Morgunblaðið - 22.09.1979, Page 1

Morgunblaðið - 22.09.1979, Page 1
48 SIÐUR 207. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Muzorewa gengur að skilyrðum Breta Lundúnum. Salisbury — 21. september. AP. Reuter. ABEL Muzorewa, forsætisráð- herra Zimbabwe-Ródesiu, sagði á blaðamannafundi í Lundúnum i dag, að stjórn hans væri reiðubú- in að gangast í meginatriðum að skilyrðum Breta um nýja stjórn- arskrá í landinu. Muzorewa setti það skilyrði, að Bretar afléttu viðskiptabanni á landið. „Við krefjumst þess nú, til frekari framgangs viðræðna hér, að Bretar aflétti viðskiptabanni þegar í stað,“ sagði Muzorewa. Samkvæmt tillögum Breta er gert ráð fyrir, að hvítir menn haldi þingstyrk sínum á þinginu í Salisbury, það er einum fimmta þingsæta. En að hvítir menn missi neitunarvald sitt til stjórnlaga- breytinga og að þeir víki, á 10 ára tímabili, úr æðstu stöðum í her og lögreglu landsins, jafnframt því að þeir víki úr dómarastétt. Carrington lávarður, utanríkis- ráðherra Breta, sagði að þetta væri „stórt skref í átt til lausnar". Talsmaður brezku stjórnarinnar neitaði að segja hvort þetta þýddi að viðskiptabanni yrði aflétt. Muzorewa sagði, að greidd hefðu verið atkvæði í sendinefnd Zim- babwe-Ródesíu um málið og að 11 hefðu greitt atkvæði, einn verið á móti. Sá sem var andvígur er talinn, án nokkurs vafa, vera Ian Smith, fyrrum forsætisráðherra landsins. Þrátt fyrir þessa tilhliðrun stjórnarinnar í Salisbury, sögðu taismenn brezku stjórnarinnar og skæruliðafylkinganna, að enn væri langt í land með að friður kæmist á í landinu. „Friður kemst þá einungis á, að skæruliðafylk- ingarnar taki þátt í samkomulagi um lausn deilunnar. „Sérfriður Muzorewa og Breta leiðir ekki til friðar", sagði talsmaður skæru- liðafylkinganna. Skæruliðar í Zimbabwe-Ródesíu skutu í dag til bana hvítan þing- mann, Theunis de Klerk. Þeir skutu eldflaug að bifreið hans og lét hann þegar lífið. De Klerk er annar þingmaðurinn, sem lætur lífið á sex dögum en fyrir tæpri viku var einn helsti leiðtogi flokks Muzorewa myrtur. 1103 flýðu „sæluna í austri” í ágúst Sfmamynd AP Björgunarmenn leita i rústum eftir að herþota brezka flughersins hrapaði til jarðar eftir að hafa rekist á aðra herþotu. Samkvæmt nýjustu fréttum létust þrír — tveir fullorðnir menn og drengur. Panama hótar að taka við stjóm skurðarins Vln, 21. september — Reuter FJÖLDI flóttamanna frá Tékkó- slóvakiu sexfaldaðist í síðasta Bokassa rekinn frá Frakklandi Parfa, 21. sept. — Reuter, AP. BOKASSA, fyrrum keisari Mið-Afrikukeisaradæmisins, Ienti í kvöld á herflugvelli um 100 kilómetra fyrir austan Paris. Honum var steypt af stóli i byltingu i gær. Frönsk stjórn- völd neituðu Bokassa um dval- arleyfi i Frakklandi og hann mun fljúga til Lýbiu þegar i fyrramálið, að því er heimildir sögðu. Sjá frétt um byltinguna i Mið-Afrikukeisaradæminu á bls. 22. mánuði að þvi er innanrikisráðu- neytið í Vín skýrði frá. Tala flóttamanna frá A-Evrópu til Austurríkis var 1103, þar af voru 612 Tékkar. Meðaltal flóttafólks frá V-Evjrópu til Austurrikis siðustu árin hefur verið á bilinu 400 til 500 i ágústmánuði. Skýringin á þessari miklu aukn- ingu liggur í þeirri ákvörðun Rúmena að krefjast vestræns gjaldmiðils fyrir bensín í landinu. Tékkar ákváðu þá, að þeir ferða- menn sem færu til Svartahafsins færu um Júgóslavíu. Landamæri Júgóslavíu eru ekki jafn lokuð og annarra landa í A-Evrópu og fólk hefur notfært sér þennan nýja möguleika til að komast vestur yfir járntjald. Panama, 21. september — Reuter. PANAMASTJÓRN segist munu taka við stjórn Panamaskurðarins þrátt fyrir að fulltrúadeildin bandaríska hafi í gær fellt samkomulag stjórnarinn- ar í Washington og Panama. Talsmaður utan- ríkisráðuneytisins í Panama sagði við frétta- menn, að Panamabúar myndu taka við stjórn skurðarins þann 1. októ- ber hvort sem samkomu- lagið verður samþykkt eða ekki. „Enginn getur stöðvað okkur í að taka við stjórn skurðarins," sagði Diogenes de la Rosa, einn Líbanon: PLO sak- ar Israel • r Tel Aviv, Beirut, 21. september — AP, Reuter. PLO, Frelsisamtök Palestínu, sökuðu í kvöld ísraelsmenn um að hafa ráðist inn í Libanon með mikið herlið en hefðu verið hrakt- ir til baka. Fréttastofa PLO, sagði að ísraelsmenn hefðu reynt að ná á sitt vald Khardalibrúnni yfir Litaniá en verið hraktir til baka. