Morgunblaðið - 18.12.1979, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.12.1979, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979 25 eik á móti ÍR. Þorbjörn er hér að skora eitt aí fimm mörkum Ljósm. Emilía. Ismeistararnir Valur 26:22 marka forystu og tekst að halda henni, þrátt fyrir örvæntingar- fullar tilraunir Valsmanna til þess að jafna metin. Þegar átta mínútur eru eftir af leiknum og staðan er 20—18 skor- ar Bjarni Bessason 21—18 og rétt skömmu síðar 22—18, fjögurra marka forysta og sigurinn svo til í höfn. Þrátt fyrir darraðardans síðustu mínúturnar í leiknum þar sem Valsmenn reyndu meðal ann- ars að leika maður á mann síðustu 2. mínúturnar kom allt fyrir ekki, það var kraftur í ungu mönnunum í ÍR, þeir rifu sig í gegnum vörn Valsmanna og skoruðu hvað eftir annað fram hjá ólafi Benedikts- syni í markinu og fjögurra marka sigur varð útkoman og 2 dýrmæt stig til anda ÍR. Furðulegur leikur. Það var hreint út sagt ótrúlegt, að ÍR skyldi sigra í leiknum eftir öll mistökin sem liðinu hafði orðið á í fyrri hálfleiknum. Að vísu lagaðist leikur liðsins í þeim síðari en að Valsmenn skyldu leika svo ráðleysislega bæði í vörn og sókn eins og þeir gerðu á ekki að geta komið fyrir lið sem hefur á að skipa jafn mörgum landsliðs- mönnum. í fyrri hálfleik fékk Valur 26 sóknarlotur en aðeins 12 þeirra skiluðu mörkum. Þá var varnar- leikurinn allan tímann slakur og markvarslan mótaðist af því. Nú er sýnt að möguleikar Vals í mótinu eru hverfandi litlir og varla er hægt að búast við mjklu í Evrópukeppninni ef liðið sýnir svo sveiflukennda leiki eins og raunin hefur verið í haust. í liði Vals var það einna helst Steindór Gunn- arsson Og Þorbjörn Jensson sem sýndu eitthvað, aðrir leikmenn léku ekki vel. Liði ÍR er ekki gott að hrósa þrátt fyrir að sigur hafi unnist. Fyrri hálfleikur var afar’ illa leikinn hjá liðinu og lét landsliðs- þjálfarinn, Jóhann Ingi, þau orð falla í hálfleik, að halda mætti að liðið hefði 30 stig í deildinni, slíkt væri kæruleysið. í síðari hálf- leiknum batnaði leikur þess hins vegar mjög og sérstaklega var Bjarni Bessason sprækur. Skoraði hann sjö mörk og var mjög ákveðinn. Guðjón Marteinsson var líka seigur að skora en þau voru líka nokkur skotin sem fóru langt framhjá eða voru varin. Þá varði Þórir Flosason ágætlega í leikn- um, og oft á mikilvægum augna- blikum. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild. Laugardalshöll 16. des. Valur-IR: 22-26 (12-10) Mörk Vals: Þorbjörn Jensson 5, Steindór Gunnarsson 4, Gunnar Lúðvíksson 4, Þorbjörn Guð- mundsson 3v, Stefán Halldórsson 2v, Jón H. Karlsson 2, Brynjar Harðarson 1, Bjarni Guðmunds- son 1. Mörk ÍR: Bjarni Bessason 8, Sigurður Svavarsson 3v, Guðjón Marteinsson 7, Guðmundur Þórð- arson 3, Ársæll Hafsteinsson 2, Bjarni Hákonarson 3. Brottvísanir af leikvelli: Bjarni Hákonarson, IR, í 4 mínútur. Varin vítaköst: Brynjar Kvaran varði hjá Sigurði Svavarssyni, ÍR, á 25. mín. -þr. r M HK á uppleið þrátt fyrir 6 marka tap ÞJÁLFARALAUSIR léku leik- menn HK úr Kópavogi sinn besta leik á þessu keppnistímabili. Það