Morgunblaðið - 22.09.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 22.09.1979, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Greinargerð frá STEFI vegna ummæla popphöfunda um starfsemi félagsins Að gefnu tilefni m.a. vegna fréttatilkynningar, sem nýstofnuð „Samtök alþýðutónskálda og tón- listarmanna" hafa látið frá sér fara um illa meðferð á sér af hálfu STEFs og FÍH, þykir stjórns STEFs rétt að gera nokkrar at- hugasemdir við þann þáttin, sem að félaginu snýr. Fagna ber því, að nokkur áhugi virðist kviknaður hjá popphöfund- um fyrir höfundaréttarmálum. Framlag þeirra til þeirra mála hefur sannast sagna nánast ekk- ert verið til þessa og hefur það algerlega komið í hlut annarra að berjast fyrir viðurkenningu og lögfestingu þessa réttar öllum íslenskum tónhöfundum til hags- bóta þ. á m. popphöfundum, sem margir hverjir eru með allra launahæstu rétthöfum í STEFi. Eftir 30 ára harða baráttu STEFs er nú svo komið, að um 600 rétthafar njóta góðs af starfsemi félagsins. I þessum stóra hópi rétthafa eru aðeins um 20 popp- höfundar, sem eitthvað hafa sam- ið að marki, þannig að hér koma fleiri hagsmunaaðilar við sögu en þeir einir, og fráleitt er, að megin- hluti tekna STEFs sé tilkominn vegna flutnings verka íslenskra popphöfunda, eins og ofangreind samtök hafa haldið fram. Auk mikils flutnings verka annarra íslenskra höfunda en popphöfunda í tekjuöflum STEFs er því óveru- legur og eins og samningum STEFs við tónlistarneytendur er háttað mundi það engu breyta um tekjur félagsins þótt flutningur íslenskra popplaga félli alveg nið- ur. Athygli vekur, að popphöfundar hefja baráttu sína í fjölmiðlum en ekki með viðræðum við þá, sem þeir telja sig eiga vantalað við, og er slíkt óvenjulegt með öllu. Er þessi málsmeðferð aðeins til þess fallin að veikja réttarstöðu allra höfunda og er vatn á myllu and- stæðinga höfundaréttarins. Þá vekur það einnig sérstaka athygli, að af þeim málum, sem samtökin telja að skoða þurfi, er ekki minnst einu orði á þá geigvænlegu hættu, sem höfundarétti er nú stefnt í vegna undirboða á höf- undaréttargjöldum fyrir útgáfu verka á hljómplötum. Er hér átt við þá nýtilkomnu háttsemi margra helstu íslenskra popphöf- unda að semja framhjá STEFi við hljómplötuframleiðanda um 50% eða helming höfundalauna eins og þau eiga að vera skv. töxtum og samningum STEFs (þ.e. 4% í stað 8% af útsöluverði hljómplatna). Höfundalaun fyrir hljómplötuút- gáfu hafa verið mjög drjúg tekju- lind fyrir popphöfunda sérstak- lega, og má öllum ljóst vera, hve alvarlegt réttindaafsal er hér um að ræða án þess að hin nýju samtök sjái nokkra ástæðu til að gera þar við nokkra athugasemd, ert beinir í þess stað spjótum sínum eingöngu að eigin stéttar- samtökum. Bendir þetta til óeðli- legrar linkindar við atvinnuveit- endur „alþýðutónskálda", en nokkrir þeirra eða menn tengdir þeim munu reyndar vera meðlimir í „SATT“-samtökunum og hvata- menn að stofnun þeirra. Er skorað á hin nýju samtök að taka höndum saman við STEF um að hrinda þessari háskalegu aðför að höfundaréttinum og þá sér- staklega hagsmunum popphöf- unda. Um það og önnur atriði eru forráðamenn STEFs fúsir til að ræða við forsvarsmenn hinna nýju samtaka, ef þess verður óskað. Um einstök atriði í fréttatil- kynningu samtakanna og öðru því, sem fram hefur komið í fjölmiðl- um að undanförnu af