Morgunblaðið - 26.01.1980, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.01.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1980 verulega og á þetta að sjálfsögðu við um öll „kaupaukalaun", því að hversu há sem þau eru, hækka þau um sömu prósentutölu. Þetta er sama prósentutala og 230 KKr föst laun hækka um og er: Vorðbólga Hakkun aftir ár % 12 3 4 25 6% 11% 15% 18% 50 10% 17% 21% 24% Rétt er að endurtaka þessa niðurstöðu með orðum: Eftir 4 ár hafa kaupaukalaun sem miðuð eru við 230 KKr grunntaxta hækkað um 18—24% að raungildi miðað við þá verðbólgu sem hér hefur verið undanfarin ár. 2. „Hálaun" þ.e. föst laun yfir 400 KKr/mán. hafa lækkað mjög. Hve mikið þau lækka fer eftir því hve há þau eru nú og hver verðbólgan er. Lækkunin er þó ávallt mjög veruleg miðað við þær breytingar á rauntekjum sem orð- ið hafa undanfarin ár. Nokkur dæmi má nefna: Varft- Laun Rýrnun eftir bólga nú ár S KKr i 2 3 4 25 500 4% 7% 10% 12% 600 7% 12% 16% 20% 700 9% 15% 21% 25% 50 500 7% 11% 14% 16% 600 11% 18% 23% 27% 700 14% 24% 30% 34% Þess ber að geta að fáir af félagsmönnum ASÍ eru í þessum flokki og vekur það því nokkra furðu að þessar kröfur skuli hafa verið settar fram. Líklegt er að ástæðan sé að í samningum und- anfarin ár hefur verið tekið mið af samningum ASÍ, þegar samið hef- ur verið við aðrar stéttir, eins og t.d. opinbera starfsmenn. Hér er því ASÍ beinlínis að krefjast lækkunar á launum annarra stétta og tel ég það nokkuð einsdæmi í kjarabaráttunni. 3. Ef grannt er skoðað má sjá þriðju áhrifin, en þau eru nokkur hækkun á lágum launum. Þessi áhrif eru þó mun minni en hin tvenn sem á undan eru talin. Dæmi: Varó- Laun Raunlaun f KKr bóiga nú aftir ár % KKr 1 2 3 4 25 200 220 236 249 259 250 260 268 274 280 50 200 233 256 270 280 250 267 278 285 290 Eins og fyrri daginn þarf lang- an tíma (og mikla verðbólgu) til þess að hækka hinn margum- rædda láglaunamann upp í lág- markslaun sem nú teljast vera 300 KKr/mán. Breytingar á launahlutföllum Auðveldast er að sjá þá röskun á launahlutföllum sem kröfur ASÍ mundu valda með því að bera saman fólk, sem nú hefur sömu tekjur en fær greitt eftir fast- launakerfi annars vegar, en kaup- aukakerfi hins vegar. Prósentutöl- urnar í sviga tákna hve miklu hærri laun kaupaukamannsins (K.Au) eru heldur en fastlauna- mannsins (föst). V«rð- Laun Raunlaun I KKr bólga nú aftir ár % KKr 2 4 25 300 föst 300 300 300 K.Au 332(11%) 353(18%) 400 föst 400 400 400 K.Au 443(11%) 471(18%) 500 föst 464 441 500 K.Au 554(19%) 589(34%) 600 föst 528 482 600 K.Au 665(26%) 706(46%) 50 300 föst 300 300 300 K.Au 350(17%) 372(24%) 600 föst 489 440 600 K.Au 700(43%) 744(69%) Ljóst er að þegar á lægstu launum yrði mjög veruleg röskun á launahlutföllum mjög fljótlega og á hærri launum er breytingin mjög mikil, jafnvel við 25% verð- bólgu. Ýmislegt fleira má lesa af gröfunum. Hvaða kaupaukamaður er, eftir 4 ár, jafnhár „hálauna- manni", sem nú (1980) hefur 700 KKr á mánuði? Sé verðbólga 50% er svarið: Sá sem nú hefur 370 KKr/mán. Sé hún 25% er það 440 KKr/mán. Sá litli mismunur sem á þessu er, sýnir vel hve