Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Barcelona mætir ÍA á miðvikudag: Einn merkasti iþrotta viðburður héríendis Bikarmeistarar íslands í knattspyrnu, Skaga- menn, mæta bikarmeistur- um Spánar og Evrópu, Barcelona, í fyrri leik sín- um í Evrópukeppni bikar- hafa á miðvikudaginn og hefst leikurinn klukkan 17.30. Barcelona sigraði í þessari keppni á síðasta keppnistímabili, vann Fortuna Dússeldorf 4—2 í æsispennandi úrslitaleik. Þar þurfti framlengingu áður en úrslit fengust. Koma þessa fræga félags hingað til lands hlýtur að teljast hinn merkasti við- burður í ísienskri knatt- spyrnu. Jafnvel þó að veð- ur verði ekki upp á það besta, má ætla að margan fýsi að sjá hina mörgu snillinga Barcelona, þann- ig að búast má með miklu fjölmenni á völlinn. Barcelona kemur hingað til lands með einhverja skæðustu framlínu sem fyrir finnst. Þar eru valdar stórstjörnur í öllum sæt- um, danski snillingurinn Alan Simonsen, austurríski marka- skorarinn mikli Hans Krankl og argentínumaðurinn Juan Carlos Heredia, sem kemst í liðið vegna spænsks ríkisborgararéttar. Það er ekki heiglum hent að komast í framlínu þessa. Á bekknum sitja kappar eins og Rexach, marg- reyndur landsliðsmaður og markaskorari mikill. Alan Simonsen er ugglaust þekktasti leikmaður liðsins, en hann var valinn knattspyrnumað- ur Evrópu árið 1977. íslenskir áhorfendur hafa fengið að sjá Simonsen í leik hér á landi. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Danmörku á Laugardalsvellinum árið 1972 og lagði þa grunninn að 5—2 sigri Dana, með því að skora tvívegis, auk þess sem hann lét sig ekki muna um að tæta vörn íslenska liðsins í sundur hvað eftir annað. Hér á landi lék hann einnig með fyrsta félagi sínu sem at- vinnumaður, Borussia Mönchen- gladbach, sem mætti ÍBV í UEFA-bikarkeppninni. BMG vann yfirburðarsigur á Eyjamönnum og Simonsen skoraði enn tvö mörk. Þetta var á þeim árum er Simon- • Juan Carlos Heredia, einn af helstu markaskorurum Barcel- ona. sen var að koma undir sig fótun- um sem knattspyrnumaður. Nú á dögum er hann mörgum sinnum öflugri knattspyrnumaður, þannig að varnarmanna ÍA bíður ærinn starfi. Hansi Krankl, austurríkismað- urinn sterki, gengur sennilega næst Alan Simonsen að frægð. Hann hefur verið meðal mark- hæstu leikmanna Evrópu mörg síðustu árin, þó að segja megi að hann hafi fyrst brotist fram á sjónarsviðið með frábærri frammistöðu með austurríska landsliðinu á HM-keppninni í Argentínu á síðasta sumri. Vel- gengni hans þar náði hápunkti þegar hann skoraði tvívegis er Austurríki lagði erkióvininn, Vestur-Þýskaland, að velli, 3—2. Strax eftir HM var Barcelona á höttunum eftir kappanum og þangað fór hann loks, enda engin smálaun sem í boði eru á því heimili. Áhangendur Barcelona voru mjög ánægðir með hinn nýja mann, 8000 þeirra komu á fyrstu æfinguna, bara til að sjá kappann. Krankl lék áður með Rapid Vienna í heimalandi sínu og skor- aði ávallt mikið. Keppnistímabilið 1974—75 vann hann t.d. silfurskó ADIDAS þeg ar hann skoraði 36 mörk. Hann var síðan iðinn við kolann, en tók aðra rosalega markarispu keppnistímabilið 1977—78, en þá hirti hann sjálfan gullskóinn fyrir að skora 41 mark í 36 leikjum í austurrísku deildar- keppninni. Krankl var þá mark- hæsti leikmaður Evrópu. Krankl var einnig langmarkhæsti leik- maður Barcelona á síðasta vetri, en hefur farið rólega í gang í haust. Vafalítið „finnur hann sig“ þó áður en varir og ef Skagamenn verða óheppnir, verður það í leikn- um gegn þeim á Laugardalsvellin- um. Manuel Asensi er fyrirliði Barcelona og spænska landsliðs- ins. Hann er með snjallari mið- vallarleikmönnum veraldar og vel efnaður eftir