Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 37 X'ilhjálmur G. Skúlason skritar um lyt Hjáverkanir penicillinsambanda (framh.). Sýkladrepandi verkun peni- cillíns minnkar, ef lyf eins oe tetracyklín (t.d. achromycin^) eða kólamfeníkól (chloro- mycetinR) eru gefin samtímis, en eykst, ef amínósykrungar (amínóglykósíðar) eins og streptomycín, kanamycín og gentamycín eru gefnir samtímis. Próbenecíð (benemidR), fenyl- bútazón (butazolidinR) og acte- ulsalicylsýra (aspirín) hemja aftur á móti útskilnað penicillíns í þvagi og auka þessvegna magn þess í blóði. Penicillín er nauðsynlegt að taka í hæfilegum skömmtum með hæfilegum millibilum og í hæfilega langan tíma. Til þess að komast hjá myndun mótstöð- ugra sýkla er nauðsynlegt, að penicillíngjöf sé haldið áfram í að minnsta kosti 5—7 daga eða unz öllum sýklum hefur örugg- lega verið tortímt. Er þeeta tekið sérstaklega fram vegna þess, að í mörgum tilvikum slær penicillín fljótt á sótthita og þau óþægindi, sem honum fylgja, og er þá tilhneiging hjá sjúklingi að álykta sem svo, að þá sé hættan liðin hjá og óhætt sé að hætta lyfjatöku. Ef þetta er gert, er mikil hætta á, að sjúkdómurinn taki sig upp á nýjan leik og almennt má segja, að lyfjagjöf í of litlum skömmtum og í of skamman tíma geti verið verri en engin lyfjagjöf. Helztu penicillínsambönd úr fyrsta flokki, sem fáanleg eru hér á landi. Benzylpenicillín- natríum, benzylpenicillínpró- kaín, benzylpenicillínnatríum og benzylpenicillínprókarín blandað saman (t.d. napro- cillinR), fenozímetylpenicillín (t.d. vepikombín, calcipenR, fenocinR, fenoxcillinR) og fene- tícillín (broxilR). Annar flokkur I öðrum flokki eru penicillín- sambönd, sem eru stöðug gegn penicillinase eða með öðrum orðum eyðileggjast ekki af þess- um gerhvata, en mótstöðugir sýklar hafa þróað með sér hæfi- leika til þess að framleiða hann. Þessi flokkur er því frábrugðinn bæði fyrsta og þriðja flokki, sem báðir eyðileggjast af gerhvatan- um penicillinase. Þessi flokkur er þessvegna aðeins notaður gegn þeim smitunum, sem peni- cillínaseframleiðandi klasasýkl- ar eru valdir að eða blöndunar- smitunum þar sem bæði penicill- ínaseframleiðandi klasasýklar og taksóttarkokkar eða keðju- sýklar eru valdir að. Fyrsta lyfið úr þessum flokki, sem kom á markað, var metícill- ín (celbeninR), sem er hálfsam- tengt penicillínsamband og ekki er hægt að framleiða með gerj- un. Það verður að nota sem stungulyf, þar sem það eyði- leggst í saltsýru maga. önnur penicillínsambönd úr þessum flokki eru kloxacillín (orbeninR) og díkloxacillín (diclocilR), en þau eyðileggjast ekki í magasýru og þessvena er hægt að gefa þau í töflum, hylkjum eða mixtúru. Penicillínasestöðug penicillín- sambönd skilja hratt út í þvagi eins og venjuleg penicillínsam- bönd. Það er skýringin á því, að þau verður að taka inn með 4—6 klukkutíma bili. Hjáverkanir penicillínsambanda í þessum flokki eru hliðstæðar hjáverkun- um þeim, sem áður er lýst fyrir fyrsta flókk. Ilelztu penicillinsambönd úr öðrum flokki, sem fáanleg eru hér á landi. Metícillín (cel- beninR), cloxacillín (orbeninR) og dicloxacillin (diclocilR). Þriðji flokkur Þriðji flokkur penicillínsam- banda