Morgunblaðið - 08.03.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.03.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1980 Franz Josef Strauss: Gagnrýnir hik Schmidts varðandi bátttöku í 01. Munchcn. London. 7. marz. AP. FRANZ Josef Strauss, ríkisstjóri í Bæjaralandi og helzti keppinautur líelmut Schmidts um kanslaraembættið í kosn- ingunum í haust, gagn- rýndi Schmidt fyrir lina afstöðu varðandi þátttöku í Ólympíuleikunum í Moskvu í sumar. „Það er sorglegt," sagði Strauss, „að kanslarinn skuli ekki opinber- lega hafa lýst því yfir að þjóðin taki ekki þátt í Ólympíuleikunum. Hann er ekki trúverðugur leiðtogi á örlagastund. Hik hans lýsir óöryggi, óákveðni og grunn- hyggni." Sagðist Strauss ekki bera hatur til Socétríkjanna, stefna hans í málinu væri ekki örgun, heldur raunsæ. Margaret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands hóf í dag nýja sókn gegn þátttöku Breta í 01- ympíuleikunum. Hvatti hún Breta til að fara ekki til Moskvu sem áhorfendur þótt ákveðið yrði að halda leikana. Sendiherrar sem skjól gegn kúlnahríð Vínarborg, 7. marz. AP. EDGAR Selzer sendihcrra scm skæruliðar létu lausan úr haldi i sendiráði Dóminíkanska lýðveld- isjns í Bogota hvatti í dag alla, er áhrif gætu haft. til að beita sér fyrir friðsamlegri lausn deilu skæruliða og stjórnvalda. Selzer var látinn laus þegar fréttist um veikindi konu hans, og kom hann í morgun til Vínarborg- ar á fund fjölskyldu sinnar. Hon- um var sleppt án nokkurra skil- yrða, að eigin sögn. Selzer lýsti ástandinu í sendi- ráðinu fyrir fréttamönnum í dag, en hann sagði að andrúmsloftið hefði verið þrungið spennu fyrstu klukkustundirnar eftir að skæru- liðarnir réðust inn í það, og meðan skipst var á skotum. Þá hefðu sumir sendiherranna verið notaðir sem skjól gegn kúlnahríð og þeim m.a. stillt upp í glugga, en til allrar hamingju hefði enginn fall- ið. Öðrum sendiherrum hefði verið safnað saman í hóp á miðju gólfi stórs herbergis og þeim hótað lífláti ef herinn léti til skarar skríða. Hann sagði að gíslunum hefði að öðru leyti ekki verið gert mein, og til að bæta andrúmsloftið hefðu sendiherrarnir lagt sig fram um að halda uppi viðræðum við skæruliðana. Selzer giskaði á að skæruliðarnir í sendiráðinu væru 20 talsins, þar af fjórar til sex stúlkur. „Burgess-Maclean-Philby'4 — njósnamálið: Uppljóstranir á næsta leiti? London. 7. marz. AP. HAROLD „Kim“ Philby, einn kunnasti njósnari Breta, gaf í skyn í bréfi til ritstjóra brezka tímaritsins „Spectator" að nýrra upp- ljóstrana væri að vænta í njósnamálinu fræga. Kim Philby Ritstjórinn bauð Philby að rita umsögn í blað sitt um bók Andrews Boyle, „The Climate of Treason", sem kom út í nóvember og ljóstraði upp um fjórða manninn í „Burgess- MacLean-Philby“-njósnakeðj- unni svokölluðu. Afþakkaði Philby það boð, og sagði í bréfi frá Moskvu, en þangað flúði hann árið 1963, að heiðarleg umfjöllun um bókina mundi innihalda „stórkostlega óþag- mælsku“, sem hann kvað tímaritið sennilega ekki hafa mikinn áhuga á að birta. Brezk blöð hafa skýrt frá því, að Philby hafi komizt til æðstu metorða innan sovézku leyniþjónustunnar, KGB, og jafngildi tign hans þar hers- höfðingjatign. Kaffi hækkar Rio dc Janciro. 