Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 Á undanförnum árum hefur orðið nokkur opinber umræða um heilbrigðismál, og þá ekki sízt um það, hvort heilbrigðisþjónustan á Islandi sé rekin á hagkvæman hátt. Hafa umræðurnar þá oftast hafizt með hugleiðingum um mis- munandi rekstrarform og mis- munandi greiðsluform hinna ýmsu stofnaná. í greinum sem birtust í Morgun- blaðinu 13. og 14. marz sl. ræðir Sigurður Þórðarson þessi mál og víkur í því sambandi að Landa- kotsspítala. Sigurður gerir í upphafi að umtalsefni og tilefni skrifanna ræðu, sem Olafur Örn Arnarson, yfirlæknir, hélt í áramótahófi á sjjítalanum, en í þessari ræðu vék Olafur að þeim hugmyndum sem nú nýlega hafa komið upp upi sameiningu allra sjúkrastofnana landsins undir eina stjórn, svo- nefnda Heilbrigðisstofnun ríkis- ins. Segir Sigurður m.a. í greininni, að í ræðu Ólafs Arnar komi fram dæmigerð oftrú á ágæti einkageir- ans til þess að leysa öll mál á betri veg en önnur rekstrarform og að allt sem fram fari á vegum hins opinbera sé óhæfa og bein sóun fjármuna. Hér er alrangt haft eftir Ólafi, sem ekki minnist orði á mismun einkarekstrar og opinbers rekstr- ar, heldur aðeins á ótrú sína á miðstýringu og stórum stofnun- um. Undir þá skoðun hans get ég tekið með góðri samvizku. Hins er að gæta að hvort kerfið um sig hefur til síns ágætis nokkuð, en i mínum huga eru kostir smærri eininga meiri en stórrekstur hefur upp á að bjóða. Miðstýring Stjórnskipuð nefnd, sem í dag- legu tali er nefnd miðstýringar- nefnd sendi frá sér á síðasta ári tillögu um Heilbrigðisstofnun ís- lands. I tillögunum er gert ráð fyrir því, að allur rekstur sjúkra- húsa yrði hér eftir í höndum ríkisins. Mikið vantar á, að nægileg grein sé gerð fyrir tillögum þessum og verður að vona, að nefndin eigi betri rökstuðning í fórum sínum en þann sem fram kemur í þeim skjölum, sem hún hefur dreift opinberlega. Engin tilraun virðist vera gerð til þess, að athuga ástandið í heilbrigðismálum eins og það er nú, eða reyna að afmarka það vandamál, sem ætlunin er að leysa. Engin tilraun er gerð til þess að kanna, hvort leiðir þær sem fara á, séu líklegar til að leysa einhver vandamál eða hvort þær skapi e.t.v. fleiri en þau leysa. í grein Sigurðar kemur hins vegar fram, að tilgangurinn sé fyrst og fremst sá, að færa á eina hönd fjárhagsábyrgð á rekstri og stjórnunarábyrgð. Sjálfsagt er þetta gott markmið, en ég leyfi mér að efast um, að sú leið, sem gert er ráð fyrir í tillögunum muni breyta því ástandi sem nú ríkir í þeim. Er þá illa farið ef gerðar eru grundvall- arbreytingar á öllu heilbrigðis- kerfi landsins til þess að ná þessu markmiði, en án árangurs. Eg er þeirrar skoðunar, að ná mætti þessu markmiði með ýms- um hætti án þess að gera svo róttækar breytingar, án þess að fara frekar út í það nú. Daggjaldakerfið Sigurður snýr sér síðan að því að ræða um daggjaldakerfið til þess að sýna fram á, að það sé ónothæft, einmitt vegna þess, að ekki fari saman fjárhagsleg ábyrgð og rekstrarleg ábyrgð. Hann nefnir þrjú atriði máli sínu til styrktar: 1 fyrsta lagi sé sterk tilhneiging tii að líta svo á, að rekstrarfjár- mögnun sjúkrahúsa sé sjálfvirk og sjálfstýrð. Þeir sem hafa búið við dag- gjaldakerfið hafa nú fremur talið það óvirkt en sjálfvirkt í þessu efni, sem sést af því að rekstrar- halli t.d. á Landakoti hefur nú undanfarin ár verið 11—12% af rekstrarkostnaði, vegna of lágra daggjalda. I öðru lagi telur hann að stjórnendur sjúkrastofnana líti svo á, að rekstrarhalli fáist þættur fyrr eða síðar. „Þar af leiðandi forðast stjórn- endur þessara stofnana að sýna rekstrarafgang. Svo má ætla að minnsta