Morgunblaðið - 18.12.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
21
í IDrúHlr 1
• Tekst hinum leikreynda kappa Geir Ilallsteinssyni að ieiða lið sitt FH til si«urs i kvold. Geir
verður kjolfesta unjfu efnilegu leikmannanna sem hafa komið á óvart í vetur. A myndinni sést
Geir í leik á móti VíkinKum og hefur grcinilega leikið illa á þá. Hvernig skildi honum takast upp
i kvöld?
Setur FH strik
í reikninginn?
VÍKINGUR og FH mætast í 1.
deild íslandsmótsins i hand-
knattleik i Laugardalshöllinni i
kvöld og hefst leikurinn klukk-
an 21.00. Eins og staðan í
mótinu er nú, lita menn til
FH-inga í þeirri von að einhver
spenna haldist i mótinu. Þegar
5 umferðum er lokið hafa
Víkingar nefnilega hlotið 10
stig, en FH 9. Leikurinn i kvöld
gæti því hæglega verið úrslita-
leikur mótsins. Vinni Víkingur,
má eitthvað rosalegt gerast ef
liðið myndi ekki fylgja þvi eftir
og vinna mótið. Til þessa hafa
varla önnur lið sýnt eitthvað
sem ógnað gæti Víkingi, nema
ef vera skyldi KR. KR-ingarnir
hafa nefnilega aðeins tapað
tveimur leikjum... fyrir FH og
Vikingi.
Leikurinn í kvöld gæti orðið
mikill átakaleikur og vonandi í
háum gæðaflokki. Þetta verður
mikil prófraun fyrir hið unga
lið FH. Tekst liðinu að klekkja
á hinni vel smurðu Víkingsvél?
Við þvi fæst svar í kvöld. Svar
fæst einnig við því hvort úrslit-
in í mótinu eru nánast ráðin eða
ekki.
• Fétur Pétursson (fyrir miðri mynd) sækir að markverðinum.
Ekki skoraði Pétur um helgina, en hann er nú kominn i jólafri. Það
verður reyndar ekki langt. því að innan skamms heldur hann
ásamt félagi sinu til Egyptalands.
Petur til
Egyptalands
PÉTUR Pétursson er nú kominn
heim í jólafrí. Knattspyrnukapp-
inn kom heim i gær ásamt
unnustu sinni. Pétur sagði í
stuttu spjalli við Mbl. að hann
væri hvildinni feginn. — Siðustu
leikir hafa verið erfiðir. Við
lékum á sunnudaginn við Twente
og vorum afar óheppnir að ná
aðeins jafntefli 1 — 1. Þeir náðu
að jafna á lokasekúndunni. Við
gátum ekki einu sinni tekið
miðju. Við höfum ekki leikið eins
vel að undanförnu og við gerðum
fyrst í haust. Það er greinilegt að
hið mikla álag á okkur setur
strik í reikninginn. Evrópuleik-
irnir voru erfiðir svo og ferðalög-
in í kringum þau, ég persónulega
er dauðuppgcfinn. En hvíldin
verður ekki löng, ég verð að
koma mér til Hollands 27. des.
því að liðið er á förum til
Egyptalands í keppnisferð. Þar
lcikum við tvo leiki við landsliðið
og rétt náum heim aftur fyrir
gamlárskvöld, okkar næsti leikur
í deildinni er svo 6. janúar, sagði
Pétur sem var greinilega feginn
að komast heim i nokkra daga.
Jólafrí er nú hafið meðal hol-
lenskra knattspyrnumanna. Ajax
er í efsta sætinu með 28 stig að
loknum 17 leikjum. Feyenoord er í
öðru sæti með 24 stig að loknum
17 leikjum, en AZ ’67 Alkmaar er í
þriðja sæti með 23 stig og hefur
leikið 16 leiki. Pétur Pétursson er
markhæsti leikmaður hollensku
deildarinnar, hefur skorað 16
mörk. Þá má bæta því við, að
Pétur skoraði 4 mörk í Evrópu-
keppninni og hefur til þessa skor-
að tvívegis í hollensku bikar-
keppninni, þannig að uppskera
Péturs það sem af er vetri er 22
mörk.
Úrslit einstakra leikja í Hol-
landi urðu sem hér segir:
AZ 67 Alkmaar — Nec Nijmegen fr.
Nac Breda — Sparta fr
Roda JC - Willen 11 Tilburx 1-2
Feyenoord — Tvente l_i
FC lltrecht — Pec Zwolle 3—1
Haarlem — PSV Gindhoven 1—4
Vitesse Arnhem — MVV Maastricht 1 — 1
GAE Deventer — Den Haag fr.
