Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.03.1980, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 „I raun er verið að leita leiða, sem engan veginn duga í stöðunni“ Ljósm. Mbl. Emilía. Frá fundi sjávarútvegsráðherra með fulltrúum fiskvinnslunnar i gær. Steingrímur Hermannson. Árni Benediktsson. Friðrik Pálsson, Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og Bogi Þórðarson, aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra, sem snýr baki i ljósmyndarann. „ÞAÐ voru svo sem marg- ir pinklar, sem við tókum upp á þessum fundi og ég á von á því, að menn skoði innihaldið nú á allra næstu dögum,“ sagði Eyj- ólfur Isfeld Eyjólfsson for- stjóri S.H., er Mbl. ræddi við hann í gær eftir fund fulltrúa fiskvinnslunnar með sjávarútvegsráð- herra. „Við settum fram óskir um að sleppa alveg við sölugjald af fjárfestingarvörum og einnig för- um við fram á endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts við útflutn- ing,“ sagði Eyjólfur. „Þá var rætt um lækkun vaxta af lánum úr fiskveiðisjóði, úr 5,5% í 3%, en þessi lán eru gengistryggð, og einnig var rætt um lækkun lán- tökugjaldsins. Við ræddum einnig stimpilgjöld af lánum, sem frysti- húsin taka vegna afurða. Eins og fyrirkomulagið er núna er þessum lánum alltaf sagt upp einu sinni á ári, þannig að við þurfum að endurnýja þau árlega og það eru geysimiklar upphæðir, sem greiða þarf í stimpilgjöld. Það sem til greina kemur, er að breyta þessu í það, að aðeins einu sinni sé greitt af hverju láni og svo standi það meðan lánið stendur. Þannig er nú verið að reyna að tína saman einhverja liði, sem létta mætti af fiskvinnslunni og brúa þannig eitthvað bil, en eitt er nú að tala um hlutina og annað að sjá, hver framkvæmdin verður." Mbl. spurði Eyjólf, hvaða upp- hæðir væri um að ræða í þessum „pinklum", en hann kvaðst ekki vilja nefna til neinar tölur á þessu stigi. „En þetta eru stórir út- gjaldapóstar, eins og til dæmis sölugjaldið og söluskatturinn," sagði hann. Mbl. spurði Evjólf þá um þann möguleika að létta lausaskuldum af frystihúsunum, sem Steingrím- ur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra drap á í samtali við Mbl., sem birtist á baksíðu blaðsins í gær. „Það var aðeins minnzt á þennan möguleika," sagði Eyjólf- ur. „En það er út af fyrir sig engin varanleg lausn að safna lausa- skuldunum saman og breyta þeim í einhver lán.“ Og varðandi mögu- leika á breytingum varðandi geng- istryggingu lána sagði Eyjólfur. „Þá lendum við bara aftur út í því, hvaða vextir ættu að vera á Iánunum." Itrekaðri spurningu Mbl. um það, hversu stórir „útgjaldapóst- ar“ þetta væru fyrir fiskvinnsluna og hversu breitt bil væri fyrir fiskvinnsluna og hversu breitt bil væri hugsanlega hægt að brúa með breytingum á þeim, svaraði Eyjólfur, að hann vildi ekki gefa upp neinar tölur eða prósentur að svo komnu máli. „Þessi mál verða væntanlega skoðuð um helgina og eitthvað fram í næstu viku og ég á ekki von á því, að neitt stórvægi- legt gerist varðandi fiskverðs- ákvörðunina á meðan,“ sagði hann. „Það kom fram á þessum fundi, að það kynni að vera hægt, að finna einhverjar leiðir til að bæta stöðu fiskvinnslunnar og ráðherra fól okkur í raun að athuga þessi mál frekar,“ sagði Árni Bene- diktsson framkvæmdastjóri Sam- bandsfrystihúsanna í samtali við Mbl. í gær. „I raun er um mjög fá atriði að ræða, sem geta skipt nokkru