Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 240. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR l.NÓVEMBER 1979 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Joan Baez og þrír öldungadeildarþingmenn: Hún komst lifs af úr flugslysinu. Simamynd AP „Ég kýs dauðann fremur en grunsemdir . . . — sagði Robert Boulin í harðorðu bréfi sem barst til Agence France Presse París, 31. október — AP, Reuter „Ég kýs dauðann fremur en grunsemdir þó að sakleysi mitt sé ljóst,“ sagði Robert Boulin, yerkalýðsmálaráðherra Frakklands, í bréfi til frönsku fréttastofunnar Agence France Presse, sem barst fréttastof- unni í dag. Bréfið skrifaði Boulin á mánudagskvöld en lik hans fannst í gærmorgun. Hann fyrirfór sér eftir að blaðið Le Canard hafði sakað hann um að hafa misnotað aðstöðu sína til að komast yfir fimm ekrur lands á frönsku Riveríunni fyrir lítið verð. Þá barst einnig bréf til franska blaðsins Le Monde og Jacques Chaban-Delmas, forseta þjóð- þingsins og konu Boulins. Þar skýrði hann ástæðurnar fyrir sjálfsmorðinu. Hann var harðorð- ur og sagði ásakanir á hendur sér gerðar til að flekka mannorð sitt. Hann ásakaði dómarann, sem hef- ur með málið að gera, um að hafa notað það í því skyni að komast í sviðsljósið. þá ásakaði hann dómsmálaráðherrann, Alain Peyrefitte, og sagði hann hafa hugsað meira um eigin pólitískan frama en að láta réttlætið koma fram. Hann þvertók fyrir allt misferli, sagðist hafa verið fórnarlamb fast- eignasala sem hefði haft rangt við. Þá þvertók hann fyrir að hafa gert nokkuð til að forðast fasteignasal- anum frá handtöku. Viðbrögðin í Frakklandi við sjálfsmorði Boulins voru þau, að Le Canard var mjög fordæmt. Jacques Chaban-Delmas sagði, að herferðin á hendur Boulin hefði verið „morð“. Valery Giscard d’Estaing forseti var einnig harðorður og sagði, að herferð pressunnar yrði að fordæma harð- lega. Franska blaðið France-Soir sagði í stórri fyrirsögn á forsíðu: „Forkastanlegt." Blaðið sagði að Boulin hefði verið fórnarlamb per- sónulegra árása. Víetnamar haía beitt eiturgasi Washington. 31. október — AP, Reuter. ÞRÍR bandarískir oldungadeildarþingmenn og söngkonan kunna, Joan Baez, sögðu i dag fyrir lögnefnd bandarisku öldungadeildarinn- ar, að þau hefðu fundið sannanir fyrir þvi að eiturgas hefði verið notað af vietnamska hernum og stjórnarhernum í Phnom Penh. James Sassar, öldungadeildarþingmaður, sagði að Víetnamar hafi notað banvænt taugagas og eiturgas, sem ylli innvortis blæðingum og að lokum dauða. Joan Baez, sem á sínum tíma gagnrýndi þátttöku Bandaríkj- anna í Víetnamstríðinu harðlega ferðaðist um Kambódíu. Hún var ekki í fylgd með öldungadeildarþ- ingmönnunum. „Þetta gerðist Dýrir bílar í Póllandi Varsjá, 31. október — AP VERÐ á bilum seldum á frjáls- um markaði jaðrar við geð- veiki, skrifar kaþólska blaðið Slow Powszechne í dag. Blaðið er ekki stýrt af kirkjunni en hefur iðulega flutt fréttir stjórnvalda. Samkvæmt skýrslum hefur fjöldi bila i Póllandi fjórfaldast frá 1970, úr 450 þúsund i l.S milljónir, en það virðist ekki anna cftir- spurn. Nýlega var haldið uppboð á FIAT 125p — bílum, sem höfðu skemmst. Þeir höfðu sokkið með ferjuskipi, Það tókst að ná 61 bíl upp. Þeir voru síðan þrifnir og settir á uppboð. Uppboð hófust við rétt um 1200 þúsund krónur, sem er opinbert verð á pólskum FIAT, og dýr- asti bíllinn á uppboðinu