hefur breiðara verkunar- svið en önnur penicillínsambönd, en aftur á móti eru þau ekki virk gegn sýklum, sem framleiða penicillínase. „Breiðspektruð" penicillínsambönd eru einkum notuð gegn smitunum, þar sem önnur penicillínsambönd eru minna virk, t.d. gegn vissum tegundum af miðeyrabólgu, af- holsbólgum, berkjubólgu og enn- fremur gegn smitunum í þvag- rás, sem penicillínnæmir sýklar eru valdir að. Auk þess eru þau notuð sem byrjunarmeðferð gegn blóðeitrun ásamt öðrum „breiðspektruðum“ fúkalyfjum og gegn kíghósta. Fyrsta lyfið í þessum flokki, sem kom á markað, var ampicill- ín (penbritinR), sem er fáanlegt sem töflur, mixtúra og stungu- lyf. Þar sem það skilur út í þvagi og galli í virku formi og í miklu magni, er það einkar hentugt við meðferð á smitun í gall- eða þvagrás. Auk þess er lyfið hægt við meðferð á bráðum og lang- varandi smitunum í öndunar- vegi, sem stafar af sýklum, og gegn smitunum hjá börnum. Karbenicillín (pyopenR) tilheyrir einnig þessum flokki, en það er aðeins til sem stungulyf. Það er virkara en ampicillín gegn sum- um smitunum, en minna virkt gegn öðrum. Síðar komu pivam- picillín (pondocillinR) og am- oxícillín á markað, en þau eru tekin inn sem töflur eða hylki. Karindacillín er einnig úr þess- um flokki og hefur þann kost, að hægt er að nota það í töfluformi. Penicillínsambönd, sem til- heyra þessum flokki eru miklu dýrari en venjuleg penicillín sambönd og auk þess eru þau minna virk gegn sýklum, sem benzylpenicillín verkar á. Hjáverkanir penicillínsam- banda í þriðja flokki eru hlið- stæðar hjáverkun annarra peni- cillínsambanda. Þó eru húð- breytingar algengari og tíðni niðurgangs er hærri, þegar lyfin eru tekin í töflu- eða mixtúru- formi. Helztu penicillinsambönd úr þriðj flokki, sem fáanlcg eru hér á landi. Ampicillín (ampifen , penbri- tinR, pentrexylR, dumopenR), amoxícillín (amoxilR), pivam- picillín (pondocillinR) og kar- benicillín (pyopenR). Leiðrétting. Tvær meinlegar prentvillur eða öllu heldur „prentföll" urðu í lyfjahandbók- inni, sem birtist í blaðinu laug- ardaginn 18. ágúst s.l. í flokkun penicillínsambanda er upphaf- íega minnst á þrjá flokka, en aðeins tveir eru síðan taldir. Það, sem vantar á að hljóða þannig:„í öðru lagi eru penicill- ínsambönd, sem eru stöðug gegn penicillinase. Þau er hægt að nota gegn sýklum, sem fram- leiða og gefa þennan gerhvata frá sér.“ Síðari mistökin eru í kaflan- um um hjáverkanir penicillín- sambanda. Setningin ofarlega í síðasta dálki, sem hefst á orðun-^ um Helztu hjáverkanir eru o.s.frv. er rétt þannig:„Helztu hjáverkanir eru ofnæmissvar- anir svo sem verkir í liðamót- um, sótthiti (drug fever) og húðbreytingar (útbrot). í ein- staka tilvikum, einkum eftir notkun lyfsins sem stungulyfs, hafa komið fram alvarlegar ofnæmissvaranir í formi losts (sjokks), er getur leitt til dauða." Sir Ernst Boris Chain. Ekki get ég stillt mig um að greina hér frá því, að Sir Ernst Boris Chain, prófessor, sem að öllum öðrum ólöstuðum átti drýgstan þátt í að gera hin ómetanlegu penicillínsambönd að lyfjum, lézt í London hinn 12. ágúst s.l. 73 ára að aldri. Með honum má segja að „síðasti móhikani“ upp- haflegu