Morgunblaðið - 01.11.1979, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
Minning:
Jóhanna Magnúsdótt-
ir frá Kolsstöðum
Fædd 3. september 1898.
Dáin 23. október 1979.
Merkiskonan Jóhanna Magnús-
dóttir, lengst af húsfreyja á Kols-
stöðum í Miðdölum, er látin eftir
erfiða legu, sem vafalaust hefur
reynzt þungbær svo athafnasamri
konu.
Því miður fór fyrir mér, eins og
kannski sumum öðrum, að það
góða, sem ég vildi gera, það gerði
ég ekki, því að ekki heimsótti ég
hana síðustu mánuðina, þó að oft
hafi það verið ætlun mín og oft
hafi mér orðið hugsað til hennar.
En framkvæmdin vill oft dragast
úr hömlu.
Jóhanna Magnúsdóttir var ein-
staklega góð manneskja, glaðvær
og hlý, og mikið hafði ég gott af
samvistunum við hana og hennar
ágæta eiginmann, Guðlaug Magn-
ússon, sumurin, sem ég var á
Kolsstöðum.
Jóhanna var mikill vinur for-
eldra minna, og munu þau faðir
minn hafa kynnzt, er hún var í
Vallarstræti, í Björnsbakaríi, en
hann á gullsmíðaverkstæðinu hjá
Birni frænda sínum Símonarsyni.
Við vorum svo báðir í sveit á
Kolsstöðum, elzti sonurinn Bjarni,
og sá yngsti.
Það voru dýrðardagar og alltaf
var nóg um að tala og kætast yfir,
nóg að gera, en líka tími til að
taka lífinu með ró. Þó að sveitin
teldist þá meira fásinni en nú, þá
entust okkur Jóhönnu minn-
ingarnar frá dvöl minni hjá þeim
hjónum allt til síðasta fundar
okkar heima hjá þeim í Austur-
brún.
Eg er afskaplega þakklátur
fyrir að hafa kynnzt Jóhönnu og
sendi Guðlaugi og Jóhanni syni
þeirra innilegustu samúðarkveðj-
ur mínar og fjölskyldu minnar.
Guðni Guðmundsson
Þegar sól skín í heiði, er sem líf
okkar fyllist orkulindum mikilla
fyrirheita, en fölnandi haustlauf
minna á fallvaltleika lífsins.
Þannig var huga mínum farið,
þegar ég á kyrru haustkvöldi, 21.
október s.l. á Landspítalanum,
hélt um hönd þessarar mikilhæfu
vinkonu minnar, Jóhönnu.
Lífshljómar hennar voru hljóðn-
aðir og slaknað höfðu strengir
þeirrar hörpu, er svo oft áður
höfðu vel verið stilltir fyrir þá er
hlusta vildu.
Á kveðjustund minntist ég þess,
hve einmitt nærvera hennar með-
an heil var hafði oft orðið þess
valdandi að stytta sjúkrastundir
svo að ýmsir sáu ljós í myrkri og
fundu innri frið. Við sjúkrarúm
hennar svifu nú bjartar minn-
ingar góðra samverustunda.
Stunda er lýst höfðu vegvísa og
leiðarljós á vegferð minni gegnum
árin. Þær minningar löngu liðinna
ára eru tengdar órofaböndum
traustrar vináttu Kolsstaðafólks
við æskuheimili mitt, Svínhól.
Við hlið Jóhönnu frá Kols-
stöðum leit margur heilli augum á
tilveruna. Hún var mikill boðberi
sannrar lífsnautnar og hóflegs
fagnaðar, mitt í önn og erfiði
hversdagsins og hafði skaphöfn
stóra og styrka lund. Miklar til-
finningar sínar bar hún ekki á
torg, en þeim mun skærar glitruðu
leiftrandi gleðiperlur hugans. Úr
hinu rómaða gestrisna húsi og frá
dyrum þeirra Kolsstaðahjóna fór
ég hlýrri og heilli og oftast stærri
í smæð minni.
