Morgunblaðið - 18.12.1979, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
Evrópukjarnorku-
vopnin og ísland
Samkvæmt ákvöröun þeirri, sem tekin var í Briissel í síöustu
viku, verður nú hafist handa um það á vejíum Atlantshafs-
bandalafisins aö hrinda í framkvæmd áætlunum um endurbætur
á eldflaugavörnum aðildarlandanna á meginlandi Evrópu og
Bretlandi. Jafnframt munu bandalagsríkin með skipulegum
hætti hefja nýja sókn í því skyni að koma af stað raunverulegum
afvopnunarviðræðum í Evrópu.
Nýju eldflaugar Atlantshafsbandalagsins í Evrópu verða
fyrst tiltækar 1983, því að ákvörðunin í síðustu viku snerist um
það að hefja á þeim framleiðslu. Það gefst því góður tími til að
komast að raun um það, hvort einlægur áhugi er fyrir hendi hjá
Varsjárbandalagslöndunum á afvopnunaraðgerðum. Komi hann
í ljós, verður framkvæmd eldflaugaáætlunarinnar hagað í
samræmi við það. Það kann að þykja þversögn að taka fyrst
ákvörðun um aukinn vígbúnað og lýsa síðan eindregnum vilja
sínum til afvopnunarviðræðna. Þróunin síðustu ár hefur hins
vegar orðið sú, að Sovétríkin hafa náð forskoti gagnvart
Atlantshafsbandalagslöndunum, þegar litið er til meðaldrægra
kjarnorkueldflauga í Evrópu. Þegar annar aðilinn býr við slíkt
forskot er óhugsandi, að raunhæf viðleitni til afvopnunar ráði
ferðinni hjá honum. F’orsenda allra viðræðna um takmörkun
vígbúnaðar til þessa hefur verið sú, að viðræðuaðilar telji sig
standa jafnt að vígi, þegar þeir setjast að samningaborðinu.
Samhliða því, sem ríkisstjórnir allra Atlantshafsbandalags-
landanna nema Frakklands, sem er utan sameiginlega varnar-
kerfisins, hafa unnið að undirbúningi þessarar mikilvægu
ákvörðunar, hefur verið að þeim lagt bæði innan frá og af
kommúnistaríkjunum, að þær hyrfu frá áformum sínum.
Tilgangur Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra er auðsær, þau
vilja sitja ein að Evrópukjarnorkuvopnunum. Hitt er ekki alveg
eins ljóst, hvað fyrir þeim öflum vakir, sem innan einstakra
Atlantshafsbandalagslanda taka sér fyrir hendur að berjast
gegn nauðsynlegum endurbótum á vörnum Vestur-Evrópu, enda
eru þau ekki öll samstíga og beita mismunandi röksemdum.
Hér á landi tók Þjóðviljinn seint við sér í þessu máli og raunar
ekki fyrr en tveimur dögum eftir að ákvörðunin um nýja
eldflaugavarnakerfið hafði verið tekin. Þá komust þeir Þjóð-
viljamenn að því, að á Keflavíkurflugvelli væru það, sem þeir
kalla „fljúgandi stjórnstöðvar fyrir kjarnorkustyrjöld" og
auðvitað sá sjónvarpið ástæðu til að apa þetta upp óathugað.
Skömmu eftir að vinstri stjórnin tók við völdum síðasta haust
komu hingað til lands tvær nýjar ratsjárflugvélar af svonefndri
AWACS eða E-3A gerð. Þessar vélar eru búnar mjög
fullkomnum stjórn- og eftirlitsbúnaði en eru óvopnaðar. Þær
eru svo nýjar af nálinni, að ekki hafa aðrar þjóðir en
Bandaríkjamenn tekið þær í notkun enn sem komið er. Hins
vegar hafa Evrópuríki Atlantshafsbandalagsins pantað slíkar
vélar og verða þær bæði í Noregi og Mið-Evrópu eftir nokkur
misseri, Bretar munu nota endurbætta gerð af Nimrod-þotu í
sama tilgangi.
Þjóðviljinn fullyrðir að E-3A þoturnar, sem eru hér á landi,
gegni því hlutverki að stjórna ferðum bandarískra orrustu-
þotna, sem geta flutt kjarnorkuvopn, frá flugvöllum í Bretlandi
til árásarstöðva í Austur-Evrópu. Þessi fullyrðing er í samræmi
við aðrar firrur, sem kommúnistum hér dettur í hug þegar þeir
íhuga varnir landsins. I sjálfu sér er ekkert nýtt að lesa slíkt
eftir þeim Þjóðviljamönnum, en hitt er alvarlegra, þegar
alþingismaður, sem sæti á í nefnd, er ríkisstjórn Islands hefur
skipað til að gera úttekt á öryggismálum þjóðarinnar, sýnir
sömu vankunnáttu. Það er greinilega ekki vilji Olafs Ragnars
Grímssonar, að svonefnd öryggismálanefnd vinni störf sín á
hlutlægan hátt, heldur ætlar hann að gömlum sið kommúnista
að nota hana sem áróðursvettvang og til að draga úr trausti
milli manna.