var gegn Víkingi, en leikurinn tapaðist þrátt fyrir allt með 6 mörkum. Víkingarnir virtust áhugalitlir og þungir lengst af, en það verður ckki af IIK skafið, að liðið hefur ekki leikið betri leik í vetur og verður fróðlegt að sjá framvindu mála. Sigur Vikings var svo sem öruggur allan tímann, lokatölur leiksins urðu 24 — 18, en staðan í hálfleik var aðeins 12 — 10 fyrir Víking. Sem fyrr segir lék HK leik þennan án þjálfara. en Halldór Rafnsson KÁ-maður mun hafa sagt upp störíum sem slíkur í siðustu viku. HK mun hafa haft i hyggju að segja honum upp, en kappinn varð fyrri til. tók pok- ann sinn og fór. Það tók Víking aðeins 10 sek- úndur að skora fyrsta mark leiks- ins og fóru þá margir að búa sig undir mettölur. Það var Ólafur Jónsson sem skoraði og Árni bætti fljótlega öðru við. Ragnar golf- meistari minnkaði muninn, en Steinar Birgisson skoraði þriðja mark Víkings, en HK sýndi seiglu og á sjöundu mínútu leiksins var staðan orðin jöfn, 3—3, og aftur var jafnt, 4—4. Víkingur seig þá fram úr, en ekki meira en svo að tölur eins og 8—7, 10—9 blöstu við á töflunni. Staðan í hálfleik var síðan 12—10 eins og fyrr sagði. í síðari hálfleik dró meira í sundur með liðnum og komst Víkingur þá mest sjö mörk yfir, 22—15. En lokakaflann lagaði HK stöðuna dálítið sér í hag, skoraði 3 mörk gegn einu síðustu mínúturn- ar. -hT 24:18 Víkingarnir voru mjög daufir að þessu sinni og virtust hafa tak- markaðan áhuga á því sem þeir voru að gera, einkum voru horna- mennirnir lítið með á nótunum. Skyttur Víkings voru hins vegar skæðar og vörn HK fyrir miðjunni var götótt. Þorbergur, Steinar og Sigurður Gunnarsson skiluðu allir bærilegri frammistöðu í sókninni, en auk þeirra átti Árni traustan og góðan leik að venju. Markverð- irnir Kristján og Jens voru þokka- legir. HK gæti hugsanlega átt eftir að hrella önnur lið 1. deildar, en allt annað var að sjá til liðsins nú en í fyrri leikjum mótsins. Margt verð- ur þó enn að laga. T.d. skortir enn mikið á yfirvegun í sókninni, mörgum sinnum voru reynd ótímabær skot í leiknum. Þá ætti liðið að láta af að reyna hraðaupp- hlaup, a.m.k. þangað til slíkt hefur verið æft, en hvað eftir annað glopraði liðið knettinum í hraða- upphlaupunum einfaldlega vegna þess að leikmennirnir réðu ekkert við hraðann. Þá var vörnin ekki nógu hreyfanleg og voru HK- menn allt of oft áhorfendur þegar skyttur Víkings léku kúnstir sínar. En liðið sýndi ýmislegt gott, t.d. tókst liðinu alloft að halda knettinum vel, en það er gott vopn hjá slíku liði. Þá eru nokkrir leikmanna liðsins mjög liðtækir og ef yfirvegun væri meiri, mætti ná meiru út úr liðinu. Þá var núna góð barátta í liðinu, enginn upp- gjafartónn. HK gæti enn rétt úr kútnum. Bestu menn liðsins voru Ragnar Ólafsson og Jón Einarsson sem nú lék með að nýju og þó að hann virðist enn skorta úthaid, sýndi hann fallega takta. Hann skoraði eitt mark í leiknum og er það örugglega eitthvert fallegasta mark sem skorað hefur verið í vetur. Hann fiskaði knöttinn á eigin punktalínu, óð eins og flug- eldur upp allan völl, út í vinstra hornið, stökk þar inn