Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 5 HróiHöttur eða Makki hnífur Nú dynja daglegar verðhækkanir á alþýðu manna. Allar líísnauð- synjar þjóta upp i prisum. í gær varð ég vitni að því í kjörbúðí miðborginni, að kona ein varð að tina upp úr poka sinum mjólkur- fernu og heilhveitibrauð og biðja afgreiðslustúlkuna að reikna á nýjan leik. Hana vantaði talsvert á vörukaupin. Það er ekkert léttbærara að verða fyrir sliku þótt í ríkisstjórn sitji menn sem léku Hróa hött, Litla-Jón og munkinn i siðustu kosningum. Við jnum því ekki betur ef þeir reynast þegar allt kemur til alls vera Breddubeitir, Svarti Donald og Makki hnifur. Formaður BSRB sagði okkur er hann lagði til að við gæfum eftir umsamda kauphækkun, að við fengjum alla kjaraskerðinguna bætta á einu bretti, bara ef við vildum gera hitt fyrir rikisstjórnina. Bæjar- starfsmenn á Húsavik, Sauðár- króki og Neskaupstað urðu við tilmælum forystumanna BSRB og ríkisstjórnarinnar. Nú ætti forysta BSRB að láta reyna á hreysti sína. Biðja bæjar- starfsmenn á fyrrgreindum stöð- um að notfæra sér þann verkfalls- rétt er þeir öðluðust með því að gjalda jákvæði við samningi Kristjáns og Tómasar. Neita að taka við útsvari líffræðingsins. og annarra, sem eru svo viðkvæmir fyrir lífríki austan Ódáðahrauns, en bregða hnífnum á brauðhleif alþýðuheimilanna og skerða mjólkurdreitilinn. Það trúir ekki nokkur maður þruglinu um baráttu gegn verð- bólgunni. Verðbólgan er komin með minnst þrjá hringi á undan ráðamönnum. Eða eins og hjá Hamburger Sportverein og Val 3 gegn 0. Látum nú reyna á samtaka- mátt bæjarstarfsmanna og snilli forystumanna BSRB. Nú þurfum við skeyti frá Nes- kaupstað. Pétur Pétursson þulur „Þar eldar aldrei slokkna,> Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Ásgerður Búadóttir afhenti listaverk sitt „Þar aldrei eldar slokkna“ forstjóra Norrænu menningarmálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn, Klas Olofs- son. Listaverkið er unnið á vegum Menningarsjóðs Norðurlanda til skreytingar á fundarsal menningarmálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn. í tengslum við opnun annarrar norrænu listvefnaðarsýningar- innar. sem Menningarmálasjóður Norðurlanda hefur styrkt, var islenzkur listvefnaður kynntur fyrir dönskum fréttamönnum. Ásgerður Búadóttir sýnir einnig nokkur verk á vefnaðarsýning- unni. Kristján Jóhannsson tenór- söngvari Söngtón- leikar á Bolungarvík KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari mun halda tónleika í félagsheimilinu á Bolungarvík á morgun, sunnudag kl. 4. Á efn- isskrá verða erlend og innlend lög auk óperuaría. Faðir Kristjáns, Jóhann Konráðsson, mun einnig syngja nokkra dúetta með Kristjáni. Bæiarstiórn Seltiarnarneskau pstaðar; Skorar á Alþingi að leiðrétta strax misvægi atkvæðaréttarins að íbúar Reykjaneskjördæmis og Reykjavíkur hafa allt að sexfallt minni vægi atkvæða, en íbúar sumra annarra landshluta. í þjóð- félagi lýðræðis verður ekki unað við slíkt lengur. Hin nýskipaða Leggur til að Reykjaneskjördæmi verði skipt í tvö eða fleiri k jördæmi „Bæjarstjórn Seltjarnar- neskaupstaðar ályktar að skora á háttvirt Alþingi að leiðrétta í tæka tíð, fyrir næstu alþingiskosn- ingar, þann hróplega mun, sem nú er á vægi atkvæða eftir því í hvaða kjördæmi landsins kjósandi býr. Bæjarstjórn telur, að sem liður í þeirri leiðréttingu hljóti að vera skipting Reykjaneskjördæmis í tvö eða fleiri kjördæmi.