Morgunblaðið - 15.03.1980, Síða 7

Morgunblaðið - 15.03.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 7 Miöaldir í Háskóla íslands. Dagblaöiö sagöi í leið- ara á dögunum, orörétt: „Nú eru endurvaktir kaþ- ólskir miðaldatímar í Há- skóla íslands. í staö hinna kaþólsku vísinda, sem þá voru kórrétt, eru komin hin marxisku vís- indi, sem nú eru orðin kórrétt í hluta heimspeki- deildar. Útskrifaður háskóla- borgari, sem hefur kennt dönsku í átján ár, getur ekki haldið áfram frekara námi í dönsku, af því að hún hefur ekki sömu marxísku trúarbrögðin og kennarar í dönsku vilja troða upp á alla nemendur sína. í gamla daga urðu menn að gjalda skoðana sinna, ef þeir töldu kaþ- ólsku ekki vera vísindi. Nú er aftur svo komið, að menn verða aö gjalda skoðana sinna, ef þeir telja marxiska trú ekki vera vísindi. Auðvitað er marxismi ekki vísindi. Það er ekki einu sinni til einn marx- ismi, heldur margir marx- ismar. Alveg eins og margar kaþólskur deildu í gamla daga um merk- ingu ritningarinnar, deila nú margir marxismar um sína ritningu. Allir ismar heimsins eru í bezta lagi hug- myndakerfi, en oftast þó trúarbrögð. Það, sem sameinar þessa isma, er fyrirlitning á skoðunum annarra og notkun valda- aðstöðu til að hindra rétt þeirra til þessara skoð- ana. Voltaire gamli sagöi: „Ég fyrirlít skoöanir þínar, en er fús til aö láta lífið fyrir rétt þinn til að hafa þær.“ Þessi grund- vallarhugsjón frelsis- baráttu mannsandans hefur falliö niður milli fjala miðaldakaþólsku og marxisma. Auðvitaö er sjálfsagt, að menn fái að læra marxisma, helzt marga marxisma, og raunar aðra isma í háskólanum, svo sem spíritisma og nýalsisma, en þó á þann hátt, að þeir trufli ekki aðra kennslu, svo sem dönskukennslu." „Heimspeki- deild til skammar“ „Heimspekideild há- skólans vísaði frá að lítt athuguðu máli kærunni, sem reis út af innrætingu trúarbragða í dönsku- kennslu. Þessi frávísun og meðferðin á kærand- anum eru deildinni og háskólanum í heild tii skammar. Aðalstefna deildarinn- ar viröist vera að standa saman um sína menn. Þetta minnir á stuðning deildarinnar við skipun prófessors í sagnfræði, sem var í samræmi við umdeilt álit dómnefnd- armanns úr deildinni. Þá setti deildin niður, af því að þessi maður skrifaði undir eitt álit, þar sem hann taldi tvo um- sækjendur hæfa, og ann- að álit, þar sem hann taldi þá óhæfa. Einnig vegna þess, að álit hans var fullt af skætingi og áróðri. Háskólarektor og há- skólaráð yppta öxlum og segja allt þetta vera einkamál deildarinnar, sem komi rektor og ráði ekki við. Þetta er sjálf- sagt rétt, en bjargar ekki sóma skólans. Almenningur og út- skrifaðir háskólamenn eru farnir að tala um heimspekideildina sem „súpergaggó". Er þá átt við, að menn geti dólað þar í gegn án forsenda úr fyrra námi, án hæfileika og án ástundunar. Fyrir nokkru var svo komið, að kunnugir menn töldu sig hafa dæmi um vaxandi andstöðu er- lendra alvöruháskóla gegn því aö taka gild próf úr heimspekideild. Væru önnur lönd en Norður- lönd að lokast af þessum ástæðum. Með þessu er auðvitað verið að dæma heila há- skóladeild og raunar heil- an háskóla fyrir vanda- mál, sem kunna að vera afmörkuð. En það er verkefni deildar og skóla að sýna fram á, að „súp- ergaggó" sé rangnefni. Við slíkar aðstæður mega háskóli og heim- spekideild sízt við því, að hafið sé trúarbragðaof- stæki í dönskukennslu." RUSSARNIR KOHIA... Aöalfundur Hestamannafélagsins Fáks veröur haldinn í félags- heimilinu fimmtudaginn 27. marz kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins frá 18. marz kl. 13—18. Ath. Þeir félagsmenn sem skulda ársgjald frá 1979 hafa ekki rétt til fundarsetu, en tekiö verður á móti greiöslum á fundinum. Stjórnin. Heimilistölvan Tölvuskóli Borgartúni 29, sími 23280. sr Árshátíð Húnvetn ingafélagsins ÁRSHÁTÍÐ Húnvetningafé- lagsins, Húnvetningamót, verður haldið að Hótel Esju laugardaginn 15. mars og hefst kl. 19. Þar mun Arnljót- ur Guðmundsson,bygginga- meistari, flytja ræðu, Páll Jóhannesson, tenórsöngvari, syngja einsöng og Hljómsveit Grettis Björnssonar leika fyrir dansi. Nú stendur yfir þriggja kvölda spilakeppni hjá félag- inu og lýkur keppninni 28. mars. Spilað er í Félagsheimil- inu. Bridgedeild félagsins er þar einnig með spilakvöld á miðvikudögum kl. 20.30. Nýlokið er skákkeppni milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Teflt var á 21 borði um fagran bikar, sem Skagfirðingafélag- ið gaf. Fyrirhugað er að gera þessa keppni að árvissum at- burði. Að þessu sinni unnu Húnvetningar. Félagið hefur verið með opið hús tvisvar sinnum í vetur og er það nýbreytni í starfi fé- lagsins. Formaður félagsins er Jóhann Baldurs. Al'GLÝSINGASÍMINN ER: IdargtwblAbib Ný hraönámskeiö á smátölvur, (micro- computers) eru aö hefjast. Opið hús í dag, laugardag, kl. 14—18.00. Komiö og kynnist starfsemi skólans af eigin raun Sími Tölvuskólans er OOOOfl Innritun stendur yfir LUfaOU Höfum til sölu í miðbæ Kópavogs verzlunar-, iðnaöar- og skrifstofu- húsnæöi. Uppl. í símum 41390, 33732 og 41717._______ 1980 SUZUKI 1980 Eigum væntanleg Suzuki TS-50 árgerö 1980. Fyrstu sendingar eru þegar upp pantaöar. Þeir sem ætla aö fá hjól á árinu eru hvattir til aö hafa samband viö sölu- mann sem fyrst í síma 83499. ATH: Eigum enn til örfá Suzuki AC-50 árg. 1979 á mjög hagstæöu verði. Suzukí-umboðiö — Ólafur Kr. Sigurðsson hf. Réttur áskilinn til verðbreytinga án fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.