fór á 3.4 milljónir. „Kaupendur áttu í erfiðleikum með að koma bílunum heim — enginn bílanna fór í gang og varð að draga þá alla í burtu," skrifar biaðið. Um verðið sagði blaðið. „Þetta verð gæti virst sann- gjarnt.... en aðeins þeim sem ekki hafa séð bílana." raunverulega. Ég hitti hundruð sem höfðu orðið fyrir gaseitrun," sagði hún. Formaður lögnefndar- innar, Edward Kennedy, sagði eftir vitnaleiðslur fjórmenn- inganna, að ástandið í Kambódíu gæti ekki verið verra þó að kjarnorkuárás hefði verið gerð á landið. Einn þingmannanna, John Danforth, sagði að íbúafjöldi Kambódíu hafi þegar minnkað úr sjö milljónum í fjórar. Hann sagði að án aðstoðar erlendis frá myndu 2.25 milljónir manna deyja á næstu mánuðum. Flugslysið í Mexíkóborg: Björgunarmenn slökkva elda i DC-10 þotunni sem fórst i Mexíkó. Símamynd AP. DC-IO þotan lenti á lokaðri flugbraut Mexíkó, 31. október — AP. Reuter. DC-10 ÞOTA bandaríska flugfélagsins Western Airlines hrapaði til jarðar i lendingu i Mexíkóborg í morgun. Að minnsta kosti 64 af 89 manns um borð biðu bana. I tilkynningu flugvallaryfirvalda seint í kvöld sagði, að þotan hafi lent á rangri flugbraut. Flugstjórinn hafði fengið fyrirmæli um að lenda á fiugbraut 23 hægra megin en í þess stað lent á flugbraut 23 vinstra megin. Hún hefur verið lokuð siðustu 12 dagana vegna viðgerða. Þotan skall á sendiferðabíl og beið bílstjóri hans samstundis bana. Síðan rakst hún á verkstæð- •sbyggingu á flugvellinum. Að- stæður voru slæmar en í tilkynn- ingu flugvallaryfirvalda sagði, að skyggni hefði verið bærilegt þrátt fyrir þoku. Flak þotunnar dreifðist víða og hvarvetna mátti sjá lík. Áður en þotan hrapaði reyndi hún lend- ingu en varð að snúa frá vegna þoku. „Flugmaðurinn varaði okk- ur ekki við neinu ... ég held að þotan hafi rekist á eitthvað áður en hún lenti, vegna þess að hús skammt frá var alelda. Ég held að þotan hafi rekist á húsið áður en hún lenti," sagði einn farþeganna sem komst lífs af. Fréttir frá Mexíkó hermdu, að sjónarvottar hefðu séð eldbjarma aftan úr þotunni áður en hún hrapaði. Einn þriggja hreyfla þot- unnar, stélhreyfillinn, fannst um 300 metra frá flakínu. Ekki \jar ljóst hvort hreyfillinn datt af þotunni áður en hún hrapaði eða hvort hann hefur fallið af við brotlendinguna. Hvarvetna í brak- inu mátti sjá lík og lík fundust allt að 30 metra frá þotunni þar sem hún loks stoppaði. Þegar DC—10 þota fórst við Chicago fyrir skömmu féll einn hreyfla hennar af í flugtaki og olli mannskæðasta flygslysi í sögu Bandaríkjanna. Getgátur voru uppi um það í Mexíkó, að hið sama kynni að hafa gerst í morgun. Fulltrúar bandarísku flugmálast- ofnunarinnar flugu til Mexíkó- borgar um leið og fréttir bárust af slysinu. Augu þeirra beindust ein- kum að hreyflinum sem fannst um 300 metra frá flakinu. Þá gátu menn sér til að orsök slyssins hefði verið mannleg mistök vegna þess, að þotan lenti á skakkri braut. Meðal þeirra sem komust lífs af var flugstjóri þotunnar. Seint í kvöld sagði Dennis Feldman, talsmaður bandarísku flugmálastofnunarinnar í Wash- ington, að orsakir slyssins hefðu verið mistök í lendingu. „Það var ekki galli í smíði þotunnar, á því er enginn vafi,“ sagði hann og bætti við: „Leitast verður við að finna skýringu á af hverju flug- maðurinn reyndi að lenda á flug- braut, sem var lokuð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.