“ Þannig hljóðar ályktun sem bæjarstjórn Seltjarn- arness samþykkti einróma á fundi sínum fyrir skömmu, að frumkvæði sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni. I greinargerð með ályktuninni segir svo: „Vart þarf mikinn rök- stuðning með þessari ályktun. Atkvæðarétturinn er grundvallar- mannréttindi og nú er svo komið stjórnarskrárnefnd Alþingis verð- ur því að láta mál þetta hafa algjöran forgang, því lýðræðinu í landinu stafar hætta af óbreyttu ástandi. Þingmenn allra flokka í Reykjaneskjördæmi hafa margoft á undanförnum árum bent á leiðir til úrlausnar og nú er svo komið, að ákvarðanataka þolir ei lengur neina bið. Haraldur kaupmað- ur í Bárunni látinn HARALDUR Kr. Gíslason kaup- maður í Bárunni, Grindavík, er nýlega látinn. Hann var fæddur 9. júlí 1915 að Hverfisgötu 86 í Reykjavík, sonur Gísla Krist- jánssonar bátasmiðs og konu hans, Styrgerðar Jóhannsdóttur. Hann var húsasmíðameistari að mennt, en lét af þeim starfa vegna heilsuleysis og sneri sér að verzlunarstörfum, sem hann stundaði í um 40 ára skeið og síðustu 10 ár ævi sinnar í félagi við Björn son sinn í Grindavík. Eftirlifandi kona hans er Sig- ríður Björnsdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn. Nóg að gera á Akranesi Akranesi 21. september. I fyrradag, gær og í dag komu Akranestogararnir í höfn hver á eftir öðrum með afla sem hér segir: Óskar Magnússon 60 lestir af þorski, Haraldur Böðv- arsson með 100 lestir af karfa, Krossvíkin með 120 lestir af karfa. Víkingur AK 100 er á leiðinni með fullfermi af loðnu frá Kol- beinseyjarsvæðinu. — Júlíus. Athugasemd frá Veru Roth Ég undirrituð vil taka fram, vegna fréttar í Morgunblaðinu þann 21. sept. þar sem Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn segir mig hafa blóðgast af völdum nagla á priki því sem ég var með, að hvorki var nagli né þorskhaus á priki þessu. Atvik voru þau að þegar lög- reglumenn tóku að beita kylfun- um, hörfaði ég ásamt fjöldanum, drulluhrædd við þvílíkar aðfarir. Þegar svo einn þessara ungu lögregluþjóna þrífur í prikið og reynir að slíta það af mér, þá rígheld ég í það í þeirri góðu trú að ég hafi þó þann rétt að halda mínu priki. Reiðir manngarmur- inn þá kylfuna til höggs og lætur ríða á höndunum á mér, uns ég missti takið, og hefur þá sprung- ið fyrir í lófanum svo sauma þurfti sex spor. Ekki get ég ímyndað mér hvað Bjarki þykist hafa fyrir sér í þessu máli og þó svo ég hafi reynst óbrotin (þökk sé guði) þá er ekki þar með sagt að ég sé óbarin. Þegar ég kom á Borgar- spítalann, var ég mikið marin á vinstri framhandlegg svo og marin og bólgin á hægri þumal- fingri og úlnlið. Enda hef ég ekki vitað til þess að fólk væri sent í röntgenmyndatöku að ástæðu- lausu. Fyrir myndatökuna þurfti ég að borga kr. 4000 og kr. 2000 fyrir aðgerðina. Finnst mér helvíti hart að þurfa að borga fyrir að vera barin. Virðingarfyllst, Vera Roth. INNLENT NÝ UPPSKERA AF RAUÐUM AMERISKUM EPLUM, KOMIN Eggert Kristjánsson, h.f. Sundagörðum 4, sími 85300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.