Morgunblaðið - 18.03.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
27
Bjarni varð meistari
í Qpna flokknum
á Islandsmeist-
aramótinu í judo
SÍÐARI hluti íslandsmótsins í
judó fór fram í íþróttahúsi Kenn-
araháskólans um helgina. Keppt
var í opnum þyngdarfiokki karla
og kvennaflokki og í þyngdar-
flokkum unglinga. Bjarni Frið-
riksson Ármanni sigraði með
nokkrum yfirburðum í karla-
flokki, og lagði mótherja sína
örugglega. Er hann greinilega
okkar sterkasti júdómaður í dag.
Sýndi Bjarni oft hrein og falleg
brögð. Ætti hann að eiga góða
möguleika á Norðurlandameist-
aramótinu sem fram fer í Finn-
landi á næstunni. í kvennaflokki
sigraði Margrét Þráinsdóttir
Ármanni. Annar i karlaflokki
varð Halldór Guðbjörnsson en
hann vann nauman sigur á Sig-
urði Haukssyni i undanúrslitun-
um. Úrslitin i mofinu urðu ann-
ars sem hér segir.
Úrslitin í opnum flokki karla:
Bjarni Friðriksson Ármanni
Halldór Guðbjörnsson JR
Sigurður Hauksson og Ómar Sig-
urðsson UMFK
Úrslitin í opnum flokki kvenna:
Margrét Þráinsdóttir Á
María Gunnlaugsdóttir Á
Guðríður Júlíusdóttir og Sigrún
Sveinsdóttir Á
Unglingar 15 til 17 ára:
Þungavikt:
Þorsteinn Kjartansson UBA
Kristján Valdimarsson Á
Kristján Friðriksson ÍBA
Millivikt: Hilmar Bjarnason Á
Magnús Jónsson Á
Broddi Magnússon ÍBA
Léttvikt:
Halldór Jónasson Á
Ágúst Egilsson UMFK
Guðmundur Sigurðsson Á
— þr.
ómar Sigurðsson UMFK kominn í úlfakreppu í einni af glímum
sinum á mótinu. Ómar varð i þriðja sæti á mótinu i karlaflokki, ásamt
Sigurði Haukssyni.
nœstunni
Meistarakeppni Evrópu
Brottför: . , , . Heimkoma:
Föstudaginn 28. marz 2jð ClSgfl TGrO. Sunnudaginn 30. marz
kl. 17.00 frá Keflavík. kl. 15.0ð frá Munchen.
Dagskrá:
Verzlanir opnar frá 09.00—14.00.
Knattspyrna: 29. marz kl. 15.30.
TSV Munchen 1860 — Schalke 04.
Handknattleikur: 29. marz kl. 19.15.
Valur — Grossvallstadt.
Verö kr. 184.700.-(Greiösluskilmálar).
InnlfsliA:
Flugferöir — gisting meö morgunveröi (öll gisting meö baöi) — flutningur til og frá
flugveili — aögöngumiöar (sæti) á báöa lelkina og feröir.
Fararstjórar: Jóhann Ingi Gunnarsson og Ólafur H. Jónsson.
FERÐASKRIFSTOFAN
URVAL
VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900
• Tveir frægustu leikmenn Grosswaldstadt, Kurt Kluhspies (t.v.) og Manfred
Hoffmann markvörður, báðir með yfir 100 landsleiki og 500 deildarleiki.
Ljósm. Klaus Weingartner.
Hafa ekki tapað
leik á heimavelli
í heil fjögur ár
EFTIR nákvæmlega tvær vikur
leika Valsmenn úrslitaleik sinn í
Evrópumeistarakeppninni i
handknattleik. Mótherjar þeirra
eru vestur-þýsku meistararnir
Grosswaldstadt, eins og öllum er
kunnugt um. En hver er styrk-
leiki þessa þýska liðs og hver
hefur verið árangur þess í gegn
um árin? Grosswaldst. er nú
langsterkast handknattleiksliða í
V-Þýskalandi.
Liðið sem er reyndar núverandi
Evrópumeistari í handknattleik er
byggt upp af geysilega sterkum
leikmönnum og leikreyndum. Lið-
ið hefur svo gott sem tryggt sér
meistaratitilinn í V-Þýskalandi í
ár. Liðið þarf aðeins að fá eitt stig
til viðbótar þeim 36 sem það hefur
63. héraðsþing Ungmenna-
sambands Austur-Húnvetninga
var haldið á Skagaströnd laug-
ardaginn 1. mars. Þingið sátu
rúmlega 30 fulltrúar auk
stjórnar USAH og gesta.
Á þinginu var lögð fram árs-
skýrsla sambandsins. Þar kom
m.a. fram að á siðasta ári voru
iþróttaþjálfarar í starfi hjá sam-
bandinu og aðildarfélögum þess.
Héraðsmót voru haldin í frjálsum
íþróttum, knattspyrnu og sundi.
