Morgunblaðið - 15.03.1980, Síða 29

Morgunblaðið - 15.03.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1980 29 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Tek að mér aö leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „Ú — 4822“. Knattspyrnumenn athugið Þriöjudeildarlið Snæfells í Stykkishólmi óskar aö ráða þjálfara á komandi sumrl. Skriflegar umsóknir sendist fé- laginu fyrir 5. apríl n.k. UMF Snæfell. Pennavinur sem vill lœra íslenzku 33 ára Þjóöverja langar aö eignast pennavin, sem vildi kenna honum íslenzku. Venjuleg áhugamál. Málakunn- átta: enska, sænska. Volker Weskamp, Theodor-Storm-Str. 27, D-2447, Heilingenhafen. Óska eftir aö kaupa fasteignatryggö veöskuldabréf 4—7 ára. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: Skuldabréf—6385 fyrir 21. þessa mánaöar. Krossinn Æskulýössamkoma í kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir. Kristniboðsvikan Samkoma veröur í húsi félag- anna í kvöld kl. 20.30. Nokkur orö Björgvin Gunn- laugsson. Kristniboösþáttur, Katrín Guö- laugsdóttir. Hugleiöing, Helgi Hróbjartsson. Sönghópurinn Sela syngur. Allir eru velkomnir. Fíladelfía Almenn barnaguöþjónusta kl. 14. Fjölbreytt dagskrá. Öll börn velkomin. □ Gimll 59803177 — 1 atkv. □ Akur 59801737 — 1 Atkv. Sunnudagaskólar Fíladelfíu í dag Geröarskóla kl. 14.00. Sunnudag Njarövíkurskóla kl. 11.00. Grindavík kl. 14.00. Öll börn velkomin. Munið svörtu börnin. Kristján Reykdal. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnudag 16. marz Kl. 10.30 Borgarhólar, skíða- ganga um Mosfellsheiöi. Far- arstj. Anton Björnsson. Verð 3000 kr. Kl. 13 Reykjafell-Halravatn, létt fjallganga. Verö 2000 kr. frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá B.S.Í. benzínsölu. Húsafell, afmælisferö, um næstu helgi. Páskaferðir Snæfellsnes og Ör- æfi. Útivist. Heimatrúboðið Óöinsgötu 6A Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 11"98 og 19533. Sunnudagur 16. 3. kl.13.00 1. Skálafell á Hellisheiói (574 m). Fararstjóri Tómas Einarsson. 2. Skíðaganga á Hellisheiói Fararstjóri Kristinn Zophoní- asson. Veriö vel búin. Verö kr. 3000 gr. v/bíllnn. Fariö frá Umferðarmiöstööinni aö austan verðu. Feröafélag íslands. <7 “V FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 15533. Páskaferðir 3.—7. apríl. 1. Þórsmörk Gist í upphituðu húsi. Farnar veröa gönguferöir um Mörk- ina eftir því sem veöur og aðstæöur leyfa. 2. Snæfellsnes — Snæfellsjökull. Gist veröur í Laugageröis- skóla, þar sem boöiö.er upp á gistingu í herbergjum. Sundlaug á staðnum, setu- stofa og fl. þægindi. Farnar gönguferöir á, Snæfellsjökul, Eldborg, meö ströndinni og fl. 5.—7. apríl. Þórsmörk. Allar nánari upplýsingar um feröirnar veittar á skrifstofunni. Feröafélag islands. | radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Árshátíö Kaupmannasamtaka íslands, veröur haldin laugardaginn 22. þ.m. í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, og hefst kl. 19.00. Miðar seldir á skrifstofu samtakanna, aö Marargötu 2 frá 18. þ.m. Kaupmenn pantiö miöa strax. Skemm tinefndin Samtök Psoriasis- og exemsjúklinga Pósth. 851 — 121 Rvík. 1. Aöalfundur SPOEX 1980 veröur haldinn laugardaginn 22. mars n.k. í Domus Medica viö Egilsgötu og hefst kl. 15:00. Auk venjulegra aöalfundastarfa veröur rætt um Lanzarote og næstu ferð þangað. Fjölmennið og takið meö ykkur nýja félaga. 