hálfu popp- höfunda þykir að öðru leyti rétt að taka fram eftirfarandi: í umræddri fréttatilkynningu segir svo m.a.: „Hlutur alþýðutónskálda er með eindæmum lakur, þar sem þau hafa frá upphafi verið svipt stærstum hluta tekna sinna sinna af höfunda- og flutnings- rétti (svonefndum STEF-gjöld- um). Meginhluti tekna STEFs er sprottinn af verkum alþýðutón- skálda, sem ekki nema að smá- vægilegu leyti njóta þeirra, enda eru alþýðutónskáld nánast réttindalaus í STEFi." Áður er bent á, að ekki verður séð, að nema óverulegan hluta tekna STEFs megi rekja til flutn- ings umræddra verka. í annan stað hefur STEF, sem hefur einka- rétt samkvæmt lögum til samn- inga og innheimtu flutningsrétt- argjalda, í hvívetna farið eftir löglega settum úthlutunarreglum sínum, sem að grunni til eru byggðar á samþjóðlegum reglum og auk þess staðfestar af íslensk- um stjórnvöldum. Popphöfundar hafa því ekki verið sviptir neinum þeim tekjum sem þeir eiga löglegt tilkall til. Að sjálfsögðu má ávallt um slíkar úthlutunarreglur deila og þá flokkaskiptingu eftir tegundum tónlistar, sem þær byggjast á. Skipting tónlistar í verðflokka eftir tegund tónverks tíðkast hvarvetna og má segja, að mis- munur sá á greiðslum fyrir svo- nefnda „létta" og „alverlega" tón- list, sem hér tíðkast, sé mjög í samræmi við þær reglur sem gilda annars staðar á Norðurlöndum. í Noregi er þessi munur enn meiri en hér, þ.e. allt að 12-faldur. í Danmörku er hann 5-faldur og í Sviðþjóð og Finnlandi 3-faldur. í Þýskalandi er munurinn enn meiri og getur þar orðið allt að 20-fald- ur. Mestur mismunur hér er í framkvæmd 4-faldur. Forsendur umræddrar flokka- skiptingar eru m.a. þær, að samn- ing vissra gerða (tegunda) tón- verka krefst mun meiri vinnu og þekkingar en annarra og liggur það reyndar í augum uppi og er hvergi umdeild atriði. Hitt er svo annað mál, að engar reglur eru einhlítar og fráleitt væri að neita alfarið að ræða nokkrar breytingar á þeim regl- um, sem nú gilda hjá STEFi. I viðræðum fjölmiðla við popp- höfunda hefur þeirri skoðun verið haldið fram, að greiðslur fyrir tónverk hjá STEFi fari eftir því, hver höfundurinn sé, t.d. hvort hann sé meðlimur Tónskáldafé- lags íslands. Þetta er alrangt. Hér er það gerð verksins (tegund) ein, sem skiptir máli. Semji t.d með- limur Tónskáldafélags íslands dans- eða dægurlag fær hann eingöngu greitt fyrir það sem slíkt. A sma hátt fá menn utan þess félags, sem semja verk ann- arrar gerðar, að sjálfsögðu greiðslur fyrir þau sem slík. í útvarpsviðtali við popphöfund nú nýverið, var því haldið fram, að úthlutanir STEFs færu fram 2 árum eftir afnot verka. Hér er um mjög villandi upplýsingar að ræða. Fyrir það fyrsta fara út- hlutanir fyrir fjölföldunarrétt (tekjur vegna útgáfu verka á hljómplötum) fram 4 sinnum á ári og á sama ári og tekjurnar koma inn. Hinsvegar fer úthlutun tekna vegna flutningsréttar fram á næsta ári eftir öflun þeirra, ein- faldlega vegna þess, að uppbygg- ing íslenska félagsins og annarra STEFja er með þeim hætti, að annað er ekki framkvæmanlegt. Eðli máls samkvæmt getur sú úthlutun ekki farið fram fyrr en reikningar undangengins árs liggja fyrir og séð er hver úthlut- unarfjárhæðin verður. Þetta getur dregist nokkuð vegna þess, að STEFgjöld eru að allmiklum hluta greidd eftir á, auk þess sem dráttur á greiðslum hlýtur ævin- lega að verða