Únglingamót voru í frjálsum íþr.
og knattspyrnu. Keppni fór fram
í ýmsum iþróttum milli skólanna
í héraðinu, en USAH stendur
árlega fyrir slikri keppni.
Keppendur voru sendir á mörg
íþróttamót utan héraðs. Frjáls-
íþróttalið sambandsins sigraði
sýslukeppni við Vestur-Húnvetn-
inga og Skagfirðinga og í þriðju
deild Islandsmótsins varð liðið í
þriðja sæti. Unglingar voru sendir
á meistaramót yngri aldursflokk-’
þegar fengið, og þetta eina stig
þarf að koma úr einhverjum þeim
sex leikja sem eftir eru. Líklegra
er að stigin verði 12. Grosswaldst.
hefur aðeins tapað einum leik í
allan vetur í deildinni og ekki gert
nema fjögur jafntefli. Liðið hefur
ekki tapað leik á heimavelli í
fjögur ár, já fjögur heil ár.
Frábær árangur. Þetta sýnir okk-
ur best að það verður á brattann
að sækja hjá liði Vals. Til að fá
enn frekari upplýsingar um liðið
slógum við á þráðinn til Jóns
Péturs Jónssonar sem er fyrrver-
andi Valsleikmaður og hefur dval-
ið í V-Þýskalandi í vetur og leikið
með Dankersein. Við báðum hann
að spá í möguleika Vals í úrslita-
leiknum. Jón sagði:
anna í frjálsum íþróttum. Þangað
fá þeir unglingar að fara sem
skara fram úr á skólamótinu. Á
meistaramótinu, sem háð var í
febr. sl. áttu USAH tvo íslands-
meistara og tveir keppendur urðu
í öðru sæti á því móti.
Húnavakan, hin árlega fræðslu-
og skemmtivaka Ungmennasam-
bandsins var haldin í apríl sl. vor.
í ár er áætlað að Húnavakan
hefjist 23. apríl. Ritið Húnavaka
kemur árlega út í tengslum við
samkomuna,
Á þinginu var lýst kjöri íþrótta-
manns ársins og var það Sigríður
Gestsdóttir. Þá var afhentur far-
andbikar því félagi, sem bestum
árangri náði á mótum innan
sambandsins á síðasta ári. Umf.
Fram á Skagaströnd sigraði þá
keppni með 48 stigum, en Umf.
Hvöt á Blönduósi hlaut 46 stig.
Form. UMFÍ, Pálmi Gíslason af-
henti sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni
prófasti starfsmerki UMFÍ fyrir
mikil og góð störf í þágu USAH.
— Valur hefur allt að vinna og
engu að tapa í þessúm leik. Ég tel
líkurnar 30 hjá Val á móti 70 fyrir
Þjóðverjana, en lið Grossvaldst. er
alls ekki óvinnandi. Leiki þeir til
dæmis slakan leik og Valur nái
sínum besta getur allt gerst. Hinn
frægi markmaður Manfred Hoff-
mann hefur ekki varið vel í
síðustu fjórum leikjum með liði
sínu, og langt frá því leikið vel.
Hins vegar hefur allur varnarleik-
ur og sóknarleikur liðsins verið
frábær. Leikmenn liðsins hafa
allir um og yfir 500 deildarleiki og
sumir hverjir yfir 100 landsleiki
og eru því reynslumiklir leikmenn
og líkamlega sterkir svo að af ber.
Lykilmaðurinn í liðinu er Kurt
Kluhspies; hann verður að stoppa,
þá er mikið fengið. Skyttur eins og
Meisinger og Freisler eru báðir
stórhættulegir og skora megnið af
mörkum liðsins. Ég er búinn að
senda Hilmar þjálfara þrjár
myndsegulbandsspólur og mikið
af upplýsingum um leikmenn. Það
kemur vonandi að gagni.
Valur hefur það fram yfir
Þjóðverjana og ætti því að geta
komið þeim á óvart. Valsmenn
eiga góða möguleika á að standa
sig vel hangi þeir á boltanum og
spili yfirvegað, að standa í þessum
körlum.
Blöð og sjónvarp hér ytra hafa
þegar bókað Grosswaldst. sem
meistara. Leiknum hér verður
bæði sjónvarpað og lýst í útvarpi.
Ég reikna með að aðsóknin hér
ytra verði um 9 til 10 þúsund
manns. Þó er ekki gott að segja til
um það.
Eitt atriði er ég hræddur um og
það er að dómararnir verði Vals-
mönnum óhagstæðir. Það er áber-
andi hér hversu aðkomudómarar
dæma með v-þýsku liðunum.
Sérstaklega þó danskir dómarar.
Dómurum er jafnvel hyglað til
þess að fá sem hagstæðasta dóm-
gæslu fyrir heimaliðið.
Að lokum báðum við Jón að spá
um úrslit í leiknum og hann
svaraði að bragði, Grosswaldstadt
vinnur leikinn 17—14. - þr.
Gróska í starfi
A-Húnvetninga