2. Umsóknum vegna næstu Lanzaroteferöar þarf aö skila fyrir 22. mars n.k. Nánar í Fréttabréfi 5. 3. Fréttabréfin eru nú eingöngu send skuld- lausum félögum (árgjald ’79). Stjórnin. Aðalfundur Stangaveiöi- félags Rangæinga veröur haldinn að Hvoli laugardaginn 22. marz kl. 2 e.h. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin Verzlunarhúsnæöi Ca. 300 ferm. mjög gott verzlunarhúsnæði til leigu. Ásbjörn Ólafsson h.f. Borgartúni 33, sími 24440. Hönnun flugstöðvar á Kef lavíkurf lugvelli Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá stjórn Arkitektafélags íslands: íslenskir arkitektar geta ekki sætt sig við, að hönnun íslenskrar flugstöðvarbyggingar sé falin er- lendum mönnum. Hér er ekki aðeins um gífurlegt hagsmunamál íslenskra arkitekta að ræða, held- ur jafnframt þeirra sjálfstæðis- og réttlætismál. Ljóst virðist af fréttum að byggingarnefnd, sem utanríkis- ráðherra hefur skipað til að ann- ast undirbúning, hefur nú þegar falið bandarísku fyrirtæki að eiga allan veg og vanda af undirbún- ingi og hönnun flugstöðvarinnar. Þar sem hér er ekki aðeins um hagsmunamál arkitekta að ræða, heldur einnig verkfræðinga, verk- taka, skattgreiðenda og þannig alls almennings, er ástæða til að rekja málið eilítið nánar. Allt frá árinu 1970 hefur verið í undirbúningi bygging flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Árið 1971 var franskt ríkisfyrirtæki (Aero- port de Paris) fengið til að gera fyrstu áætlun fyrir flugstöð. í þeirra áætlunum er reiknað með að 1990 sé heildarumferð um Keflavíkurflugvöll orðin 5.256.000 farþegar. (1978 var hun 556.000 farþegar). Næst er leitað til danskra arkitekta (Vilhelm Laur- itsen Tegnestue A/S). Unnu þeir teikningar að flugstöð og skiluðu verkinu 1974. Árið 1975 lýkur Húsameistari ríkisins skýrslu um verk dananna og er nú orðið ljóst að allar fyrri áætlanir um stærð flugstöðvar eru alltof háar. Af hálfu húsameistara var nú unnið að ýmsum breyting- um fyrri áætlana. í samkomulagi við Bandaríkin sem gert var árið 1974 er gert ráð fyrir því að skilja að hernaðar- umsvif og almenna starfsemi á Keflavíkurflugvelli en alger for- senda slíks aðskilnaðar er bygging flugstöðvar á nýjum stað. Er á þessum tíma aðeins gert ráð fyrir því, að Bandaríkjamenn annist framkvæmdir utan flug- stöðvarinnar sjálfrar svo sem að- keyrslubrautir, vegi og flugvéla- stæði. Hinsvegar hefur bæði fyrrverandi og núverandi utan- ríkisráðherra leitað eftir þátttöku bandaríkjamanna í kostnaði við flugstöðvarbygginguna sjálfa og var þeirri málaleitan ávallt hafn- að á þeirri forsendu, að hér væri um íslenskt mannvirki að ræða. Loks þegar málið var lagt fyrir á þeim grundvelli, að byggingin nýttist sem sjúkraskýli í neyðar- tilfellum, ákvað Bandaríkjastjórn að veita 6—7 milljarða króna framlag til byggingarinnar af þeim 16.5 milljörðum kr. sem áætlað var að byggingin kostaði. Ljóst er af framanskráðu, að bandaríkjamenn hafa ávallt gert sér grein fyrir því, að hér er um íslenskt mannvirki að ræða. Jafn- framt er ljóst að um 9—10 millj- arðar (áætlún 1979) af kostnaðin- um mun lenda á okkur í einhverju formi. í framhaldi af ákvörðun Banda- ríkjastjórnar um fjárframlag til byggingarinnar er bandarísku arkitektafyrirtæki (Shriver and Holland Associates) falin for- hönnun byggingarinnar. Byggingarnefnd leitaði síðar eftir samvinnu við íslenska arki- tekta um að taka þátt í hönnun- inni með hinum bandarísku