Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 Hrakningar og eignatjón i óveðrinu ísafjörður: Barnavagn með barni í tókst á loft ísafirði. 14. marz. ÉG HEF trú á, að veðurhamur- inn hafi farið upp i 12 vindstig í verstu hríðunum en þetta veður var ekkert í líkingu við óveðrið sem gekk hér yfir á dögunum. Tjón varð ekkert að mér sé kunnugt en ég sá barnavagn takast á loft beint fyrir framan mig, og þeytast á hliðina. Barn var í vagninum og þegar ég kom aðvífandi var það hágrátandi en hafði ekki orðið meint af. Þá sá ég dreng takast á loft og þeytast utan í grindverk þar sem hann hélt sér, þar til honum barst aðstoð. Úti á firðinum var 20 metra há rokgæra. Rækjubátar fóru á sjó í morgun en komu um hádegið aftur. Þá fóru línubátarnir á sjó í gær en þeir komu inn um hádegið. Togararnir Guðbjörg og Guðbjartur lönduðu 180 tonnum hvor eftir fimm daga veiðiferð. Rokveiði hefur undanfarið verið frá Djúpál austur að Reykja- fjarðarál. - Úlfar. Stykkishólmur: Símalínur slitnuðu Stykkishólmi. 14. marz. Það hefur verið hér óskaplegur veðurofsi í dag, en þó hafa engin óhöpp orðið. Símalínur slitnuðu og örbylgjusambandið fór úr sam- bandi þannig að Hólmarar hafa að mestu verið sambandslausir við umheiminn í dag. Baldur fór í dag til Flateyjar og var væntanlegur aftur í kvöld. — Árni. Mikill vatnselgur myndaðist viða á götum borgarinnar. Ljósm. Mbl. RAX. Um 200 manns teppt í Bláf jöllum: Komu í bæinn undir morgun „UM klukkan hálf sjö snerist vindáttin og veðrið rauk upp. Við vorum rólegir þvi við höfð- um ýtu til að ryðja veginn,“ sagði Þorsteinn Iljaltason, fólk- vangsvörður í Bláfjöllum, i sam- tali við Mbl. „Upp úr sjö fréttum við svo, að fyrir neðan brckkuna væru á milli 20 og 30 fólksbílar í erfiðleikum. Við sendum ýtuna þar sem smábílarnir lokuðu veg- inum fyrir rútunum, sem voru að koma og taka fólkið. Ýtan var um klukkutíma niður eftir og hún ruddi smábílunum leið og þeir komust leiðar sinnar í bæinn. Þá var farið að skafa og rúturnar urðu að hafa samflot Ólafsvík: Skreiðarhjallar fuku og mikið af fiski Ólalsvik, 14. marz. AFSPYRNUVEÐUR hefur verið hér síðan í gærkvöidi. Nokkurt tjón hefur orðið. Nýreistir skreið- arhjallar fuku um og mikið af fiski með. Skemmdir urðu sömu- leiðis á skreiðarskemmu. Flutningavagn í eigu Arnar Steingrímssonar fauk um og valt á stæði sínu og skemmdist mikið. Vera kann að meira tjón hafi orðið þó mér sé ekki kunnugt um það nú. Allir bátar eru í höfn. Síðustu daga hefur afli verið góður eða 6—30 lestir á bát eftir nóttina, algengast 12—15 tonn. Þetta rok mun því valda tjóni á afla. Sex snjó- og aurskriður hafa fallið í Ólafsvíkurenni og er vegurinn þar lokaður. Að síðustu má greina frá því að rafmagnslaust hefur verið af og til í dag. Stóri sunnan er ekkert að læðast frekar en fyrri daginn. — Helgi. með ýtunni upp að skála. Þó fóru þrjár á undan en fjórar fóru fetið með ýtunni. Rúturnar sem fóru á undan komust ekki lengra en að Rauðuhnjúkum. Færð var orðin mjög erfið og veðurhamurinn Reykjavík: Frí í skólum í Breiðholti „YNGRI börn áttu í erfiðleikum og þar sem þau eru einkum í skólanum eftir hádegi þá ákvað ég að gefa frí eftir hádegi og hið sama var gert í Hólabrekku- skóla,“ sagði Finnbogi Jó- hannsson, skólastjóri í Fella- skóla við Mbl. í gær. „Ég fór sjálfur út til að kanna aðstæður og miklir strengir mynduðust milli húsa,“ sagði Finnbogi ennfremur. Lögregla hjálpaði börnum að komast til sins heima í gær. Veðurofsinn var mestur i Breiðholti og þar fuku upp gluggar víða. Veðurhæðin mæld- ist 9 vindstig við Veðurstofu íslands. Talsvert var um, að fólk meidd- ist þegar það fauk í vindhviðum, margt fólk kom í slysavarðstof- una eftir að hafa fokið, sumt með beinbrot. Mikill vatnselgur myndaðist víða á götum borgar- innar og óvenju margir árekstrar áttu sér stað. Frá klukkan 13 til 20 urðu 23 árekstrar í Reykjavík. mikill. Við sendum tro^arann til aðstoðar og loks um 12 leytið komust rúturnar upp að skála. Ýtan kom svo með hinar fjórar rúturnar þegar klukkan var langt gengin í