Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 31 Helgi Þorláksson: Sterkasta áhrífaaflið Allir foreldrar hljóta að eiga þá ósk heitasta að börn þeirra verði hamingjusamar manneskj- ur, njóti góðrar heilsu og reynist samfélaginu vel. Gangi það eftir, þá nefnist það barnalán og er talin mesta auðlegð hverra for- eldra. Við vöggu hvers barns bindast fagrar vonir og óskir um ókomnu árin, bænir og fyrirheit fléttast saman í hugum foreldranna. Vissulega er máttur slíkra fyrir- bæna mikill en þó þarf meira til. Ber þá næst til ráða að leggja börnum okkar þær lífsreglur, sem við vitum bestar. Við vörum þau við ýmsum hættum er við blasa eða við óttumst að verði á vegi þeirra. Varúðar þurfi að gæta í nánd við eld eða sjóðandi vatn, gætnr þurfi í umferð, forðast beri ljótan munnsöfnuð. Bent er á að ekki megi stela, ekki skrökva né svíkja, ekki skemma eigur annarra. Svo gleymum við ekki að vara þau við margvísleg- um hættum af neyslu tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna. Þannig skortir okkur sjaldn- ast heilræðin — og börn okkar hlýða athugul á og heita sjálfum sér og okkur að fara ætíð eftir þeim. En svo vaxa börnin úr grasi, hefja göngu sína sem æ sjálf- stæðari einstaklingar og mæta vandamálum lífsins hlaðin heil- ræðum foreldra og annarra hollráðamanna. Við höfum varð- að leið þeirra vegvísum og hættumerkjum og vissulega vilja börnin fara eftir þeim leiðbeiningum. En brátt kennir lífið þessum sömu börnum að líklega sé ekki bara einn sannleikur í hverju máli heldur eigi hinir fullorðnu annan sannleika fyrir sig og hann oft andstæðan þeim boð- orðum sem börnunum voru kennd. Margir hinna fullorðnu reynast hirðulitlir um umferð- arreglur, eru gálausir með eld- færi, sóðar í málfari og um- gengni, hirða lítt um sannindi máls. Við eyrum klingja fregnir af þjófnaði, ránum, misþyrming- um, morðum. Og flestir hinna fullorðnu reynast neyta í vax- andi mæli þeirra fíkniefna, sem við sögðum börnum okkar að forðast af því að þau væru skaðvaldar. Á viðkvæmum aldri stendur því barnið frammi fyrir þeirri skeifingu, að líklega sé til tvenns konar sannleikur: annars vegar sá sem börnum sé ætlað að trúa — og hins vegar sá „sannleikur" sem fullorðnir — jafnvel for- eldrar þeirra — lifi eftir. Ef svona fer, hvernig endist börnum þá vegnestið, hollráðin sem við gáfum í hjartans ein- lægni — en gleymdum bara sjálf að lifa eftir? Er þá nokkurt undrunarefni þótt til verði „unglingavanda- mál“? Höfum við gleymt því að „af því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft“? Höfum við gleymt því að börnum er eðlis- lægt að elska og virða foreldra sína, trúa þeim og treysta? Bænir og óskir foreldra um bjarta framtíð barnanna, heil- ræði okkar og aðvaranir eru vissulega mikils virði. En for- dæmi okkar verður þó mikilvæg- ast svo að börnum okkar sé ljóst að við meinum það sem við segjum, aðvörun sé alvara. Gott eða illt sem við höfum fyrir börnum okkar er sterkasta framlag okkar til að móta framtíð þeirra. Foreldrar. Hvernig væri nú við lok þessarar fyrstu viku gegn vímuefnum að huga betur að þessu máli, leitast við að breyta þeim siðvenjum okkar sem and- stæðar eru heilræðunum til barna okkar? Við vitum nú öll að áfengi og tóbak eru skaðvaldar. Fræðum börn okkar um það, en framar öllu: Gleymum aldrei fordæminu, sterkasta áhrifa- valdinum. Helgi Þorláksson. PÍERRE RobERT Beauty Care — Skin Care NÝJU SNYRTIVÖRURNAR FRÁ PIERRE ROBERT. Andlitssnyrtivörur og fullkomlega ofnæmisprófuð húðkrem í hæsta gæðaflokki. Komiö og kynnist þessum frábæru snyrtivörum 1. og 2. nóv. kl. 1—6 í Apóteki Norðurbæjar Hafnarfiröi. Ragnhildur Björnsson verður stödd þar, og leið- beinir um val og notkun Pierre Robert snyrtivara. Komið, kynnist og sannfærist. cMmeriólzcL ? Tunguhálsf 11, R. Síml 82700 AUGLÝSJNGASTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810 Hjolaskofla til sölu Michigan 75 B, árgerö 1972. Vélin er á góöum dekkjum, meö 2,5 rúmm. skólfu. Mögulegt aö lána allt kaupveröið gegn góöum tryggingum. Guðmundur Karlsson Austurstræti 17, 5. h. Sími19711 Aðsetur yfirkjörstjórnar Vesturlandskjördæmis vegna alþingiskosninganna sem fram eiga að fara 2. og 3. desember 1979 verður í Hótel Borgarness, Borgarnesi. Tekið veröur á móti framboðum miövikudaginn 7. nóvember n.k. frá kl. 14:00. Fundur, til úrskurðar framkominna framboðslista, veröur haldinn á sama stað fimmtudaginn 8. nóv. kl. 14. Yfirkjörstjórn Vesturlandskjördæmis 31. október 1979, Jón Magnússon, formaður. Hvað er svo glatt Söngur & gaman Helstu söngvarar landsins fara á kostum í Háskólabíói annað kvöld kl. 23.30 og flytja þar ásamt Kór Söngskólans og Hljómsveit Björns R. Einarssonar þekkt og vinsæl atriði, m.a. úr óperunum La Traviata og Carmen söngleikjunum West Side Story og Porgy og Bess og óperettunum Káta ekkjan og Leðurblakan og Meyjarskemman. Ýmislegt fleira glens og gaman. Kynnir er Guðmundur ____Jónsson. Forsala aðgöngumiða í dag frá kl. 4 i Háskólabíói. Söngskglinn í Reykjavík Hagstætt veró í nóvembeir ° til afgreiðslu í nóvember og desember! ÚTSÖLUSTAÐIR: J.L. húsið, Hringbraut 121, Reykjavík Teppabúðin, Síðumúla 31, Reykjavík Persía, Skeifunni 8, Reykjavík Halldór Kristjánsson, Strandgötu 37, Akureyri Weston umboðið, Box 117, Reykjavík Weston gólfteppi - gæði í hverjum þræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.