Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 1
75. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Litlar líkur á að fleiri
finnist á lífi í pallinum
Borpallurinn Edda í forgrunni, en fjær sér á súlurnar fjórar, sem mara í
hálfu kafi. Alexander Kielland var íbúðapallur, þar sem viðgerðarmenn og
þjónustufólk úr ýmsum starfsgreinum dvaldi meðan það vann sín störf á
Ekofisk-svæðinu. AP-simamynd
Stavanger og Osló 28. marz frá NTB-fréttastofunni og Jan-Erik Lauré
fréttaritara Morgunblaðsins.
NÆR ENGAR likur eru taldar á þvi lengur, að lifsmark finnist i flaki
ibúðapallsins Alexander Kielland, sem hvolfdi mjög skyndilega á
Ekofisk-oliusvæðinu i Norðursjónum um klukkan 19.30 i fyrrakvöld.
Kafarar bönkuðu pallinn að utan i gær, en fengu ckkert svar innan frá,
sjónvarpsvélar voru sendar niður, en allt kom fyrir ekki. Leitin næstu
daga mun þvi að mestu snúast um hafsvæðið i kring i von um að einhverjir
hafi komist um borð i bát eða á annað flot og ekki fundizt i dag, föstudag,
þrátt fyrir leit um 2000 manna frá Noregi, Danmörku, Bretlandi og
V-Þýzkalandi á skipum, þyrlum og flugvélum. Björgunaraðgerðirnar eru
taldar þær umfangsmestu. sem um getur á friðartimum.
Kafarar, sem fóru niður að flak-
inu, sögðu frá því, að næstum allar
rúður væru brotnar í íbúðarbygging-
unni á dekki pallsins og því væru
litlar líkur á að menn væru enn á lífi
í vistarverum og að þar hafi ein:
hvers staðar myndast loftrúm. I
ibúðunum voru ekki vatnsþéttar dyr.
Enn hefur engin skýring fengizt á
því hvers vegna ein súlan af fimm,
sem bar pallinn uppi brotnaði svo
skyndilega á fimmtudaginn, en á
innan við 10 mínútum snerist pallur-
inn þannig að í gær möruðu aðeins
endar súlanna fjögurra, sem eftir
eru, í sjávarborðinu. Helzt er talið
að málmþreyta ásamt vondu veðri
hafi orsakað slysið mikla, sem
Oddvar Nordli forsætisráðherra
Noregs lýsti í gær, sem mesta
harmleik norsku þjóðarinnar á frið-
artímum.
Björgunaraðilar og fyrirtæki þau,
sem höfðu með íbúðarpallinn að gera
voru ekki sammála um það í kvöld
hversu margra væri enn saknað.
Fyrirtækin sögðu þá vera 101, en
björgunaraðilar 99. 38 lík höfðu
fundizt í kvöld og 89 hefur verið
bjargað. Súlan, sem brotnaði frá
pallinum var í dag tekin í tog og er
dráttarbátur væntanlegur með hana
til Stavanger á mánudag. Talið er að
rannsóknir á súlunni geti gefið
upplýsingar um orsakir slyssins og
einnig verður reynt að fá íbúðarpall-
inn „á réttan kjöl“ að nýju. Það er þó
talið erfiðleikum háð vegna bor-
turnsins, sem er á Kielland, en
turninn sem er 200 tonna þungur, er
einnig talinn hafa valdið því hve
snögglega pallurinn snerist.
Alexander Kieland er af svokall-
aðri „Pentagon-gerð“ og eru 10 aðrir
slíkir pallar í notkun í Noregi. Ekki
er vitað hvaða afleiðingar þetta slys
hefur á notkun á þeim í framtíðinni
eða olíuvinnslu almennt. I Noregi
var strax í morgun skipuð rann-
sóknanefnd á skyndifundi ríkis-
stjórnarinnar og í Bretlandi var
þetta mál til umræðu í brezka
þinginu.
Þrír dráttarbátar halda Alexand-
er Kielland á sínum upprunalega
stað og reyna að koma í veg fyrir að
pallinn reki af stað. Ef slíkt gerist er
óttast að borturninn kunni að eyði-
leggja olíuleiðslur á hafsbotninum.
Rætt hefur verið um að sprengja eða
skera-turninn frá pallinum, en ef
slíkt verður gert er óttast að pallur-
inn kunni að sökkva til botns.
