Morgunblaðið - 08.03.1980, Side 13

Morgunblaðið - 08.03.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 13 að hlutleysisstefna nokkurra lýð- ræðisríkja í Evrópu hefði þar riðið baggamuninn. Dr. Sigurður hefur dregið at- hugasemdir sínar saman í sjö liði. Það eru jafnmargar, ef ekki fleiri, fullyrðingar. Sú fyrsta er svona: „Sagan sýnir að einhliða afvopnun eykur ekki friðarlíkur, heldur þvert á móti er vísasti vegur til styrjaldar." Þess ber að geta að fyrir þessu þykist hann hafa fært rök fyrr í greininni. Ég reyni ekki að hrekja neitt af því sem hann segir, sumpart vegna þess að til þess skortir mig þekkingu, en fyrst og fremst vegna þess, að þetta eru yfirleitt fullyrðingar, sem mjög langt mál þyrfti til að brjóta til mergjar. Við íslendingar ráðum ekki ör- lögum heimsins. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, og gleyma því aldrei, að við erum varnarlaus smáþjóð. í okkar heimshluta ríkir að mestu leyti friður, þó að það sé kannski aðeins á yfirborði. Nú heyri ég herstefnu- menn hrópa: Hverjum er það að þakka? Allur almenningur, hvar sem er í heiminum, á líf sitt og hamingju undir því komna að dragist sem lengst að ólán nýrrar heimsstyrj- aldar skelli yfir. Dr. Sigurður segir: „Það samrýmist miklu betur manngildis- og drengskaparhug- sjón alls þorra íslendinga að taka skýra og ótvíræða afstöðu með hinum vestrænu vinaþjóðum okk- ar og varnarbandalagi þeirra." En ég segi: Til þess að geta tekið slíka afstöðu verðum við að vera sann- færð um, að hernaðarbandalög, grá fyrir járnum, með dauða- sprengjur og helgeisla, vísi hina einu réttu leið til friðar. Flestir menn gera sér ljóst, að með nýrri heimsstyrjöld bjóðum við heim tortímingu alls lífs. Og hvar stöndum við íslendingar þá með allt okkar þjóðarstolt og dreng- skap? En mætti ég minna háttvirta aðdáendur utanríkisstefnu Banda- ríkjanna á það, að einmitt þessa dagana er sjálfur Carter forseti og hans fylgifiskar að leggja fram tillögur um hlutleysi Afganistans, þess ríkis sem verið hefur í brennidepli heims síðustu vikurn- ar, bandalagsríki Rússa. Nú vill Carter að Bandaríkin og Sovétrík- in ábyrgist sameiginlega sjálf- stæði þessa ríkis, gegn algjöru hlutleysi þess. — En auðvitað er það ekki svona hlutleysi, sem við Islendingar þurfum. Á það má svo minna að lokum, að bæði Sviss og Svíþjóð eru og hafa verið hlutlaus ríki. Þegnar þeirra geta látið í ljós skoðanir sínar á því sem er að gerast í heiminum, bæði í austri og vestri. Svíar standa þjóða fremstir í því að rétta nauðstöddum þjóðum og einstaklingum hjálparhönd óg veita þeim margskonar stuðning. En rökin með og mót hlutleys- isstefnu íslendinga í utanríkis- málum eru fleiri og viðameiri en þau sem hér hafa verið talin. GÖSTA GIEROW, „DAGBÖK FRA ISLANDI“: Islandskort Gösta Gierows er sannara en nokkuð íslandskort, sem ég hef séð. Það er eyja, sem virðist geta rifnað hvenær sem er — en hún rifnar ekki, þrátt fyrir sprungurnar, föst fyrir vegna allra öryggislokanna, sem á henni eru. Geysileg ský stíga upp í austri. Nei, það er ekki Hekla, það er Strokkur í Haukadal, og goshverinn sem er sívirkur er rétt hjá stóra Geysi, sem sefur, en hefur léð nafn öllum heitum goshverum á jarðarkringlunni. (Texti Per Olof Sundman). GÖRAN NILSSON, „ÚTSÝNI FRÁ HLÍÐARENDA“. Gör- an Nilsson þekkir liklega ísland betur en vinir hans átta. Hann hefur teiknað mynd sína frá Hiíðarenda, horft til suðurs og eilítið í austurátt. Gljáandi fljótsöldu, sem leitar áfram eftir flatlendinu, settu andvana steinum og grófri möl? Nei, ekki aldeilis. Til hægri í myndinni, langt í f jarska, er staðurinn þar sem Gunnar Hámundarson stökk af baki hestsins, leit aftur og sagði: „Fögur er hliðin, svo að mér hefur hún aidrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar og slegin tún og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi.“ Hlíðarendi Görans Nilsson er dreginn skörpum línum og þrúgaður af þeirri svertu, sem einkennir Njálu. (Texti Per Olof Sundman). Ásgeir Jakobsson: CHRYSLER ^Mnnnmnmm - CU/^LbUUUu UIAJLIU \\iökuii ÞAÐ var fyrir nokkru, að ég skrifaði grein í Mbl., sem ég nefndi „Énn einn á kviðpoka- skeiðinu". Þetta var hógvær ábending til ungs fiskifræðings að vanda betur málfar sitt og kynna sér betur sögu sjókorta hérlendis. Af hlífð við piltinn nefndi ég ekki nafn hans, en hann vill nú endilega að allir viti, að hann heitir Einar og er Jónsson. Einar svarar hinni velmeintu grein minni í Mbl. og tekur heldur illa undir mál mitt, en þó finnst mér hlý undiralda í minn garð í grein hans. Hann nefnir sína „Einn á endaskeiði". í þessum tveimur fyrirsögnum, minni og hans, felst kjarni málsins og þar skaut lærisveinn- inn kennaranum ref fyrir rass, að hitta naglann þannig beint á hausinn. Við sækjum báðir lík- ingar í þorskstofninn. Einar fellst á, að hann sé kviðpokaseiði og vill á móti telja mig fullorð- inn þorsk. Þessi líking hans er snjöll og nærri lagi, nema hann heldur að ég sé þorskur á „endaskeiði". Því skaltu nú ekki treysta, Einar, ekki að öllu normölu, ætli ég svari ekki til sex/sjö ára árgangsins eða eitthvað þar um bil. Sem sagt bezti fiskurinn. Og ekki alheimskur, t.d. hefur hann vit á að forðast ykkur á Haf- rannsókn. í heild líkar mér grein SUÐURLANDSBRAUT 10. SIMAR; 83330 83454 Ánrjuíi« 30 - 84 Ásgeir Jakobsson Einars vel, þó ég geti ekki svarað henni efnislega, ég veit ekki hverju ég ætti helzt að svara, ] hann játar minni grein í megin- atriðum og segir, að þetta hafi ekki verið nógu gott hjá sér í Víkingnum. Texti Einars er áberandi betri en í Víkingsgrein- unum, þó enn sé hann ekki til fyrirmyndar. Segið þið svo, að ekki þýði að skamma þessa ungu menn. Það er einmitt það, sem þarf að gera, skamma þá fyrir framhleypni og fávísi. Þetta eru ágætir piltar, við höfum aldrei átt eins góða unglinga þessi þjóð eins og nú, en það þarf að aga þá. Það er glæpur af okkur fullorðna fólkinu að gera það ekki. Það getur verið, að Einari hafi verið hjálpað, það er eins og annar maður skrifi fyrri hluta greinarinnar. Sá kannast ekkert við Ásgeir Jakobsson, veit engin deili á þeim manni, er helzt á því að hann sé einhvers staðar að moka með skóflu og færir hon- um það til ámælis. Æi, þetta áttirðu að láta manninn strika út, Einar minn. Það var maður- inn með skófluna, sem lagði þá braut, sem þið gangið nú, há- skólapiltarnir. Hinn maðurinn, sá sem tekur við pennanum, að því er mér sýnist í síðari hluta greinarinnar, veit öll deili á Ásgeiri og hefur lesið ýmislegt eftir hann. Þótt svo kunni að vera, að einhver hafi lagt í púkk með Einari, þá er það Einari til sóma. Hann veit um veikleika sinn og það er frumskilyrði í allri mannlegri viðleitni til mannbóta. Morgunblaðsritstj órarnir mega svo eiga það, að þeir sjá ekki eftir síðum blaðsins, hvorki fyrir þorskinn né kviðpokaseiðið. Sennilega er löngu komið upp úr á þeim að gera mun á góðum og vondum texta. Það finnst mér afleitt. Ég sem legg mig í líma við að skrifa texta, sem séu blaðinu til sóma. Simca 1100 Margfaldur sigurvegari ■ ' -■ * y ■■ 11- •••••'*• r Þaö er löngu sánnad aö SI\1CA 1100 er einhver dugmesti timm manna fólksbíllinn sem völ er á hér á landi. SIMCA 1100 er fimm manna framhjótadrifínn fjölskyldubíll, sem eyöir 7,7 I. á 100 km miöaö viö 90 km akstur á klst. og ca. 91. í bæjarakstri. Fáir sambæriiegir bílar hafa jafn góöa aksturseiginleika á erfiöum vegum og þessi franski gæðabíli. Ekki má glevma aö Simca-bílar eru eina bíltegundin sem fjórum sinnum hcfur sigraö í rallaksturskeppnum hér á landi. Þannig hefur SIMCA 1100 reynst best við erfiðustu hugsanlegar aðstæöur á íslenzkum vegum og vegleysum í byggð sem óbyggð. Sá sem v ill eignast góöan bil velur sér SIMCA 1100. Gleyntiö ekki að SIMCA 1100 er einhver hesti smábíllinn i endursölu og stendur af sér veröbólguvandann. Þorskurinn og kviðpokaseiðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.