verulegu máli. En þetta hjálpar til þótt það dragi skammt. í raun er verið að leita leiða, sem engan veginn duga í stöðunni." „Við alla verðlagningu síðan 1974 hefur verið reiknað með gengi fram í tímann," sagði Árni. „Og fiskverðið sem ákveðið var eftir áramótin, 11% hækkunin, var eingöngu miðað við áfram- haldandi gengisaðgerðir, eins og gert hefur verið í 6 ár. Nú er gengisbreyting út af fyrir sig ekkert skínandi úrræði og stjórn- völdum er guðvelkomið að hverfa af þeirri braut. En það er bara ekki hægt að breyta til fyrirvara- laust og klippa svona á okkur." Árni nefndi, að það væru „ýmsir smápinklar, sem æskilegt væri að losna við í gjaldahliðinni" og nefndi þar m.a. til afnám sölu- gjalds og vaxtalækkun, eins og Eyjólfur ísfeld. Mbl. spurði Árna, hvort þetta væru stærstu „pinkl- arnir". Hann sagði það ekki víst, heldur kynni stimpilgjaldið að vera einn stærsti liðurinn og nefndi að með núverandi fyrir- komulagi, þ.e. árlegri endurnýjun lánanna, væru útgjöld vegna stimpilgjalda um einn milljarður króna. „Ráðherra fór yfir nokkrar hug- myndir, sem fram hafa komið til þess að auðvelda fiskverðsákvörð- un án þess að grípa til gengis- breytingar og við fórum svona gróft yfir málin," sagði Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri Sölu- sambands íslenzkra fiskfram- leiðenda í samtali við Mbl. eftir fundinn. Mbl. spurði Friðrik, hvaða hug- myndir hefðu verið ræddar og hvernig þær væru metnar í tölum og prósentustigum. Hann kvaðst ekki vilja láta hafa neitt eftir sér um einstök efnisatriði. Mbl. spurði Friðrik þá, hvort hann teldi að framkvæmd þessara hugmynda gæti brúað það bil, sem nú er varðandi annars vegar 12% lækk- un og hins vegar 6,7% hækkun fiskverðs. „Margt smátt gerir eitt stórt," svaraði Friðrik. „En mér sýnist þó, að mjög langt sé í land með það, að það bil, sem nú er, verði brúað með þessum hætti." Bogi Þórðarson aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Mbl. eftir fundinn í gær, að óskir fulltrúa fiskvinnslunnar og hugmyndir yrðu nú metnar, en hann kvaðst hvorki vilja ræða einstök efnisat- riði þeirra né hugsanlega þýðingu þeirra í tölum. Mbl. spurði Boga, hvort búið væri að verða við ósk Jóns Sig- urðssonar formanns yfirnefndar verðlagsráðs sjávarútvegsins um frekari frest til- fiskverðsákvörð- unar. „Það er ekki búið að fram- lengja festinn, en ég veit að menn vilja verða við þessari ósk for- manns yfirnefndarinnar," sagði Bogi. Yfirnefnd verðlagsráðs sjávar- útvegsins kom ekki saman til fundar í gær. Jón Sigurðsson formaður nefndarinnar sagði í samtali við Mbl., að þess væri ekki að vænta, að miklu yrði áorkað varðandi fiskverð allra næstu daga. „Við munum að sjálfsögðu halda áfram okkar vinnu,“ sagði Jón, en hann tók fram, að meðan hinar sérstöku viðræður fulltrúa fiskvinnslunnar við sjávarútvegs- ráðherra stæðu yfir mætti búast við „eitthvað minni vinnu" í yfir- nefndinni sjálfri. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna: Hugleiðing um Haukdal Ég hef stundum efast um að Eggert Haukdal hafi í raun áhuga á að starfa með þingflokki sjálfstæðismanna, svo sem hann áður gerði. Sá vafi minn fer vaxandi eftir lestur greinar- korns hans í Mbl. í gær. Kveikj- an að greininni á víst að vera viðtal við mig í Mbl. daginn áður, þar sem drepið er á mál Haukdals í sambandi við val á manni í fjárveitinganefnd í stað Pálma Jónssonar. Ekkert í við- tali því gefur Eggert tilefni til þess að agnúast út í mig eða þingflokkinn. Þvert á móti lýsi ég þar yfir, að ég muni beita mér fyrir því að skriður komist á hans mál. Ef sáttastarf á að vinna undir frekjulegum skrif- um og yfirlýsingum þeirra sjálf- stæðisþingmanna sem ríkis- stjórnina styðja með einum eða öðrum hætti, er ekki að vænta árangurs í þeim efnum. Athugasemdir mínar við grein Haukdals eru þessar. 