kosti." Eg mun láta kyrrt liggja að í ofangreindri tilvitnun felst áburð- ur um fölsun reikninga sem er meira en óviðeigandi að bera fram. Hins vegar verður að segja eins og er, að rekstrarafgangur hefur ekki verið í sjónmáli svo árum skiptir. Rekstrarhagnaður var síðast 1975 á Landakotsspítala og nam 0.37%. Árið 1976 kom út með 0.05% hagnað reikningslega en einungis vegna þess að hagnaður fyrra árs var færður til tekna. Ekki liggur fyrir nein tilraun til að forðast að sýna þennan hagnað, en síðan hefur þetta tæpast komið til. Halli hefur bæði fyrir og eftir þetta numið mun hærra hlutfalli. Árið 1977 var hallinn 7.08% af Logi Guðbrandsson: Fyrri grein rekstrarkostnaði, 1978 11.55% og 1979 11.84%. Þegar haft er í huga að 11.84% af rekstrarkostnaði ársins 1979 nemur 404 milljónum króna, má sjá, að það er harla auðvelt að komast hjá að sýna rekstrarafgang. Svo er þeim yfir- völdum, sem daggjöldin ákveða fyrir að þakka. Þá er það algjör misskilningur að spítalarnir geti gengið út frá greiðslu hallans, því að svo hefur verið stillt til, að hallinn er greiddur með svonefndum halla- daggjöldum, en jafnframt eru regluleg rekstrardaggjöld svo lág, að skuldasöfnun stendur í bezta falli í stað. Þriðja atriðið sem Sigurður nefnir, sem aðalókost daggjalda- kerfisins er svo furðulegt, að ætla mætti að hann hefði aldrei komizt í kynni við rekstur sjúkrahúsa. Hann telur að kerfið hafi leitt til þess, að reynt sé að láta sjúklinga liggja lengur inni á stofnunum en þörf krefur. Dettur einhverjum manni í hug, að legudögum fjölgi við það? Sigurður hefur engan fyrirvara um þessa staðhæfingu sína og væri fróðlegt að vita eftir hvaða heimildum hann fer. Ef hann hefði leitað þeirrar heimildar um Landakotsspítala, sem eðlilegast hefði verið, þ.e.a.s. skýrslu spítalans, sem út kemur á hverju ári og er dreift til hvers sem vill, hefði hann séð, að þetta er hrein fásinna. Daggjaldakerfið var tekið upp 1969 og fylgir hér með tafla yfir starfsemina frá þeim tíma. Sjúkl- Legu- Meðal- fjöldi dagar legutími 1969 3183 64.577 20.3 1970 3688 64.535 17.5 1971 3910 64.664 16.5 1972 4010 64.296 16.0 1973 3896 64.491 16.5 1974 3888 62.982 16.2 1975 4202 63.518 15.1 1976 4530 64.495 14.2 1977 4580 62.818 13.7 1978 4553 62.351 14.0 1979 4744 61.963 13.1 Af þessari töflu sést, að sjúkl- ingum fjölgar stöðugt, heildar- legudagafjöldi minnkar og meðal- legutími styttist stöðugt og hefur sjúklingafjöldi aldrei verið meiri, heildarlegudagafjöldi aldrei verið minni og meðallegutími aldrei styttri. Sú „töluverða gagnrýni" sem Sigurður segir að komið hafi fram á daggjaldakerfinu og hann telur einkum hafa beinzt að ofangreind- um þremur atriðum, hefur þannig enga stoð í veruleikanum, Margir hafa lagt orð í belg um daggjaldakerfið og fundið því eitt og annað til foráttu, þar á meðal ég. Ég hef hins vegar séð það betur og betur með árunum, að það er ekki kerfið sem slíkt á pappírnum, heldur hvernig stjórn- völd hafa framkvæmt það og einkum hvernig þau hafa brotið þær reglur sem þau hafa átt að fara eftir, sem er rót meinsemdar- innar. Fjárlagakerfið Sigurður telur, að sú aðferð að veita til spítalanna fastri fjárveit- ingu á fjárlögum, sé heppilegri aðferð en sú að greiða daggjöld. Hann er einnig sannfærður um það, að ríkisrekin sjúkrahús séu betur rekin en einkasjúkrahús eða sjúkrahús sveitarfélaga. Þessu hvorutveggja til sönnun- ar setur hann fram hækkun rekstrarkostnaðar 1976—1978 á Ríkisspítölum 134%, Sjúkrastofn- unum Reykjavíkurborgar 134%, Landakotsspítala 157%, St. Jós- efsspítala Hafnarfirði 179% og Sólvangi, Hafnarfirði 128%. Deila má lengi um það, hvort þetta séu réttar tölur. Þær