Morgunblaðið - 08.03.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.03.1980, Qupperneq 19
HVAD ER AD GERAST I BÆNUM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 19 ' H "" i I i I JT" 1| ^ j’ y ■ X1 Kristjén Snorrason leikur á flöskurnar. HLTÓÐFÆRI Leikur létt lög o g sígild verk á 13 brenmvínsflöskur Á SUNNUDAGSKVÖLD er svokallað sólarkvöld í Súlnasal Hótels Sögu, en íyrir því standa ferðaskrifstofurnar Samvinnuferðir og Landsýn. Sitthvað er til skemmtunar, en það sérstæða er einleikur á flöskur og einleikarinn leikur meira að segja úr verkum Beethovens. Kristján Snorrason heitir flöskuleikarinn og við náðum tali af honum á Bifröst þar sem hann stundar nám. „Þetta eru þrettán brennivíns- flöskur sem ég leik á, 12 sem eru heilnótur og ein hálfnóta. Þær eru misstórar, mismunandi mikið í þeim og sumar eru tómar. Eftir því sem þær eru minni, þeim mun lægri verður tónninn. Einnig skiptir glerþykktin máli. Það erf- iðasta við þetta er að stilla flöskurnar, en það geri ég með aðstoð harmonikku og getur það byggst á talsverðri blöndun. Með þessu móti hef ég þrettán tóna, rúmlega eina og hálfa áttund og á flöskurnar leik ég með teskeið sem ég held í hægri hendi, en með þeirri vinstri leik ég á harmon- ikkubassa. Nei, ég hef ekki spilað opinber- lega áður, aðeins á lokuðum skemmtunum, en ég byrjaði að fikra mig áfram við þetta árið 1973. Ég spila ýmis lög með hröðum takti, létt lög sem margir kunna eins og lagið úr Línu Langsokk, polka og stef úr einu af verkum Beethovens." SKÍÐI lOOOir í brekkurnar OPIÐ verður á öllum skíðasvæð- Reykjavíkurborgar eru lyftur um í nágrenni Reykjavíkur um opnar í öllum brekkunum og helgina frá kl. 10—6 svo fremi að göngubrautir og hvarvetna eru veður leyfi. Hér er um að ræða skálar opnir. Þegar allt er með skíðabrekkurnar í Bláfjöllum, felldu í Bláfjöllum hvað veður Hveradölum, Hamragili, Sleggju- varðar eru liðlega 3000 manns beinsskarði og Skálafelli. Sam- þar en þegar mest er um helgar kvæmt upplýsingum Stefáns getur mannfjöldinn orðið 6000— Kristjánssonar iþróttafulltrúa 7000. ÞALIA Útibú til fjáröflunar HJÁ Leikfélagi Reykjavikur er „Lífið“ sýnt í kvöld, þ.e. Er þetta ekki mitt líf?. en bað hefnr verið Soffía og Margrét í Klerkaklíp- unni. sýnt liðlega fjörtíu sinnum við góðar undirtektir að sögn Tómas- ar Zoéga framkvæmdastjóra Leikfélagsins. Á sunnudagskvöld er Ofvitinn sýndur að vanda fyrir fullu húsi og hafa sýningar verið 62 frá þvi í október. Klerkar í klípu eru á fjölum Austurbæjarbíós á föstudags- og laugardagskvöldum kl. 23.30, en Klerkarnir eru farsi sem hefur verið sýndur 10 sinnum á einum mánuði fyrir fullu húsi. í Klerkun- um leika Soffía Jakobsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Jón Hjartar- son, Steindór Hjörleifsson, Guð- mundur Pálsson, Harald G. Har- alds og Saga Jónsdóttir. Að sögn Tómasar er starfið að hluta flutt í Austurbæjarbíói vegna plássleysis í gamla Iðnó og einnig til þess að afla fjár fyrir reksturinn í Iðnó sem er mjög erfiður í svo litlu leikhúsi. NAUSTIÐ Skötuselur í karry- smjöri og nýtínd aða VEITINGA- og matsölustaðir borgarinnar hafa í sívaxandi mæli lagt áherzlu