Ajax — Excelsior 6—0
Frammistaða
vekur athygli
Betts
í NÝLEGU hefti af enska vikurit-
inu Shoot er stutt grein ásamt
enn styttra viðtali og mynd af
James Bett. James Bett lék einn
og hálfan leik með Val hér um
árið eins og menn eflaust muna.
En meira varð það ekki, hér á
landi voru staddir stórlaxar frá
belgíska félaginu Lokeren. Þeir
voru að semja við Arnór Guð-
johnsen, Eið Guðjohnsen og
síðast en ekki sist Víking.
Bett fór til Belgíu. einnig
Arnór, en á meðan Arnór gerði
stormandi lukku á siðasta keppn-
istímabili fór minna fyrir Bett.
Nú gengur allt betur og mun
betri knattspyrnumaður er hann
nú en áður. Svo vel hefur hann
staðið sig, að hann hefur verið
valinn þrívegis i lið vikunnar hjá
einu af stærstu dagblöðum
Belgiu.
Bett segir í umræddu viðtali:
„Ég hitti fyrst Kristján Bernburg
þegar ég var 16 ára og lék með
skosku unglingaliði. Kristján er
nú sérlegur ráðgjafi minn og það
var að hans ráði að ég fór til
íslands. Þar lék ég einn og hálfan
leik með Val, en forráðamenn
Lokeren voru þarna staddir óg
þeir buðu mér samning. Ég lék
minn fyrsta leik með aðalliðinu
snemma í haust gegn Anderlecht.
Ég átti að gæta landsliðsmannsins
Frank Vercauteren. Ég lék hann
svo grátt að hann hótaði að sparka
mér alla leið á sjúkrahús, en
ekkert varð úr því og við unnum
2-1“
í lok viðtalsins kemur fram, að
Bett hefur hug á að leika með
Lokeren næstu 3—4 árin, en þá
hefur hann mikinn hug á að
spreyta sig með ensku liði.
• James Bett (hvítklæddur)
reynir markskot í leiknum
gegn Anderlecht. Þar var hon-
um hótað likamsmeiðingum af
reiðum mótherjum.
Hlöðver til
Leiknis
HLÖÐVER Rafnsson hef-
ur verið ráðinn þjálfari
3. deildar liðs Leiknis í
Breiðholti. Einniu mun
Hlöðver þjálfa 2. flokk
félagsins. Illöðver þjálf-
aði Leikni fyrir nokkrum
árum með þokkalegum
árangri, en hann þjálfaði
Þór á Akureyri í 2. deild
á síðasta keppnistíma-
hili.
Knatlspyrna 1
UMFL og Þróttur
eru að stinga af
LAUGDÆLIR og Þróttur unnu
góða sigra í 1. deild íslands-
mótsins i blaki um helgina og
er nú svo komið, að önnur lið
eiga varla möguleika á því að
skáka þeim.
Þróttur átti ekki í erfiðleik-
um með fS, vann 3—0, þar af
fyrstu hrinuna 15—0, þar sem
Valdemar Jónasson innbyrti 11
fyrstu stigin með uppgjöfum
sinum. önnur hrinan var jöfn,
en Þróttur vann 15 — 13. Loks
vann Þróttur 15—9.
UMFL lenti á hinn bóginn í
miklu svitabaði er liðið mætti-
Víkingum. Laugdælir unnu
reyndar 3—2, en sýndu ekki
sama stjörnuleikinn og Þróttur
fékk að finna fyrir á fimmtudag-
inn. Fyrst vann UMFL 15—7 og
tók forystuna. En Víkingur jafn-
aði enn og var Páll Ólafsson
óstöðvandi er Víkingur vann
fjórðu hrinuna 15—12. Úrslita-
hrinuna vann hins vegar lið
UMFL, einkum fyrir tilstilli
Leifs Harðarsonar, sem rakaði
inn 12 af 15 stigum UMFL með
uppgjöfum sínum.
Nú tekur við jólafrí
meðal blakmanna. en
staðan er þessi í 1. deild
karla:
UMFL 9 8 1 26-9 16
Þróttur 7 5 2 15-10 10
ÍS 8 3 5 13-17 6
Víkingur 7 2 5 12—17 4
UMSE 7 1 6 7-20 2
I 1. deild kvenna vann Víking-
ur öruggan sigur á UMFL, 3—0,
og skaust með þeim sigri í efsta
sætið í deildinni. Hrinurnar
fóru: 15—13,15—9 og loks 15—0,
fátt um varnir hjá UMFL í
lokahrinunni. Staðan í 1. deild
kvenna er þessi:
Víkingur 4 4 0 12—4 8
ÍS 4 3 1 11-6 6
IMA 3 2 1 7-5 4
UBK 3 1 2 7-6 2
UMFL 4 0 4 2-12 0
Þróttur 2 0 2 0-6 0