Morgunblaðið - 18.12.1979, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1979
Norsk hjonarúm úr furu
r
Breidd 150 og 180.
Getum afgreitt fáein rúm fyrir jól.
VERIÐ VELKOMIN
KJÖRGARÐI SIMI16975 SMIDJUVEGl 6 SÍMI44544
NÝ NILFISK
Nýr súper-mótor:
áður óþekktur
sogkraftur.
Ný sogstilling:
auðvelt að
tempra kraftinn
Nýr ennþá stærri
pappírspoki með
hraðfestingu.
Ný kraftaukandi
keiluslanga með
nýrri festingu.
Nýr vagn sameinar
kosti hjóla
og sleða.
Auðlosaður í stigum
SOGGETA f SÉRFLOKKI
l'insiakur mólor. cfnixgicAi. mark-
vissi hyggingarlag. afhragðs sog-
slykki — já. hvcrl smáalriói sluólar
uo soggclu í scrflokki, fullkominni
orkunýtingu. fyllsta
nolagildi og
dæmalausri cndingu.
GERIÐ SAMANBURÐ:
Sjáið t.d. hvcrnig stærð. lögun og
siaðsclning nýja
Nilfisk-risapokans
tryggiróskert sogafl
jióll í hann safnisí.
GÆÐI BORGA SIG:
Nilfisk er vönduð og tæknilega
ósvikin. gerð til að vinna sitt verk
fljótt og vel. ár eftir ár, með lág-
marks truflunum og tilkostnaði.
Varanleg: til lengdar ódýrust.
Afborgunarskilmálar.
Traust þjónusta.
iyj 11 ETI MÆT heimsins besta rýksuga JfjE || l**l 1^^
Stórorð, semreynslan réttlætlr. ll^r^L
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX HÁTÚNI — SÍMI 24420
Vinarkveðja:
Héðinn Maríusson
Húsavík - Áttræður
Hinn 18. desember 1899 fæddist
hjónunum Maríusi Benediktssyní
á Húsavík og konu hans Helgu
Þorgrímsdóttur frá Hraunkoti
sonur er hlaut nafnið Héðinn.
Foreldrarnir Helga og Maríus
voru frábærir dugnaðar garpar,
þar sem landbúnaður og sjósókn
var stundað jöfnum höndum, og
sjálfsbjargarviðleitni sat í fyrir-
rúmi, en ekki gerð kröfugerð til
annarra. Á þessu merkis heimili
ólst Héðinn upp og tók í arf
lífsviðhorf og dugnað foreldra
sinna. Frá fyrstu barnæsku fylgdi
hann í fótspor þeirra og byrjaði
kornungur að stunda sjóróðra,
fyrst með föður sínum, og varð
mönnum fljótt ljós afburða nátt-
úrugreind og athyglisgáfa þessa
unga manns, og að hann var
kjörinn formaður til sjósóknar.
Varð hann strax eftir fermingu
formaður á árabátum, og við
komu mótorbáta er hann var 18
ára varð hann formaður á mótor-
bátnum Barða sem hann mun
hafa átt að hluta, en síðan varð
hann formaður á Friðþjófi, eign
bræðranna Aðalsteins og Páls
Kristjánssona, og tengdist þeim
órjúfandi böndum meðan verzlun
þeirra gerði út. Var hann ætíð
aflakóngur, þótt keppti hann þar
við stærri og gangbetri báta. Hin
síðari ár hefir Héðinn ekki stund-
að sjó, en rekið útgerð með syni
sínum Helga, og hugsað um veið-
arfæri og línu, og fellur aldrei
verk úr hendi, en þó hefir hann
alltaf stundað kolaveiði í net með
svo og fyrirdrátt á loðnu og slíku,
en Héðinn er þekktur að því að
hafa svo glöggt náttúruauga að
fyrstur manna veit hann þegar
breytingar verða á sjó og fyrstur
manna finnur hann að loðnugöng-
ur hafi gengið í flóann, svo og
annar fiskur, og fuglalífið fer ekki
fram hjá honum.
Selaveiðimaður var Héðinn með
afbrigðum góður, og er mér minn-
isstætt frá æskudögum mínum á
Húsavík, þegar selaveiðimenn
hrófuðu báta sína í fjörunni fær-
andi nýmeti af sel á útmánuðum,
og var Héðinn sá er sá fjölmennu
heimili mínu fyrir nýmeti yfir
veturinn, sem var rauðmagi,
þorskur úr línuveiðum á árabát,
og selur, og enginn mun sá
Húsvíkingur eldri sem yngri sem
hugsar ekki hlýtt til þessa ljúfa,
broshýra drengskaparmanns á
þessum tímamótum. Hann stend-
ur enn teinréttur og glaðlegur við
línustampinn og stokkar eða beitir
línu sína og horfir til flóans, sem
hann þekkir best og ann mest.
Héðinn hefir verið mikill láns-
maður, að sigla alltaf skipi sínu
heilu í höfn án mannskaða, svo
hefur hann einnig verið gæfu-
maður með fjölskyldu sína, en
1921 giftist liann konu sinni Helgu
Jónsdóttur, f. 16/2 1897, dóttur
hins kunna völundarsmiðs Jóns
Ármanns Árnasonar á Fossi í
Húsavík, og eignast með henni 9
mannvænleg og góð börn, sem öll
hafa tekið í arf dugnað og æðru-
leysi góðra foreldra en þau eru:
Kristbjörg, húsfrú á Húsavík;
Maríus, skipstjóri í Hafnarfirði;
Guðrún, húsfrú á Húsavík; Jón
Ármann, fyrrv. alþingism. Kópa-
vogi; Helgi, formaður Húsavík;
Pálmi, skipstjóri Húsavík; Þór-
unn, húsfrú Húsavík; Benedikt,
sjómaður Húsavík og Sigurður,
skipstjóri Hafnarfirði.