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Washington lýsti áhyggjum sínum vegna innrásar Israels- manna og sagði, að Bandaríkja- stjórn teldi fréttir af árásinni í meginatriðum réttar. Hins vegar neitaði talsmaður ísraelsku her- stjórnarinnar því alfarið, að ísraelskar hersveitir hefðu ráðist inn í Líbanon. „Enginn ísraels- maður fór yfir landamærin né höfum við skotið yfir landamærin. Sagan er hugarburður einn,“ sagði hann. Aðrar heimildir í ísrael sögðu, að bardagar hefðu brotist út milli palestínskra skæruliða og kristinna hægrimanna. helsti samningamaður Panama- stjórnar og hann lagði áherzlu á, að Panama myndi gera ráðstafan- ir til að verja hagsmuni sína. Samkomulag stjórnanna í Washington og Panama gerði ráð fyrir sameiginlegri stjórn skurð- arins frá 1. október fram að aldamótum en eftir það réði Panama skurðinum. Aristides Royo, forseti Panama, sagði á fundi með fréttamönnum að þetta mál væri „enn einn prófsteinninn á það hvort Bandaríkin séu reiðu- búin að láta réttlætið ná fram að ganga". Fulltrúadeildin felldi samkomu- lagið með 203 atkvæðum gegn 192 en öldungadeildin hafði áður sam- þykkt samkomulagið með yfir- gnæfandi meirihluta, 60 gegn 35. Jimmy Carter, forseti Bandaríkj- anna, sagði að hann mundi gera allt sem í hans valdi stæði til að fá samningana samþykkta. Demó- kratinn John Murphy sagði, að samkomulagið hefði verið fellt vegna ótta þingmanna við veru sovéskra hermanna á Kúbu, ólgu í Nicaragua og E1 Salvador. Kóleraí Malaga Madrid, 21. september — AP FJÓRIR hafa látist af kóleru í Malaga, að sögn heilbrigðisyfir- valda í Madrid. Kólerufaraldur braust út á Spáni í síðasta mánuði. Að sögn ráðuneytisins hefur verið tilkynnt um 69 tilfelli í Malaga og 32 í Barcelona. Enn eru 13 manns á sjúkrahúsi í Malaga og tíu í Barce- lona. Bolshoiballe ttinn: Kozlov var háttsettur íkommúnis taflokknum Moskvu, 21. september — AP. LEONID Kozlov, sovéski dansarinn, sem bað um hæli í Bandaríkjunum í vikunni, var fulltrúi kommúnista- flokksins í Bolshoiballettinum. Vegna þessa kom flótti hans bæði dönsurum og stjórnendum ballettsins mjög á óvart. Sem meðlimur í kommúnistaflokknum var Kozlov mjög óvinsæll meðal dansaranna. Hann skýrði stjórnendum ballettsins oftar en einu sinni frá „hliðarsporum“ dansara, að sögn heimildarmanna AP í Moskvu. Heimildir sögðu, að oftar en einu sinni hefði Kozlov sagt stjórnarmönnum ballettsins frá því ef dansari hafði flóttaáætl- anir á prjónunum. Hann átti þátt í að velja dansara sem leyft var að fara í ferðalög erlendis með Bolshoiballettinum og hann varaði stjórnarmenn við því að stjarna ballettsins, Alexander Gudunov, kynni að strjúka í Bandaríkjunum. Gudunov strauk og Kozlov fékk stóra tækifærið sitt — hann tók við hlutverkum Gudunovs það sem eftir var ferðarinnar. Kona Kozlovs, hin 25 ára gamla Valentina Kozlov, átti ekki þátt í uppljóstrunum Kozl- ovs en hún strauk með honum. Eftir síðustu sýningu Bolshoi- baliettsins í Los Angeles létu þau sig hverfa og báðu um hæli í Bandaríkjunum. Kozlov var meðlimur í æsku- lýðssamtökum kommúnista og varð síðar fullgildur meðlimur í flokknum. Hvarf Kozlovs er ekki talið meiriháttar áfall fyrir Bolshoiballettinn, þar sem hann þótti standa í skugga Gudunovs en hins vegar kom það, að sögn, mjög illa við stjórnarmenn þar sem maður úr innsta hring ákvað að flýja vestur fyrir járn- tjald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.