Morgunblaðið - 18.12.1979, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri:
Hver sigraði?
Verðbólgan
Það er svipað með verðbólg-
una, tóbakið og áfengið að allir
tala um að draga úr því eða helst
komast af án þess, en láta ekki
verða af framkvæmdum, þegar
til á að taka.
Kosningarnar um helgina
leiddu í ljós að þjóðin hefur sætt
sig við óðaverðbólgu og vill
jafnvel ekki lyfta hendi til að
draga úr henni.
Heil kynslóð er nú vaxin úr
grasi, sem aldrei hefur þekkt
annað ástand en það, sem nú
ríkir, en hefur þó ekki kynnst
verstu hliðum þessa vágests —
atvinnuleysinu, sem
óhjákvæmilega hlýtur að fylgja
þegar allir erlendir lánamögul-
eikar eru tæmdir og við þurfum
að standa á eigin fótum.
Mikil vinnuaflsnotkun og gíf-
urlegir fjármunir fara árlega í
byggingaiðnað landsmanna, sem
hefur þanist út í hlutfalli við
vaxandi verðbólgu. — Með verð-
tryggingarákvæðum lána má
búast við miklum samdrætti í
þessari grein og erfiðleikum við
verkefnaöflun.
Skattheimta hlýtur að aukast að
mun, ef það er stefna stjórn-
valda að láta opinbera aðila
auka rekstur og framkvæmdir,
til að koma í veg fyrir atvinnu-
leysi.
En af hverju
Framsókn?
Segja má að stefna Sjálfstæð-
isflokksins hafi verið að svifta
Vinsæl
verðbólga
Af hverju
Framsókn?
Næsta lota
þjóðina verðbólgunni í einni
svipan líkt og ef flaskan eða
sígarettupakkinn væri tekinn af
óhófsmanninum fyrirvaralaust.
Þetta var stærra stökk en svo, að
okkar verðbólguþjakaða þjóð
treysti sér að þola og þess vegna
hófst leitin að þeim sem sagði —
þetta er allt í lagi við venjum þig
af þessu í áföngum, þetta kemur
ekkert við þig.
Við lestur á stefnu Framsókn-
arflokksins nú að loknum kosn-
ingum er þetta eina skýringin
sem hægt er að finna á sigri
flokksins, þar sem hvergi örlar á
neinum tillögum um beinar að-
gerðir, heldur er farið mörgum
orðum um niðurfærslu verð-
bólgu í áföngum, án nánari
skýringa.
Ekki kæmi mér á óvart að í
næstu kosningum hefði einhver
flokkur það beinlínis á stefnu-
skrá sinni að tryggja verðbólgu-
bröskurum stöðuga verðbólgu,
til þess að þeir geti haldið áfram
að „mata krókinn" á kostnað
þeirra, sem ekki geta tekið þátt í
verðbólgudansinum.
Við sprengjum
Við sprengjum, var slagorð
krata fyrir þessar kosningar og
vafalaust meina þeir það. Við
verðum að gera ráð fyrir nýrri
vinstri stjórn fljótlega og vanda-
laust er að spá að leikslokum.
Vonandi verður þó næsta
vinstri stjórn farsælli, en þær
fyrri sem setið hafa, því að hvað
sem óskhyggjan segir um niður-
stöður kosninga, þá hefur þjóðin
ekki ráð á annarri eins óstjórn
og verið hefur.
Frestur er á illu bestur, segir
gamalt máltæki og má vafalaust
heimfæra það að núverandi að-
stæðum.
Kjósendur frestuðu uppgjör-
inu við verðbólguna m.a. vegna
þess að hún hefur ekki sýnt
sínar verstu hliðar ennþá.
Astæða er þó til að ætla að einn
hópur kjósenda sé orðinn þreytt-
ur á verðbólgunni. Það er að
segja elli- og örorkuþegár sem
hafa ekki getað tekið þátt í
lífsgæðakapphlaupinu með okk-
ur hinum og þar af leiðandi orðið
að borga brúsann.
Sjálfstæðisflokkurinn verður
að sætta sig við þá staðreynd að
íslenskt efnahagslíf er orðið svo
háð verðbólgunni að landsmenn
þora ekki að ráðast gegn henni
framan frá.
Stjórnarmyndun með þátttöku
Sjálfstæðisflokksins er því
óhugsandi miðað við úrslit kosn-
inganna 2.-3. des. þar sem
meiri hluti kjósenda hafnaði
stefnu okkar í efnahagsmálum.
Sjálfstæðismenn munu ekki
standa að neinum sprengingum
og munu ekki leggja stein í götu
vinstra samstarfs, við hljótum
að óska þess þjóðarinnar vegna,
að það takist vel. Hinu er ekki að
leyna að við trúum ekki á vinstri
stjórnir og verðum því reiðubún-
ir, þegar næsta sprenging á sér
stað.
„V instrist jórnarmeirihlutinn
getur varla eignað sér aukinn
afla skipa Bæjarútgerðarinnar“
— segir Ragnar Júlíusson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í útgerðarráði
„ÉG ER auðvitað fyrsti maður til
að fagna því ef rekstur Bæjarút-
gerðar Reykjavikur fer að ganga
bctur cn undanfarin ár. Ilitt tel
ég fráieitt að hinn nýi meirihluti
í borgarstjórn Reykjavíkur eigni
sér bætta afkomu það sem af er
þessu ári,“ sagði Ragnar Júlíus-
son fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
í útgerðarráði Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, BÚR. vegna end-
urtekinna skrifa i Þjóðviljanum
um bættan rekstur BÚR eftir að
vinstri meirihlutinn tók við í
Reykjavík svo og skrif um
áhugaleysi sjálfstæðismanna á
málefnum BÚR.