Sjá nánar bls. 22, 23 og
baksiðu
Björgunarþyrla kemur með 16 þá fyrstu, sem björguðust er Alexander Kielland hvolfdi I fyrrakvöld. Myndin er
tekin á flugvellinum I Stavanger snemma I gærmorgun. (APsímamynd)
Herbert Hansen
Einn íslendingur
meðal hinna týndu
MEÐAL þeirra, sem saknað er af
ibúðarpallinum Alexander Kiel-
land, sem hvolfdi i Norðursjónum
í fyrrakvöld, er íslendingurinn
Herbert Hansen frá Akureyri.
Hann er 33 ára og þriggja barna
faðir. Herbert starfar sem suðu-
maður hjá fyrirtækinu Stavanger
Drilling, sem átti þennan íbúð-
arpall.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið aflaði sér í gær átti
Herbert að vera í leyfi þessa viku
fram til föstudags, en þá að fara á
ný til starfa úti á olíusvæðinu. Að
beiðni fyrirtækisins ákvað hann
þó að vinna þá viku sem er að líða,
þar sem nauðsynlega vantaði
suðumenn.
Undanfarin ár hefur töluverður
hópur íslendinga starfað á olíu-
svæðunum og munu vera á milli 10
pg 20 um þessar mundir. Aðrir
íslendingar en Herbert Hansen
munu ekki hafa verið um borð í
Alexander Kielland er slysið varð,
en fréttir þar að lútandi voru mjög
óljósar fram eftir öllum gærdegin-
„Ægileg skelfing greip um sig
og allir reyndu að komast út“
Ósló 28. marz AP og NTB.
ÞEIR fyrstu sextán sem
bjargað var af íbúðar-
pallinum „Alexander
Kielland“ komu til Staf-
angurs árla föstudags og
skýrðu lítillega frá því
hvernig atburðarásin
var.
Olav Forseheim, 35 ára gamall
norskur verkamaður, sagði: „Ég
sat inni í kvikmyndahúsi ásamt
25—30 manns og vorum við að
bíða eftir að venjuieg kvöldsýn-
ing hæfist. Þá heyrðum við
sprengingu og pallurinn snögg-
hallaðist og á 15 sekúndum
hallaðist hann um 30—40
gráður. Við köstuðumst að
veggnum og ljósin slokknuðu í
salnum, svo að við sátum í
niðamyrkri. Geysileg skelfing
greip um sig meðal viðstaddra
og reyndu allir að þjóta í átt að
dyrunum. Ég hugsa að þó nokkr-
ir hafi ekki komizt út vegna þess
hvernig atgangurinn var — svo
að það varð alger teppa við
dyrnar.
Sjálfum tókst mér að komast
upp á efra þilfar sem þegar var
hálffullt af vatni. Ég þreif ein-
hvern hlífðarfatnað, galla og
björgunarbelti og mér skildist að
eini lífsmöguleiki minn væri að
stökkva fyrir borð og freista
þess að synda að pallinum Edda,
sem var í um það bil 40 metra
fjarlægð. Það hljómar ekki sem
að slíkt ætti að vera neinum
ofviða, en ég get fullvissað ykkur
um að þetta var voðaleg raun.
Sjórinn ískaldur, ofsarok og
ölduhæðin og þyngslin voru slík
að ég fann mjög fljótlega að ég
var að gefast upp. Þá var ég
aðeins liðlega hálfnaður yfir að
Edda-pallinum. Þá var björgun-
arþyrla komin á vettvang og
renndi til mín körfu og ég var
hífður um borð.“
Hann sagði að hann hefði
síðan litið í áttina að íbúðarpall-
inum og séð að hann var alveg á
hvolfi. „Þetta tók ekki meira en
fimmtán mínútur. Þá sást ekki
neitt af pallinum nema vottaði
fyrir hluta undirstöðunnar. Við
óttuðumst að pallurinn myndi
rekast á framleiðslupallinn, svo
að þaðan voru allir fljótlega
fluttir í burt,“ sagði Forsehim.
Theis Salvesen tókst að kom-
ast um borð í lífbát, en í nokkrar
mínútur börðust bátsverjar við
að losa bátinn úr davíðunum.
Það tókst að lokum, en þá var
báturinn brotinn bæði að fram-
an og aftan, enda hafði hann
lamist utan í pallinn. Um 25
manns komust upp í bátinn,
segir Salvesen. Hvað eftir annað
hélt ég að min síðasta stund
væri upp runnin á leiðinni yfir í
borpallinn Eddu, en ölduhæðin
var örugglega ekki minni en 6—7
metrar, segir Salvesen.