Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 22

Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 33 mörk voru skoruð í fyrri hálfleiknum TÆPARA mátti það ekki standa boltinn small í netinu hjá FH svo til um leið og leiknum lauk og jafntefli varð upp á teningnum 26-26 í leik FH og Vals í 1. deildinni i handknattleik í íþrótta húsinu i Hafnarfirði á sunnudagskvoldið. Leikur þessi var vægast sagt mjög furðulegur og greinilegt á báðum liðum að ekki var alltof mikið í húfi, sjálfsagt hafa bæði liðin verið að spara sig fyrir stórátökin í kvöld, en þá leika liðin saman í átta liða úrslitum i bikarkeppni HSÍ. Það voru ekki færri en 33 mörk sem skoruð voru í fyrri hálfleik, staðan í leikhléi var 17—16 fyrir Val. Varnarleikur beggja liða, svo og markvarsla, var nánast engin eins og markatalan ber með sér. Mikill hraði var í leiknum í fyrri hálfleik og sóknirnar mjög stuttar hjá báðum liðum. Þetta lagaðist aðeins í síðari hálfleik en þá léku bæði liðin mun betur og fóru sér ekki eins óðslega. Það er athyglisvert í leiknum og sýnir gang hans að í fyrri hálfleik skora Valsmenn 17 mörk en fyrstu 26:26 14 mínútur síðari hálfleiksins skora þeir aðeins eitt mark. FH-ingar hófu síðari hálfleik- inn af miklum krafti og ná forystunni 18—17 með góðu marki frá Geir Hallsteinssyni, héldu þeir forystunni út hálfleikinn og þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum hafði FH náð fjögurra marka forystu 23—19 og voru þeir hinir mestu klaufar að tapa forystunni niður. Valsmenn brugðu reyndar á það ráð að elta Geir Hallsteinsson og við það riðlaðist leikur FH nokk- uð, en Geir var mjög sprækur í leiknum og skoraði falleg mörk. Valsmenn minnkuðu muninn smátt og smátt og þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum reyndi Kristján Arason skot, Brynjar varði og Valsmenn brun- uðu upp og Stefán Gunnarsson jafnaði með skoti af línu. Þar voru Valsmenn heppnir. Bestu menn FH í leiknum voru þeir Sæmundur Stefánsson og Geir Hallsteinsson, þá varði ungur markvörður liðsins, Haraldur Ragnarsson, mjög vel í síðari hálfleiknum. Hjá Val bar einna mest á þeim Stefáni Halldórssyni og Brynjari Harðarsyni en báðir sýndu ágætan leik. Greinilegt var að Hilmar þjálfari var frekar að spara þá stóru sterku fyrir átökin í kvöld en sá leikur skiptir öllu meira máli. í STUTTU MÁLI íslandsmótið 1. deild. FH — Valur íþróttahúsinu Hafnarfirði 16. mars. FH - Valur 26-26 (16-17) MÖRK FH: Sæmundur 7, Kristján 6/5, Geir 5, Pétur 2, Guðmundur 2, Magnús 2, Árni 1, Guðmundur Árni 1. MÖRK Vals: Stefán H. 6, Brynjar 5/2, Þorbjörn G. 4, Þorbjörn J. 4, Stefán G 2, Bjarni 2, Björn, Jón H. og Gunnar eitt mark hver. BROTTVÍSUN af leikvelli: Sæm- undur Stefánsson FH í 2 mín. MISHEPPNUÐ vítaköst: Kristján Arason skaut í stöng á 39. mín. DÓMARAR: Ólafur Steingríms- son og Árni Tómasson. - þr. Skagamenn seigir en KR—ingar betri KR vann nokkuð öruggan sigur á ÍA í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ á Akranesi á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 28—22 fyrir 1. deildar liðið, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13-9. Gangur leiksins var sá, að heimaliðið náði snemma góðri forystu, t.d. 3—1, 5—2 og siðast 6—4. Ená 17. mínútu jafnaði KR loks í 6—6, komst síðan yfir er íA átti slæman kafla og eftir það var aldrei spurning hvorum meg- in sigurinn hafnaði. Þrátt fyrir mikið markaskor var Sævar markvörður ÍA líklega besti maður liðsins, en markhæst- ir voru Haukur með 8 mörk, 7 víti, Kristján 4, Guðjón og Jón Hjaltalín 3 hvor. Björn Pétursson var markhæstur hjá KR með 8 mörk, öll úr vítaköstum. Símon skoraði 7 mörk, Haukur Ottesen og Konráð f jögur hvor. HB/gg. Vel heppnað unglingamót hjá T.B.R. um helgina Helgina 15. og 16 mars var Meistaramót TBR í unglinga- flokkum haldið í TBR-húsinu. Mótið var einkum mikilvægt fyrir þá sem fæddir eru árið 1965 því að í sumar kemur til þess að eitt par verði valið úr þeim aldurshópi til að fara í æfinga- búðir í Danmörku i tilefni 50 ára afmælis danska badmintonsam- bandsins. Og þrátt fyrir að aðrir keppendur hefðu ekki að öðru eins að stefna létu þeir sitt