Morgunblaðið - 15.03.1980, Side 11

Morgunblaðið - 15.03.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 11 Pétur Behrens Msklt bjargráða þykir nr. 2 ekkert síðri og það eru hressilegir taktar í mynd nr. 8, sem geta minnt á Japanann Kumi Sugai án þess að vera nokkur stæling. í myndaflokkunum „Kveðið við Pablo Neruda", sem er eins konar þríleikur, þykja mér myndirnar nr. 10 og 11 bera af en það er alls ekki hægt að bera saman þessar tvær myndaraðir fyrir það hversu hugsunin er ólík að baki þeim og útfærslan um leið. Baltasai er mikill hesta- maður, sem komið hefur greinilega fram í myndum hans á umliðnum árum, og slíkar myndir virðast njóta ótakmarkaðra vinsælda séu þær þá í hæfilegri stofustærð — virtust mér allar slíkar myndir seldar á sýningunni þótt þær væru engu hrifmeiri mörgum öðrum. Virðist jafn- vel nægja að setja einn lítinn hest einhvers staðar inn í myndheildina til þess að kom- inn sé álitlegasta söluvara. Hér sannast sem fyrr, að myndefnið höfðar öllu meira til fólks en myndgæðin — þannig dettur t.d. fáum í hug að festa sér myndir af nöktu fólki hversu mikil listaverk sem þær eru — en tökum eftir, hestarnir eru líka naktir! Það er ekkert siðleysi við nekt — siðleysin byrjar í kollum mannfólksins, óhreinum hugs- ununum. Eins og ég hef áður ritað þá fellst klám í því að gera fagra hluti ósiðlega og konulíkaminn er eitt fegursta sköpunarverkið undir sólinni. Það eru nokkrar myndir af nöktum konum á sýningunni en þær eru dálítið þokukennd- ar og sumar líkt og ófullgerðar en þó málaðar af miklum þrótti og innblæstri. Dregið saman i hnotskurn þá finnst mér hinar hreinu og yfirveguðu myndir koma sterkast út á sýningunni og það verður fróðlegt að fylgjast með þróun listar Baltasars B. Sampers á næstu árum. Þrátt fyrir suðrænan uppruna og útlit virðist þessi maður verða íslenzkari með ári hverju. Það er gaman að sækja hann heim vegna fádæma úrvals bóka um myndlist eldri sem nýrri sem hann hefur sankað að sér og hann virðist fylgjast flestum betur með því sem er að gerast úti í heimi og hérlendis á þessum vettvangi. Bragi Ásgeirsson. í gangi við vestri sal sýnir Þjóðverjinn Pétur Behrens 47 myndir, sem skiptast í vatnslitamyndir, teikningar og olíumálverk. Pétur sem er fæddur í Hamborg 1937 fluttist til íslands 1962, festi hér ráð sitt og gerðist íslenzkur ríkisborgari. Hann er hestamaður mikill og al- þekktur tamningamaður, þá hefur hann lagt stund á auglýsingahönnun og jafn- framt kennt teikningu við Myndlista- og handíðaskóla íslands enda ágætlega menntaður frá listaskóla í Vestur-Berlín. Það er mjög snjöll hug- mynd að setja sýningu upp á þessum stað og staðfestir hve mikið er af illa nýttu rými í húsnæðinu en nauð- synlegt er þó að hanna létt- meðfærilega sýningarfleka og súlurnar, sem þjóna eng- um tilgangi, mættu að ósekju hverfa. Sýningu Péturs er vel fyrir komið og það mun hafa kostað allnokkra vinnu að koma henni upp vegna hinna þungu og óþjálu milliveggja. Það kemur greinilega fram á sýningunni, að Pétur Behr- ens er fyrst og fremst teikn- ari og honum lætur öðru fremur vel að vinna í einföld- um, heilsteyptum formum í vatnslit og olíulit. Þannig er ég alveg sáttur við vatnslita- myndir líkt og nr. 16, „Kvöld- kyrrð", 17, „Frost“, og 18, „Dumbungur", og sakna þess mjög að ekki skuli vera meira um slík vinnubrögð. I líkum flokki eru olíumynd- irnar „Stokkseyri" (33) og „Gamli bærinn" (38) en þær þykja mér í sérflokki. Því meiri áherslu sem Pétur leggur á sjálfa einfalda heildarstemmninguna þeim mun hrifmeiri verður útkom- an að mínu mati. Mörg málverkanna eru frekar lífvana og máttlaus í lit þrátt fyrir að fram komi hestar á harðabrokki og ýmsar myndrænar sveiflur. Hinn grái gangur kann hér að eiga nokkurn þátt í áhrif- unum og myndirnar kynnu að njóta sín betur hefðu þær ljósari bakgrunn. Svo sem fyrr segir þá þykja mér teiknigarnar sterkasta hlið Péturs enn sem komið er en hann á einnig til maleríska kennd, sem vafalaust á eftir að koma enn betur í ljós er fram líða stundir eftir meiri og markvissari einbeitingu að þeim þáttum myndsköpunar. Bragi Ásgeirsson. LYSTRÆNINGINN 15. hefti. 