Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 Jón úr Vör: Stefna stríðs eða friðar Dr. Sigurður H. Friðjónsson gerir mér og öðrum lesendum Morgunblaðsins orð 6. mars. Hann gengur þar til liðs við kenningar herverndarsinna og andstæðinga hlutleysisstefnu. Þykir honum af- staða undirritaðs, eins og hún kemur fram í greininni Viðkvæm deilumál, sjá Mbl. 27. febr., óraun- sæ. Á einum stað segir hann, að þeir sem slíkar skoðanir hafa geri sig seka um óraunsæi, að ekki sé sagt einfeldni. Þeir, sem slíku þurfa að svara, eiga úr vöndu að ráða. Ekki er nóg, að búið sé áður að kalla okkur nytsama sakleysingja, án þess að doktorinn mótmæli. Hann jafnvel bætir þessu við. Hvað er þá til ráða? Eflaust gæti ég þó grafið upp lærða menn með ótal gráður og gáfumerki, sem aðhyllast þær skoðanir, sem ég og mínir menn hafa. En hvern myndi það sann- færa? Dr. Sigurður nefnir þá, sem á sínum tíma rituðu nöfn sín undir bréf hinna frægu fjórtánmenn- inga um árið, þeirra sem kenna sig við Varið land. Það eru hans vinir, skoðanabræður og systur. Von- andi vill fræðimaðurinn ekki halda því fram í alvöru, að það sé öruggur mælikvarði á skarp- skyggni og gáfur, að maður nú ekki tali um réttsýni, hve marga sé á múgæsingatímum hægt að draga inn í pólitíska bása. Ég ætla ekki að eigna dr. Sigurði slíkar skoðanir að óreyndu. Ég leyfi mér samt, eftir lestur greinar hans og þrátt fyrir dugnað fjórtánmenninganna, að treysta enn um sinn minni eigin dómgreind. Það er mín bjargfasta trú, að fylgi almennings við slíka undirskriftasafnara sé ekki byggð á mikilli eða mjög sjálfstæðri umhugsun. Aðstaða manna hér- lendis er því miður ekki góð til þess að mynda sér velgrundaðar skoðanir. Allir stjórnmálaflokk- arnir, nema sósíalistar, þjóðvarn- armenn og frjálslyndir hafa gegndarlaust barið það inn í vitund almennings af glórulausu ofstæki, studdir áhrifamestu fjöl- miðlunum í áratugi, að við værum í mikilli hættu vegna ágengni Rússa, og að öruggasta ráðið væri bandarísk hervernd. Vissulega er full ástæða til að bera ugg í brjósti — og er þar veikt tekið til orða — vegna útþenslustefnu Rússa og þeirra fylgiríkja. En andstæðingar þeirra eru engir englar. Eftir stríð hafa Bandaríkin tekið að sér forystu hinna svokölluðu auð- valdsríkja. Allsstaðar þar sem kúgaðar þjóðir, ekki síst í Ameríku, hafa reynt að bylta af sér oki, hefur Sam frænda runnið blóðið til skyldunnar. í öðrum álfum hafa þeir dulbúið sig sem vini frelsis og réttlætis. Alltaf með byssuna á lofti. Við lifum vissulega á hættu- legum tímum. En einmitt þess vegna er margföld ástæða til þess að taka ekki tilfinningalega af- stöðu til heimsmála, forðast allt ofstæki, hvort sem það kemur úr austri eða vestri. Við eigum ekki að loka eyrum okkar né augum fyrir því sem er að gerast, eða því sem predikað er. En við eigum að hugsa sjálf. Dr. Sigurður kveðst ekki vita hve vel undirritaður sé að sér um hernaðarmál. Ég verð að segja það sama um hann. Það sem hann segir um þau efni auglýsir nú ekki mjög mikla yfirsýn. Vanþekking mín er þó sjálfsagt hrikalegri. En illa erum við þá stödd í þessum heimi okkar, ef