Morgunblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 18.03.1980, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980 41 fclk í fréttum + Þessi AP-fréttamynd er tekin yfir eitt af hinum sOgufrægu stórtorgum í London, Trafalgar torgið fyrir skömmu er þar var þá haldinn fjölmennur mótmælafundur á vegum brezku verkalýðsfélaganna, til að mótmæla stefnu stjómar Margrétar Thatchers á sviði efnahagsmála og niðurskurðar á fjárframlögum hins opinbera. — Verkalýðsforingjar sögðu eftir þennan fjölmenna fund, að þar hefðu verið alls um 140.000 manns. Væri þetta fjölmennasti mótmælafundur sem haidinn hafi verið í sögu Bretaveldis. + Maðurinn með svörtu húfuna á höfðinu er _prófessor Burhanudd- in Rabbani, en hann er foringi stjórnarinnar í Afganistan. Hann er hér á blaðamannafundinum, þar sem hann tilkynnti að stofn- að yrði byltingarráð til að stjórna og herða á hernaðarað- gerðum gegn uppreisnarmönnun- um í landinu, sem beriast gegn stjórnvöldum og her Sovétríkj- anna i landinu. Með honum á myndinni eru nánir samstarfs- menn hans tveir Nibi Mahamadi og Sebghatullah. + Læknar í Hollywood hafa sagt hinum fræga kvik- myndaleikara Steve McQueen, að hann sé heltek- inn af lungnakrabba, herma blöð. Hafa læknar boðið leik- aranum að þeir skuli gera sitt til þess að létta honum sjúkdómsbyrðina. Að sögn blaðanna, mun hann eiga aðeins eftir ólifað í svo sem tvo mánuði. I desembermán- uði hafði hann orðið að fara á sjúkrahús, en þá var verið að vinna við töku myndar- innar „The Hunter“. Hann hefur síðan verið undir lækn- is hendi. Vill hann að læknar fylgist með framvindu sjúk- dómsins, ef það gæti orðið að liði í sambandi við baráttuna gegn krabbameini. Fyrir nokkrum mánuðum giftíst hann ljósmyndafyrir- sætunni Barböru Minty. — Hann hefur mikinn áhuga á flugi gamalla flugvéla. Þess er getið, að hann hafi hætt mótorhjólaakstri, selt öll sin bifhjól 30 talsins. Konan hans er nú að læra flug hjá honum. + Ítalía hefur fyrir skömmu skipt um sendiherra hér á landi. Hinn nýi sendiherra kom fyrir skömmu í fyrsta skipti hingað til lands til þess að afhenda forseta fslands embættisskilriki. — Var þessi mynd tekin við það tækifæri. — Sendiherrann er fyrir miðju, en hann heitir Franco Ferretti. — Olafur Jóhannesson utanrikisráðherra var þar viðstaddur. Sendiherrann er með aðsetur i Osló. Prúttmarkaður 2. HÆÐ LAUGAVEGI 66 Ennþá er hægt aö gera stórkostleg kaup: Herraföt Dömukápur frá 39.900 frá 9.900 Stakir herraullar- Pils frá ’/«s.. 4.900 jakkar frá 23.900 Kjólar Stakir Blazer jakkar frá ; 7.900 frá 17.900 Úlpur Skyrtur frá 14.900 frá 3.900 Blússur Buxur allskonar frá 3.900 frá 8.900 Vesti Smekkbuxur frá 3.900 frá 8.900 og margt fleira. Allt á að seljast p Russarnir koma 20. marz Aóalfundur Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 2. maí 1980, kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvæmt 15. grein sam- þykktanna. 3. önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, 25. til 30. apríl. Stjórnin EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.