Morgunblaðið - 27.09.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979
19
Kristján Thorlacius, formaður BSRB:
V axtasteína ríkisstjómarinii-
ar leiðir til gjaldþrots heimila
Jón Hjartarson skólameistari.
Jón Ásbergsson formaður skóla-
nefndar.
Þorbjörn Árnason forseti bæjar-
stjórnar Sauðárkróks.
Ragnar Arnalds menntamálaráð-
herra.
NÝJASTA dæmið um
skottulækningar stjórn-
valda eru vaxtamálin, seg-
ir Kristján Thorlacíus,
formaður BSRB í rit-
stjórnargrein nýs Ás-
garðs, sem kominn er út,
en þar ræðir hann um
efnahagsmálin og segir að
enn einu sinni hafi stjórn-
völdum mistekizt að hafa
hemil á verðbólgunni, og
„ef að líkum lætur stefnir
allt að því, að nýtt verð-
bólgumet sé framundan.“
Morfíni
stolið
úr bátum
BROTIST var inn í tvo báta í
Vestmannaeyjahöfn í fyrrinótt.
Voru lyfjakassar bátanna í báð-
um tilvikum brotnir upp og mor-
fini stolið. Bæði innbrotin voru
óupplýst í gærkvöldi.
í RÆÐU inni á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna í fyrra-
kvöld, sagði Benedikt Gröndal
utanríkisráðherra m.a.: „Viðsjár
eru enn miklar í Miðausturlönd-
um og allt verður að reyna til að
tryggja frið sem gerir öllum
ríkjum á svæðinu kleift að lifa í
friði og öryggi innan viður-
kenndra landamæra. Palestínu-
menn verða að fá sín réttmætu
þjóðarréttindi.“ Benedikt Grön-
dal var í gær spurður, við hvað
hann ætti með þeim orðum, að
Palestínumenn yrðu að fá sín
réttmætu þjóðarréttindi.
Benedikt sagði að þetta orðalag
væri nákvæmlega það sem Norð-
urlöndin hefðu orðið sammála um
í sameiginlegum yfirlýsingum sín-
um um nokkurt árabil. „Þetta er
9pið orðalag og þýðir ekki að
íslendingar viðurkenni Frelsis-
samtök Palestínu (PLO),“ sagði
Benedikt, „en það er mismunandi
hvaða orðalag menn nota yfir
„ÞAÐ ER alveg óyggjandi að ég
valdi þann umsækjandann sem
meiri menntun hefur, þ.e. Hjálm-
ar Árnason, sem aðeins vantar
herzlumuninn til að ljúka há-
skólanámi. Enda er hann aðeins
settur í starfið, verður ekki skip-
aður fyrr en hann hefur lokið
sinu námi,“ sagði Ragnar Arn-
alds menntamálaráðherra þegar
hann var inntur eftir forsendum
fyrir veitingu skólastjórastöðu
við grunnskólann í Grindavik.
„Bogi Hallgrímsson sem gegnt
Um vaxtastefnu ríkisstjórnar-
innar segir formaður BSRB: „Sú
stefna að miða vexti við hækkun
framfærsluvísitölu og byggingar-
vísitölu, án hliðarráðstafana jafn-
hliða til stöðvunar verðbólgunnar,
hlýtur að leiða til gjaldþrots jafnt
einstaklinga sem fyrirtækja innan
örskamms tíma.
Launafólk, sem skuldar vegna
í KJÖLFAR ákvörðunar um nýtt
lágmarksverð á síld til söltunar
sneri Morgunblaðið sér til Gunn-
ars Flóvenz framkvæmdastjóra
Síldarútvegsnefndar og innti
hann álits á þvi. — Gunnar sagði
að Síldarútvegsnefnd hefði engin
afskipti af verðlagningu fersk-
síldar, enda hefði stofnunin þá
sérstöðu fram yfir önnur sölu-
samtök, að stjórn hennar væri
skipuð bæði fulltrúum síldarsalt-
enda, útvegsmanna og sjómanna.