„I fyrsta lagi vil ég vísa til
föðurhúsanna fullyrðingu Krist-
vins Kristinssonar, annars full-
trúa Alþýðubandalagsins í út-
gerðarráði, um að hagnaður verði
á rekstri BÚR í fyrsta sinn frá
upphafi í ár. Hið rétta er að
hagnaður hefur verið af rekstri
BÚR níu ár síðan hún var stofnuð
1947. Það þarf ekki annað en að
fletta reikningum fyrirtækisins
til þess að sjá þetta svart á hvítu.
Það er því með eindæmum að
útgerðarráðsmaður skuli láta
svona vitleysu frá sér fara. —
Ragnar vildi hins vegar ekki tjá
sig um tölur fyrr en þær lægju
endanlega fyrir.
Þá er til þess að taka að afli
togara BÚR á s.l. ári var 15633
tonn á 1185 úthaldsdögum, að
verðmæti 1543 milljónir króna.
Fyrstu níu mánuði þessa árs
veiddu togarar BÚR hins vegar
15396 tonn' á 841 úthaldsdegi, að
verðmæti 2173 milljónir króna.
Það er nú frekar einkennilegt ef
meirihluta menn ætla að fara að
eigna sér aukna veiði togaranna.
Verðmæti hvers tonns í ár er
141.141 króna, en var á s.l. ári
aðeins 98.700 krónur, sem segir
það að aflaverðmæti hefur aukist
um 43% og aflaaukningin er 39%
á hvern úthaldsdag. Það þarf
örugglega ekki að hafa fleiri orð
um þetta.
Annars má segja almennt um
bætta afkomu BUR, að hún er að
sjálfsögðu í beinu framhaldi af
ýmiss konar hagræðingaraðgerð-
um sem við sjálfstæðismenn sam-
þykktum og framkvæmdum þegar
á árinu 1976. Þá var ákveðið að
koma starfseminni í landi í ný-
tízkulegt form. Bakkaskemmunni
var breytt í kæligeymslu sem
gerði það að verkum að nýting
fisksins varð mun betri en áður.
Þá var ákveðið að gera ýmsar
breytingar um borð í skipunum,
t.d. átti að koma fyrir kössum og
flottrollstromlum auk ísvéla sem
gera myndi skipin samkeppnis-
færari við önnur skip á landinu.
Þá var gerð gjörbylting á frys-
tihúsinu á sínum tíma, m.a. var
komið upp vinnslurásum til þess
tl
að gera bónusvinnu mögulega.
Það hafði gengið á ýmsu árin á
undan. Rekstrarerfiðleikar voru
miklir á árunum 1974—1975 með
tilkomu Spánartogaranna svo-
kölluðu. Þeir reyndust meingall-
aðir og var landlega þeirra
þriggja alls 530 dagar á þessu
tímabili.
Kristvin Kristinsson hælir sér
og sínum mönnum af því að þeir
hafi gjörbreytt öllum gangi mála
með fjölmörgum úrbótum og til-
lögum, jafnframt sem hann talar
um fádæma áhugaleysi sjálfstæð-
ismanna meðan þeir voru í meiri-
hluta. — Ef vel er að gáð eru
tillögur meirihlutans sem fram-
kvæmdar hafa verið aðeins tvær.
í fyrsta lagi var ákveðið að breyta
vélum skipa BÚR þannig að þau
gætu brennt svartolíu í stað
gasolíu og í því sambandi fyllyrða
meirihluta menn að sparnaður
vegna þessa síðan í júní sé um 300
milljónir. Ég leyfi mér að rengja
þetta, sparnaðurinn var ekki
nema í kringum 200 milljónir auk
þess sem ekki var tekið inni í
dæmið að allt viðhald á vélunum
hefur stórum aukist. Þegar sam-
þykkt var samhljóða í útgerðar-
ráði BÚR að breyta yfir í svart-
olíu var verðmunur á svartolíu og
gasolíu mjög mikill, en sá munur
hefur stórum minnkað að undan-
förnu og ég vona bara að þessi
breyting muni ekki reynast BÚR
fjárhagslegur baggi i framtíðinni.
Hin tillaga meirihlutans var sú
að samþykkt voru kaup á tveimur
nýjum togurum, þ.e. togara frá
Portúgal og frá Stálvík. Reyndar
Ragnar Júliusson fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins i útgerðarráði
Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
tel ég samninginn við Portúgal
aðeins aðgöngumiða til þess að fá
smíðasamninginn við Stálvík
samþykktan. Það vil ég og segja
að ég vona að Portúgalstogarinn
verði ekki sami vandræðageml-
ingurinn og Spánartogararnir
forðum.
Varðandi tillöguna um end-
urskipulagningu BÚR í landi frá
1976 er vert að það komi fram að
enn hefur ekki tekist að fá ýmis
atriði fram. T.d. flutti ég tillögu í
útgerðarráðinu stuttu eftir valda-
töku vinstrimeirihlutans um
breytingar á löndunaraðstöðu, en
af einhverjum annarlegum ástæð-
um hefur sú tillaga ekki náð fram
að ganga, þrátt fyrir „góðan“ vilja
meirihlutans. — í því sambandi
er einkennilegt að heyra mann
eins og Kristvin Kristinsson
stæra sig af því að vinstrimeiri-
hlutinn hafi látið fara fram ýms-
ar hagræðingarbreytingar á
fyrirtækinu á sama tíma og það er
yfirlýst stefna mannsins að allir.
hagfræðingar séu vondir menn og
plokki aðeins peninga af fyrirtæk-
inu, “ sagði Ragnar Júlíusson að
síðustu.