við eigum að byggja örlagaríkar skoðanir á viti og þekkingu herfræðinga. Við íslendingar verðum að mestu að bjargast við okkar gamla tak- markaða hyggjuvit. Dr. Sigurður leggur blessun sína yfir kenningar félaga Ásgeirs Jakobssonar, þó hann myndi kannski orða þær öðruvísi. Ekki þykir mér það vísindaleg sögu- skoðun. Svo mætti skilja orð dr. Sigurðar að það væri sök friðar- sinna að nasistar gátu komið af stað heimsstyrjöldinni síðari og Hringur Jóhannesson við eitt af verkum sinum. Brotabrot hlutveruleikans Á líkan hátt og sagt hefur verið, að málaralistin sé brota- brot af ásýnd alheimsins, — guðsdýrkun í formum, línum og litum — má heimfæra myndir Hrings Jóhannessonar við brotabrot hluta og atriða í nátt- úrunni allt um kring. Jafnvel öreindir þess, er hver maður gengur framhjá dag hvern án þess að auga hans nemi það sérstaklega og hvað þá að það grípi hug hans. Einn tilgangur í.xyndlistar er einmitt sá að sýna hlutina í nýju ljósi, fegurðina, sem flestum sést yfir en er þó hvarvetna til staðar. Manneskj- unni er það eiginlegt að ímynda sér fegurðina í hillingum fjar- lægðarinnar, hins óþekkta og hallast að því að trúa og treysta þeim sem hún þekkir ekki. En fegurðina er líka að finna í auðn villimerkurinnar og í kulda og víðáttum túndrunnar, og besta og ábyggilegasta fólkið er það er stendur oss næst þótt okkur sjáist yfir það fyrir mátt vanans, er glepur okkur sýn. Það er hamingjusamasta fólkið er skynjar þetta og skilur, er okkur máski ekki sagt frá fólki, er allt sitt líf hefur unað í sinni heima- byggð en hefur þó skilið eftir sig mikil auðæfi, sem bera vott ríkrar lífsfyllingar, andlegs gróanda og unaðar. Sólarlöndin þó fögur séu hafa ekkert fram yfir og blikna raunar við hlið Nlyndiist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON silfurtærrar fjallalindar í ís- lenzkum óbyggðum, er speglar villta trjálundi og breytilegan gróður, og á sama hátt eru erlendir okkur ekkert merkilegri né dularfyllri þótt annarlegar tungur tali. Menn öðlast ekki frelsi með því að yfirgefa eða forsmá umhverfi sitt heldur með því að skynja það, meta og skilja. Allt þetta og margt fleira getur manni dottið í hug er maður skoðar sýningar eins og þá er Hringur Jóhannesson held- ur í kjallarasölum Norræna hússins og vakið hefur almenna athygli og fengið mikið rúm í fjölmiðlum. „Óvænt sjónarhorn" mætti einnig nefna þessa sýn- ingu, en vel á minnst, óvænt sjónarhorn hluta og atriða er blasa við okkur dags daglega árið um kring. Hér er um ljóðrænt raunsæi að ræða ásamt með anga af sveitarómantík og máski er listamaðurinn ríkastur af hinu síðastnefnda, mér falla í það minnsta best í geð þær myndir þar sem hann á einfald- an hátt málar brot af heysátu, speglun gróðurs í vatni eða mjaltavél. Þetta gerir hann hreint, tært og átakalaust. Þetta er bæði styrkur hans og veikleiki því að átökin og sársaukinn eru einnig óaðskiljanlegur hluti allr- ar sannrar listar. Þó er það mörgum léttir að sjá slíka sýn- ingu þar sem grimmdin, hatrið og gráturinn er víðs fjarri og einungis stílað á einfalda fegurð hvunndagsins og slíkt viðhorf á einnig mikinn