Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Bandamannasaga hin nýrri Þessir septemberdagar minna að mörgu á viðburði sl. hausts. Við höfum lifað skattahækkanir með bráðabirgðalögum bæði árin og nú eins og í fyrra hrökkva þær hvergi nærri, heldur er ginnungagap vinstri eyðslu og veizluhalda sú hít, sem seint verður fyllt. Fyrir ári brá fjármálaráðherra á það ráð að segja, að síðustu fjórir mánuðir ársins 1978 yrðu ekki gerðir upp fyrr en í árslok 1979, — fyrir þann tíma yrði hann búinn að finna upp einhverja þá skatta, sem myndu duga til þess að brúa bilið. Og við þetta fyrirheit hefur fjármálaráð- herra vissulega staðið að leggja á nýja skatta eða hækka hina, sem fyrir voru. En samt sem áður er rikissjóðurinn botnlaus og fyrir þær sakir hefur fjármálaráðherra fundið upp eins konar viðauka fjárlagaársins 1979: Það sem stendur eftir hinn 31. desember verður greitt á fyrstu mánuðum ársins 1980. Þetta hefur að vísu flækt ríkis- bókhaldið að hafa allt í senn framaní- og aftaníauka ofan á skattauka og stofnauka þessa und- arlega fjárlagaárs 1979, sem virð- ist hafa byrjað 1. september árið á undan og ljúka 1. apríl árið eftir. En þetta er sú nýskipan ríkis- fjármála sem svo mjög hefur verið gumað af, eins og segir í Ólafslög- um, þar sem öll paragröff eru skilinn þrennum skilningi í ríkis- stjórninni. Að vera góður við bændur Skattahækkanirnar í fyrra komu sérstaklega illa niður á bændum, eins og skattaviðaukarn- ir og skattseðlarnir í ár sýndu. Af þeim sökum féllust kratar á, að bændur skyldu fá þetta endur- greitt með því að útflutningsbæt- ur voru hækkaðar verulega og niðurgreiðslur á landbúnaðarvör- um stórauknar. Þessi matvara vegur mjög þungt í vísitölunni, svo að verðbólgan var á einu andar- taki komin niður í 23% eða svo samkvæmt henni, þótt allt hækk- aði eins og áður nema afurðir sauðkindarinnar og kýrinnar. Ráðherrar Alþýðubandalagsins, einkum Svavar og Hjörleifur, hrósuðu sér á þessum tíma hástöf- um fyrir góða frammistöðu í verðbólgumálum og Þjóðviljinn skrifaði um það, að láglaunafólk skyldi marka það eitt, hvað mjólkurlítrinn eða kílóið af kinda- kjötinu kostaði. Og þegar menn hafa örlátt hjarta og gjöfult geð, gá þeir stundum ekki að sér og tala hraðar en þeir hugsa: Hraðmælt tunga, nema haldendur eigi, oft sér ógott um gelur: Brátt kom í Ijós, að ríkissjóður þurfti að gera hvort tveggja í senn að greiða útflutningsbæturnar og standa skil á niðurgreiðslunum. — „En ef gullið er ógnægra til en viljinn að gefa, þá láttu þó eigi ástina minnka þótt fættist gjaf- irnar. Með fögrum heitum skaltu lokka liðið að þér og efna það, er þú heitir, þegar föng eru á,“ sagði hinn vitri Aristoteles. Hollir þess- um boðskap lýstu ráðherrar Al- þýðubandalags og Framsóknar- flokks því yfir á þinginu æ ofan í æ, að útflutningsbætur til bænda yrðu aftur hækkaðar og góð orð voru gefin um það, að niður- greiðslunum yrði haldið áfram. Þegar á reyndi var lausnin til bænda fólgin í því að leyfa þeim að taka erlent lán til þess að greiða sjálfum sér laun, sem ekki náði fram að ganga á þinginu, enda bráðlá forsætisráðherra á að komast vestur til þess að verða heiðursdoktor og vildi slíta þing- inu áður. Síðan var nefnd sett í málið, sem nú er búin að skila áliti fyrir löngu. Samt er ekkert gert í málefnum bænda og Gunnar Guð- bjartsson segir ekki eitt einasta orð við því, eins og kokhreystin frá í vor hafi hrokkið ofan í hann og honum sé bumbult síðan. Bændur fengu nokkra hækkun 1. september, eins og lög mæla fyrir. Steingrímur Hermannsson og ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa beðið afsökunar á þessu og látið í það skína, að bændur hefðu fengið minna í sinn hlut, ef þeir hefðu samið beint við ríkisstjórn- ina. Formaður Framsóknarflokks- ins er meira að segja farinn að Verðbólgan er á niðurleið, sögðu ráðherrarnir, þótt allt hækkaði nema afurðir sauðkindarinnar og kýrinnar, tala um bráðabirgðalög á bændur eins og gerðardómur hefur verið settur á sjómenn. Við það fékk Gunnar Guðbjartsson málið aftur og er þó orðvarari en áður, en segir, að sig gruni ýmislegt! Ann- ars er erfitt að skilja formúluna fyrir því, að afkoma bænda hafi batnað á þessu hausti: Harðindin í vor ollu stóraukinni fóðurbætis- gjöf. Spretta var lakari en endra- nær, þótt meira væri borið á, og sums staðar eiga bændur hálfan heyfeng sinn, — sumir meira, sumir minna, — undir snjó. Vegna kuldanna datt nytin niður í kún- um og fallþungi dilka er einhverj- um kílóum minni en í fyrra. Hækkun olíunnar kemur verr við