Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 15
/ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 15 Þannig eru skólaborðin í sænskum barnaskólum. Hádegisverður snæddur í skólanum. Sigrún Gísladóttir skrifar frá Stokkhólmi: Sænskir skólar III Yngri deildir Gangur þessi. sem aðallega er kennslutækjageymsla, er einnig nýttur fyrir hjálparkennslu og móðurmálskennslu útlendinga. Að verða kennari yngri deilda (7, 8 og 9 ára) er mjög eftirsótt nám í Kennarahá- skólanum. Kennsluskylda yngri deildar kennarans eru 29 tímar á viku (nýlækkað úr 30) og hefur hann umsjón með „aðeins" einum bekk! En hann kennir allar námsgreinar, þar með talið leikfimi, teikningu og tónlist. Við þetta eru bæði kostir og ókostir. Fyrir yngstu börnin gefur það vissa örygg- iskennd að hafa alltaf sama kennarann, en kennslan verð- ur tæplega jafn góð og mark- viss eins og hjá sérmenntuð- um leikfimi — eða tónlistar- kennara. Þegar 7 ára börnin hefja skólagöngu sína, er fyrsti mánuðurinn eins konar aðlög- unartími. Bekknum er skipt í tvo hópa og fyrst í stað hefur kennarinn aldrei nema annan hópinn í skólanum í einu. Smám saman er tímunum fjölgað og hóparnir hafa nokkra sameiginlega tíma. Þó er venjan sú, að tvö fyrstu skólaárin (allan 7 og 8 ára bekk) er það aðeins helmingur bekkjarins, sem mætir í tvo fyrstu tímana, og tvo síðustu tíma dagsins hefur kennarinn aftur hálfan bekk. Það er því einungis þriðji tími, fjórði (sem er matarhlé) og fimmti tími, sem eru sameiginlegir fyrir allan bekkinn. Börnin mæta ýmist klukkan átta og eru til tólf, eða þau mæta tíu og eru til tæplega tvö. Gefur auga leið, að með slíku fyrir- komulagi, hefur kennarinn mun meiri möguleika til þess að sinna hverjum einstökum nemanda. Á þriðja skólaári, 9 ára bekk, hefst kennsla í handa- vinnu og smíði. Þar er engin kynjaskipting lengur — helm- ingur bekkjarins fer í saum meðan hinn er í smíði, og eftir áramót skipta hóparnir. Sund: Okkur frá íslandi finnst ekki sundkennslunni gert hátt undir höfði í sænsk- um skólum. Það er fyrst í 9 ára bekk sem sundkennsla hefst. Bekkjarkennari fylgir börnunum í sund (sundkenn- arar annast kennsluna), en það eru aðeins tíu skipti! Þessar tíu vikur falla niður tveir leikfimistímar af þrem- ur vikulegum tímum. Skrift: Miklar breytingar hafa orðið á skriftarkennslu. Frá árinu 1972 gilda reglur um kennslu í blokkskrift, sem líkist mest samtengdum prentstöfum, og er það eina formið sem kennt er. Enska: í 9 ára bekk hefst kennsla í fyrsta erlenda tungumáli, sem er enska. Til enskukennslu er ætlað 4x20 mín. á viku. Fjórum sinnum í viku er 40 mín. kennslustund skipt milli ensku og sænsku. Aðalhluti kennslunnar er munnlegur — hlustun og tal. Skólasjónvarpið er stór liður í enskukennslunni. Sænska sjónvarpið sendir út stutta afbragðsgóða þætti, sem gerð- ir eru af breska sjónvarpinu BBC. Heimavinna — umsagnir Heimavinna nemenda í barnaskólanum er svo til eng- in, ekki einu sinni í lestri. Skóladagurinn er það langur að börnin geta lokið allflestu í skólanum. En ef til vill væru sænsk börn betur læs og skrifandi væri þeim stundum sett fyrir að vinna heima! Gallinn við þetta er líka sá, að foreldrar hafa enn minni tök á að fylgjast með námi barn- anna í skólanum — hvað þau fást við og hvernig þeim gengur að lesa, skrifa og reikna. Búið er að afnema með öllu próf og einkunnir í sænskum barnaskólum. Kennarar láta ekki heldur af hendi skriflegar umsagnir um nemendurna. Það eina, sem boðið er upp á fyrir foreldra, er fimmtán mínútna samtal við kennarann tvisvar á vetri. Reynslan sýnir að slíkt við- tal upplýsir foreldra venju- lega lítið um námsgetu barns- ins og ástundun, en verður frekar umræðugrundvöllur um það félagslega, sem snert- ir nemandann. Sá þáttur er ekki síður nauðsynlegur, en foreldrið er jafnnær um það hvað barnið kann eða það sem mikilvægara er, hvað barnið ekki kann. Áttundi hver nem- andi útlendingur í yngri deild er hámarks nemendafjöldi 25, en 30 í eldri deild. Nú er svo komið eftir stöðugan straum innflytjenda til landsins síðustu áratugi, aðallega frá Finnlandi, Grikk- landi og Tyrklandi, að áttundi hver nemandi í