hallvarður að Rann- sóknarlögregla ríkisins hefði mætt miklum og góðum skilningi erlendis og góð kynni tekizt milli íslenzkra rannsóknarlögreglu- manna og kollega þeirra. Hann kvað það mjög mikilvægt fyrir RLR að hafa gott samband við lögregluyfirvöld erlendis enda kæmi það stundum fyrir að þau þyrftu að vinna saman að rann- sóknum mála og mætti geta þess að tvívegis hefðu rannsóknarlög- reglumenn frá RLR þurft að fara til Þýzkalands vegna rannsóknar mála. Sagði Hallvarður að hann hefði lagt það til í bréfi til dómsmálaráðherra að tekin yrðu upp bein tengsl og telexsamband við Interpol og stofnanir hliðstæð- ar RLR erlendis. Hefir dómsmála- ráðuneytið nú afráðið að koma á beinum tengslum RLR við Inter- pol, þ.e.m. með telexsambandi. Vararannsóknarlögreglustjóri, Þórir Oddsson, hefir þegar kynnt sér nokkuð starfsemi Interpol í aðalstöðvum þess í París. Það er ekki aðins að góð tengsl hafi tekizt milli RLR og hlið- stæðra stofnaana erlendis heldur hefur einnig tekizt góð samvinna stofnunarinnar og margra aðila hér innanlands, sem hún hefur haft tengsl við vegna rannsóknar lögreglumála. Ef þörf hefur verið fyrir sérfræðirannsókn í þágu opinberra mála hefur iðulega ver- ið leitað til rannsóknastofnana á vegum Háskóla Islands eftir því sem tilefni hefur gefist til hverju sinni. Hallvarður sagði að einsýnt væri að RLR mundi í ríkari mæli leita eftir slíkri aðstoð á næstu árum, t.d. vegna blóðrannsókna og Rœttvið Hallvarð Einvarðsson rannsóknar- lögreglustfóra Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri. annarra læknisfræðilegra rann- sókna, svo og efna- og eðlisfræði- legra rannsókna. Kvaðst Hall- varður hafa átt viðræður og bréfa- skipti við prófessorana dr. med. Ólaf Bjarnason og dr. med. Þorkel Jóhannesson um samvinnu RLR og rannsóknastofnana Háskólans á þessu sviði. Kvað Hallvarður það og vera sína sannfæringu að stofnun embættis prófesscrs í réttarlæknisfræði væri til þess fallin að efla mjög þekkingu og rannsóknir á sviði læknisfræðinn- ar, sem svo mjög tengist mikil- vægum hagsmunum réttarvörzl- unnar og hefur hann ritað dóms- málaráðherra sérstakt erindi til þess að leggja sérstaka áherzlu á að nánari starfslegum tengslum verði á komið í þessu efni svo og að þannig verði um hnútana búið að rannsóknarstofur verði með aðstöðu til þess að leysa úr þörfum Rannsóknarlögreglu ríkisins í þessum efnum. Rannsóknir fíkniefnamála Hallvarður Einvarðsson vék þvínæst að lögreglurannsóknum í ávana- og fíkniefnamálum, en það fyrirkomulag er nú á þessum málum að sérstök rannsóknadeild hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík annast rannsókn fíkni- efnabrota og er deildin í tengslum við sakadóm í ávana- og fíkniefn- um, sem einnig hefur aðsetur í lögreglustöðunni við Hverfisgötu í Reykjavík. I greinargerðum til dómsmála- ráðherra hefur rannsóknarlög- reglustjóri lagt áherzlu á eftirfar- andi m.a.: „Við undirbúning þeirra réttar- farsbreytinga í lögreglurannsókn brotamála, sem tóku gildi 1. júlí 1977 var ávallt að því stefnt að RLR hefði með höndum rannsókn- ir í ávana- og fíkniefnamálum, og má í þeim efnum minna á eftirfar- andi: í greinargerð fyrir frv. að lögum um RLR segir svo m.a.: „Þá væri eðlilegt, að hún (þ.e. RLR) hefði með höndum rannsóknir í ávana- og fíkniefnamálum. Gæti sérstök deild innan rannsóknarlögreglu ríkisins haft þau mál með hönd- um. Skapaðist þá möguleiki til þess að unnt yrði að leggja niður stofnun þá, sem nú annast rann- sókn þeirra mála.“ I bréfi mínu til dómsmálaráðu- neytisins, dagsettu 4. maí 1977, þar sem fjallaað var um reglu- gerðarsmíð fyrir RLR, segir svo m.a. á bls. 162 um þetta efni: „Ástæða er talin til þess hér að leggja áherzlu á það sjónarmið, að rannsóknardeild sú, sem starfað hefur við sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum, tengist rann- sóknarlögreglu ríkisins. Til þessa liggja sjálfsagðar réttarfars- ástæður, hinar sömu og að baki hinum veigamiklu breytingum, er gerðar voru með 1. nr. 107, 108 og 109 frá 1976, en auk þess hag- kvæmnis- og skipulagsástæður, er einnig vega þungt. Það kann hins vegar að vera hagfellt að halda þessari deild sem tiltölulega sjálf- stæðri einingu innan hins nýja embættis. Rök með slíkri skipan eru m.a. brýnar löggæzluþarfir og sú sérstaka reynsla og tækni, sem þörf er fyrir á þessu brotasviði, mikil samskipti við aðra rann- sóknaraðila (t.d. tollgæzluna) og stjórnsýsluaðila innanlands og utan. Gegn þessu má færa þau rök, að þörf sé á sem víðtækastri þjálfun og reynslu alls lögreglu- liðsins á þessu sviði bæði vegna almennrar virkni löggæzlunnar og tíðra og margslunginna tengsla við önnur brot. Það er því vafalítið kostur, að allir rannsóknarlög- reglumenn hafi a.m.k. lágmarks- þekkingu og þjálfun í ávana- og fíkniefnamálum." „Samkvæmt 2. gr. rgj. nr. 253/1977, sbr. 9. gr. 1. nr. 108/1976, fer rannsóknarlögregla ríkisins með rannsókn allra meiri háttar brota gegn almennum hegningarlögum, en rannsóknar- deildir einstakra lögreglustjóra- embætta fara með rannsókn nokk- urra minni háttar brota, sem eru sérstaklega tilgreind: nytjastuldur á ökutækjum, ökugjaldssvik, minni háttar líkamsmeiðingar og minni háttar eignaspjöll. Brot gegn 173. gr. a eru alvarlegs eðlis, og á því rannsókn þeirra hvergi heima nema hjá rannsóknarlög- reglu ríkisins. Áð sjálfsögðu er þó ekki með þessu verið að mæla með aðgreiningu rannsóknar á ávana- og fíkniefnamálum eftir því hvort brot varðar við hegningarlögin eða ekki. Á málunum er aðeins stigsmunur, og verður því rann- sókn allra þessara mála‘ að vera hjá sama aðila. Mörg rök mæla einnig með því, að sami aðili fari með rannsókn slíkra mála á land- inu öllu. Var lögð áherzla á þessi rök viö setningu laga nr. 52/1973, sbr. 2. gr. þeirra." Mannafli í lágmarki Af hálfu dómsmálaráðherra hefur verið staðfest í bréfi til rannsóknarlögreglustjóra að upp- hafleg stefna sé óbreytt þ.e. að lögreglurannsóknir í sííkum mál- um skuli færast yfir til RLR er aðstaða verði til þess hjá RLR aö taka alfarið við þeim rannsóknum. Af hálfu dómsmálaráðherra var og lögð áherzla á mikilvægi þess að samstarf milli þeirra aðila er hefur nú með höndum rannsókn á þessum málum og RLR þyrfti að vera eins náið og hægt væri og hefur rannsóknarlögreglustjóri að beiðni ráðherra lagt fram tillögur sínar í þessum efnum. Hallvarður Einvarðsson sagði að almennt hefðu verið miklar annir hjá Rannsóknarlörreglu rík- isins fyrstu tvö starfsárin. Hann sagði ennfremur að reynzlan væri sú að mannafli RLR væri í lág- marki og brýna nauðsyn bæri til að efla hann og kvaðst Hallvarður hafa skilað greinargerð til stjórn- valda um þörfina. Benda mætti á að fyrir dyrum stæðu ýmsar breytingar á lögum, sem tvímæla- laust hefðu í för með sér fjölgun rannsókna á umfangsmiklum mál- um, þar sem þörf verður sérþekk- ingar á sviði bókhalds- og endur- skoðunar. Mætti til nefna lög um gjaldþrot nr. 6/1978, sem tóku gildi 1. janúar s.l., lög nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sem taka gildi 1. nóvember n.k., hlutafélagalög nr. 32/1978, sem taka gildi 1. janúar n.k.,og loks ýmis sérlög, en þar eru víða ákvæði um að brot sæti viðurlög- um og rannsókn verði að hætti opinberra mála. Þá gat Hallvarð- ur þess að ríkissaksóknari hefði nú falið Rannsóknarlögreglu rík- isins rannsókn skattsvika og bók- haldslagabrota. Af framanrreindu væri ljóst að brýna nauðsyn bæri til að efla Rannsóknarlögreglu ríkisins enn meira, fjölga lög- reglumönnum og koma á fót öfl- ugri endurskoðunardeild svo að stofnunin væri í stakk búin til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun mála. Guðmundur Skafta- son, hrl. og löggiltur endurskoð- andi, hefur tekið að sér að vera ráðunautur við uppbyggingu slíkr- ar deildar við RLR og kvað Hall- varður það ómetanlegt fyrir stofn- unina að svo hæfur maður hefði fengizt til þess verks. Að lokum fórust rannsóknarlög- reglustjóra, Hallvarði Einarssyni, svo orð: „Eitt meginverkefni rannsókn- arlögreglu er að uppljóstrun refsi- verðra brota og frumrannsókn þeirra. Við slík viðfangsefni ber rannsóknarlögreglu að haga störf- um sínum samkvæmt reglum rétt- arfarslaga nr. 74/1974 um meðferð opinberra mála. Markmiö frum- rannsóknar er að afla allra náuð- synlegra gagna til þess að hand- hafa ákæruvalds sé fært aö ákveða að henni lokinni hvort opinbert mál skuli höfðað og að afla gagna til undirbúnings dóms- meðferðar. I því efni skulu lög- reglumenn stöðugt miða alla rannsókn sína við það að leiöa hið sanna og rétta í ljós í hverju máli, sein þeir hafa til meðferðar og rannsaka jöfnum höndutn þau atriði, sem benda til sektar sakaðs I manns og sýknunar." — SS. Rannsóknarlögreglumaður tekur fingraför með nýrri vél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.