Morgunblaðið - 18.12.1979, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
Pottarim
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Saltað
og
reykt
Ekki ætlum við eingöngu
að lifa á kökum og sætmeti
um jólin, svo það er tilvalið að
líta á almennilegan mat. Auk
þess sem við búum væntan-
lega til veglegar, heitar
máltíðir, getur verið gott að
borða kaldan mat þar á milli.
Sumir efna til jólaboða og
þá er kalt borð alveg tilvalið.
Ekki sakar að geta búið mat-
inn til með góðum fyrirvara.
Þá eru það ekki aðeins
gestirnir heldur einnig
gestgjafarnir sem njóta veizl-
unnar. Á kalt jólaborð eru
síld og síldarréttir alveg
sjálfkjörnir. Salt- og
kryddsíld lögð í kryddaðan
edikslög er hreint sælgæti.
Uppskriftir að slíku má
víða finna í íslenzkum mat-
reiðslubókum, svo varla þarf
að leita þeirra lengi. Þá er
bara að útvega síldina og
hefjast handa.
Hangikjöt þarf ekki að
kynna fyrir íslendingum. En
það má gera fleira en að sjóða
það og borða heitt eða kalt.
Það þarf nefnilega ekki að
sjóða það, því það má borða
hrátt. Það er reyndar misvís-
andi að tala um hrátt hangi-
kjöt, því að hangikjötið er
jú reykt og við það hefur það
soðnað. Prófið þetta og athugið
hvað ykkur finnst. Ég verð að
segja að mér finnst ósoðið
hangikjöt afar ljúffengt, svo
ég noti ekki sterkari lýsingar-
orð. Erlendis tíðkast mjög að
bera fram svínakjöt,
skinku, á þennan hátt, þ.e. að
láta söltun og reyk duga, og
þykir mjög gott þegar vel
tekst til. Islenzkt hangikjöt
er svoddan úrvals kjöt, að
þessi meðferðTÍugir vel og gæði
kjötsins njóta sín vel. Allt
sem þið þurfið þá að gera er
að kaupa gott hangikjötslæri
og bera það fram sneitt í
þunnar sneiðar. Þetta er nú
einfalt, ekki satt...
Ýmsir hafa kannski tekið
upp siði nágrannaþjóða okk-
ar og bera fram heita eða
kalda skinku einhvern tíma
um jólin. Og auðvitað sómir
köld skinka sér afar vel á
köldu borði.
Eitt er það kjötmeti, sem
er enn lítt algengt hér, en það
eru reyktir kjúklingar. Bæði
verzlunin Víðir og Kjötbúð
Tómasar hafa þó boðið upp
á þetta hnossgæti og kannski
er það enn víðar til. Kjúkl-
ingarnir hjá Tómasi eru
léttreyktir að belgískri
fyrirmynd. Auðvitað er til-
valið að borða þá heita og
matreiða þá t.d. eins og
Hamborgarhrygg, enda eru
þeir reyktir á sama hátt. Þið
getið þá soðið þá í litlu vatni,
gjarnan ásamt svolitlu rauð-
víni. Soðið er svo notað í
sósu, en rétt áður en kjúkl-
ingarnir eru bornir fram er
púðursykri stráð yfir þá og
sykurinn síðan látinn
bráðna í vel heitum ofnin-
um. Þið sjáið að þetta lítur
ekki illa út, og afgreiðslufólkið
hjá Tómasi er vafalaust boðið
og búið til að veita ykkur
góðar ráðleggingar um mat-
reiðsluna. Slíkt er reyndar
alveg nauðsynlegt, þegar nýj-
ar vörur eru settar á mark-
aðinn, því svoleiðis leiðbein-
ingar eru forsenda þess að
hægt sé að búast við að fólk
kaupi vörur sem það þekkir
ekki fyrir. Og vafalaust sóma
kjúklingarnir sér vel á kalda
borðinu, sem ég ræddi um
áðan. Þeir eru þá soðnir og
kældir, skornir í þunnar
sneiðar og litla bita og bornir
fram eins og skinka eða
annað kjöt.
