Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 3. grein Elínar Pálmadóttur um flóttafólk í SA-Asíu Þetta fólk er að búa sig undir ferðina til „þriðja landsins“ í búðum skammt frá Kuala Lumpur, þar sem flóttamennirnir sem koma til íslands dvöldu líka í 10 daga. Alltaf er farið úr skónum áður en stigið er inn í vistarverurnar. Hvað ætla þeir að gera við okkur? — sagði gamla konan og ruggaði barnabarninu Milli 700 og 800 þúsund manns munu hafa flúið frá Indókína síðan 1974 og 1975, þegar kommúnistar komu til valda í Kambó- díu, Laos og Viet Nam. Þótt fyrsti flóttamanna- straumurinn eftir stríðið, um 135 þúsund manns, hafi komist greiðlega til Ameríku og síðan hafi stöðugt seitlað áfram til annarra landa, þá hefur á þessum árum safnast sam- an í nágrannalöndunum fólk, sem hefur gengið í gegnum ótrúlegt harðræði í heimalandinu og síðan á flóttanum, og kemst nú ekki lengra. A þess engan kost að skapa sér nokkurs staðar líf fyrir sig og börn sín. Um 360—70 þúsund manns eru þarna enn í flóttamannabúðum. Um 161 þúsund í Thailandi, 76 þúsund í Malasíu, 67 þús- und í Hong Kong, 32 þúsund í Indónesíu og um 30 þúsund á Filippseyjum og Singapore. Eins og sést af þessum tölum hefur meginþunginn legið á Thai- landi og Malasíu, og farið vaxandi. Þar til löndin bæði tóku að banda frá sér. Thailendingar með því að senda til baka hrakið og hungrað flóttafólk inn í Kambódíu, þar sem það hlaut að verða malaríu, hungri eða öðrum hvorum hinna stríðandi herja að bráð. Malasíu- menn með því að verja strendur sínar með fallbyssubátum og hrinda hlöðnum flóttamannabát- unum af höndum sér á haf út. Fjöldi þeirra hefur vafalaust far- ist, öðrum verið bjargað upp í skip, en flestir borist að ströndum fjarlægari landa. Þannig hafa þeir aukið flóttamannavandann í Ind- ónesíu, þar sem 10 þúsund hafa safnast fyrir við mjög illa aðbúð á eyðieyjunni Saling, sem ég fékk ekki að heimsækja. Eða til Hong Kong, sem hefur neyðst til að bæta þessum 7 tugum þúsunda flóttamanna við til viðbótar þeim tugum þúsunda sem flúið hafa þangað áður frá Kína og þrengt mjög að í þessu landlitla ríki, eins og ég varð þegar áþreifanlega vör við er ég fyrst kom þangað 1970 og tók að kynnast flóttamannamál- um þar eystra. En Kínverjar hafa nú sjálfir fengið yfir 200 þúsund Vietnama af kínverskum ættum, sem ýtt var yfir til þeirra um norðurlandamærin, eftir að stríðsátökin hófust milli þessara þjóða í febrúar sl. • Hver tala er einstaklingur En hvað segja svona tölur? Það er ekki fyrr en maður kemur í flóttamannabúðirnar og kynnist persónulega kjörum þessara ein- staklinga, að harmleikurinn raun- verulega nær til manns með öllum sínum þunga. Það fann ég mjög vel haustið 1977, þegar ég sat og hlustaði á frásagnir kambódíska flóttafólksins í búðunum í Thai- landi, sem raunar hafði orðið fyrir enn skelfilegri hremmingum en bátafólkið nú. Og svo aftur nú nýlega í flóttamannabúðum Vietnama á eyjunni Pulau Bidong með 32 þúsund flóttamönnum. Svo og í „transitbúðunum" eða milli- lendingarbúðunum þremur í nánd við Kuala Lumpur, þar sem stund- um hafa nokkuð langa viðdvöl þeir flóttamenn, sem einhver lönd hafa lofað að taka við. í Convent-búð- unum biðu 2400 flóttamenn á leið til Bandaríkjanna, sem hefur nú aukið sinn kvóta úr 7 þúsund í 14 þúsund á mánuði, eða í alls 168 þúsund á þessu ári. Þaðan fóru 400 til nýja landsins daglega, þegar ég kom þar, fullir tilhlökkunar. Nokkru færri biðu í búðum þeirra sem fara til Kanada, sem lofað hefur að taka 50 þúsund fyrir árslok 1980 og Evrópulandanna, sem sameiginlega hafa gefið vil- yrði fyrir 40 þúsund flótta- mönnum. Þar af hefur Vestur- Þýzkaland tvöfaldað sinn kvóta í 11.800 á mánuði og Frakkar í 10 þúsund, til viðbótar þeim 52 þús- undum, sem þeir hafa tekið við frá Laos og Kambódíu síðan 1974. Þar biðu flóttamennirnir til íslands í 10 daga. Og loks biðu í Belfield búðunum um 2000 flóttamenn á leið til Ástralíu, sem nú hefur alveg snúið frá fyrri stefnu um að halda frá sér Asíufólki og tekur í ár 14 þúsund flóttamenn af þessu svæði. Hefur þá alls tekið við 37 þúsund manns. Við að hlusta á persónusögur svo margra einstaklinga, taka þær að renna saman í óhugnanlegt mynstur. Manneskja hér norðan af íslandi, þar sem aðeins er vegist með orðum og slátrað mannorðum, verður alveg agndofa yfir því hvað raunverulega er hægt að gera með beinum og óbeinum aðgerðum, við manneskj- ur, þegar stjórnvöld með alræðis- vald telja þær óæskilegar. Hvað er það, sem hrekur allt þetta fólk í bátsskeljum út á Suður-Kínahaf með börn sín, vit- andi að fjölmargir farast í óveðr- um eða vosbúð, thailenskir ræn- ingjar sitja fyrir bátunum, ræna þá og nauðga konum, og við lokamarkið er allt eins víst að varðbátar hreki flóttafólkið aftur til hafs? Margir hafa spurt mig þessa, síðan ég kom heim fyrir hálfum mánuði. Og svara við þessari spurningu leitaði ég líka þennan mánuð, sem ég dvaldi þar eystra, með því að spyrja hina fjölmörgu flóttamenn, ræða við fólk sem unnið hefur við flótta- mannahjálp og aðra, sem komið Eitt veröur ekki frá manni tekið, þótt í flóttamannabúðum sé, að gott er að sitja og spjalla við nágrannakonuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.