arkit- ektum. Þegar á reyndi kom þó í ljós að hlutur íslensku arkitekt- anna var miðaður við lítið brot af hönnunarverkinu og því nánast til málámynda í þeim tilgangi að fullnægja íslenskum lögum. ís- lenskir arkitektar hafa hafnað samvinnu á þessum grundvelli. í sambandi við þetta mál hafa ýmsar spurningar vaknað sem ástæða er til að vekja athygli manna á. 1. Er það augljóst mál að útlendingar séu hæfari en íslend- ingar til að meta þarfir okkar varðandi flugstöðvarbyggingu, stærð hennar og gerð? Spurningin snertir m.a. a) skipulag og þróun innan- landsflugs. b) skipulag og þróun millilanda- flugs okkar og áhrif rhismunandi skipulags á stærð og gerð flug- stöðvarhúss. 2. Er það víst að heppilegast sé að útlendingar meti hvaða gæða- staðall eigi að vera á íslenskum mannvirkjum? Spurningin snertir m.a. a) Hverju höfum við efni á? b) Við hvað sættum við okkur og hvað getum við boðið gestum okkar upp á? 3. Þjónar það best íslenskum hagsmunum að hönnun bygg- ingarinnar sé að mestu í höndum útlendinga. Spurningin snertir m.a. a) Eru íslenskir arkitektar og verkfræðingar 'ekki nógu hæfir? b) Er sú staðreynd að banda- ríkjamenn muni fjármagna íslensku flugstöðvarbygginguna að nokkru leyti næg ástæða til þess að við beygjum okkur undir þeirra hagsmuni hvað hönnuninni viðvíkur? c) Höfum við metnað gagnvart sjálfum okkur og útlendingum er til landsins koma til þess að sýna í verki hvað við getum sem hönnuð- ir, arkitektar,verkfræðingar og listamenn. d) Hverjir eru hinir fjárhags- legu hagsmunir vegna launa, skatta o.s.frv. 4. Þjónar það best íslenskum hagsmunum að bjóða fram- kvæmdir út á alþjóðlegum verk- takamarkaði? Spurningin snertir m.a. a) Hvort gert sé ráð fyrir áföngum sem henta stærð íslenskra verktaka. 5. Hefur þjóðin og þó sérstak- lega alþingismenn gert sér grein fyrir þeim skuldbindingum sem við erum að taka á okkur fyrir tilstuðlan stjórnvalda. Af framanskráðu má Ijóst vera að hér er um alvarlegt mál að ræða. Hér fara saman hagsmunir þjóðarinnar og hagsmunir þeirra íslensku sérfræðinga er þarna gætu átt stóran hlut að máli. Arkitektafelagið vill benda á eftirfarandi leiðir til farsællar lausnar málsins. 1. Ytarleg endurskoðun fari fram á forsendum hönnunar, eink- um hvað varðar tilgang áfanga, stæíðir, gæðakröfur. 2. Efnt verði til samkeppni um uppdrætti að gerð flugstöðvar. Samkeppni hefur þá stóru kosti, að vera ódýrasta og þó árang- ursríkasta leiðin til þess að fá fram margar og fjölbreytilegar tillögur til samanburðar, auk þess sem það auðveldar val hönnuða. 3. Ráðnir verði íslenskir arki- tektar og verkfræðingar til þess að annast hönnun og þeim falið að tilkalla erlenda sérfræðinga eftir þörfum. -4. Framkvæmdir verði boðnar út meðal íslenskra verktaka. Stjórn Arkitektafélagsins hefur fylgst náið með þessu máli allt frá árinu 1971 og ávallt kynnt yfir- völdum sína afstöðu. Sú árátta stjórnvalda að ganga framhjá íslenskum sérfræðingum þegar um undirbúning meirihátt- ar yerkefna er að ræða er óviðunandi. íslenskir arkitektar og aðrir tæknimenn eru menntaðir í sömu skólum og erlendir starfsbræður þeirra. Það er skylda stjórnvalda að efla sjálfstæði þjóðarinnar á sem flestum sviðum. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli á ekki að vera nein undantekning að þessu leyti. Reykjavík 7. febrúar 1980. Stjórn Arkitektafélags lslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.