5. útkomuár. Des. 1979. Ritstjórn: ÓLafur Ormsson, Vernharður Linnet og Þorsteinn Marelsson. Uppsetning: Margrét Aðalsteinsdóttir. Framhaldssagan nefnist dálítið skrýtin saga eftir Sigurð Jó- hannsson í 15. hefti Lystræningj- ans. Ég minnist þess ekki að hafa rekist á sögu eftir Sigurð áður, en eina ljóðabók hefur hann sent frá sér. Hún var tilraunakennd. Tilraun í sagnagerð getur Framhaldssagan einnig kallast. Hún segir frá msklt (stytL-úr múskúlator) sem í upphafi sög- unnar kemur organdi inn vegna þess að hrekkjusvín eru búin að binda á hann hnút. Mamma hans greiðir úr flækjunni og leggur hann í saltvatnsupplausn. En hann heldur áfram að gráta, getur þó skýrt frá málavöxtum með frásögn sem fær heitið Saga msklts bjargráða. Að endursegja söguna er fyrir margs sakir vafa- samt athæfi. Msklt blandar sér í pípu og þá verða til eftirfarandi þankar: „það reynist erfitt að ná valdi á þessu. þegar nokkurskonar friður kemur um síðir svífandi yfir vessana er komin hábjartur dag- ur. tíuþúsund hefðarfrúr draga kiðlingaskinnshanzkana á mjóar hendur sínar; tíuþúsund vændis- konur ganga þreyttar og sælar til náða. einhversstaðar úti í þessum stóra heimi er mamma hans, eins og lítill perluhvítur lampi á flökt- andi vappi meðal eldtungna og neonljósaskilta. ætli hún sé búin að lita á sér hárið? eða safna því niður á rass? má það fyrir mér svosem. ég vona bara að hún rati heim. hún er eins og lítill andar- ungi með postulínsnefn og — stél, greyið, ég má ekki hugsa til þess ef einhver skyldi keyra á hana, kannski er hún flutt ... það er þá örugglega gott hús, ég veit hvernig hún mamma mín er ...“ Þetta er óvenjuleg móðurlýsing. En Sigurði Jóhannssyni reiknast Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON það einnig til tekna að hann hefur gott vald á máli. Önnur saga er í Lystræningjan- um: Píslir eftir Pétur Hraunfjörð. Þar er lýst fremur nöturlegri sambúð sem tengist stéttabaráttu. Kvenmynd sögunnar er laglega dregin. Þegar opna með tveimur ljóðum er skoðuð kemur í ljós að menn tjá ástir með ólíkum hætti. Jón Páls- son yrkir um „augun sem beiða". Gísli T. Guðmundsson lýsir sökn- uði glataðrar ástar í ljóðinu Til þín: „söngurinn þinn/ eyddi kuld- anum/ úr hjarta mínu“. Fyrsta reynslan er ljóð eftir Gunnlaug Vilhjálmsson og segir frá heimsókn ungs farmanns til vændiskonu. Á eftir gengur hann „ferskur niður götuna"; í þessu ljóði er lofsvert hispursleysi og stíllinn óþvingaður. Anton Helgi Jónsson yrkir um saklausa borgara sem „líta skelf- ingu lostnir í dagblöðin" vegna aukinna afbrota sem þar má lesa um. Svarið er aukin löggæsla, fleiri fangelsi. Nokkrar þýðingar eru í Lyst- ræningjanum á ljóðum eftir Ri- haku og fleiri merk skáld gerðar eftir enskum þýðingum T.S. Eliot. Höfundur þeirra er Adólf Ólafs- son og fylgir þeim framandlegt andrúmsloft sem ætti að vera tímariti eins og Lystræningjanum styrkur. Mest pláss í tímaritinu tekur leikrit Hilmars Jónssonar: Útkall í klúbbinn. Um það hefur verið birt umsögn hér í blaðinu og er engu við hana að bæta. Lystræninginn auglýsir forlag með sama nafni með því að prenta upp kafla úr Faldafeyki Thors Vilhjálmssonar sem fjallar um japönsku kvikmyndina Veldi til- finninganna. Sú vörn er gild þótt höfundinum reynist torvelt að vaða ekki úr einu í annað. Stigin eru ýmis hliðarspor og stíllinn er að vanda ótaminn. Auglýsing verður líka að kallast endurprent- un úr Stútungspungum Ólafs Ormssonar. Einnig eru birtar myndir úr kvikmyndinni Sjáðu sæta naflann minn, en hún er gerð eftir sögu Hans Hansens sem Lystræninginn hefur gefið út. Loks er að geta greiða sem Steinar Sigurjónsson gerir útgef- endum með að éta upp eftir þeim upplýsingar um bækur ársins 1978 og veit ég ekki á eða í hvaða tilgangi þetta er prentað. Kannski er Steinar á snærum útgefenda eða Lystræningjar komnir í bandalag við þá? Bókmenntlp eftir SVEINBJORN I. BALDVINSSON vera góðar bækur þótí menn þykist finna einhver svör við þeim. Góðir rithöfundar hætta hins vegar að vera góðir rit- höfundar þegar þeir þreytast á að spyrja og fara að skrifa svör í staðinn. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvert verður næsta stigið í þróun Svövu Jakobsdóttur sem rithöfundar, hvort það verður í átt til raunsæis eða frekari absúrd- isma, eða hvort hún hyggst feta í fótspor margra kollega sinna og hefja störf í endur- minningafabrikkunni. .Kaupmannahöfn 29. feb. ’80 SIB. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU AÐALFUNDUR Samvinnubanka íslands h.f. Aöalfundur Samvinnubanka íslands hf., veröur hald- inn aö Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, í dag, laugardaginn 15. mars 1980 og hefst kl. 13:30. Auk venjulegra aöalfundarstarfa veröur lögö fram tillaga um heimild til bankaráös um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa og rætt um breytingar á samþykktum bankans. Aögöngumiöar og atkvæöaseölar til fundarins veröa afhentir á fundarstaö. 0 Bankaráö Samvinnubanka íslands hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.