grunnskóla er útlendingur. Það þýðir að til jafnaðar séu þrír útlendingar í hverjum bekk, en þannig hefur dreifingin ekki orðið. I sumum hverfum og skólum eru þeir fáir eða nær engir, en í öðrum er allt að helmingur nemendanna útlendingar. Á síðustu árum hefur auk- ist mjög að hafa finnska bekki í skólunum. Þeim kenna finnskir kennarar og öll kennsla fer fram á finnsku. Augljóst er að slíkur fjöldi útlendinga, en ekki nema hluti þeirra hefur þokkalega kunnáttu í sænsku, hefur leitt til ýmiss konar vandamála innan skólans sem utan. Samkvæmt nýjum lögum eiga erlend börn í Svíþjóð rétt á að fá kennslu í eigin móð- urmáli frá 6 ára aldri (minnst tvo tíma á viku). í reynd vill oft verða erfitt að koma þeim tímum fyrir svo vel sé. Skólar með fjölda útlendinga af mörgu þjóðerni (allt að 30 mism. þjóðerni er ekki óal- gengt á vissum svæðum) eiga í mestu erfiðleikum með að finna húsrými fyrir alla móð- urmálskennsluna og viðbótar sænskutíma, sem þeirra er- lendu nemendum eru ætlaðir. Sigrún Gísladóttir Sigurður Kr. Jónsson, Blönduósi: Nokkur orð til Egils Jónssonar á Seljavöllum Eitt er hér og annað þar, ekkert fært til raka. En þitt granna gáfnafar, Guð, mun um að saka. Ég minnist þess frá mínum unglingsárum að þá var sértrúar- söfnuður einn að ná fótfestu hér á landi. Þá var gjarnan talað um að fólk væri látið vitna og þótti það ærið umdeilanlegt hvað sannleiks- gildi snerti. Ég hélt satt best að segja að þetta væri orðið óþekkt fyrirbrigði þar til ég las viðtal Morgunblaðs- ins við Egil Jónsson, alþing- ismann, frá Seljavöllum, þ. 9. febrúar sl. Út úr allri greininni andar sú hugsun ein „hvað skildi nú flokks- forustan vilja sjá á prenti?" Og það stendur ekki á vitnis- burðinum, bunan bókstaflega stendur út úr aumingja mannin- um og það svo að stundum skilur maður alls ekki hvert maðurinn er að fara, eða hvað hann er um að tala, eða hver skilur þessa setn- ingu, — að ég hafi aldrei orðið var við málefnaágreining þótt um sé að ræða misjafnar skoðanir sem auðvelt er að ná samkomulagi um. — tilv. lýkur. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem spurðir hafa verið frétta af þingfundum flokksins hafa í vel- flestum tilfellum svarað því til að umræður þar væru trúnaðarmál sem ekki væri ætlað fjölmiðlum. Egill Jónsson, virðist hinsvegar ekki telja sig þurfa að taka tillit til þess, svo veður hann elginn þegar hann svarar spurningunni, — Hvernig kemur þróun mála í sambandi við ríkisstjórnarmynd- un þér fyrir sjónir. — Ég minntist er ég las þá endemis þvælu setningar úr Biblíunni, „Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn“. Það væri leitt ef þú fengir sinadrátt af því að liggja lengi í startholunum með bættan hlut bænda í fanginu, en hinu gleðst ég yfir að Pálmi Jónsson, skuli ekki þurfa að reiða sig á fylgi sem þitt til að koma málefnum bænda fram til sigurs. Hvað átt þú við með rætinni aðdróttun þinni um Friðjón Þórð- arson? Hvað hefur hann brotið af sér á landsfundum Sjálfstæðis- flokksins? Egill Jónsson. Ég get fullvissað þig um að það bera margir sjálfstæðismenn virðingu fyrir Gunnari Thoroddsen, hafa gert og munu gera. Ég minnist líka Gunn- ars Thoroddsen, frá mínum ungl- ingsárum er ég sa hann og heyrði í fyrsta sinni flytja ræðu á sjálf- stæðismóti hér á Blönduósi, sem unglingur hreifst ég af honum þá og það hefur ekki minnkað með nánari kynnum. I síðustu málsgrein þinni biður þú sjálfstæðismenn að taka þess- um atburðum af ró, og það er nánast það eina sem ég gæti verið sammála þér með, ásamt því að blekkingarnar munu fjúka og sannleikurinn standa eftir, hitt er svo annað mál að við erum trúlega ekki sammála um hvað er blekk- ing og hvað sannleikur í þessu máli. Annars er þessi síðasta máls- grein þín alveg einstaklega fróðleg til aflestrar. Þú byrjar á því að biðja menn um að sýna nú ró og stillingu, og að of snemmt sé að meta störf þessarar ríkisstjórnar, sem várla var búin að taka við völdum, en ákveður samt snarlega í lokin hver afstaðan gagnvart henni muni verða. Mjög skarplega ályktað, eða hvað? Blönduósi, í febrúar 1980 Sigurður Kr. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.