Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
Ríkisstjórnin samþykkir ekki
verðhækkanir sem fara yfir 9%
RÍKISSTJÓRNIN hefur sett leiA
beinandi hámark fyrir verðbreyt-
ingar og hefur viðskiptaráðherra
gert fulltrúum í verðlagsráði
grein fyrir þvi, segir i frétt frá
viðskiptaráðuneytinu. Þetta há-
mark felst i svofelldri samþykkt
rikisstjórnarinnar.
„Með tilliti til almennra að-
stæðna í verðlags- og efnahags-
málum hefur ríkisstjórnin ákveðið
að samþykkja ekki verðhækkanir
fyrst um sinn, sem fari fram úr
9% enda hafi hlutaðeigandi aðili
fengið samþykkta verðhækkun á
síðustu 4 mánuðum.
Samþykkt þessi tekur þó hvorki
til breytinga á verði vöru eða
þjónustu þar sem launakostnaður
er meginuppistaða framleiðslu-
kostnaðar né til olíuvara.
Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar
mun gilda þar til öðruvísi hefur
verið ákveðið".
Kratar réðu at-
kvæðagreiðsluimi
MISSKILNINGS gætir í ummæl-
um, sem höfð eru eftir Ólafi G.
Einarssyni, formanni þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, í Morgun-
blaðinu síðastliðinn laugardag
varðandi forsetakjör á Alþingi.
Af þeim má ráða, að hann hafi
verið einkar ánægður með
ákvörðun krata að kjósa sem
forseta sameinaðs Alþingis fram-
bjóðanda þess flokks, sem mesta
fékk atkvæðaaukninguna i kosn-
ingunum fyrir skömmu. Óiafur
G. Einarsson sagði:
„Svo var alls ekki. Tillaga um
samstarf flokkanna á þeim
grundvelli kom aldrei til Sjálf-
stæðisflokksins og að mínu mati
var þetta fráleitt fyrirkomulag.
Upphaflega tillagan, sem gerði
ráð fyrir því, að Sjálfstæðisflokk-
urinn fengi forseta sameinaðs
þings, var hin eina eðlilega og var
reyndar samþykkt í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins, en hafnað af
Framsókn og kommum. Eftir það
fóru kratar sínu fram án samráðs
við aðra og réðu þannig í raun
hvaða frambjóðendur voru kosnir.
Við atkvæðagreiðsluna sjálfa
hafði ég hins vegar ekkert að
athuga, en um það hafði blaða-
maðurinn spurt."
Heita vatninu
hleypt á Egils-
staði í vikunni
EgilNHtöðum 17. desember
UM HELGINA var gangsett
heitavatnsdæla við borholuna í
Urriðavatni og er nú lokið við
prófun á aðveituæðinni til Egils-
staða. Verður heita vatninu
hleypt á kerfið einhvern næstu
daga.
Nú hefur hitaveita verið lögð í
um 60% þorpsins og verður ekki
meira gert í vetur, en hins vegar
er ætlunin að bora aðra holu í
Urriðavatni. Nú fást um 15 sek-
úndulítrar af 65 gráðu heitu vatni,
en áætlað er að þorpið þurfi um 25
sekúndulítra. Jarðfræðingar full-
yrða, að þar sem bora á í vetur, sé
bæði að fá meira og heitara vatn.
Steinþór.
Söngskólinn í Reykjavík.
Tónleikar Söng-
skólans á morgun
ELLEFTU hádegistónleikar Schubert, fyrir fiðlu, víólu, celló,
Söngskólans í Reykjavík verða kontrabassa og píanó.
haldnir á morgun. miðvikudag- Listamenn á þessum tónleik-
inn 19. desember. í tónleikasal um eru: Krystyna Cortes, píanó-
Söngskólans og hejast þeir leikari, Maria Verconte fiðlu-
klukkan 12.10. leikari, Brian Carlile víóluleik-
Verkefni þessara tónleika er ari, Carmel Russill cellóleikari
píanókvintett í A-moll op. 114, og Jennifer Ann Davies bassa-
„Silungakvintettinn" eftir F. leikari.
JOIAGLEÐII
PENNANUM
Jólasveinarnir okkar hafa lýst vel-
þóknun sinni á Jólamörkuðum
Pennans
enda hefur
úrvalið sjaldan
verið fallegra!
CTT
■n
Jólamarkaðurinn, Hallarmúla,
Laugavegi 84,
Hafnarstræti 18.
Norræn
bókbands-
list á
Akureyri
SÝNINGIN Norræn bókbandslist
1979 sem verið hefur í bókasafni
Norræna hússins í Reykjavík
verður i Amtsbókasafninu á Ak-
ureyri í kvöld, 18. desember. Á
henni má sjá úrval bóka úr
Norrænu bókbandskeppninni
1979 en ísiendingar tóku nú þátt
í henni I fyrsta skipti. Einnig
verða þar sýnishorn af akur-
eyrsku bókbandi.
I tengslum við sýninguna mun
Arne Moller Pedersen, forstöðu-
maður viðgerðarstofu Ríkisskjala-
safnsins í Kaupmannahöfn, flytja
erindi með litskyggnum um við-
gerðir á bókum og handritum sem
skemmdust í flóðunum miklu í
Flórens á Ítalíu árið 1966 en Danir
áttu mikinn þátt í því starfi.
Erindið hefst kl. 20.30.
AUGLÝSINGASTOFA
MYNDAMÓTA
Aðalstræti 6 simi 25810