því. Asensi er for- maður samtaka atvinnuknatt- spyrnumanna á Spáni og í verk- fallinu fræga síðastliðinn vetur, fékk hann komið á slíkum kaup- hækkunum, að talið er að sjálfur fái hann hærri tekjur heldur en sjálfur kóngurinn á Spáni. Líður Ásensi og fjölskylda hans því ekki skort ef að líkum lætur. Auk Juan Carlos Heredia, eru þessir menn sennilega þekktustu leikmenn spænska liðsins. Þar er þó valinn maður í hverju rúmi eins og að líkum lætur. Má nefna spænsku landsliðsmennina Rex- ach, Sanchez, De La Cruz, Miguelli og Francisko Martinez. Spánverjar líta ekki á leik þennan sem ómerkilegt fyrirbæri, knattspyrnan skipar of háan sess í lífi þeirra. Til marks um það má minna á það sem þegar hefur komið fram í Mbl. að um 400 manns koma hingað frá Spáni í tveimur vélum, gagngert til að horfa á leikinn og er það mikið á sig lagt til að fylgjast með liði sínu. I þessum hópi verða um 40 íþróttafréttamenn frá Spáni. Hans Krankl með gullskó ADIDAS, sem hann laut 1977—78. Gengið á ýmsu í Evrópuleikjum ÍA Skagamenn hafa leikið 14 leiki í Evrópukeppnunum til þessa, leikur liðsins gcgn Barcelona á miðvikudaginn verður leikur númer fimmtán. Árangur liðsins hefur verið upp og ogan eins og gengur og gerist, en á stundum afar góður miðað við að hér er á ferðinni áhugamannalið frá íslandi. T.d. gerði liðið jafntefli við vestur þýska meistaraliðið IFC Köln á Laugardalsvellinum í fyrra, 1—1. Utileikurinn tapaðist að vísu 1—4, en Skagamenn vöktu óskipta athygli fyrir þá góðu knattspyrnu sem liðið sýndi. Árið 1975 léku Skagamenn gegn Omonia Nikósía frá Kýpur í Evrópukeppni meistaraliða. Úti töpuðu Skagamenn 1—2, en heimaleikur IA á Laugardalsvell- inum er mörgum enn í fersku minni. Það er einn skemmtilegasti Evrópuleikur sem hér hefur farið fram og þar vann íslenskt lið stærsta sigur í Evrópukeppni sem um getur, 4—0. Matthías Hall- grímsson skoraði tvö mörk og þeir Teitur Þórðarson og Karl Þórðar- son eitt hvor, en lið ÍA náði algerum toppleik og lék Kýpurbú- ana upp úr skónum. Annars eru leikir IA í Evrópukeppnunum í gegn um árin þessir. 1970 UEFA—keppnin ÍA—Sparta (Holl) 0—6 1970 UEFA—keppnin ÍA—Sparta (Holl) 0—9 1971 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Sliema (Möltu) 0—4 1971 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Sliema (Möltu) 0—0 1975 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Omonia (Kýpur) 1—2 1975 Evrópukeppni meistaraliða IA—Omonia (Kýpur) 4—0 1975 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Kinamo Kiev 0—3 1975 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Dinamo Kiev 0—2 1976 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Trabzonspor 1—3 1976 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Trabzonspor 2—3 1977 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Brann 0—1 1977 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Brann 0—4 1978 Evrópukeppni meistaraliða ÍA-Köln 1-4 1978 Evrópukeppni meistaraliða ÍA—Köln 1—1 ' y//y/y ’tm >• • Alan Si monsen~-(lengs t tií vinstri) hieypur fagnandi frá isienska íandsliðsmarkinu, eftir að hafa skorað í sínum fyrsta landsleik fyrir Danmörku árið 1972. Danir unnu 5—2 og skoraði hinn knái en smái Simonsen tvivegis. Forsala FORSALA aðgöngumiða á leik ÍA og spænsku snilling- anna frá Barcelona fer fram á sunnudaginn á Laugardals- vellinum á leik ÍA og Vals. Á mánudag og þriðjudag heldur forsalan sfðan áfram i and- dyri veitingahússins Sigtúns frá klukkan 14.00—19.00. Sjálfan leikdaginn, miðviku- daginn, verða miðar seldir i tjaldinu góða við Útvegsbank- ann og siðan að sjálfsögðu á sjálfum vellinum. '7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.