Rúllupylsa er góð viðbót
á kalt borð. Hún er í fyrsta
lagi mjög ódýr og hentar því
vel, ekki sízt ef margt er um
manninn. Auk þess er hún
auðlöguð og auðvelt að fá
hráefni í hana. Þið sjáið meira
um hana hér á eftir.
Sjálfsagt er að hafa eitt-
hvert grænmeti með. Þá eru
sultaðar rauðrófur alveg til-
valdar. Nú fást einmitt nýjar
rauðrófur, svo það er tilval-
ið að kaupa nokkrar, sjóða og
setja þær svo sneiddar í góðan
edikslög. Þær eru orðnar góð-
ar eftir 2—3 daga og geym-
ast síðan vel. Af nýju græn-
meti mæli ég mjög með selleríi,
bæði stöngulselleríi og rótar-
selleríi. Stönglana skerið
þið í litla stöngla og berið
þannig fram. Hver og einn
getur þá tekið sér að vild og
haft með kjötinu. Rótarsell-
erí afhýðið þið vandlega og
skerið það síðan í bita eða
lengjur. Athugið að bitarnir
dökkna fljótt, og því er bezt
að bera þá fram í skál með
ísvatni í. Einnig hindrar
sítrónusafi að þeir dökkni. Ég
mæli síður með salötum,
því þau hafa þann ókost að
sósan rennur út um allt og
diskarnir verða lítt girni-
legir. Kalt borð er bezt að
hafa sem allra einfaldast,
fáar tegundir en góðar, og ekki
mikið af því sem er hrært og
fljótandi.
Og svo er það brauðið.
Mér finnst volgt heimabakað
brauð jafn nauðsynlegt, ef ekki
nauðsynlegra, til jólanna en
kökurnar. Ég baka því
gjarnan vænan slatta af smá-
brauðum til jólanna, frysti og
þíði þau svo í heitum ofni
þegar nauðsyn krefur. Og
hvernig væri að þaka bæði
gróf og fíngerð brauð?
Ef þið hafið kalt borð, er
tilvalið að bjóða kökur og
kaffi á eftir. Auk þess finnst
mér að ávextir séu afar góðir
til að enda máltíðina á, á
undan kaffinu. Og nú fyrir
jólin er nóg af innfluttum
ávöxtum, bæði þessum venju-
legu og svo ýmsum sjald-
séðari ávöxtum eins og t.d.
ananasi og kiwi. í ávaxtasalat
er tilvalið að nota epli og
banana sem uppistöðu, og
svo t.d. ananas, kiwi, já og
vínber til að lífga upp á salatið.
Hnetur og þurrkaðir ávextir
eru einnig góð viðbót í
jólasalatið. Þið skuluð endi-
lega láta vera að hafa rjóma
með. Hann er alveg óþarfur
og rjómalaust er salatið
miklu frísklegra. Nokkrir
dropar af sítrónusafa eða app-
elsínusafa er alveg ljómandi
viðbót, og e.t.v. svolítið af
kanel. Kryddið gerir bragðið
svolítið sérstakt. Möguleikarn-
ir eru margir og allir hljóta
að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi.
En ofantaldir réttir þurfa
ekki endilega að bíða eftir að
komast á kalt borð. Flestir
fara seint á fætur um frídag-
ana, ef þeir geta. Þá er
upplagt að slá saman morg-
unmatnum og hádegismatnum,
og eiga eitthvað af ofan-
nefndu til að gæða sér og
sínum á, án þess að þurfa að
standa í eldhúsinu og matreiða
sérstaklega fyrir hvert og eitt
skipti. Brauðið inn í heitan
ofninn, síldina á borðið og
svo eitthvert kjötmeti, einn,
tveir og þrír... og allir verða
vel á sig komnir og enginn
þreyttur og þjakaður af
matseldinni. Það er mun far-
sælla um jólin að hafa ein-
faldari mat, og meiri tíma
fyrir sig og annað skemmti-
legt fólk...