í ræðu þeirri, sem Henrik Sv. Björnsson, sendiherra, flutti í
Brússel í síðustu viku á fundi Atlantshafsbandalagsins lagði
hann á það sérstaka áherslu, að það væri eitt af grundvallar-
atriðum íslenskrar varnarmálastefnu, að hér verði ekki
kjarnorkuvopn, og hann taldi óhugsandi, að frá því „verði horfið
í fyrirsjáanlegri framtíð". Sovétmenn hafa margítrekað lýst yfir
ánægju sinni með þessa stefnu og hvernig henni hefur verið
framfylgt. Herstöðvaandstæðingar og Þjóðviljinn eru í þessu
efni katólskari en páfinn, því að þeir klifa stöðugt á því, að hér
séu kjarnorkuvopn eða einhverjir angar þeirra. Þessi þráhyggja
þeirra hefur að vonum haft lítil áhrif innan lands. Um hitt skal
engu spáð, hver eru áhrif hennar út á við, en sífelldur áróður
innlendra aðila um kjarnorkuvopn í landinu er ekki til þess
fallinn að minnka áhuga hernaðarlega þenkjandi aðila og
herforingja í Varsjárbandalaginu á landinu. Allra síst nú á
þessum viðkvæmu tímum í öryggismálum álfunnar.
Samkeppni um kirkjubyggingu á Seltjarnarnesi:
Hörður Björnsson
hlaut 1. verðlaun
KYNNTAR hafa verið niður-
stöður í samkeppni meðal fé-
lagsmanna í Arkitektafélaginu
um hönnun kirkjubyggingar á
Seltjarnarnesi. Kristín Frið-
bjarnardóttir, formaður dóm-
nefndar. greindi við athöfn í
félagsheimili Seltjarnarness frá
niðurstöðum dómnefndarinnar
er lauk störfum nýlega. Hlaut
tillaga Ilarðar Björnssonar og
samstarfsmanns hans, Harðar
Harðarsonar, sem báðir eru
byggingatæknifræðingar,
fyrstu verðlaun, kr. 1.5 milljón-
ir.
Við athöfnina sagði Kristín
Friðbjarnardóttir m.a.:
Kirkjubygging hefur ekki
staðið á Seltjarnarnesi síðan
kirkjan í Nesi fauk af grunni
sínum í Básendaveðrinu árið
1799. Seltirningar urðu þá sókn-
arbörn Dómkirkjunnar í Reykja-
vík þar til Nesprestakall hið
nýja var stofnað árið 1941.
Seltjarnarnes varð sérstök sókn
árið 1974 og frá þeim tíma hefur
kirkjuleg starfsemi færst í vax-
andi mæli inn í byggðarlagið og
fer hún fram í félagsheimilinu.
Sóknarnefndin á Seltjarnar-
nesi lagði fljótt mikla áherslu á
að kirkjubygging rísi þar sem
fyrst og hefur hún í því sam-
bandi gert margt til að efla
fjárhag sinn. Bæjarstjórn ákvað
fyrir ári síðan að ætla kirkjunni
lóð norðvestan Mýrarhúsaskóla
eldri og bauð hún sóknarnefnd
að greiða kostnað við samkeppni
um bygginguna.
Dómnefnd var skipuð í byrjun
apríl 8.1. og undirbjó hún útboðs-
gögn og auglýsti síðan sam-
keppnina. Verðlaunafé var
ákveðið kr. 3.400.00. Skilafrestur
var til 17. okt. s.l. 19 tillögur
bárust og kannaði dómnefndin
þær á mörgum fundum. Dóm-
nefndin varð sammála um að
árangur af samkeppninni hafi í
heild verið nokkuð góður.
Eru verðlaunahafar þessir:
1. verðlaun, kr. 1.500.000.
Hörður Björnsson, býgginga-
tæknifræðingur, og samstarfs-
maður hans, Hörður Harðarson,
byggingatæknifræðingur.
2. til 3. verðlaun, kr. 1.000.000.
Hilmar Ólafsson, arkitekt,
Hrafnkell Thorlacíus, arkitekt,
og Njörður Geirdal, arkitekt.
2. til 3. verðlaun, kr. 1.000.000.
Jez Einar Þorsteinsson, arkitekt.
4. til innkaups, kr. 200.000.
Hilmar Þór Björnsson, arkitekt,
og samstarfsmaður hans, Finnur
Björgvinsson, arkitekt.
5. til innkauþs, kr. 200.000.
Birgir Breiðdal, arkitekt.
Auk þess hlaut tillaga Arnar
Sigurðssonar, arkitekts, viður-
kenningu sem athyglisverð til-
laga.
I dómnefndinni voru: Kristín
Friðbjarnardóttir, félagsmála-
fulltrúi, formaður, Þórður Búa-
soií, verkfræðingur, ritari, séra
Ólafur Skúlason, dómprófastur,
Guðmundur Kr. Kristinsson,
arkitekt og Haukur A. Viktors-
son, arkitekt. Trúnaðarmaður
nefndarinnar var Ólafur Jens-
son, framkvæmdastjóri.
Tillögurnar verða allar al-
menningi til sýnis til jóla, laug-
ardaga og sunnudaga, kl. 14 til
18, en aðra daga kl. 16 til 22.
Kristín Friðbjarnardóttir hafði orð fyrir dómnefndinni og afhenti verðlaunin. Með henni eru Hörður
Björnsson (t.v.) og Ilörður Harðarson byggingatæknifræðingur cn tillaga þeirra hlaut fyrstu
verðlaun.
Ljósm. Kristján.
Likan af kirkjubyggingu Harðar Björnssonar.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr.
eintakiö.