ekki eftir liggja í mótinu og voru margir leikjanna mjög skemmti- legir og spennandi. Til nýjungar má telja að í þessu móti var það, að á meðan leikjum stóð var dregið úr nöfn- um keppenda og þeir sem höfðu heppnina með sér fengu ýmis konar glæsilegan badminton- varning í vinning. Annars urðu úrslit sem hér segir: Hnokkar — einliðal: Árni Þ. Hallgrímsson IA sigraði Pétur Lents TBR 11:2 og 11:4. Hnokkar — tvíl: Árni Þ. Hallgrímsson ÍA og Valdi- mar Sigurðsson ÍA sigruðu Har- ald Hinriksson ÍA og Bjarka Jóhannesson ÍA 15:6,13:18 og 15:4. Tátur — einliðal: Guðrún Júlíusd. TBR sigrað Maríu Finnbogad. ÍA 11:3 og 11:6. Tátur — tvíll: Guðrún Júlíusd. TBR og Helga Erla Þórisd. TBR sigruðu Ástu Sigurðard. ÍA og Maríu Finn- bogad. ÍA 15:3 og 17:14. Hnokkar — Tátur — tvenndarl: Árni Þ. Hallgrímsson ÍA og Ásta Sigurðard. í A sigruðu Pétur Lents og Guðrúnu Júlíusd. TBR 15:3 og 17:14. Meyjar — einliðal: Þórdís Edwald TBR sigraði Karít- as Jónsd. ÍA 11:3 og 11:3. Meyjar — tvíll: Þórdís K. Bridde TBR og Rannveig Björnsd. TBR sigruðu Lindu Sif Friðleifsd. TBR og Guðrúnu B. Gunnarsd. TBR 15:4 og 15:5. Sveinar — tvíH: Þórður Sveinsson TBR og Snorri Ingvarsson TBR sigruðu Ingólf Helgason ÍA og Pétur Lents TBR 7:15,15:5 og 15:10.' Sveinar — Meyjar — tvenndarl: Þórður Sveinsson TBR og Þórdís Elisabet Þórðardóttir T.B.R. stóð sig vel í mótinu. K. Bridde TBR sigruðu Ingólf Helgason ÍA og Karítas Jónsd. ÍA 15:10,11:15 og 15:6. Drengir — einliðal: Indriði Björnsson TBR sigraði Pjetur TBR 15:4 og 15:4. Drengir — tvíll: Þórhallur Ingason ÍA og Erling Bergþórsson ÍA sigruðu Pjetur Hjálmtýsson TBR og Ólaf Ing- þórsson TBR 12:15,15:9 og 15:11. Telpur — einliðal: Elísabet Þórðard. TBR sigraði Þórunni Óskarsd. KR 9:11, 11:4 og 11:0. Þórunn Óskarsd. KR. og Ingunn Viðarsd. IA sigruðu Þór- dísi Edwald TBR og Svövu Jo- hansen TBR 15:5 og 15:1. Drengir —Telpur — tvenndarl: Pjetur Hjálmtýsson TBR og Þór- unn Óskarsd. KR. sigruðu Indrið Björnsson TBR og Þórdísi Edwald TBR 15:14,12:15 og 15:12. Piltar — einliðal: Skarphéðinn Garðarsson TBR sigraði Þorgeir Jóhannsson TBR 15:10 og 15:6. Piltar — tvíll: Skarphéðinn Garðarsson TBR og Þorgeir Jóhannsson TBR sigruðu Indriða Björnsson TBR og Birgi Ólafsson TBV 17:14 og 15:13. Stúlkur — einliðal: Kristín Magnúsd. TBR sigraði Sif Friðleifsd. KR. 11:7 og 11:3. Piltar — stúlkur — tvenndarl: Skarphéðinn Garðarsson og Krist- ín Magnúsd. TBR sigruðu Þorgeir Jóhansson TBR og Sif Friðleifsd. KR. 15:13,14:17 og 15:13. Sæmundur Stefánsson sem hér er tekinn föstum tökum, var atkvæðamikill í liði FH. fMMMH mm am M M mm mm Einkunnagjofin v .............’......__.. FH: Sverrir Kristinsson 1, Haraldur Ragnarsson 2, Geir Hallsteinsson 3, Sæmundur Stefánsson 4, Valgarð Valgarðsson 1, Árni Árnason 2, Kristján Arason 3, Guðmundur Magnússon 2, Guðmundur SteMnsson 2, Magnús Teitsson 2, Pétur Ingólfsson 2, Hans Guðmundsson 1. Valur: ólafur Benediktsson 1, Brynjar Kvaran 2, Þorbjörn Guð- mundsson 2, Þorbjörn Jensson 2, Steindór Gunnarsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, SteMn Gunnarsson 2, Jón Karlsson 2, Gunnar Lúðvíksson 1, SteMn Halldórsson 3, Brynjar Harðason 3, Björn Björnsson 2. Valur með yfirburði í 2. flokki kvenna VALUR varð íslandsmeistari í 2. ÍA — Fylkir 5—5 flokki í handknattleik kvenna, en Valur — ÍR 9—7 úrslitakeppnin íór fram á Akra- ÍA — Fram 11—11 nesi um helgina. Voru yfirburðir Valur — Fylkir 9—6 Valsstúlknanna umtalsverðir, Huginn — Fram 4—9 t.d. vann liðið Fram, sem varð í ÍA — Valur 4—7 öðru sæti, 7—1. Valur fékk fullt Fram — ÍR 6—3 hús stiga, 10 stig, en Fram hlaut Huginn — ÍA 4—11 7 stig. Fylkir — Fram 4—11 ÍA hreppti þriðja sætið Huginn — ÍR 7—13 eftir aukaleik við ÍR. Var jafnt Valur — Fram 7—1 að loknum venjulegum leiktíma í Huginn — Fylkir 5—2 aukaleiknum, 6—6, en Skaga- ÍA — ÍR 8—8 stelpurnar knúðu fram sigur í Huginn — Valur 2—14 framlengingu. Úrslit einstakra ÍR — Fylkir 14—6 leikja urðu annars þessi: HB/gg. Tveir ungir og efnilegir badmintonspilarar, Snorri Ingvarsson til vinstri og Þórður Sveinsson báðir i T.B.R. li

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.