tölur sem hér eru til grundvallar lagðar eru kostnaður spítalanna eftir að aðrar tekjur en daggjöld hafa verið dregnar frá. Það sem hins vegar máli skiptir er kostnaður við reksturinn, en ekki hvernig tekna er aflað. Allar svokallaðar sértekjur stofnananna eru ekki annað en aukin skattlagning á borgarana. Þá er einnig rétt að nefna, að Landakotsspítali og Sjúkrastofnanir Reykjavíkurborg- ar gefa út ársskýrslur með reikn- ingum sínum, en reikningar Rík- isspítalanna eru ekki gefnir út mér vitanlega og hafa ekki komið fyrir mín augu. Snúum okkur þá að tölunum, eins og þær birtust og lýst er hér að ofan. Þeim er ætlað að sýna, að ríkisrekin fyrirtæki séu betur rek- in en einkafyrirtæki eða fyrirtæki sveitarfélaga. Sjúkrastofnanir Reykjavíkur- borgar og Sólvangur eru bæði rekin af sveitarfélögum og eru bæði með lægri hækkunarpró- sentu en Ríkisspítalarnir. Tölunum er sömuleiðis ætlað að sýna ágæti fjárlagaleiðarinnar umfram daggjaldaleiðina. Ber þar enn að sama brunni: Tvö sjúkra- húsin með daggjöid eru lægri en Ríkisspítalarnir, en tvö hærri. Virðast því tölur þessar eins og þær eru fram settar í greininni ekkert sanna af því, sem þær áttu að sanna. Tölurnar eru hins vegar afar villandi að því leyti, að sýna einungis hækkun í prósentum, en ekki kostnað á hvern legudag, eða í öðrum sambærilegum einingum. Þá er þess auðvitað að geta, að starfsemi þeirra stofnana, sem tilgreindar eru, eru að ýmsu leyti mismunandi, sem gæti haft áhrif á hækkunarprósentuna. Sigurður Þórðarson getur þess að lokum í þessum þætti greinar sinnar, að á þessu tímabili hafi verið gerðar formbreytingar á rekstrarstjórn St. Jósefsspítala í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem St. Jósefsreglan hafi látið af stjórn þeirra eða dregið verulega úr áhrifum sínum. Má skilja orð hans svo án þess að sagt sé, að þetta hafi í sjálfu sér breytt rekstrinum fjárhagslega. Deila má um áhrif þessara breytinga, sem reyndar eru ekki umtalsverðar um St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Sama fólk hefur verið við rekstrarstjórn á báðum spítölunum eftir sem áður og aðrar aðstæður að þessu leyti svipaðar. Stjórnendur St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði geta sjálfsagt svarað fyrir sig, en ætla mætti, að stór nýbygging og nýir þættir í rekstri í því sambandi hafi einhver áhrif, enda þótt mér sé ekki kunnugt um það í smáat- riðum. Um Landakot gegnir nokkuð öðru máli. Áður en breyting var gerð á stjórnformi spítalans var ljóst, að sú breyting hefði í sjálfu sér í för með sér nokkra hækkun kostnaðar. Vitað var auk þess um yfirvofandi sölu spítalans með nokkrum fyrirvara eða í um tvö ár. Á þessum tíma var ýmislegt látið bíða, t.d. viðhald og fleira. Þegar kaupin voru um garð gengin varð að taka til hendi með aukn- um krafti og þetta skilaði sér í hækkuðum rekstrarkostnaði. Ég vil vekja athygli á því að þrátt fyrir þetta er kostnaður á hvern legudag á þessum tíma allmiklu lægri en á Borgarspítala og Landspítala. Sigurður Þórðarson dregur fram kostnaðartölur Ríkissptítal- anna, sem í sjálfu sér er fróðlegt að sjá, en ég vil enn undirstrika að reikningar Ríkisspítalanna eru ekki á lausu, svo að ég hef engin tök á að gagnrýna þá tölu sem hér er nefnd. Loks er þess að geta að kostn- aður spítalanna hefur hækkað mjög mismikið milli ára og milli spítala. Þannig hefur Borgarspít- alinn hækkað mest 1978—79. Landspítalinn 1973—74 og 1976— 77. Þessar sveiflur eru það örar og miklar, að þessar tölur um tvö ár eru fjarri þv^að vera marktækar. Einkarekstur og opinber rekstur í heilbrigöismálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.