Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979 MORötlh/ KAFFINU Nei, aðalgjaldkerinn er farinn i spilavitið. — Það væri síðasti moKuleikinn, sagði hann.! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Aðeins hajfstæð tromplega virt- ist geta bjargað sagnhafa i spil- inu að neðan. En hún var ekki fyrir hendi og gripa þurfti því til annarra ráða. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. ÁG73 H. KD82 T. D107 L. K7 Vestur S. - H. G109543 T. G985 L. 652 Austur S. K542 H. 7 T. K62 L. ÁD1043 Suður S. D10986 H. Á6 T. Á43 L. G98 Austur hóf sagnir með einu laufi en síðan varð suður sagnhafi í fjórum spöðum og vestur spilaði út laufsexi. Greinilega voru tveir slagir af á lauf, gjafaslagur á tígul virtist óumflýjanlegur og því ekki hag- stætt að gefa slag á tromp. Austur fékk fyrsta slaginn á drottninguna og skipti í hjarta, sem suður tók með ás. Tromplegan kom í ljós þegar hann spilaði drottningunni og austur fékk á kónginn. Hann tók á laufásinn og suður fékk næsta slag á gosann en frá blind- • um lét hann tígul. Suður hafði nú tapað þrem slögum og austur beið rólegur með tígulkónginn. En sagnhafi hafði aðra skoðun á málinu og taldi sig geta komið tökum á vestur. Hann hélt greinilega valdi á hjartanu og að sjá um tígulinn að auki yrði honum ofviða. , Eftir þrjá trompslagi til viðbót- ar var sagnhafi staddur í blindum og skilaði þaðan tíguldrottning- unni, kóngur og ás. Og þegar suður spilaði síðasta trompinu varð vestur að láta spil frá H. G109, T. G en í blindum var þá H. KD8, T. 10. Hann mátti ekkert spil missa og gafst upp eins og hlýðinn hundur. Það er óþarfi að reka út hönd- ina þegar stefnu er breytt, háseti! COSPER og svo — giftist prinsinn drekanum og varð aldrei hamingjusam- ur eftir þaö! Aðvörun! Sáuð þið kvikmynd sjónvarpsins s.l. laugardag: „Denkne heisst zum Teufel beten"? Því miður á hún brýnt erindi til okkar íslendinga. — Þar voru starfsaðferðir Moon-hreyfingar- innar, sem var til umræðu í blaðinu fyrr á árinu — settar á svið. Af biturri reynslu þekki ég nokkuð til starfsaðferða þessarar hreyfingar. Hér var aðeins breytt um nafn og „Messías" kallaður Phong en ekki Moon og var látinn vera frá Thailandi í stað Kóreu. Allt annað er hárnákvæm lýsing á Moon-hreyfingunni — Phong er meira að segja látinn „tróna“ í Ameríku, eins og Moon. Ýmsu mætti við bæta sem ekki kom svo skýrt fram í myndinni og undirstrika annað sem lítillega var tæpt á. En ég held samt að myndin hafi náð tilgangi sínum: Að vara fólk við. Foreldrar og unglingar verið á varðbergi. Foreldrar og unglingar, það er bláköld og ógnvekjandi staðreynd, að þessi hreyfing starfar einnig hér á landi og hefir gert um nokkurra ára bil. Henni hefir tekist að hrifsa til sín nokkrar sálir hér — vonandi ekki margar enn. Það er bitur reynsla fyrir foreldra að þurfa að sjá á eftir börnum sínum til hennar, og vita þau vera að reyna að fá aðra til lags við hana. Ég get því ekki annað en aðvarað fólk við þessum vágesti. Hreyfingin notar út- smognar aðferðir til þess að ginna til sín ungt fólk og áður en það veit af, er það fallið í gryfjuna. Ég skora á sjónvarpið að end- ursýna þessa mynd og auglýsa rækilega áður. Faðir. • „Hverjir fá inni á Hrafnistu?