Góða skemmtun!
Rúllupylsa
Frændur vorir sem búa á
Gotlandi austan við Svíþjóð,
eru miklir lambakjötsunnend-
ur eins og við. Þeir borða líka
rúllupylsu, og þá gjarnan
um jólin. Það er býsna góð
hugmynd.
I pylsuna er sett krydd.
Þar kemur ýmislegt til
greina og auðvitað getið þið
notað aðeins það sem ykkur
sýnist, eða notað allar teg-
undirnar.
2 lamba- eða kindaslög, ca
890 gr hvort.
LEQ-Cri-0 þc© SLOOriðJ,
'do'ríe eft. H^íwTávo þ«v8 i
ÍLcörA- reVCrJA |VHa TÍL,
LOCrWJÍO Vc&Oi £EH'<l6S4
(USö-LtcLcG-- 6mul.c6 Looti/Jm.
UPp eios 0(ý-
£>Ý(0 A.
Kryddblanda:
1 'A tsk. piparkorn, annað-
hvort hvít eða svört.
1 ‘A msk. gul sinnepsfræ
Vi tsk. steytt allrahanda
eða tilbúið duft
1 msk. timjan
Saltlögur:
SA dl salt
2 msk. púðursykur
2 1 vatn
1. Sjóðið saltlöginn og
látið hann kólna. Skerið bein-
in úr slögunum og e.t.v. lausa
fitu, þ.e. ef hún liggur næst-
um laus á í kleprum. Steyt-
ið kryddið, ef þið notið heilt
krydd og blandið því saman.
Leggið nú slögin tvö á borð
þannig að þau gangi svolítið
hvert yfir annað og myndi
nokkurn veginn ferhyrning.
Látið sléttari hliðina snúa
niður. Stráið kryddinu á og
rúllið nú slögunum upp sem
þéttast. Síðan eru þau vafin að
utan með bómullargarni.
Ykkur finnst kjötið e.t.v.
skreppa óþægilega til í hönd-
unum á ykkur, en þetta kemur
allt.
2. Setjið nú rúllupylsuna í
saltpækilinn. Pækillinn verð-
ur að fljóta yfir pylsuna, en
líklega flýtur hún, svo þið
þurfið að setja disk eða
eitthvað ofan á, svo hún
haldist í kafi. Ef pækillinn
nægir ekki, sjóðið þið pækil í
viðbót, og haldið sömu hlut-
föllum. Þarna má nú rúllu-
pylsan dúsa í 2 sólarhringa.
Soð:
2 1 vatn
1 laukur
3 negulnaglar
10 piparkorn
5 allrahanda korn
1 sneidd gulrót
(2—3 hvítlauksrif ef ykkur
lízt svo)
3. Takið rúllupylsuna úr
saltpæklinum og setjið hana í
pott. Hellið vatninu yfir og
látið suðuna koma upp. Ef
ykkur sýnist svo getið þið
nú fleytt froðuna ofan af.
Stingið negulnöglunum í heil-
an laukinn, og setjið ásamt
öðru kryddi og gulrót í
pottinn. Sjóðið rúllupylsuna
nú við hægan hita undir loki í
2 Vi klst. Að þeim tíma liðn-
um er hún tekin upp, sett á
fat og pressuð, t.d. með því að
setja annað fat/disk yfir og svo
eitthvað þungt, t.d. niður-
suðudós eða dósir ofan á.
Rúllupylsan á að kólna alveg
undir farginu. Þar með er hún
tilbúin og bezt að bera hana
fram í þunnum sneiðum,
e.t.v. með sultuðum rauðróf-
um, sellerí og svo auðvitað
góðu brauði. Verði ykkur að
góðu...
Rúllupylsan þolir vel að
vera sett í frysti. Auk þess
geymist hún ágætlega í um
viku í kæliskáp. Þið getið t.d.
fryst helminginn, ef ykkur
sýnist svo.
I næstu viku ætla ég að
tala um vatnsís eða ísfroðu.
Þessi ís er búinn til úr sætum
ávaxtasafa eða ávaxtasírópi.