4. marz. A.P. BRAZILÍUMENN hækkuðu í dag verð á kaffi um 55 cent pundið. Hið nýja verð tekur strax gildi. yj! Veó Akureyri >ur -3 skýjað Amsterdam 9 skýjað Aþena 10 rigning Barcelona 20 iéttskýjað Berlín 5 skýjað BrUssel 9 skýjað Chicago -3 skýjað Dyflinni 9 rigning Feneyjar 8 þokumóóa Frankfurt 9 rigning Genf 10 skýjaö Helsinki 3 heiöskírt Jerúsalem 16 þokumóða Jóhannesarborg 24 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 rigning Laa Palmas 18 skýjað Lissabon 15 rigning London 8 skýjaö Los Angeies 16 skýjað Madrid 18 heiðskírt Malaga vantar Mallorca 19 léttskýjaö Miami 24 skýjað Moskva -4 heiöskírt New York 8 skýjað Osló 1 snjókoma Parít 11 skýjað Reykjavík 0 snjóél Rio de Janeiro 38 heiöskírt Róm 16 skýjaö Stokkhólmur 5 skýjað Tel Aviv 19 þokumóöa Tókýó 7 rigning Vancouver 8 heiðskírt Vínarborg 5 heiðskírt Þetta gerðist 8. marz 1979 — Friðarferð Jimmy Carters forseta til Miðausturlanda hefst. 1970 — Þyrla Makariosar skotin niður á Kýpur en hann sakar ekki. 1969 — Her Rússa á landamærum Kína settur í viðbragðsstöðu eftir átökin við Ussuri-fljót. 1965 — Landganga 3,500 banda- rískra landgönguliða í Suður- Víetnam, 1961 — Suður-Afríka boðar úr- sögn úr samveldinu á ráðstefnu í London. 1954 — Varnarsamningur Banda- ríkjanna og Japans undirritaður. 1950 — Voroshilov tilkynnir að Rússar eigi kjarnorkuvopn. 1949 — Víetnam fær sjálfstæði í franska samveldinu. 1942 — Japanir taka Rangoon. 1920 —Danir fá inngöngu í þjóða- bandalagið. 1917 — Rússneska byltingin hefst í Petrograd — Wilson forseti fyrirskipað að bandarísk kaupskip verði vopnuð — Bandarískir land- gönguliðar ganga á land á Kúbu. 1865 — Lagning skurðar milli Amsterdam og Norðursjávar hefst. 1801 — Bretar taka Aboukir. 1765 — Brezka lávarðadeildin samþykkir stimpillögin um álögur í Norður-Ameríku. 1722 — Stríð brýst út milli Afgana og Persa. 1702 — Anna drottning tekur við ríkjum í Bretlandi. t6.Afmæli. Richard Howe, enskur aðmíráll (1726-1799) - C.P.E. Bach, þýzkt tónskáld (1714—1788) — Oliver Wendell Holmes, banda- rískur hæstaréttardómari (1841—1935) — Otto Hahn, þýzkur efnafræðingur (1879—1968) — Cyd Charisse, bandarísk dansmær (1923 - ). Andlát. 1844 Karl XIV Svíakon- ungur — 1868 Hector Berlioz, tónskáld — 1889 John Ericsson, uppfinningamaður. Innlent. 