Morgunblaðið - 18.12.1979, Page 13

Morgunblaðið - 18.12.1979, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 13 Margt merkilegt í minningarskrif- um aldraðra HAUSTIÐ 1976 hleyptu Sagn- fræðistofnun Háskóla Islands, Stofnun Arna Magnússonar og Þjóðminjasafn íslands af stokkun- um samkeppni um minningaskrif fólks eldra en G7 ára. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið veitti þá mikilsverðu aðstoð, að dreif- ingarkerfi Tryggingarstofnunar ríkisins var notað til að unnt væri að koma boðsbréfinu og verkefna- listanum til allra ellilífeyrisþega í landinu. Skilafrestur var í fyrstu ákveð- inn til 1. nóvember 1977, en síðan framlengdur til 1. mars 1978. Alls bárust frásagnir 148 manna, 75 karla og 73 kvenna, stuttar og langar, eða allt frá 2—3 bls. upp í 4—500 síður. Oftast var lengdin þó á bilinu 30—40 síður, enda mun heildarmagnið vera nálægt fimmþúsund vélrituðum meðalsíðum eða sem svarar u.þ.b. tuttugu meðalstórum bókum. Þótt ekki sé unnt að rígbinda sérhvern mann við eina ákveðna sýslu, var greinilega t^lsverður munur á því, hversu mikið barst frá einstökum upprunahéröðum. Langmest var frá þrem samfelld- um svæðum á landinu, þ.e. Vest- fjarða kjálkanum með Breiðafirði eða 37%, Suður-Þingeyjarsýslu 10% og Árnessýslu 10%. Áberandi minnst kom hinsvegar úr Húna- vatnssýslum, Eyjafirði, Norður- Þingeyjarsýslu, Suður-Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu. Fulltrúar stofnananna þriggja, sem að þessari framkvæmd stóðu, voru Ólafur Hansson frá Sa~n- fræðistofnun Háskólans, Einar G. Pétursson' frá Árnastofnun og Árni Björnsson frá Þjóðminja- safninu. Við mat á frásögnunum voru þeir sammála um, að eitthvað væri bitastætt í öllum þeirra og að í íshelli Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi: FERÐIN TIL STJÖRNULANDSINS. Haínarnesútgáfan 1979. MAGNÚS JÓHANNSSON frá Hafnarnesi hefur vakið mesta athygli fyrir skáldsögu sína Heim- ur í fingurbjörg (1966). Heitið er snjallt og sagan um margt athygl- isverð. Ljóð hefur Magnús líka ort Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON og eru það einkum ljóðin í Silung- urinn í lindinni (1978) sem vitna um hæfileika hans í þá áttina. En sé öll sagan sögð þá virðist Magnús hafa flýtt sér um of við að senda frá sér bækur og er hann síður en svo einn á þeim báti. Magnús hefur til að bera metnað, en þarf að vanda sig betur. Þetta gildir um Ferðina til stjörnu- landsins jafnt og aðrar bækur sem hann hefur látið frá sér fara eftir heim í fingurbjörg. Ferðin til stjörnulandsins er saga rithöfundar sem margt á eftir ólært. Það er ónákvæmni í tímasetningu sögunnar til dæmis sem bitnar á málfari persónanna auk þess sem heildarmyndin verð- ur slakari fyrir bragðið. Manni er ekki alveg ljóst hvort sagan gerist fyrir þrjátíu árum eða hvort hún á að slá í takt við áttunda áratug. En margt má gott segja um þessa sögu. Lýsing á viðkvæmum pilti sem fær að kynnast ýmsum vonbrigðum lífsins er á köflum vel gerð. Pilturinn á lausláta móður sem hverfur frá fyrri lífsháttum, mjög mörgum mikill fengur. Afar erfitt var að gera upp á milli u.