í ýmsum búðum fæst nú
ágætis ávaxtasíróp, Teisseire,
sem kemur frá Frakklandi og
hentar vel í þennan ís. Þann-
ig má búa til léttan og
auðlagaðan eftirrétt. Svona
frískandi eftirréttur er sannar-
lega vel við hæfi um jólin, en
meira um það næsta sunnu-
dag.
Fasteignasalan
Norðurveri Hátúni 4 a
Símar 21870 og 20998
Við Sæviðarsund
Glæsileg 3ja—4ra herb. íbúð á
1. hæð.
Við Háaleitisbraut
Falleg 4ra herb. 110 ferm. íbúð
á jaröhæö. Sér inngangur. Sér
hiti. Bílskúrsréttur. Skipti æski-
leg á 3ja herb. íbúð í Heimum
eöa Sundum.
Við Lindarbraut
Seltj.nesi
Glæsileg 120 ferm. 4ra herb.
sérhæð í þríbýlishúsi. Allt sér.
Við Hraunbæ
5—6 herb. 130 ferm. íbúð á 3.
hæö. Auk herb. í kjallara með
aögangi aö snyrtingu. Laus 1.
jan.
Við Breiðvang Hf.
Glæsileg 117 ferm. íbúð á 4.
hæð. Þvottaherb. og búr innaf
eldhúsi. Suðursvalir.
í Kóp. Vesturbæ
Skemmtilegt parhús á 2 hæð-
um. Um 120 ferm. Góður
bílskúr. Falleg sérlóö
í Garðabæ
Fokhelt endaraöhús á 2 hæð-
um. Með innbyggðum bílskúr.
Fallegt útsýni. Stór lóð.
Hilmar Valdimarsson
fasteignaviöskipti.
Jón Bjarnarson hrl.
Brynjar Fransson sölustj.
Heimasími 53803.
16650
Akranes
2ja herb. 180 fm ný og mjög falleg íbúö
á 3. hœö auk 20 fm herb. í kjallara meö
sér snyrtingu. Bílskúrsréttur. Skipti á
nýrrl og stærri eign í Reykjavík æskileg.
Verö 22 millj.
Furugrund
2ja herb. 60 fm íbúö á 3. hæö. íbúöin er
rúml. t.b. undlr tréverk. Útb. 16 millj.
Fagrabrekka
4ra til 5 herb. 117 fm íbúö í fjórbýlis-
húsi. Góö eign. Verö 32 millj.
Flúdasel
Raöhús á tveim hæðum 77 fm aö
grunnfleti. Húsiö er rúmlega t.b. undir
tréverk. Bílskúrsréttur. Verö 43 til 45
millj.
Fasteignasalan
Skúlatúni 6 — 3. hœð.
sölustjóri Þórir Sæmundsson,
kvöldsími 72226.
Róbert Árni Hreiðarsson hdl.
M16688
Hjallavegur
Parhús 4 herb. 100 ferm. Ný
standsett m.a. gluggar, tvöfalt
gler, ný klæðning utanhúss o.fl.
Samþykktar teikningar af
bílskúr fylgja. Bein sala
Hamraborg
3ja herb. íbúð á 1. hæö í 4ra
hæða blokk, sem afhendist
tilbúin undir tréverk og máln-
ingu í apríl n.k. Bílskýli. Sam-
eign fullfrágengin
Höfum kaupanda
aö góðri íbúö í neðra Breiðholti
eða Fossvogi. Góð útborgun
Makaskipti
Höfum kaupanda að sérhæð
með stórum stofum. Eða eln-
býlishúsi sem má þarfnast lag-
færlngar. í skiptum fyrir 3ja
herb. mjög fallega sérhæð á
góöum staö í Vesturbæ ásamt
peningamilligjöfum
Grettisgata
4ra herb. 100 ferm. íbúð á 2.
hæö í steinhúsi
ElClld V
UmBODIDA
LAUGAVEGI 87, S: 13837
Hoimir Lárusson s. 10399
16688