þetta. Sumir nota þjóðarréttindi
eins og Norðurlöndin, þó að ekki
sé til nein viðurkennd skýring á
því hvað felst raunverulega í því.“
Benedikt Gröndal sagðist í þess-
um hluta ræðu sinnar hafa viljað
hafa tvær setningar. Aðra um að
þjóðir á þessu svæði fengju að lifa
í öryggi innan sinna landamæra.
„Það er jú viðurkenning á ísrael
og að þeir eigi rétt á öryggi og
friði. Hins vegar vildi ég hafa
þarna setningu um að Palestínu-
menn eigi þarna réttindi. En
hvernig eigi að fullnægja þeim
réttindum er kjarninn í því vanda-
máli, sem við er að stríða á
þessum slóðum og enn liggur ekki
fyrir nákvæm útlistun á því. Menn
hafa dálítið mismunandi hug-
myndir um þetta atriði en ætlun
mín var að gera ekki meira en lýsa
yfir mjög almennum vilja á því að
réttur Palestínumanna yrði að
minnsta kosti meiri heldur en
hann er í dag.“
hefur starfinu síðastliðin þrjú ár
er handavinnu- og leikfimikennari
að mennt þannig að ég tók þann
kostinn að veita Hjálmari stöðuna
og fylgja minnihluta skólanefndar
að málum," sagði ráðherra enn-
fremur.
Aðspurður hvort undirskrifta-
listi 670 bæjarbúa um að Bogi yrði
ráðinn í starfið hefði ekkert haft
að segja sagði Ragnar að svo hefði
ekki verið, enda teldi hann það
frekar ósmekklegt að standa að
undirskriftasöfnun áður en fyrir
lá hverjir umsækjendur væru.
íbúða, húsmuna, heimilistækja
eða annars, stendur ekki undir
40% vöxtum, hvað þá enn hærri
vaxtagreiðslum, sem við blasa, ef
svo heldur fram sem horfir.
Ríkisstjórnin sjálf leggur á nýja
skatta til að greiða aukin vaxtaút-
gjöld ríkissjóðs, stöðugt gengisfall
bj argar útflutningsframleiðslunni
Sagði Gunnar að það væri föst
venja að fulltrúar þessara aðila
tæku þátt i öllum meiriháttar
samningagerðum um sölu á salt-
aðri sild.
Gunnar sagði að alls væri búið
að semja um sölu á um 145 þúsund
tunnum. Til þess að framleiða það
magn þyrfti um 20 þúsund tonn af
hráefni eða um helming þess sem
búast má við að veiðist á vertíð-
inni. Gunnar kvaðst ekki gera ráð
fyrir því að neinir frekari fyrir-
framsamningar verði gerðir á
næstunni um sölu á saltaðri síld,
enda væri nauðsynlegt að láta það
strax koma fram hvaða verð unnt
væri að fá fyrir 15—20 þúsund
tonn af frystri síld.
„Markaður fyrir frysta síld er
margfalt stærri en fyrir saltaða
síld,“ sagði Gunnar, „og þykir mér
því furðulegt af Verðlagsráði að
krefjast þess ár eftir ár að sala sé
STJÓRN Félags síldarsalt-
enda á Suðurlandi kom
saman til fundar í gær í
Reykjavík til að ræða nýja
síldarverðið og hvort
grundvöllur væri fyrir því
að salta síld áfram miðað
við nýja verðið. Ákvað
stjórnin að boða til fundar
með síldarsaltendum næst-
komandi mánudag í
Reykjavík og verður sá
fundur á Hótel Sögu kl. 15.
„Á þessum fundi verða tekin
fyrir þessi mál og þá ákveðið hvort
við verðum löghlýðnir borgarar
hvað mikið sem barið er á okkur
eða hvort við hreinlega leggjum til
við okkar félaga að salta ekki við
þessar aðstæður. í raun er það til
þess eins að setja hvern á hausinn
að salta miðað við þetta síldar-
verð,“ sagði Jón Þ. Árnason síldar-
saltandi í Þorlákshöfn í gær.