“ Við sem komnir erum á elli ár munum svo margt sem er gjör- ólíkt því sem nú er. Ég má muna tvenna tíma, enda kominn á tí- ^ i i J Eftir Evelvn Anthony __-Lausnargjald 1 P ersiu “-■aar: 71 ætiaði að drekka sig svo fullan að hann dytti út af i stólnum. JUmlarnir voru teknir niður dagjnn eftir. Það var alsirski bilstjórinn sem annaðist þaö. Hann leit ekki á hana og hann mælti ekki orð af vörum. Hann tók upp tól sin og tæki og hrækti hressilega á gólfið um leið og hann gekk framhjá Eileen á leiðinni út. Hún skundaði að glugganum. Nú gat hún hallað sér út og andað að sér fersku sjávarloft- inu. Hún gat kannski kannað aðstæður og séð hvort hún hefði möguleika á að fjýja þessa leiðina. En þegar henni varð litið út sá hún að um það tjóaði ekki að hugsa meir. Niður var hengiflug og stórgrýti i fjör- unni sem sjórinn braut á. Hún reyndi að átta sig á hæðinni, en hún vissi að það var vonlaust. Hún hallaði sér út um glugg- ann og reyndi að glöggva sig á aðstæðum. Hún heyrði ekki, að hann kom að henni. Hann greip i hana og dró hana inn. Hún barðist á móti, en hann tók þétt i hana og andartak héit hann henni upp að sér. — Hvern fjárann eruð þér að gera? sagði Peters. Hann færði hana frá glugganum og sleppti henni skyndilega. — Af hverju hénguð þér þarna hálf út um gluggann? Eileen horfði á hann án þess að blikna. — Eg var að lfta niður, sagði hún hiklaust. — Þér komist ekki burt þessa leiðina, sagði Peters. — Eg held það sé bezt fyrir yður að slá þeirri hugsun frá yður. Ef ekki, set ég rimlana aftur fyrir gluggann. Hún sneri sér frá honum. — Ég er að verða vitskert að vera hér innilokuð, sagði hún. — Er engin von til þess ég geti fengið að hreyfa mig eitt- hvað? — Nei, sagði hann. Hann benti á rúmið. — Ég kom með nokkrar bækur handa yður. Reynið að lesa. — Þér hafið ekkert sagt mér, sagði Eileen. — Hefur ekki verið haft samband við manninn minn? Hann kveikti sér i sigarettu. — Ég geri láð fyrir því. — En þér hafið engar fréttir að segja mér. Eða bara að þér viljið ekkert segja mér! Hann sá að hún sneri sér frá honum og sá að hún var að gráta. Hún hafði horazt töluvert þessa daga og hann veitti þvi lika eftirtekt að hún virtist ósköp brothætt og viðkvæm að sjá. Hún var vansvefta að sjá og oftast var maturinn ósnertur þegar bakkinn var borinn niður. Hann hafði minnst á þetta við Madeleine en hún hafði hneykslaö hann með þvi að segja, að það gerði ekkert ii og réttast væri að svelta hana i nokkra daga, svo að hún hætti að vera með derring. Þegar hann kom inn og sá hana við gluggann hafði hvarflað að honum að hún ætlaði að stökkva út. Tíu dagar eru Iang- ur tími ef fóik er 1 fangelsi. Hann mundi það frá þvi hann hafði sjálfur verið fangi. Eileen sneri sér að honum, hún þurrkaði sér um augun. — Hefur hann svarað ein- hverju? Ég trúi þvi ekki að engar fréttir séu. — Eftir því sem ég bezt veit er hann að reyna að semja, sagði Peters. — Semja? Eileen náigaðist hann eins og i leiðslu. — Nú skil ég ekki. Hvaða kröfu settuð þið fram? Hvers vegna gat hann ekki bara játað þvi? — Hvers vegna reynið þér ekki að lita i þessar bækur, sagði Peters. — Þér munuð komast að þvi, þegar einhverjar fréttir eru. Og verið ekki að leika yður við gluggann aftur. — Er það eitthvð fleira sem yður vanhagar um, sagði Pet- ers. i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.