1843 Alþingi endurreist — 1232 Hundadalsvíg, d. Snorri og Þórður Þorvaldssynir — 1700 Tug- ir fiskibáta fórust með hátt á annað hundrað manns — 1868 d. Jón Thoroddsen — 1779 d. Gísli bp Magnússon — 1827 f. Páll Ólafs- son skáld — 1869 d. Kristján Jónsson skáld — 1937 Fyrsta óperusýning á íslandi — 1940 Togarinn „Gullfoss" talinn af — 1944 Stjórnarskrá íslands sam- þykkt. Orð dagsins. Allir vilja lifa leng- ur, en enginn vill verða gamall — Benjamin Franklin (1706—1790). Japanskir togarasjómenn mala dauða höfrunga í kvörn í höfninni í Katsumoto í Ikiey, 1200 mílur suðvestan við Tókýó. Sjómennirnir sögðust farga höfrungunum, þar sem þeir væru „glæpadýr“ úthaf- anna og ætu gríðarlegt magn af fiski sem væri grundvöllur tilveru eyjarskeggja. í forgrunni má sjá dauða höfrunga fljóta í sjónum. Nýr Smyrill til Færeyja? Frá frcttaritara Morgunblaðsins, Þórshöfn í Færcyjum í gær. LANDSTJÓRN Færeyja heíur beð- ið Lögþingið um heimild til að kaupa dönsku ferjuna Mikkel Mols fyrir 21 milijón danskra króna og taka nauðsynleg lán í því skyni. Landstjórnin hefur jafnframt beð- ið Lögþingið um heimild til að taka nauðsynleg lán til breytinga á skip- inu, þó ekki hærri en 3,5 milljónir króna. Hergeir Nielsen landstjórnar- maður sagði að landstjórnin hefði kannað hvernig hægt væri að fá skip til að leysa Smyril af hólmi í innaneyja siglingum og hefði komizt að þeirri niðurstöðu að bezta lausnin væri að kaupa systurskipið Mikkel Mols. Smyrill, sem áður hét Morten Mols, var keyptur til Færeyja 1975 og hefur bæði verið notaður í millilanda- og strandsiglingum. Nú er ætlunin að Smyrill verði í sigling- um til annarra landa allt árið, meðal annars til Hirtshals. Arge 1.000 pólitískir fangar á Kúbu WashinKton. 7. marz. AP. í SKÝRSLU mannréttindanefnd- ar Bandalags Ameríkuríkja (OAS) segir að um 1.000 pólitísk- ir fangar séu á Kúbu. Mörgum þeirra sé að jafnaði misþyrmt og flestir búi þeir við kröpp kjör, líði matarskort og þjáist af van- næringu. Sumir fanganna eru frá því í forsetatíð Fulgencio Batista. Fangarnir eru látnir gangast und- ir „endurhæfingu", og sýni þeir samstarfsvilja við hinn kommún- istíska málstað eiga þeir von á betri meðferð og jafnvel skjótri lausn úr fangelsi. Einkabílstjórinn náði fórnarlamb- inu úr klóm mann- ræningjanna Stokkhólmi, 7. marz. AP. TVEIR menn gerðu í dag tilraun til að ræna 34 ára gomium syni sænsks auðkýfings, Thomas Philipson, en mannránstilraunin fór út um þúfur þar sem einkabilstjóra auðkýfingsins tókst að ná honum úr kióm mannræningjanna eftir mikinn eltingarleik um götur Stokkhólms. HIupu ræningjarnir af hólmi er bilstjóranum tókst að króa bifreið þeirra af við gatnamót. Ræningjarnir náðu Philipson yfir í sendibifreið sína, og hefur komið til stympinga þar, þar sem Philipson var með svöðusár á höfði eftir barsmíðar. í bíl ræningjanna fannst búnaður sem ljóst er að nota átti til að svæfa hann. Komust ræningjarnir undan á flótta. Talið er að þeir séu um þrítugt. Lögreglan sagði að líklega hefðu mennirnir reynt að ræna Philipson í auðgunarskyni, þar sem hann væri erfingi sænska fyrirtækisins sem hefur söluumboð fyrir Mercedes og fleiri sendibifreiðar. Ekki hefur áður verið framið mannrán í auðgun- arskyni í Svíþjóð. Nokkrum sinnum hefur hins vegar verið komið upp um áætlanir um rán á háttsettum og/eða auðugum mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.