Þeim, er þekktu Jóhönnu bezt,
var ljóst hve miklum andans
klæðum hún skartaði. Þessi tígu-
lega hetja lét sig jafnan mestu
varða þá, sem höllustum fæti
stóðu í lífsbaráttunni.
Þegar vinir hafa kvaðst, í helst
til hröðum straumi tímans er gott
að láta huga hvílast, leita í
minningasjóði og finna sín eigin
gull: Einn sólríkan vordag, fyrir
54 árum, er ég staddur á Kols-
staðahlaði og sé þau í fyrsta sinni,
hin mætu hjón Jóhönnu Magnús-
dóttur og Guðlaug Magnússon, er
höfðu þá keypt jörðina og hafið
þar búskap, en höfðu áður búið
nokkur ár að Gunnarsstöðum í
Hörðudal.
Þetta var árið 1925 og enn er
mér í minni hversu tíguleiki og
reisn hinnar ungu húsfreyju hreif
hálffeiminn smalastrákinn. Hún
minnti helst á drottningu sögu-
sagna minna. Og enn er mynd
hennar skýrust í huga mínum:
sem drottningu ljóss og vors, í
tengslum við góða áfangasigra í
heimabyggð, með góðum föru-
nautum vinnandi handa, í gjöfulli
sveit, innan fjallahringsins fagra,
vestur í Dölum um 22ja ára skeið.
Sama árið — 1925 — og þau
Jóhanna og Guðlaugur hófu bú-
skap á Kolsstöðum, fluttust þaðan
foreldrar Ásmundar Sveinssonar
myndhöggvara, og mörg fullorðin
börn þeirra. í tíð þessa fólks hafði
Kolsstaðaheimilið verið nokkurs
konar framhaldandi iðnsýning
sveitarinnar vegna hagleiks og
margs konar handíðamuna fólks-
ins, sem fluttist nú suður í Borg-
arfjörð. Var því mikil eftirsjá í því
fólki. En Miðdælingar fundu fljótt
að þeir höfðu aftur eignast dug-
mikla þegna þar sem hin ungu
hjón, Jóhanna og Guðlaugur, voru,
sem aðlöguðust fljótt umhverfi og
aðstæðum komandi verkefna. Og
innan skamms myndaðist um
Kolsstaði órjúfandi kunningja-
keðja. Einn sterkasti hlekkurinn í
þeirri keðju var Jóhanna, raunsæ
og ráðholl.
Svo virtist á stundum, að hin
smæstu hvcrsdagslegustu atvik
yrðu að stórum stundum í návist
hennar, enda drógust til hennar
vinir úr öllum áttum, eins og væri
hún segulstál. Þá hurfu kynslóða-
bil. Samhygð varð með ungum og
öldnum. Hún gladdist með dug-
mikium fermingardreng og bros-
andi stúlku, sem bráðum yrði
fullorðin kona. Hún tók þátt í
velgengni þeirra, sem heilir voru,
veitti af rausn þeim, sem minna
máttu sín og hugur hennar hlýr og
stór stytti mörgum sjúkum stund-
ir. — Og þar sem gleðin ríkti, var
hún hófstilltur hrókur fagnaðar
og aufúsugestur, jafnt á leiksviði
lítilla barna, sem í gleðiranni og
veislusölum fullorðna fólksins.
Því ber ekki að leyna, þótt nú sé
kveðjustund, að oft var slegið á
glaða strengi heima í Dölum, og
þá ekki síst er elskuleg börn þeirra
Kolsstaðahjóna, Magna og Jó-
hann, uxu úr grasi og gerðu
mörgum hlýtt í sinni með blæ-
brigðaríkum æskubrosum, og svo
er árin liðu, sem dugandi fullorðið
fólk. En Magna lést hér í
Reykjavík fyrir allmörgum árum í
blóma lífsins. Þá sannaðist enn
sem fyrr, hve móðir hennar, Jó-
hanna, hin tilfinningaríka kona,
var stór í harmi sínum.