rækilega hlutur kaupaukafólks er tryggður í þessu kerfi og hve gott það ávallt gerir, hvort sem verðbólga er mikil eða Iítil. Að síöustu er áhugavert að líta á hver laun verða í janúar 1984 á þágildandi verðlagi og um hve margar krónur laun hafa hækkað, sé verðbólga allan tímann 50%. Laun nú KKr Laun 1984 KKr Haakkun KKr 200 föst 1419 1219 400 föst 2025 1625 400 K.Au 2512 2112 500 föst 2125 1625 500 K.Au 3141 2641 600 föst 2225 1625 600 K.Au 3769 3169 Lágmarkslaun yrðu semsé um 1.5 MKr á mánuði og meðal iðnaðarmaður fengi um 3.5 MKr á mánuði. Á þessum 4 árum hefði hann fengið um 2.5 sinnum fleiri krónur í kauphækkanir en lág- launamaðurinn. öllu þessu hefði fram komið láglaunastefna ASÍ, sem byggist á jafnri krónutölu- hækkun á öll laun og hefur að aðalmarkmiði að koma á launa- jafnrétti í landinu. KKr eru kílókrónur eða þúsund krónur samamber: kílógramm = þúsund grömm kílómetri = þúsund metrar 17 Erik Stinus Erik Stinus í Norræna húsinu DANSKI rithöfundurinn Erik Stinus (f.1930) gistir Norræna húsið í næstu viku og heldur þar tvo fyrirlestra. Erik Stinus sendi fyrstu bók sína frá sér 1958 og eftir það ferðaðist hann vítt og breitt um Asíu og Afriku og var reyndar búsettur árum saman í þeim heimshlutum. Ritverk hans bera því og mjög vitni, hve mjög vitund hans er mótuð af því, og viðfangsefni sín sækir hann oftlega til þróunar- landanna og með þeim er sam- staða hans alger. í skáldskap hans kemur greinilega fram, hve mjög ástandið í heiminum fær á hann og eðlilegt er að hann tjái þar sín stjórnmálalegu viðhorf, en fyrir honum eru stjórnmál og skáldskapur óaðskiljanleg hugtök. Var þetta þegar ljóst í fyrstu bók hans, ljóðabókinni „Grænseland" (1958). Hann hefur sent frá sér fjölda bóka, bæði ljóð og laust mál, og nýjasta bók hans, sem er mjög nöpur, ljóðasafnið „Jorden under himlen" (1979) var önnur sú bóka, sem Danir lögðu fram til keppninnar um bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs að þessu sinni. Fyrra erindi sitt, sem hann heldur þriðjudaginn 29. janúar kl. 20:30, nefnir hann „Rejser pá jorden" og er það kynning á eigin skáldskap, en síðara erindið „De mægtiges dörtrin", þar sem hann sýnir einnig litskyggnur, heldur hann laugardaginn 2. febrúar kl. 16:00, og ræðir þá vandamál þróunarlandanna, árangurslausar tilraunir hinna minni máttar til að komast yfir þröskuld hinna voldugu. AUGLYSINGASIMLNN ER: 22410 kj/J JWorouoblntiiö Þrjár skáldsögur eftir Indriða G. Þorsteinsson um mestu umbreytingartíma sem yfir ísland hafa gengið: LAND OG SYNIR — um baráttu og vanda sveitadrengs þegar heimskreppa og nýjar lífsskoöanir naga þúsund ára rætur íslenzks bændasamfélags. NORDAN VIÐ STRÍÐ — um hernámsárin í norölenskum kaupstaö og hvernig stríöiö umturnar mannlífinu, breytir hægum skrefum í kapphlaup og sjálfsaga í stríðsfíkn. 79 AF STÖÐINNI — um baráttu, vanda og vonbrigöi sveitadrengsins í borginni eftir aö stríöiö er gengiö hjá. Aftur veröur aldrei snúiö hve feginn sem þú vildir. Almenna bókaf élagið Skemmuvegur 36 slmi 73055 Austurstrasti 18 sími 19707

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.