Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 1
48 SÍÐUR
65. tbl. 67. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Efnahagstillögur Carters:
Misjafnar
undirtektir
WashinKton, 17. marz. Frá Önnu
Bjarnadóttur fréttaritara Mbl. AP.
VIÐBRÖGÐ við nýrri
stefnu Jimmy Carters
Bandaríkjaforseta í efna-
hagsmálum hafa verið mis-
jöfn. Stefnu hans er ætlað
að draga úr 18% verðbólgu
í landinu. en óttast er að
Korchnoi
sigraði
Valden, 17. mars. AP.
VIKTOR Korchnoi sigraði
Tigran Petrosjan í fimmtu
skak einvígis þeirra um
áframhaldandi þátttöku í
einvígjunum um réttinn til
að skora á Karpov heims-
meistara. Gafst Petrosjan
upp er þeir höfðu setið að
tafli í 15 mínútur, en skák-
in fór i bið í gær.
Til að verjast máthótun
drap Petrosjan riddara
fyrir Korchnoi, en missti við
það drottningu sína. Þegar
hann gafst upp átti hann
enn hrók, tvo biskupa, ridd-
ara og fimm peð, en Korch-
noi, sem stýrði hvítu mönn-
unum, átti drottningu, hrók,
tvo biskupa og þrjú peð.
Sjötta skákin verður tefld á
morgun og hefur Petrosjan
þá hvítt.
þau skref sem hann ætlar
að stíga dugi skammt.
Edward Kennedy, sem keppir
um forsetaútnefningu demókrata
við Carter, gagnrýndi áform Cart-
ers um að skera niður fjárlög, en
heyrst hefur að fyrst og fremst
verði skornar niður fjárveitingar
til stórborga og til aðstoðar við
fátæka.
I kjölfar efnahagstillagna Cart-
ers styrktist dollarinn í verði á
gjaldeyrismörkuðum í Evrópu og
gullúnsan lækkaði stórlega í verði,
fór niður í 477 dollara únsan í
London og 489 dollar í Zúrich.
Hrun varð hins vegar á verðbréfa-
markaðinum í New York.
Símamynd — AP.
Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands baðst i dag afsökunar á framferði indverskra
lögreglumanna við mótmælagöngu 500 blindra manna i Nýju Delhi á sunnudag, en þar misþyrmdu
lögreglumennirnir nokkrum hinna blindu og lömdu með kylfum sinum, eins og myndin sýnir.
Verða ólympíuleikar í Moskvu?
Brezka þingið yjll að
Bretar taki ekki þátt
Genf, London, Bonn, 17. marz. AP.
BREZKA þingið samþykkti i kvöld
með yfirgnæfandi meirihluta tillögu
stjórnar Margrétar Thatcher for-
sætisráðherra að breskir íþrótta-
menn taki ekki þátt í Ólympiuleik-
unum i Moskvu i sumar og láti
þannig i ljós andúð brezku þjóðar-
innar á innrás Sovótmanna í Afgan-
istan. Tillagan var samþykkt með
315 atkvæðum gegn 147, og sýnir
það að margir þingmenn úr röðum
stjórnarandstöðunnar hafa léð til-
lögunni stuðning þar sem margir
þingmenn voru fjarverandi og aðrir
sátu hjá. Úrslitin eru sögð mikill
sigur fyrir Thatcher, sem verið
hefur einn dyggasti stuðningsmað-
ur þeirrar stefnu Carters Banda-
rikjaforseta að mótmæla beri innrás
Sovétrikjanna í Afganistan með þvi
að hundsa leikana i Moskvu.
Bandarískir embættismenn sögðu
kvöld að ljóst væri af viðræðum
þeirra við embættismenn fjölmargra
þjóða að helztu íþróttaþjóðir heims
væru reiðubúnar að hætta við þátt-
töku í Ólympíuleikunum í Moskvu,
einnig þjóðir sem enn væru þó ekki
formlega búnar að taka afstöðu. Þá
sagði brezkur ráðherra sem er í
forsvari fyrir fulltrúum Breta á
fundi í Genf, sem fjallar um hugsan-
Knut Frydenlund um Jan Mayen deiluna:
Áfall fyrir utanríkisstefnuna
ef ekki tekst samkomulag
Ósló, 17. marz. Frd Birni Bjarnasyni. blaðamanni Morgunblaðsins.
— ÞAÐ ER mín skoðun að það yrði mikið áfall fyrir norska
utanrikisstefnu og norræna samvinnu almennt ef deilan um lögsöguna
umhverfis Jan Mayen leiddi til alvarlegs og djúpstæðs ágreinings milli
landa okkar, sagði Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs á fundi
með islenzkum blaðamönnum i Ósló i morgun.
— Sú áherzla, sem við leggjum á það að ná samkomulagi við
íslendinga um útfærsluna við Jan Mayen hyggist ekki á þvi, sagði
utanrikisráðherrann, — að við efumst um fullveldisrétt Noregs yfir
Jan Mayen, heldur byggist hún á því að teljum mjög mikilvægt að
viðhalda góðu sambandi við tsiendinga. Auk þess sem við verðum að
taka tillit til islenzkra hagsmuna er hart að okkur sótt af norskum
sjómönnum. Þeir hótuðu því til dæmis i janúar að loka norskum
höfnum cf ekki yrði farið að kröfu þeirra.