bændur en flestar eða allar stéttir aðrar. í þeim hópi var áður lægst launaða fólkið í landinu, — kannski ekki ýkja margt, — en einmitt þetta fólk hefur orðið fyrir þyngstu áföllunum nú. Það er gott að hafa dug til að taka mikið til sín, eins og Ásmundur Stefánsson hagfræðingur Alþýðu- sambandsins er að reyna að segja „sem sína skoðun" persónulega; — það er líka gott að hafa öfundarlaust geð og réttsýni gagn- vart hag annarra. Kannski þurfa íslend- ingar ærlega hýðingu!!! Árni Gunnarsson skrifaði grein í Alþýðublaðið 27. september, þar sem hann segir m.a. um efnahags- ástandið: „Aðeins tvær leiðir eru færar. Sú fyrri að láta reka á reiðanum, stefna í stórfellt at- vinnuleysi, stéttastríð, ógnarlega verðbólgu, frekari gengisfellingar, stöðvun atvinnufyrirtækja og Það sem forðum voldugt riki var villiasninn er nú kóngur þar. hrun á flestum sviðum. — Hin er sú að stjórna af hörku, gera uppskurð á efnahagskerfinu, vísi- tölu, peningamálum og hamla gegn þrýstihópum kröfugerðar- manna. Áðrar leiðir eru ekki fyrir hendi, en kannske þurfa íslend- ingar ærlega hýðingu svo undan bláni." Og menn þurftu ekki að fara í grafgötur með, að Árni Gunnars- son ætlaði sér hinn þrönga veginn eins og góðum hirði sómdi með sauðahjörðina á eftir sér: „Al- þýðuflokkurinn getur ekki og má ekki taka þátt í Hrunadansi. Þingsætin eru ungum alþýðu- flokksmönnum ekki svo mikils virði, að þeir séu ekki tilbúnir til þess að fórna þeim fyrir málstað gjörbreytts efnahagslífs og um- bóta á fleiri sviðum þjóðfélagsins. Kjósendur Alþýðuflokksins munu frá þeim heyra, innan þingsala sem utan. Hinir eldri þingmenn geta nefnt skoðanir þeirra blaður eða strákahjal, en það munu kjósendur varla gera." Þegar þessi orð voru skrifuð, höfðu hinir ungu alþýðuflokks- menn sem sé ekki svo mikið sem setzt í þingsætin og á þeirri n „. . . kannske þurfa Islendingar ærlega hýðingu svo undan bláni.“ Næsta dag gengu þeir Lúðvík Jósepsson, Geir Gunnarsson, Sig- hvatur Björgvinsson og Karl Steinar Guðnason á fund forsætis- ráðherra og tveggja ráðherra ann- arra til þess að mótmæla harðlega vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar við gerð fjárlagafrumvarpsins og varð niðurstaðan sú, að málið yrði tekið upp á nýjan leik. „Ríkis- stjórninni láðist að leita eftir samkomulagi við sína stuðnings- flokka," sagði Lúðvík af þessu tilefni og Sighvatur, að „þetta er ekki óyfirstíganlegt vandamál, en við þurfum tíma til að komast að samkomulagi". — Og þetta reynd- ust orð að sönnu. Alþingi hafði setið drjúga hríð, áður en nokkuð bólaði á fjárlagafrumvarpinu og meira að segja kom upp deila um það milli einstakra ráðherra, hvort það skyldi fyrr lagt fram í stjórnum ASÍ og BSRB eða á Alþingi. Hinn 27. október sagði fjár- málaráðherra í blaðaviðtali, að síðasta hönd hefði verið lögð á fjárlagafrumvarpið. — „Þetta er fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar, en alls ekki neitt einka- frumvarp mitt eða Framsóknar- flokksins," bætti hann við. Hann tók fram, að það hefði verið samþykkt í þingflokki Alþýðu- bandalagsins og flutt með vitund og vilja Alþýðuflokksins. „Við höfum ekki samþykkt eitt eða neitt," voru ummæli Geirs Gunnarssonar af þessu tilefni varðandi Alþýðubandalagið og „Misskilningurinn" um fjérlagafrumvarpið Ríkisstjórn ber að leggja frum- varp til fjárlaga fyrir hvert reglu- legt Aiþingi og er það 1. mál þess. í byrjun október kallaði Tómas Árnason fjármálaráðherra á blaðamenn til að segja þeim, að ríkisstjórnin hefði samþykkt fjár- lagafrumvarpið. Þessi frétt kom mjög á óvart í A-flokkunum, — einkum voru ráðherrarnir hissa, af því að þessi samþykkt hafði algjörlega farið fram hjá þeim. Hann vildi fresta Hrauneyjafoss- virkjun og greiddi atkvæði á móti borun við Kröflu stundu er því jafnvel trúlegt, að þeir hafi verið „tilbúnir til þess að fórna þeim fyrir málstað" sinn. En eins og nú er komið má vera að ýmsir hafi sínar efasemdir um það, — eins og um hitt, hvorir þurfi fremur „ærlega hýðingu svo undan bláni" þeir íslendingar, sem á að heita að séu að stjórna landinu, eða hinir, sem vita, að það er stjórnlaust. Fyrir meira en 800 árum kvað persneskt skáld, — og hafði þó áreiðanlega aldrei heyrt Fram- sóknarflokkinn, krata eða komm- únista nefnda á nafn, — þetta litla vers: Sögu eina segja vil ég þér, — og sagan er ei búin til af mér: Það sem íorðum voldugt ríki var villiasninn er nú kóngur þar. ....þar sem öll paragröff eru skilin þrennum skiln- ingi í ríkisstjórninni*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.