Á laugardag verður aðalfundur
Félags síldarsaltenda á Norður-
og Austurlandi haldinn á Höfn í
Hornafirði og er gert ráð fyrir að
þessi mál verði einnig til umræðu
þar. Þær tvær síldarsöltunar-
stöðvar á Höfn, sem fram að þessu
hafa saltað á þessari vertíð, hafa
ákveðið að salta þar til fundur
síldarsaltenda hefur verið haldinn
á mánudag.
„Ég vil vekja athygli á því að
það er búið að selja úr landi mikið
af síld og það er trúlegt að það
verði ekki trúverðugt út á við fyrir
ísland ef þetta stenst ekki. Ég tel
því víst að stjórnvöld muni gera
í bili. En allur bagginn lendir að
lokum á launafólki.
Vafalaust er of mikil bjartsýni
að búast við stöðvun verðbólgunn-
ar á næstunni, hvað þá minnkun
hennar. En stjórnvöld verða án
tafar að snúa við blaðinu og
breyta til í vaxtamálum áður en
almennt gjaldþrot skellur yfir.“
fyrst tryggð á saltaðri síld og
ákveða verðlagningu fersksíldar
eingöngu út frá þeirri sölu, í stað
þess að krefjast ítarlegra upplýs-
inga um sölumöguleikana á báðum
tegundum samtímis." Gunnar
kvaðst í þessu sambandi vilja geta
þess að Kanadamenn, aðalkeppi-
nautar okkar á síldarmörkuðum,
hefðu á síðasta ári fryst til út-
flutnings um 76 þúsund tonn af
aflanum á Atlantshafsströndinni,
en aðeins tekið um 38 þúsund tonn
til söltunar, og teldu kanadískir
útflytjendur mun hagstæðara að
frysta síldina en salta, enda væri
söluverð þeirra á saltaðri síld að
meðaltali meira en þriðjungi
lægra en okkar söluverð.
„Við bíðum nú með frekari
sölutilraunir á saltsíld þar til ljóst
verður með sölumöguleika á
frystu síldinni," sagði Gunnar
Flóvenz að lokum.
saltendum kleift að koma þessu
frá. En eins og þetta stefnir nú er
yfir 2000 króna halli á hverri
tunnu,“ sagði Unnsteinn Guð-
mundsson hjá Söltunarstöðinni
Stemmu á Höfn. Fram kom hjá
Unnsteini að 10 til 12% hækkun
væri á því verði, sem fengist fyrir
síldina miðað við dollar en dollar-
inn hefði hins vegar sigið um 28 til
29% frá fyrra ári. Rekstrarkostn-
aður hefði hækkað um 55%,
„Ég geri ekki ráð fyrir að við
leikum sama skollaleik og sjó-
menn hafa leikið. Og þá á ég við að
með aðgerðum sínum voru Al-
þýðusambandið og Vinnuveitenda-
sambandið í verkfalli við Vinnu-
veitendasambandið. Það er Kristj-
án Ragnarsson, sem stýrir aðgerð-
um útgerðarmanna og sendir sjó-
mennina í land og við sitjum í
súpunni en sjálfur situr hann í
stjórn Vinnuveitendasambands-
ins,“ sagði Unnsteinn.
Fyrirlestur
um baráttu
r
Israelsmanna
viðverðbólguna
SHLOMO Levin dómari frá ísrael
er nú staddur hér á landi í boði
lagadeildar H.í. og Lögfræðinga-
félagsins. Hann flytur í dag fyrir-
lestur í Lögbergi og fjallar um
efnið hvernig ísraelsmenn leysa
verðbólguvandann í löggjöf og
lagaframkvæmd. Fyrirlesturinn
hefst klukkan 17:00.
Benedikt Gröndal á þingi S.Þ.:
Réttur Palestínumanna
verði að minnsta kosti
meiri en hann er í dag
Ragnar Arnalds menntamálaráðherra:
„Valdi þann sem
meiri menntun hefur”
Gunnar Flóvenz:
„Ekki gerðir frekari samningar
um saltsíldarsölur á næstunni”
Beðið eftir niðurstöðum varðandi sölu á hraðfrystri síld
Síldarsaltendur boða
til fundar á mánudag
um nýja síldarverðið