með tvo á hælunum og skoraði stöngina og inn í horninu fjær! Stórbrotið mark. Auk þeirra áttu Hilmar og Kristján Þór góða spretti, en áminningin um meiri yfirvegun á ekki síst við um þá tvo. í STUTTU MÁLl: Islandsmótið í handknattleik, 1. deild, Víkingur — HK: 24—18 (10-8) MÖRK VIKINGS: Sigurður Gunn- arsson 6, Þorbergur Aðalsteinsson og Steinar Birgisson 5 hvor, Árni Indriðason og Páll Björgvinsson 3 hvor, Ólafur Jónsson-2 mörk. MÖRK HK: Ragnar Ólafsson 5, Kristján Þór Gunnarsson og Hilmar Sigurgíslason 3 hvor, Magnús Guðfinnsson og Berg- sveinn Þórarinsson 2 hvor, Jón Einarsson, Kristinn Ólafsson og Karl Jóhannsson eitt hver. BROTTREKSTRAR: Þorbergur Aðalsteinsson í 4 mínútur, Erling Sigurðsson og Steinar Birgisson í 2 mínútur hvor. VÍTI í VASKINN: Kristján Sig- mundsson varði frá Ragnari Ól- afssyni, Einar Þorvarðarson varði frá Árna Indriðasyni og Sigurður Gunnarsson skaut í stöng. gg. • Hér er sótt að Steinari Birgissyni i leik gegn Haukum fyrr i vetur. Steinar átti góðan leik gegn HK um helgina. Eyja-Þór í þriðju deild? ÞEGAR upp var staðið í leik Þróttar og Þórs úr Vestmanna- eyjum, hafði Þróttur unnið stórt, 27—21. Erí það var furðulegur tröppugangur í leiknum, því snemma í síðari hálfleik hafði Þróttur náð sjö marka forystu og stefndi í yfirburðasigur, sem raunin varð á. En þá meiddist ólafur H. Jónsson á fingri og varð að hverfa af velli í u.þ.b. 10 mínútur, staðan breyttist þá úr 17—11 í 18—6. Tvívegis fengu Þórsararnir tækifæri til að minnka muninn í eitt mark, en ekkert varð úr. Ólafur kom síðan aftur inn á og Þróttur fór þá að leika handknattleik á ný og seig fram úr á ný. Það var jafnt upp í 3—3 en þá kvöddu Þróttarar og staðan breyttist á skömmum tíma í 8—3. Þróttur —Þór Ve &iZC | Sex mörk skildu í hálfleik, 14—8, yfirburðastaða. Þróttur skoraði síðan fyrsta markið í síðari hálf- leik og nokkru síðar meiddist Ólafur og leikkaflinn, sem getið er um hér að framan, gekk i garð, Þór skoraði þá hvert markið af öðru og Þróttarar féllu saman. En sem betur fer fyrir þá tóku þeir sig saman á ný og skriðu fram úr og tryggðu sér öruggan sigur. Hjá Þrótti bar mest á mannin- um sem skoraði ll mörk, Sigurði Sveinssyni, en hann var þó lengi að hita sig upp og skoraði lítið annað en úr vítaköstum framan af leik. Höllin nötraði þó undan þrumuskotum hans lokakafla leiksins. Auk hans áttu Sveinlaug- ur og Gísli góðan leik, Ólafur H. var traustur og Páll gerði laglega hluti í síðari hálfleik. Þá var Sigurður markvörður lengst af mjög góður, varði m.a. 2 vítaköst. Sigmar Þröstur í marki Eyja Þórs gerði þó enn betur, varði þrjú víti og hefur furðulegt lag á að verja vítaköst. En hlutskipti hans var annars ekki öfundsvert, þar sem vörn Þórs var hriplek. Það er mikil flatneskja í leik Þórs, helst glöddu línusendingar Ragnars augað, þá var Herbert drjúgur. Mörk Þróttar: Sigurður 11 (4), Páll 4, Sveinlaugur og Gísli 3 hvor, Lárus, Einar og Ólafur H. 2 hver. Mörk Þórs: Herbert 6, Ragnar 5 (2), Albert og Ásmundur 3 hvor, Öskar 2, Þór og Böðvar eitt hvor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.