Smalaslóðir og heiðalönd
Svínhóls og Kolsstaða liggja sam-
an. Oft fór það svo að ráðsettir
rollukallar og sveittir smalar urðu
samstíga í Kolsstaðarétt og öðrum
skyldum starfsvettvöngum, milli
þess er glaðir tónar og spaugsyrði
glumdu yfir gjöfulum veisluborð-
um hinna gestrisnu hjóna.
Vegna þvílíkra og margvíslegra
samskipta mynduðust svo hin
sterku tengsl millum heimila okk-
ar. í flóði minninga frá þessum
árum duga orð mín skammt er ég
þakka þá miklu vináttu er Jó-
hanna sýndi móður minni, meðan
báðar lifðu. Með samstilltum huga
urðu þær allt að því hamhleypur
til þess að láta gott af sér leiða í
„fögru Dalanna skauti". Enda
eiginleikar beggja fastmótaðir fé-
lagshyggju og fórnarlund. Stund-
um var sem logar brynnu í heitum
huga þeirra, er tekist var á við
margvísleg öfl þessara miklu
kreppuára aldarinnar, sem svo
voru nefnd, árin 1925—1945. En
oft varð óskabyr og alltaf nýir
sigrar í sjónmáli. Enda trúðu
báðar á þá miklu virkni, sem til
staðar er, þegar maður og mold,
grös og gróður leysa úr læðingi
þann mikla mátt, sem ýmsum
fellur í arf. En bak við hið stóra
starf einstaklingsins hljómaði
hinn sanni tónn, tónn lífsins
sjálfs. Starfið var þeim aðals-
merki og átti tengsl við þá lífsfyll-
ingu: að verða þreyttur, en fá að
„hvílast í aftanró“. Kvöld gaf
fyrirheit um morgun og haust um
vor.
Fagnandi minnist ég þess að
margvísleg verkefni, sem þær
móðir mín og Jóhanna unnu að,
urðu að veruleika áður en þær
hurfu af starfsvettvangnum. Það
er svo margs að minnast frá
bæjunum okkar heima „hlíðar-
brekkum undir".
Þótt sporin lægju síðar til
ýmsra átta, og leið þeirra Kols-
staðahjóna til Reykjavíkur árið
1947, voru tengsl ekki rofin við
heimabyggð, en skemmtilegt að
verða vitni að því hve vel Jóhanna
fylgdist með „æðaslætti" lífsins
heima í Dölum, meðan líf og
kraftar entust hér syðra.
Hér skal staðar numið. Eftir-
minnilegt æviskeið þessarar góðu
konu er gengið á enda. Hugheilar
minningar vaka. Þökk fyrir geng-
in spor og góðar samverustundir.
Syrgjandi eiginmaður, Guðlaug-
ur, sonurinn góði, Jóhann, tengda-
fólk og vinirnir allir kveðja í
hljóðri bæn.
Þeim stóra hópi sendi ég samúð-
arkveðju mína.
Ólafur Jóhannesson,
frá Svínhóli.
í dag verður til moldar borin
Jóhanna Magnúsdóttir frá Kols-
stöðum, Austurbrún 6, Reykjavík.
Þó að hún væri búin að eiga
heima rösk 30 ár hér í Reykjavík
þá var hún af gömlum kunningj-
um jafnan kennd við Kolsstaði í
Miðdölum í Dalasýslu þar sem
hún bjó lengi og markaði sín
dýpstu spor.
Með Jóhönnu eigum við á bak að
sjá óvenjulega glæsilegri mann-
kostakonu, sem öllum þótti vænt
um og mátu mikils er kynntust
henni. Ég veit að margir hugsa til
hennar með hlýhug og þakklæti.
Síðustu tvö árin átti hún við
mikla vanheilsu að stríða, en
lengst af lá hún heima því þar
vildi hún helst vera.
