Morgunblaðið - 18.03.1980, Síða 48
Gull og silfur til
fermingargjafa
<í>uU Sz á?ilfttr
Laugavegi 35
Lækkar
hitakostnaðinn
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1980
Frá eldstöðvunum norður af Kröflu
síðdegis á sunnudag. í>é tók ljósm. Mbl.
Ragnar Axelsson þessa mynd úr lofti
yfir nyrsta hluta sprungusvæðisii^þar
spýttust rauðir logar upp af sprung-
unni, eins og Ijós á stjaka. og hraunið
vall út frá þeim.
Kröflueldar:
ww
Oflugasta gos-
ið frá upphafi
MESTA eldgus Krötluelda, frá því þeir hófust í desember 1975, varö á
sunnudag, er gaus á nimlcKa fjögurra km langri sprungu, er nær frá
Leirhnjúki fáa km frá Kröfluvirkjun, og norður í Gjástykki. Voru mestu
eldarnir nú norðarlega, en i hverri hrinu Kröfluelda hefur gossprungan
lengst í norður, sem er hagstæðara, því við það minnkar hættan á að
vcrulcgt eldgos skaði byggð eða verksmiðjur. í þessu f jörða eldgosi í um það
bil tylft af eldvirknishrinum Kröfluelda var gossprungan nú mun lengri.
hraunið sem upp kom meira og eldgosið stóð líka lengur en áður hefur
orðið, eða frá kl. 3.15 siðdegisá sunnudag og fram yfir kl. 10 um kvöldið.
Stöðugir jarðskjálftar fylgdu og
sáust á mælum í Reykjahlíð frá því
gosið hófst, en herti mjög um kvöld-
ið. Þá fundust rækilega margir stórir
kippir í Mývatnssveit og drunur
heyrðust í lofti á undan þeim. Munu
þeir hafa verið 3—4 að styrkleika á
Richterskvarða. Var hraunkvikan þá
talin vera farin að ganga til suðurs í
átt að Bjarnarflagi, enda var þá
hratt landsig við Kröflu. Óttuðust
menn að gos kynni.að færast þangað
og skaða Kísilverksmiðjuna, en í
gosinu 1977 kom upp gosefni í
borholu þar nokkrum klukkustund-
um eftir að hætti að gjósa norðurfrá.
En land fór aftur að rísa um miðja
nóttina og dró úr styrkleika jarð-
skjálftanna, þótt þeir héldu stöðugt
áfram á mælunum. Sprungur virtust
ekki hafa gliðnað í Bjarnarflagi, en
einhver hreyfing hefur samt verið
um nóttina, því símalínan til Kröflu
slitnaði. Almannavarnir í Mý-
vatnssveit, sem höfðu sent út aðvar-
anir og biðu til reiðu í stjórnstöð,
hættu vaktinni kl. 11 á mánudags-
morgun.
í gærkvöldi héldu jarðskjálftar
áfram að hjaðna og aðeins lagði
gufur upp úr gossprungunni.
Sjá nánar frásögn á bls. 18 og 19.
Vestfirðir:
Verkfall hjá
sjómönnum?
SÁTTAFUNDUR var haldinn á ísa-
firði i gær i kjaradeilu Sjómanna-
félags ísafjarðar og Útvegsmanna-
félags Vestfjarða. Tii hans boðaði
Guðmundur Vignir Jósefsson, vara-
sáttasemjari. A fundinum höfnuðu
útvegsmenn öllum kröfum sjó-
manna og benda þvi allar líkur til
þess, að á fimmtudag hefjist verk-
fall sjómanna á fjórum skuttogur-
um Vestfirðinga, en verkfalli á
línuhátum hafði verið frestað til 30.
marz.
Samkvæmt upplýsingum Péturs
Sigurðssonar, formanns Alþýðu-
sambands Vestfjarða tefldu útvegs-
menn vestra fram Kristjáni Ragn-
arssyni, formanni Landssambands
íslenzkra útvegsmanna og kvað Pét-
ur það ekki hafa gerzt í áratugi, að
Hagsmunaaðilar í ullariðnaði:
Greiðslugetan þrotin
fjöldauppsagnir blasa
við
Á FUNDI hagsmunaaðiia í uilar-
iðnaði, sem haldinn var á Hótel
Sögu í gærdag kom fram, að þrátt
fyrir aðgerðir ríkisvaldsins til að-
stoðar ullariðnaðinum teldu hags-
munaaðilar hans að greiðslugeta
margra fyrirtækjanna væri í reynd
þrotin og fjöldauppsagnir blöstu
við, ef ekki kæmu til frekari
aðgerðir. Einnig kom fram í máli
manna, að gerðir ríkisvaldsins,
aðrar en aukning niðurgreiðslu á
uli, kæmu fyrirtækjunum að harla
litlu gagni, og um þrir fjórðu
hlutar vandans væru enn óleystir.