tvö. Það var ákveðið að halda hóp- inn til baka en mikil þröng var í skálanum og hver lófastór blettur setinn. Það fór ekki vel um fólk, en þrátt fyrir það báru krakkarn- ir sig mjög vel og héldu uppi söng og annarri skemmtun. Þá voru margir krakkanna á skíðum fram eftir kvöldi en við gátum haldið einni lyftu gangandi. Bílarnir héldu af stað til baka og komust niður fyrir Eldborgina en þar komust þeir ekki lengra vegna snjókomu og ofsaveðurs. Þar urðu þeir að bíða ýtunnar og eftir að hún kom tók hálfan þriðja tíma að komast niður að Rauðuhnúkum. Þar var plógbíll frá bænum, sem ekki hafði kom- ist lengra. Eftir að kom út á Sandskeið gekk ferðin í bæinn vei og bílarnir komu undir sexleytið í bæinn. Það er rétt að geta þess, að ýtan bjargaði því sem bjargað varð en við höfðum nýlega fengið hana upp eftir og hún kom sér mjög vel,“ sagði Hjalti ennfrem- Akranes: Rdta með 47 manns f auk út af veginum Svaðilför 9 ára drengs í Bláfjöllum: Fannst rennblautur og þjakaður í snjóskafli „ÉG VAR uppi við Eldborg þegar við sáum skyndilega 9 ára strák koma fjúkandi fram- hjá. Okkur leist illa á ferðalag hans, enda enginn i námunda og hann var einn síns liðs. Við snerum við á troðaranum og höfðum ekki keyrt nema 200 til 300 metra þegar við keyrðum fram á drenginn. Hann lá þá i skafli, rennblautur og þja- kaður. Veðrið þarna var afleitt, skyggni ekki nema 2—3 metrar og gekk á með dimmum éljum,“ sagði Einar Þorsteinsson, starfsmaður i Bláfjöllum, i sam- tali við Mbl. í gær. „Þarna hefði getað farið illa enda veður afleitt og drengurinn einn síns liðs. Hann var hlýjunni feginn þegar hann kom inn í troðarann og ekki vafi að þar sem hann lá í snjóskaflinum, rennblautur þá hefði kuldi sest fljótt að honum. Hann hafði farið frá skálanum á eftir 16—17 ára strákum. Þeir sögðust hafa rekið hann til baka og vissu ekki að hann hélt í humátt á eftir þeim. Við fórum með hann upp í skála og honum varð ekki meint af þessari svaðilför sinni," sagði Einar Þorsteinsson. „ÉG VAR á leið með 47 starfs- menn Málmblendiverksmiðjunn- ar við Grundartanga þegar rút- an fauk þversum út af veginum, en valt ekki þó sáralitlu hafi munað,“ sagði Elí Halldórsson bifreiðarstjóri en hann var á leiðinni frá Akranesi að Grund- artangaverksmiðjunni. Bíllinn fór út af veginum skammt frá Beljardalsá. „Það var lán í óláni, að þar sem bíllinn fór út af var vegurinn ekki hár. Aðeins bíllengd lengra er hins vegar hæðin fram af vegin- um metri og skammt frá skurður. Ef bíllinn hefði verið þar, þá er lítill vafi á, að hann hefði oltið. Ég tel að það hafi bjargað bílnum frá að velta, að ég hafði lagt upp í vindinn og síðan þegar vindhvið- an feykti bílnum af stað þá lagði ég undan vindinum og bíllinn fór þversum. Engin meiðsli urðu á fólki, sem betur fer. Guðmundur Reynir Jóhannsson frá Lambhaga, eigandi bílsins, kom skömmu síðar frá Grundar- tanga og hann tók farþegana og flutti þá til Grundartanga. Ég varð hins vegar eftir og veður- hamurinn var hreint með ólíkind- um. í snarpri hviðu fauk, topp- rúða af bílnum og hann tókst á loft og var við það að leggjast á hliðina þegar hann skall niður aftur á hjólin. Ég fór þá út úr bílnum til að athuga afdrif rúð- unnar en þar var ekki stætt í verstu hríðunum og mér tókst að komast til baka við illan leik,“ sagði Elí ennfremur. Þá fauk fólksbifreið út af vegin- um skammt frá Akranesi, en þar urðu ekki meiðsli á fólki. Borgarnes: Arekstur er bíll fauk fyr- ir annan ÁREKSTUR varð í dag við afleggjarann að Ólafsvík skammt frá Borgarnesi þegar bíll fauk fyrir annan en skemmdir urðu ekki miklar. Talsvert varð um, að bílar yrðu fyrir skemmdum undir Hafnar- fjalli vegna grjótflugs en grjót- hnullungar tókust á loft í veð- urhamnum í dag, sagði Theódór Þórðarson, lögreglumaður í Borgarnesi, í samtali við blaðið í gær. „Víða fuku járnplötur í Borg- arnesi en engar skemmdir urðu. Björgunarsveitarmenn fóru á stjá og tókst að koma í veg fyrir að tjón hlytist af,“ sagði Theódór ennfremur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.