Ég vil nota tækifærið og láta í
ljós aðdáun mína á umhyggju
eiginmanns hennar, Guðlaugs
Magnússonar, og hversu vel hon-
um, háöldruðum manninum, fór-
ust heimilisstörfin úr hendi.
Margir sýndu Jóhönnu umhyggju
og fórnfýsi í veikindum hennar.
Ég nefni sérstaklega tengdadótt-
urina Steinunni Magnúsdóttur og
tengdasoninn Þorleif Björnsson,
sem hélt alltaf umhyggjusömu
sambandi við tengdaforeldrana
eftir að hann missti konu sína.
Jóhanna Magnúsdóttir fæddist
3. september 1898 að Hrútatungu í
Hrútafirði. Nokkurra vikna gömul
fer hún í fóstur að næsta bæ til
Jóhanns Jónssonar og Guðrúnar
Jónsdóttur á Bálkastöðum. Þau
sæmdarhjón ólu Jóhönnu upp og
þar átti hún heima fram yfir
tvítugt. En frá 17 ára aldri var
hún í Reykjavík á veturna, var þar
í vist og stundaði afgreiðslustörf.
Ég er þess fullviss að Jóhanna
hefur verið lánsöm með fósturfor-
eldra og hún hefur fengið gott
uppeldi. Ég varð þess oft var að
hún bar mikla virðingu fyrir
Jóhanni og Guðrúnu á Bálka-
stöðum, fósturforeldrum sínum,
og var þeim þakklát. Jóhanna hélt
alltaf sambandi við ættingja
þeirra og nánustu kunningja. Þar
birtust hinir sterku eiginleikar í
fari hennar, ræktarsemi og trygg-
lyndi. Ég veit að Bálkastaðar-
heimilinu var hún tengd sterkum
böndum.
Árið 1921 þann 16. júní giftist
Jóhanna eftirlifandi eiginmanni
sínum Guðlaugi Magnússyni. Það
ár hófu þau búskap að Gunnars-
stöðum í Hörðudal í Dalasýslu, en
þaðan var Guðlaugur ættaður.
Árið 1925 keyptu þau hjón jörðina
Kolsstaði í Miðdölum og bjuggu
þar í 22 ár eða til ársins 1947.
Kolsstaðir var annálað rausn-
arheimili, enda var þar mikill
gestagangur. Veitingar Jóhönnu
voru höfðinglegar og gestrisni
hennar tók öllu fram er ég þekki.
Jóhanna var mikill persónuleiki,
hreinskiptin, hispurslaus og glað-
lynd. Hún lék á alls oddi er gesti
bar að garði. Það var því oft margt
skrafað á Kolsstöðum og mikið
hlegið. „Komdu sem fyrst aftur“
eða „komdu sem oftast" voru
algeng kveðjuorð Jóhönnu. Um
félagslegt gildi íslenskrar gest-
risni áður en hraði nútímans hóf
innreið sína væri verðugt verkefni
fyrir lærðan mann að skrifa um.
Jóhanna hafði ríka samúð með
þeim sem voru á einhvern hátt
minni máttar. Hún var gáfuð kona
sem margir sóttu ráð til. Ég
kynntist því af eigin raun er ég
liðlega tvítugur að aldri gerðist
farkennari í Miðdölum og byrjaði
að kenna á Kolsstöðum. Þar var
mér tekið opnum örmum, fræddur
um margt, leiðbeint á ýmsan hátt
og talinn í mig kjarkur. Slíkt er
alveg ómetanlegt. Mörgum rétti
Jóhanna hjálparhönd. Hún var
alltaf boðin og búin til að hjálpa
þeim sem á hjálp þurfti að halda
því að hún mátti aldrei aumt sjá
án þess að reyna að bæta þar úr.
Guðlaugur sá til þess að hana
skorti aldrei neitt til þeirra hluta.
Jóhanna og Guðlaugur eignuð-
ust tvö börn, Mögnu, f. 1928, d.