á f jölbreytni og glæsibrag í þeim réttum sem boðið er upp á. Við höfðum samband við Naustið til þess að fá sýnishorn frá þeim af því sem hinir fjölmörgu veitingastaðir leggja áherzlu á. „Við höfum lagt alla áherzluna á fiskrétti hér í Naustinu síðustu viku og höldum því áfram fram yfir helgi a.m.k.,“ sagði Ib Wess- man yfirbryti í Naustinu, en ástæðuna fyrir því að þeir væru með allt í fiski nú kvað hann vera gesti Norðurlandaráðs sem hefðu flykkst í fiskréttina. „Það hefur farið mikið af skötu- sel,“ sagði Ib, „og í gær fékk ég hugdettu í sambandi við skötusel- inn og framkvæmdi hana með io meo v»nan slurk af djúprækju og nýtíndri ööu í gær. góðum árangri. Hugdettan var að rista skötuselinn í karrysmjöri og láta hann krauma og fólk hefur verið sólgið í þetta síðan við bárum þennan rétt á borð. Skötuselurinn er skorinn í bita og bakaður í karrysmjörinu og síðan er hann borinn fram með krydduðum hrísgrjónum, ristuðu brauði og smjöri. Þá bjóðum við til dæmis einnig upp á nýtínda öðuskel, sem er tekin á Vatnsleysuströnd og út af Seltjarnarnesi. Við sjóðum hana í eigin safa og bjóðum hana þannig og einnig er hún framreidd bökuð. Einnig má nefna að við bjóðum óskelfletta djúprækju og reyndar er hægt að fá skötuselinn í karrysmjöri, öóuskel og djúp- rækju í einum rétti og það hefur verið mjög vinsælt." GAMLA BÍÓ Franska hverfið og Hundalíf GAMLA bíó sýnir um helg- ina bandarísku myndina Franska hverfið á sýning- um kl. 5, 7 og 9. Þá sýnir Gamla bíó kl. 3 myndina Hundalíf, hina rómuðu og kunnu Disneymynd. Er hún sýnd með íslenzkum texta, en hún var sýnd í bíóinu fyrir mörgum árum. Franska hverfið sýnir þann þjóðlífssvip sem nafn- ið ber með sér og mætti ef til vill á hógværu máli segja að hún ætti sér stað í samkvæmishúsi. Þessar tvær koma viö sögu í Franska hverfinu í Gamla bíói. Margrét Birgisdóttir er 19 éra gömul og stundar nám í Flensborg og þegar blaóamenn Morgunblaðsins sáu myndina voru þeir sammála um aö þaö v»ri eiginlega sóun aó þessi stúlka sýndi eitthvað annað en eigin feguró. DANSHÚS Líf og fjör Skemmtistaðirnir á höfuðborg- arsvæðinu eru opnir að vanda með ýmsum möguleikum fyrir þá sem leggja út í næturlífið. Það er um margt að velja eins og t.d. Hótel Sögu, Óðal, Naust,. Klúbbinn, Hollywood, Glæsibæ, Þórskaffi, Sigtún, Leikhúskjallarann og Snekkjuna í Hafnarfirði svo eitt- hvað sé nefnt. Svo við grípum niður í dag- skrána á einum skemmtistaðnum, Hollywood, má nefna að þar kem- ur fram forláta plötusnúður frá Bretaveldi. Heitir sá Sammy Southall og lætur hann hljómplöt- urnar þeytast á laugardagskvöld. Á sunnudagskvöld verður þetta með íslenzku bragði, því þá stjórn- ar Gísli Sveinn Loftsson hljóm- plötutækjunum og sér um verk- stjórn í samkvæmisleikjum, en á miðju kvöldi mæta sýningarstúlk- ur frá Módelsamtökunum og sýna fatnað úr ýmsum áttum. Reyndar eru Módelsamtökin talsvert á ferðinni um helgina og a.m.k. eru þau einnig á Sólarkvöldi á Hótel Sögu á sunnudagskvöld. Við fisk- uðum upp myndir af sýningar- stúlkum hjá Modelsamtökunum og birtum sýnishorn hér með, en sjón er sögu ríkari í þeim efnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.