penicillínrannsóknanna sé fallinn í valinn. Á tímamótum? Ef til vill stöndum við á tímamótum einmitt núna, þar sem nokkrar líkur eru á, að innan tíðar söðlum við yfir úr olíu- og bensínnotkun yfir í aðra orkugjafa fyrir vélar í bátum og bílum, orku svo sem vetni, rafmagn, sól- arorku eða enn aðra óþekkta aflgjafa. Hætt er við að þessi umskipti verði ekki á einni nóttu. Kemur þar margt til, svo sem gífurlegur kostnaður við umbreytingu véla, tækja og beislun þessarar orku. Enn er einn þáttur ónefndur sem getur reynst þungur í skauti þessari umbreytingu og tafið fyrir henni, en það eru olíuauðhringarnir. Hætt er við að þeir hafi tafið og muni tefja nokkuð þá þróun sem nauðsynleg er í þessum efnum; ég segi nauðsynleg, þar sem ljóst er að tiltölu- lega fáir olíukóngar geta haldið jarðarbúum í greipum sér með ótrúlegu kverkataki, úr því taki losnum við ekki nema með söðlun yfir í aðra orkugjafa sem fyrr segir. Ég óttast að áður en þessi skipti veðrða að veruleika fáum við að sjá óþyrmilega framan í orkukreppu kerlingu. Mál- tækið segir að neyðin kenni naktri konu að spinna. For- feður okkar höfðu ekki olíu Bátar umsjón HAFSTEINN SVEINSSON eða vélar til að knýja áfram sín fley, en þeir lærðu með tímanum að nýta orku vind- anna með einföldum segla- búnaði og sigldu þannig stór- um flota fiskiskipa og kaup- skipa um öll heimsins höf. Fyrr á árum voru færeyskir fiskimenn frægir hér á norðurslóðum fyrir notkun segla er þeir stund- uðu fiskveiðar. Nú hafa bor- ist fregnir af því að færeysk- ir fiskimenn séu farnir að notfæra sér segi að og frá fiskimiðum til að spara olíu. Ekki er ég að spá því að skipafloti heimsins eigi allur eftir að búast seglum, en höfum augun opin fyrir hugsanlegri orkukreppu og afleiðingum hennar. I ljósi þessara hugrenninga ætti það að vera keppikefli okkar að hlúa að seglbátaíþrótt- inni, svo sem með hafnar- aðstöðu, já ég sagði hafnar- aðstöðu fyrir siglara og þá um leið aðra smábáta; þar eru nú ekki skrautfjöðrunum fyrir að fara í hatti þessarar þjóðar. Öllum öðrum sið- menntuðum þjóðum sem liggja að sjó þykir það eðli- legt og sjálfsagt að byggja smábátahafnir; á því sviði erum við íslendingar aldam- ótaþjóð. Nú er tími til kom- inn að við réttum úr kútnum og bætum þetta ófremdar- ástand sem hér ríkir í þeim efnum. Stuðlum þar með að enn auknum áhuga æskunn- ar fyrir þessari ágætu siglin- gaíþrótt, íþrótt sem gæti orðið nauðsynlegri í náinni framtíð en margan grunar í dag. Ljósm. Jóhannes Long. Optimist er lítil julla sem hentar vel til siglinga og má einnig róa henni. Auðvelt er að koma henni fyrir á toppgrind venjulegrar bifreiðar. Sagt er að höfundur hennar hafi fengið hugmyndina þegar hann sá litla drengi setja segl og mastur á trékassa. Hefur Optimist-jullan náð mikilli útbreiðslu enda kjörinn byrjendabátur fyrir börn. Snar þáttur í hinum miklu vinsældum Optimist-jullunnar er hversu auðveld smíði hennar er. Hægt er að smíða hana úr trefjaplasti eða vatnsþolnum krossviði. Með því að setja flot í julluna er hægur vandi að rétta hana aftur við ef henni hvolfir, vatninu sem eftir verður er auðvelt að ausa burt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.