Knut Frydenlund sagðist vera Utanríkisráðherrann sagði, að
bjartsýnni um að lausn fyndist á Norðmenn myndu óska þess
málinu eftir viðræður sínar við
Ólaf Jóhannesson og fleiri íslenzka
stjórnmálamenn í tengslum við
Norðurlandaráðsfundinn í Reykja-
vík. Yrði efnt til viðræðna í apríl,
Iíklega fyrri hluta mánaðarins.
Frydenlund sagðist skilja
stefnuyfirlýsingu nýju ríkisstjórn-
arinnar á íslandi á þann veg að
hún vildi ræða við Norðmenn um
fiskveiðilögsöguna umhverfis Jan
Mayen og í því fælist viðurkenning
á fullveldisrétti Norðmanna þar.
Öðru máli gegndi ef til vill um
landgrunnið.
viðræðunum, að allir þættir máls-
ins yrðu teknir til úrlausnar, en
niðurstaðan gæti vel orðið sú að
aðeins yrði unnið að lausn á
fiskveiðiþættinum og öðru slegið á
frest. Brýnt væri að komast að
niðurstöðu fyrir loðnuvertíð á
svæðinu í sumar. Hann sagði að
norska stjórnin hefði ekki ákveðið
hvað hún gerði ef samningar
tækjust ekki, þ.e. hvort hún mundi
færa út í sumar eða ekki. Enn væri
ótímabært að taka ákvörðun um
það.
Frydenlund sagði að Norðmenn
mundu leggja miðlínu til grund-
vallar í upphafi viðræðnanna, en
gaf fyllilega til kynna að með vísan
til sanngirnissjónarmiða yrði unnt
að ná samkomulagi á öðrum
grundvelli. Eins og kunnugt er
mæla íslenzk lög fyrir um 200
mílna efnahagslögsögu gagnvart
Jan Mayen. Sagði utanríkisráð-
herrann að sanngirnissjónarmið
ykju rétt Islendinga gagnvart Jan
Mayen sem og Norðmanna gagn-
vart Sovétmönnum í Barentshafi,
en framhaldsviðræður um skipti-
línu þar hefjast að líkindum seinni
hluta aprílmánaðar að frumkvæði
Sovétmanna.
Á fundi með norskum embætt-
ismönnum í utanríkisráðuneytinu
kom fram að þeir telja að það
mundi bæta stöðu Dana og Græn-
lendinga, og þar með einnig Efna-
hagsbandalagsins, í viðræðum við
Norðmenn um Jan Mayen-málið, ef
allar kröfur íslendinga næðu fram
að ganga. Á þeim grundvelli gætu
þessir aðilar krafizt 100 þúsund
ferkílómetra svæðis af Jan
Mayen-lögsögunni og hefði loðna
einmitt helzt veiðst þar.
Knut Frydenlund
Þá kom það fram að lögfræðing-
ar utanríkisráðuneytisins telja að
fyrirvarar íslendinga við landnám
norsku veðurstofunnar á Jan
Mayen 1927 hafi ekki gildi nú, þar
sem þeir hafi ekki verið endurtekn-
ir 1929 þegar norska ríkið sló eign
sinni á eyjuna.
legt íþróttamót fyrir íþróttamenn
sem ekki verða meðal þátttakenda í
Moskvu, að vaxandi áhugi væri fyrir
meiri háttar íþróttamóti í stað leik-
anna í Moskvu. Hann sagði að
nokkur alþjóðasamtök íþróttamanna,
sem hingað til hefðu ákveðið lýst sig
fylgjandi leikunum í Moskvu, væru
að endurskoða afstöðu sína, og full-
trúi Bandaríkjanna á fundinum
sagði, að nú þegar mætti reikna með
að sum þessara sambanda lýstu sig
andsnúin því að leikarnir yrðu haldn-
ir í Moskvu. Hvorugur fulltrúanna
vildi skýra frá hver samböndin væru.
Blaðið Welt am Sonntag í Vestur-
Þýzkalandi hafði það í gær eftir
áreiðanlegum heimildum að stjórnin
í Bonn hefði þegar tekið þá ákvörðun
að vestur-þýzkir íþróttamenn tækju
ekki þátt í leikunum í Moskvu. Þá
sagði Willi Daume forseti Olympíu-
nefndar V-Þýzkalands að nefndin
myndi að öllum líkindum taka þá
ákvörðun að senda ekki íþróttamenn
á leikana ef stjórnvöld lýstu sig
andvíg þátttöku í þeim.
Yfirvöld í Austur-Þýzkalandi lýstu
því yfir í dag að „það hefði alvarlegar
afleiðingar fyrir íþróttasamskipti
þýzku ríkjanna tveggja" ef Vestur-
Þjóðverjar hættu við þátttöku í
Ólympíuleikunum.
Gromyko utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna veittist í dag harkalega að
stjórnvöldum í Washington, og sak-
aði þau um að ata Sovétríkin óhróðri
og stefna Ólympíuleikunum í voða
með tilraunum sínum til að fá þjóðir
til að hætta við þátttöku i þeim.
35 féllu
San Salvador, 17. marz. AP.
Staðfest var í kvöld að 35 manns
hefðu fallið í átökum vinstri
sinnaðra skæruliða og öryggis-
sveita í E1 Salvador í dag. Areið-
anlegar heimildir hermdu að ótt-
ast væri að enn fleiri hefðu fallið,
líklega 60 manns.