1. Við nefndakjör á Alþingi í desember var ekki um að ræða einhliða beiðni frá mér um að Haukdal greiddi atkvæði með þingflokki sjálfstæðismanna. Þar var um að ræða kosninga- bandalag sem tryggði Haukdal sæti í þeim nefndum, sem hann óskaði þá eftir, landbúnaðar- nefnd og félagsmálanefnd. 2. Ég minnist þess ekki að hafa boðið Haukdal inngöngu í þing- flokkinn í „snarhasti" um mán- aðamótin jan./febr. s.l., enda hafði ég ekki til þess umboð. Hins vegar man ég viðræður okkar og þingmanna Sjálfstæð- isflokksins í Suðurlandskjör- dæmi um þetta leyti, þar sem ræddir voru möguleikar á að ljúka sem fyrst þeim formsatrið- um, sem eftir voru, áður en mál Haukdals kæmi til afgreiðslu í þingflokknum. Einhverjum kann að þykja undarlegt að afturkipp- ur skuli hafa komið í þau mál við athafnir Haukdals eftir þennan tíma. Mér þykir það ekki. 3. Þyki Haukdal sem innganga hans í þingflokkinn sé orðin verzlunarvara, bendi ég honum á að ræða það við Gunnar Thor- oddsen og Pálma Jónsson. Eins og fram kom í viðtali við mig í Mbl. 13. þ.m. lýstu þeir ráðherr- arnir því yfir, að þeir féllust á að þingflokkurinn tilnefndi mann í fjárveitinganefnd í stað Pálma, í trausti þess að mál Eggerts Haukdals yrði leyst og hann tekinn inn í þingflokkinn. Ég hélt satt að segja að þessi afstaða þeirra byggðist á sam- komulagi við Haukdal, en svo virðist ekki vera. Þeir hafa verið að verzla með hans persónu í leyfisleysi. Ljótur leikur það. Um forræði þeirra ráðherr- anna á þessu máli yfirleitt ætla ég ekki að ræða í þessu sam- bandi, en rifja það aðeins upp, að þeir höfðu ákveðið að Haukdal tæki sæti Pálma í fjárveitinga- nefnd. Féllist þingflokkur sjálf- stæðismanna ekki á það, yrði málið afgreitt með stuðningi Aiþýðubandalags og Framsókn- ar. Drengileg vinnubrögð þetta og líkleg til að slétta úr misfell- um, sem kunna að vera á sam- starfi flokksbræðra! Svona var unnið við kosningar í stjórn framkvæmdastofnunar ríkisins og svona á að halda áfram, a.m.k. meðan Framsókn og Al- þýðubandalag hafa geð í sér til að taka þátt í slíku. 4. Á þessu stigi get ég ekki sagt um hvort Haukdal verður „boðin innganga" í þingflokkinn. Það kann að vera að umsókn þurfi að liggja fyrir svo að þingflokkur- inn geti afgreitt málið. 5. Réttur þingflokksins til að ráðstafa sæti Pálma Jónssonar í fjárveitinganefnd kemur ekki frá Eggert Haukdal. Því túlkast afgreiðsla þess máls ekki sem framrétt sáttahönd af hans hálfu, eins og hann virðist telja. Að lokum vegna viðtals við Gunnar Thoroddsen í Dagblað- inu 13. þ.m.: G. Th. telur þar „loforð um það liggja fyrir, að Eggert komi í þingflokkinn í ólafur G. Einarsson næstu viku“. Þetta loforð hef ég ekki gefið og þingflokkurinn ekki heldur. Og meðal annarra orða: hvað- an kemur Gunnari Thoroddsen umboð til að ráðskast svona með mál Eggerts Haukdals? Eggert tekur fram í grein sinni í Mbl. að hann hafi engum falið umboð til að annast þessi mál fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.