Fundurinn var haldinn að tilhlut-
an Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar-
ins, Félags ísl. iðnrekenda og Iðnað-
ardeildar S.I.S. í setningarorðum
Davíðs Sch. Thorsteinssonar kom
m.a. fram, að framleiðslukostnaður
iðngreinarinnar hefði aukist á sl. 12
mánuðum um 50% og út séð væri, að
aðgerðir ríkisvaldsins gerðu lítið til
að varanlegar úrbætur fengjust og
sama vandamál blasti við öðrum
útflutningsiðngreinum. Ef ekkert
yrði að gert væri fyrirsjáanlegt að
einhver af þremur jafnslæmum
kostum kæmi til, þ.e. sílækkandi
laun, lokun fyrirtækjanna, og í
framhaldi af því atvinnuleysi og
áframhaldandi fólksflótti úr land-
inu. Hann sagðist vona, að framá-
menn þjóðfélagsins sæju til þess að
þannig myndi ekki fara.
í máli manna og ályktun fundar-
ins kom fram, að a.m.k. fjögur atriði
þarf að taka til afgreiðslu af hálfu
ríkisvaldsins, til að iðnaðurinn geti
öðlast rekstrargrundvöll á ný. í
fyrsta lagi að innlent ullarverð verði
sambærilegt við heimsmarkaðsverð;
uppsafnaður söluskattur verði end-
urgreiddur jafnóðum; svonefnt „upp-
safnað óhagræði", þ.e. gengisóhag-
ræði verði einnig endurgreitt jafnóð-
um og ekki verði gripið til ráðstaf-
ana í sjávarútvegi sem verða til þess
að útflutningsiðnaðurinn sitji uppi
með óraunhæfa gengisskráningu.
Nánar verður sagt frá fundinum í
blaðinu á morgun.
formaður LÍÚ hafi komið vestur til
afskipta af kjaradeilu sjómanna.
„Okkur sýnist hér,“ sagði Pétur, „að
Útvegsmannafélag Vestfjarða hafi
afsalað sér sjálfstæði sínu gagnvart
LÍÚ og er það hlutur, sem kom okkur
mjög á óvart. Hefur LÍÚ loks náð
vestfirzkum útvegsmönnum undir
sitt vald, þannig að nú mega þeir
ekki semja um neitt.“
Pétur Sigurðsson kvað Kristján
Ragnarsson hafa lýst því yfir á
fundinum, að ekki yrði samið um
neitt, hvort sem vinnustöðvun yrði
aflétt eða ekki. Þessu svaraði hann,
er hann var spurður að því, hvort það
væri vegna þessarar verkfallsþving-
unar, sem útvegsmenn neituðu samn-
ingum, en hann kvað það ekki skipta
neinu máli.
Togararnir, sem stöðvazt við
verkfallið, sem kemur til fram-
kvæmda á fimmtudag, eru fjórir:
Guðbjörg, Júlíus Geirmundsson,
Guðbjartur og Páll Pálsson. Á hverj-
um þessara skuttogara eru 15 menn.
Verkfallið mun því ná til 60 sjó-
manna, en að auki kvað Pétur það ná
til 300 til 400 manns í landi eða
rúmlega það.
Kröfurnar, sem settar hafa verið
fram er 3% stigahækkun á skipta-
prósentu. Pétur sagði: „Reyndar er-
um við búnir að lækka hana niður í
llÆ%, þar sem hún er byggð á
olíusjóðnum, þar sem verið er að feta
sig aftur í gamla sjóðakerfið og vilja
menn koma í veg fyrir það. Þegar
sjóðakerfið var áflagt, var samið um
lægri skiptaprósentu, en nú virðist
svo sem menn vildu byrja á því á ný.
Þá er farið fram á frítt fæði, sem að
vissu leyti er eðlilegt fyrir menn, sem
vinna utan síns heimilis."
Ríkisspítalarnir:
Rúmlega 814 milljónir vantar á fjárlög
SAMTALS vantar rikisspitalana
á fjárlög 815 milljónir króna
vegna þess reksturs, sem talinn
hefur verið nauösynlegur við
rekstur Landspitalans. Fjárhæð
þessi er 450 milljónir króna
fyrir álags- og yfirvinnu og
fjárveiting vegna 53ja nauðsyn-
legra staða, sem nú þegar hafa
verið viðloðandi spitalann sam-
tals að upphæð 365 milljónir
króna. Heildarupphæð fjárvont-
unarinnar er þó eitthvað hærri,
þar sem þessar 365 milljónir eru
á verðlagi í janúar 1979.
Þessar upplýsingar koma fram
í viðtali við Davíð Á. Gunnarsson,
forstjóra ríkisspítalanna, sem
birt er í Morgunblaðinu í dag á
bls. 16. Ríkisspítalarnir fóru árið
1976 inn á föst fjárlög, en áður
nutu þeir tekna vegna daggjalda,
sem Borgarspítalinn og Landa-
kotsspítali starfa enn samkvæmt.
í viðtalinu telur Davíð kerfis-
breytinguna hafa verið til góðs
fyrir rekstur Landspítalans, en
hann bendir jafnframt á, að hefði
Landspítalinn á árinu 1979 verið
á daggjaldakerfi, hefði hann skil-
að tæplega 'h milljarði króna í
hagnað. Árlega hefði fjárveiting
á fjárlögum þó verið vanreiknuð
til spítalans, en það jafnan leið-
rétt síðari hluta árs.