þ.b. þrjátíu þeirra bestu, þegar veita skyldi sérstaka viðurkenningu. Það var þó að lokum niðurstaðan, að þrjár mundu teljast sameina best það tvennt að vera mjög fróðlegar um hætti liðinnar tíðar og jafnframt ágæta vel skrifaðar. Þetta voru frásagnir þeirra Emilíu Biering frá Barðaströnd, Guðmundar Guðmundssonar úr Ofeigsfirði og Péturs Guðmunds- sonar frá Rifi og Hellissandi, en hann andaðist reyndar daginn eftir að hann sendi frá sér minn- ingarnar. Höfundar annarra frásagna, sem sérstök ástæða þykir til að nefna eru: Sigurður Thoroddsen, Reykjavík, Valbjörg Kristmunds- dóttir, Grundarfirði og Saurbæ, Hallgrímur Jónsson, Laxárdal, Geir Sigurðsson, Hvammssveit og Arnkell Ingimundarson, Saurbæ, Dalasýslu, Theodór Daníelsson, Breiðafjarðareyjum, Torfi Össur- arson, Rauðasandshreppi, Jóhann Lúther Einarsson, Tálknafirði, Sigríður Jóna Þorbergsdóttir, Hornströndum, Sveinsína Ágústs- dóttir, Strandasýslu, Guðný í. Björnsdóttir, Vestur-Húnavatns- sýslu, Guðmundur Jónatansson, Eyjafirði, Sigurjón Valdimarsson, Svalbarðsströnd, Sölvi St. Jóns- son, Bárðardal, Guðrún E. Jóns- dóttir, Einar Sigurfinnsson, Með- allandi, Þórður Elías Sigfússon, Fljótshlíð, Ingveldur Jónsdóttir, Stokkseyri og Jóna Guðlaugsdótt- ir, Suðurlandsundirlendi. Ákveðið hefur verið, að kaflar úr nokkrum bestu frásögnunum verði lesnir í útvarp seinni hluta vetrar, ef höfundar veita leyfi til. Þá verða íhugaðir möguleikar á að gefa nokkrar frásagnanna út eða úrval þeirra. (Fréttatilkynning.) gerist ráðskona í sveit og tekur soninn með. Bóndinn er ekki mikill sjarmör, en hann getur séð fyrir konunni. Auk þess fær pilt- urinn að ganga í skóla og sýna hvað í honum býr. Prestsdóttir gefur honum hýrt auga. Hann ferðast með henni til stjörnulands draumanna. En presturinn sem annars er hinn besti maður sættir sig ekki við ævintýri unga fólksins og sendir dótturina til Kaup- mannahafnar. Þaðan kemur hún gjörspillt. Ástin hreina í brjósti drengsins verður að und sem læknast ekki. Á bak við söguþráð- inn leynist mynd stéttaskiptingar, hin gamla saga um þau sem ekki ná saman vegna óréttlætis samfé- lagsins. Undir lok sögunnar hefur pilturinn gripið til örþrifaráða til að hefna sín á vonsku heimsins. Einhvern veginn hefur lesandinn það á tilfinningunni að pilturinn sé ekki úr sögunni, höfundurinn muni segja meira frá honum síðar. Hvað sem því líður þá er hinum ungu ástum lýst laglega í sögunni. Höfundinum tekst að skapa vissa spennu og stemningu sem teygir lesandann til að halda áfram að lesa, gerir hann forvitinn. Á einum stað segir um von- brigði piltsins að þau reistu klaka- hallir í huga hans. Að vera „kviksettur í íshelli" er reynsla sem Ferðin til stjörnulandsins lýsir. En sjaldan er gripið til líkingamáls af þessu tagi. Álgeng- ari eru nöturlegar myndir úr raunveruleikanum þar sem hvers- dagsleikinn leikur sitt hlutverk dyggilega og gerir líf sögupersón- anna tilganslítið og umhverfið kaldhæðnislegt. Að ýmsum veikleikum Ferðar- innar til stjörnulandsins frátöld- um er bókin drög að lýsingu sem okkur virðist að nokkru leyti sannferðug, en hefði vissulega þarfnast hnitmiðunar og mark- vissari listrænnar úrvinnslu. Urvals hangikjöt Hella upp á 2—12 bolla í einu og halda heitu. Philips vörur — Philips þjónusta. heimilistæki s HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.