Kæri vin. Þegar ég nú sest niður
og skrifa þessar línur til þín, þá
reikar hugur minn til æskuáranna
á Húsavík og síðar fullorðinsára
þar, þá verður mér enn ljósara,
hve þú og þínir líkar eruð miklir
feður Húsavíkur, sem snemma á
öldinni breyttuð litla þurrabúðar
þorpinu í bæ, frá árabát til
stórskipa, með þrotlausri vinnu,
afneitun og manndómi og iðjusemi
til sjálfsbjargar, en gerðuð ekki
kröfur til annarra svo sem nú
virðist í tísku, og fylgir þessum
hugsunum mínum lotningar
kveðja til þín og þinna og leyfi ég
mér að bera þér kveðjur foreldra
minna þótt látnir séu í trausti
þess að mér var kunnugt um þann
mikla hlýhug sem þau báru ávallt
til þín fyrir góð kynni, og að
endingu bið ég þess að ellidagar
þínir verði eins bjartir og ævidag-
ar þínir til þessa.
Þinn vin
Vernharður Bjarnason
Það var mikil gæfa fyrir mig,
sjö ára snáðann, að foreldrar
mínir skyldu fá bústað við kom-
una til Húsavíkur í næsta ná-
grenni við Helgu Þorgrímsdóttur
og Maríus Benediktsson, útvegs-
bónda að Hlöðum á Húsavík. Þar
með höfðu forlögin slegið því
föstu, að ég hafði í raun eignast
tvö heimili á Húsavík, enda fór
svo, að á bernskuárum mínum
mun ég hafa sofið allt að því jafn
margar nætur há þeim Helgu og
Maríusi eins og heima hjá mömmu
og pabba. Og á daginn sat ég við
hlið Maríusar við kjallaradyrnar á
Hlöðum, þegar hann var að brytja
beinin til bragðbætis og fóðurs í
heyið handa kindunum sínum en á
daginn rölti ég um með sonum
hans, sem voru allir nokkru eldri
en ég en tóku mig samt sem
bróður. Þessi forna og djúpa
vinátta hefur svo haldist jafnan
síðan á milli mín og afkomenda
Helgu og Maríusar.
Þegar elzti sonurinn Héðinn-
hinn mikli formaður, aflamaður
og veiðimaður, á 80 ára afmælis-
dag hinn 18. desember, er ekki
furða þó að minningarnar sæki
fast á mig. Og þá verður mér efst í
huga, að það voru einmitt Helga
og Héðinn ásamt Fríðu og Agli
Jónassyni, sem faðir minn batt
fyrst saman á borgaralega vísu í
hjónaband af ungum elskendum á
Húsavík. Þetta atvik er alveg
sérstaklega ljóst í minni mínu
vegna þess, hve hrifinn ég þá var,
ungur snáðinn, af þessum fallegu
ungu elskendum, og ég skal fús-
lega játa það í dag, að þá lá ég á
gægjum með yngra bróður mínum
í fyrsta og síðasta skipti, sem faðir
minn framdi hjónavígslugerð, sem
honum þótti farast sérstaklega vel
úr hendi.
Svona hófst hin trygga og langa
lífsvinátta okkar Héðins Maríuss-
onar heima á Húsavík og tel ég
alltaf að þetta sé óvenjulega
fallegur og heillandi forleikur að
vináttu tveggja manna, vináttu,
sem aldrei hefur borið skugga á en
ætíð verið vafin birtu og kærleika.
Sú árátta hefur fylgt mér síðan
ég man fyrst eftir mér, að elska
morguninn, birtuna og taka dag-
inn snemma. Svona var þetta á
Húsavík forðum daga, og lá þá
löngum leiðin niður í fjöru, niður
á gömlu bryggjurnar, stundum
með lítinn spotta og öngul í
lófanum og svo stundum með lítið
bambusprik undir hendinni. En
aldrei brást það, að hvað snemma
sem ég kom á þennan eftirsótta
vettvang, þá var Héðinn þar fyrir,
ef hann þá var ekki kominn vestur
á Flóann eða austur með Tjörnesi
til fanga með skipshöfn sinni. En
þegar við hittumst, þá var löngum
sama kveðjan á vörum þessa
morgunglaða veiðimanns: „Góðan
daginn, glókollur minn, og gangi
þér nú dagurinn vel.“ Hugsið
ykkur þann mikla kærleika sem
felst í slíkum morgunóskum. Og
ég get ekki stillt mig um að
minnast þess, að fyrir fáum árum
var ég staddur heima á Húsavík
og þá, eins og á bernskuárunum,
var ég kominn eldsnemma niður á
bryggju. Kemur þá ekki Héðinn
upp úr báti sínum við byrggjuna,
brosandi og hýr, eins og ævinlega
og segir: „Nei, er þá ekki glókoll-
urinn minn kominn hingað aftur."
Það er kannski ekki við hæfi að
rekja slíkar persónulegar minn-
ingar á almannafæri á þessum
hátíðisdegi Héðins Maríussonar.
En þær eru mér svo kærar, að ég