1969, hún var gift Þorleifi
Björnssyni símvirkja, og Jóhann,
f. 1930, bifreiðarstjóri, giftur
Steinunni Magnúsdóttur.
Það var mikið áfall þegar
Magna dóttir þeirra andaðist á
besta aldri, glæsileg kona, þrótt-
mikil og sterk. Við slíka atburði
finnum við best hve vanmáttug
við erum í raun og veru. Það sýnir
vel sálarstyrk þeirra hjóna að þau
tóku þessu mótlæti með sérstöku
æðruleysi og hetjuskap.
Árið'j 1947 bregða Jóhanna og
Guðlaugur búi og flytja til
Reykjavíkur. Fyrst bjuggu þau að
Framnesvegi 16, síðar á Sólvalla-
götu 26 og síðustu árin að Austur-
brún 6.
Það var sama hér í Reykjavík og
á Kolsstöðum, hjá þeim hjónum
var jafnan opið hús fyrir vini og
kunningja sem voru margir. Jó-
hanna hélt uppi sömu rausn gagn-
vart gestum og gangandi meðan
heilsa og kraftar entust.
Lífi okkar má líkja við ferðalag.
Við þekkjum öll hvað það er
mikils virði að hafa trausta og
skemmtilega ferðafélaga. Jóhanna
Magnúsdóttir frá Kolsstöðum er
tvímælalaust í þeim hópi.
Að leiðarlokum þakka ég Jó-
hönnu fyrir einlæga vináttu og
hlýhug í minn garð og kveð hana
með þakklæti og virðingu.
Blessuð sé minning hennar.
Eiginmanni, syni, og öðru
venslafólki sendi ég samúðar-
kveðjur.
Þorsteinn ólafsson
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Prestur nokkur predikaði nýlega og notaði textann:
„Laun syndarinnar er dauði“. Mér fannst predikunin ekki
veita svar við spurningunni: Verða menn í raun og veru að
gjalda fyrir hverja synd? Mér virðist, að þeir syndarar séu
fáir, sem taka út syndagjöld. Ég þekki menn, sem hafa
hagnazt stórum á óheiðarleika, og aðra, sem vegnar vel i
saurlifnaði. Á hvern hátt gjalda menn fyrir syndir sínar?
Kennir Bihlían, að það verði eftir dauðann?
Við gjöldum synda okkar í þessu lífi og í hinu
komanda.
Svo kann að virðast sem sumir taki ekki út gjöld
synda sinna, en þeir gera það samt. Guð sagði við
Kain, sem hafði syndgað: „Ef þú gjörir ekki rétt, þá
liggur syndin við dyrnar" (1. Mós. 4,7). Þessu má snúa
við: „Ef syndin liggur við dyr þínar, mun þér ekki
farnast vel.“
Stofur sálfræðinganna eru fullar af fólki, sem
mörgu hverju „vegnar vel,“ eins og þér segið, en er
þjakað af vondri samvizku. Það er hlutverk sálfræð-
ingsins að fá það til að játa sekt sína.
í starfi mínu ræði ég oft við leiðtoga og fólk, sem
„vegnar vel,“ eins og það er kallað. Stundum hitti ég
einn auðugasta mann veraldar. Hann viðurkenndi
fyrir mér, að hann gæti ekki sofið, þjáðist sífellt af
meltingartruflunum og ætti ekkert raunverulegt
takmark með lífinu. Vandi hans var sektarkennd og
einangrun frá Guði. Það fer saman.
Á hinn bóginn þekki ég fjölda fólks, sem á lítið af
þessa heims gæðum, en það á frið við Guð og menn.
Syndin heimtar því laun, og guðhræðslan hefur
umbun í för með sér.
„Náðargjöf Guðs er eilíft líf, en laun syndarinnar er
dauðinn."
Til er líka eilífur dauði. Jesús kallaði það „helvíti."
Það eru hinztu laun syndarinnar.