rétt á sér, — þó það nú væri... Ég læt það vera að koma hér með sparðatíning um þessa sýn- ingu, benda á kosti og galla einstakra mynda, því að ég ætti þá á hættu að endurtaka sjálfan mig þar sem ég hef svo oft fjallað um sýningar þessa lista- manns hér í blaðinu. En vel má koma fram, að sýningin er falleg í heild, myndefnin hreinlega og skynsamlega meðhöndluð, máski um of á köflum en bestu verkin gnæfa hátt í listferli Hrings Jóhannessonar. Grafik-mappa IX-hópsins Fyrir skömmu voru til sýnis á vegg í bókasafni Norræna húss- ins verk níu sænskra listamanna og eru þau öll unnin í grafík- tækni. Tilefnið var, að gefin hefur verið út grafík-mappa IX-hópsins og er myndefnið allt sótt til íslands. Mun þetta í fyrsta skipti sem slík vinnu- brögð eru viðhöfð og því ærið tilefni til að geta þess að nokkru því að þetta gæti verið upphafið að meiri og giftudrjúgri at- hafnasemi á líkum grundvelli á Norðurlöndum. Svo sem mörgum mun kunn- ugt var þessi listahópur með eftirminnilega sýningu í kjall- arasölum Norræna hússins í ágúst á sl. ári og var hún liður í 10 ára afmælishátíð hússins. Allir listamennirnir voru við- staddir opnunina og var það í fyrsta skipti sem slíkt skeði þrátt fyrir að hópurinn hefur sýnt saman þrjátíu og sjö sinn- um og þar á meðal fimmtán sinnum erlendis. Meðlimirnir gerðu víðreist um ísland og hafði landið mikil áhrif á þá svo og mannlífið allt, — þeir gerðu ótal frumriss og unnu allir a.m.k. eina grafíkmynd upp úr þeim og er mappan er nú liggur fyrir árangurinn. Mappan mun svo verða til útláns í Norræna hús- inu í framtíðinni og vafalítið mun hún einnig verða föl til kaups svo sem slíkar möppur eru að jafnaði en þær eru undan- tekningarlaust gerðar í mjög takmörkuðu upplagi (í þessu tilviki 150 eintökum) og verða því dýrmætar í tímans rás. Rithöfundurinn Per Olof Sundman skrifar formála og jafnframt hugleiðingar um hvert einstakt verk og er það vel gert, af djúpri hugsun og ríkri innlifun. Margt verður listamönnunum að myndefni og skulu þeir og nöfn myndanna talin hér upp til áréttingar um að hér var ekki um neina einstefnu að ræða. — Gösta Gierow nefnir framlag sitt „Dagbók frá íslandi", (málmgrafík), Karl Erik Hágg- blad: „Geysir" (málmgrafík), Bent Landin: „Ésja“ (stein- þrykk), Lars Lindberg: „Víkur- kirkja", (dúkskurður), Göran Nilsson: „Útsýni frá Hlíðar- enda“ (steinþrykk), Alf Oisson: „Vonin“ (steinþrykk), Philip v. Schantz: „Þorskahausar" (stein- þrykk), Niis G. Stenqvist: „Stunginn hvalur" (málm- stunga) og Pár Gunnar The- lander: „Colgate-hvalur“ (málmstunga). I heild eru myndir listamann- anna gæddar vissum þokka, eru mjög ásjálegar og er mjög fróð- legt að sjá hvernig landið hefur verkað á þá. Framtakið í sjálfu sér er mjög snjallt og þakkarvert uppörvandi liður í norrænni menningarsamvinnu. / Hvalurinn á mynd Pfir Gunnar Thelander er líka dauður. Eða er það ekki svo? Hví er hann hlekkjaður við jörðina? Hann vex borið saman við smæð mannsins, hann vex enn meir í hlutfalli við stærð tannkremsskálpsins og flugnanna sex. (Texti Per Olof Sundman).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.