nokkur. Síðan þarf að vinna úr úthlutunargögnum, sem er mjög tímafrekt og vanda- samt starf. Loks bætast vextir af innistæðufé STEFs á hverjum tíma við úthlutunarfjárhæðina og koma höfundum þannig til góða. Hvað úthlutun að þessu leyti viðkemur sitja allir rétthafar við sama borð. I sambandi við ofangreinda starfshætti STEFs má geta þess, að sami háttur er á hafður hjá hinum erlendu systurfélögum þess. Þá er ekki úr vegi að geta þess, að réttindasamtök skyld STEFi, sem nýlega hafa verið stofnuð, þ.e. SFH (Samband flytj- enda og hljómplötuframleiðenda) haga starfsemi sinni mjög á sama hátt og STEF. Úthlutun fyrir flutningsrétt fer fram á næsta fjárhagsári eftir innheimtu, byggt er einvörðungu á útvarpsflutningi af hagkvæmnisástæðum, og einnig er gerður greinarmunur á tegund- um listflutnings þannig, að greitt er lægrá gjald til flytjenda fyrir skemmtitónlist en til að mynda fyrir flutning sinfóniskra verka. íslenskir popphöfundar hafa fundið að því, að úthlutun STEFs væri alfarið byggð á útvarpsflutn- ingi en ekki tekið tillit til tón- flutnings utan útvarps svo sem á dansleikjum og þá látið að því liggja, að tekjur félagsins af dansleikjum væru einvörðungu sprottnar af flutningi íslenskra poppverka og því „séreign" íslenskra popphöfunda. Hið rétta í málinu mun vera, að lítið sé um að íslensk poppverk séu flutt á dans- leikjum, nema í þeim tilvikum þegar hljómsveitir halda sjálfar dansleiki og flytja verk eftir eigin meðlimi, enda eru STEF-gjöld gefin eftir fyrir slíkar samkomur. Lög flutt á dansleikjum eru að langmestu leyti eftir erlenda höf- unda. Þá er þess að geta, að popphöfundum, jafnt og öðrum, er greidd sérstök aukaúthlutun vegna flutnings utan útvarps, þeg- ar fyrir liggur, að sá flutningur hafi verið sérstaklega mikill og útvarpsnotkunin gefi ekki rétta mynd af heildarflutningi verka viðkomandi höfundar, en slíkt er gert aðeins í undantekningartil- vikum. Ástæður þess, að STEF byggir úthlutun sína að mestu á útvarpsflutningi eru þær, að kostnaður við skrásetningu og úthlutun allra verka fluttra á dansleikjum og öðrum skemmti- stöðum yrði óviðráðanlegur, þann- ig að lítið yrði til skipta þegar upp væri staðið. Einföldun sem þessi er ekkert séríslenskt fyrirbrigði heldur hafa erlendu STEFin orðið að taka upp svipaðar aðgerðir í meira eða minna mæli. Leiðrétta þarf þann leiða mis- skilning, sem oft kemur fram hjá popptónlistarmönnum, að STEF hafi skyldum við þá alla að gegna, jafnt flytjendur sem höfunda. STEF gætir aðeins hagsmuna hinna fáu höfunda í þessum stóra hópi, en er hagsmunabaráttu popptónlistarmanna að öðru leyti algerlega óviðkomandi, en lang- stærsti hluti popptónlistarmanna eru eingöngu eða fyrst og fremst hljóðfæraleikarar. Loks vill STEF ítreka vilja sinn til viðræðna við popphöfunda um áhugamál þeirra og telur að öll ágreiningsmál, sem upp kunna að koma innan hins stóra hóps rétt- hafa STEFs, eigi að ræðast og leysast innan félagsins sjálfs en ekki á vettvangi fjölmiðla. 19. september 1979. Karlakór Reykjavíkur í söngferð til Kína „Hlökkum til að syngja fyrir Kínverja og setjast að matborðum með prjóna í höndum” KARLAKÓR Reykjavikur leggur upp i söngferð til Kina hinn 10. nóv. n.k. i boði menningarmála- ráðuneytis kinverska alþýðulýð- veldisins. Kórinn mun syngja þar á sex til átta hljómleikum i mörgum af stærstu borgum Kina. Þetta er ellefta söngför kórsins til útlanda, alls hefur kórinn haldið yfir 150 hljómleika i þessum utanlandsferðum. Söngstjóri Karlakórs Reykja- vikur i þessari ferð verður Páll Pampichler Pálsson, píanóleik annast Guðrún A. Kristinsdóttlr. Einsöngvarar verða óperusöngv- ararnir Sieglinde Kahman og Sigurður Björnsson og tveir kór- félagar, þeir Hreiðar Pálmason og Hjálmar Kjartansson. í tilefni af þessari för kórsins til Kína boðaði stjórn hans til blaða- mannafundar s.l. þriðjudag í hús- næði sínu að Freyjugötu 14. For- maður stjórnarinnar, Ástvaldur Magnússon, sagði að boð þetta hefði borist kórfélögum mjög óvænt. „Þetta er að okkar áliti mikill heiður, sem kórnum er 'sýndur, því félagsskapurinn er ekki stór og fer kannski ekki mikið fyrir honum, þó að hann hafi starfað óslitið í 53 ár.“ Kórinn mun halda hljómleika í mörgum af stærstu borgum Kína, svo sem Peking, Schanghai og Canton. Vegalengdirnar, sem kór- inn ferðast innan Kína munu verða nær 6 þús. kílómetrar. Kórinn fór fyrst utan árið 1935 og hefur síðan ferðast víða og m.a. sungið víða í Evrópu, í Norður-Afríku, einnig í Bandaríkjunum og Kanada. Söngskrá hljómleikanna í Kína mun verða blönduð og að sögn stjórnarmanna verður helmingur hennar íslenzk og norræn lög, en að öðru leyti mjög blönduð. Kínaförin mun standa yfir í þrjár vikur. Þátttakendur verða alls 65—66 manns. Kórfélagar eru 40 talsins en með þeim munu fara nokkrar eiginkonur félagsmanna og fleiri aðilar. Söngæfingar fyrir förina eru þegar hafnar og sagði Ástvaldur að hópurinn væri mjög samstæður og áhugasamur og þeir kviðu engu, þótt í mörg horn væri að líta, til að allt gengi heim og saman fyrir förina. „Þetta verður okkur kostn- aðarsöm för þrátt fyrir rausnar- legt boð. Við höfum aldrei þegið opinberan fjárstuðning og munum nú sem fyrr standa sjálfir að fjármögnun. Til fjáröflunar er ætlunin að halda hina árlegu styrktarhljómleika okkar fyrir för- ina, en þeir hafa ævinlega verið haldnir á vorin. Fá íslenzkir áhugamenn þá tækifæri til að hlýða á söngskrá þá, er við raunum bjóða Kínverjum upp á.“ Karlakór Reykjavíkur hefur gef- ið út margar hljómplötur með talsvert á þriðja hundrað lögum á. Margir kórfélaganna hafa starfað í kórnum í fjölda ára og nokkrir í allt að 30 ár. Söngstjórinn, Páll Pampichler, hefur stjórnað kórn- um í 15 ár. Kórinn hefur fengið mjög góða dóma í fyrri utanlands- ferðum sínum og má minna á hljómleikaför hans til Mið-Evrópu árið 1973, þar sem hann söng m.a. í fæðingarbæ Páls Pampichlers, Graz í Austurríki, við mjög góðar undirtektir áheyrenda og góða dóma fjölmiðla þar. Kórinn gaf út tvær breiðskífur með upptöku frá þessum hljómleikum í tilefni af 50 ára afmæli kórsins í janúar 1976. Stjórnarmenn kórsins sögðu í lok blaðamannafundarins, að þeir hlökkuðu til að syngja fyrir Kín- verja og setjast að matborðum með prjóna í höndum. Þessi mynd var tekin af stjórnarmönnum kórsins á blaðamannafundinum í vikunni. Var blaðamönnum boðið upp á kínverskar pönnukökur, sem iistilega voru útbúnar og skreyttar af eiginkonum kórfélaga. Formaður stjórnarinnar, Ástvaldur Magnússon, er þriðji frá hægri á myndinni. Ljósm Mbl. Emilía. s i i > 11) r 31.. i 9 j f 2 »■( fcni!8li its (i ir ðsl itiDov iOga .1 \n a i> ' t l'í íikiiciim mi i j ,h.„ . U4.i» u. 11 < <•«-.*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.