Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980 35 irstjórn ... Frá borgarstjórn ... Frá borgarstjórn ... Frá borgarstjórn ... Frá borgarstjórn landnotkun sé forsenda þess, að skipulagsstjórn auglýsi aðalskipu- lagið. Eg tel nauðsynlegt að flýta staðfestingu og þar með prentun korta. Endurskoðun aðalskipu- lagsins frá ’77 mun taka það langan tíma, að til verulegra vandraeða verður fyrir byggð í borginni. Greiði því atkv. gegn þessari bókun“. Forystu- og aðgerðaleysi meirihlutans „Með þessari bókun meirihluta skipulagsnefndar var ljóst,“ sagði Birgir, „að draga átti staðfestingu aðalskipulagsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu tilraun til að fá þessu hnekkt í borgar- stjórn og fluttu svohljóðandi til- lögu þ. 4. janúar 1979: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, að allt verði gert, sem unnt er til að flýta staðfestingu aðalskipulags Reykjavíkur, sem samþykkt var í borgarstjórn 25. apríl 1977. í því sambandi beinir borgarstjórn því til skipulags- nefndar og Þróunarstofnunar að láta prenta landnotkunarkort að- alskipulagsins, en skipulagsstjórn ríkisins hefur gert prentun þeirra að skilyrði fyrir því, að aðalskipu- lagið verði auglýst til staðfest- ingar. Jafnframt beinir borgarstjórn því til skipulagsstjórnar ríkisins að hún hraði eins og mögulegt er staðfestingu aðalskipulagsins". Borgarfulltrúar vinstri meiri- hlutans fluttu svofellda breyt- ingartillögu: „Tillagan orðist svo: Borgar- stjórn Reykjavíkur samþykkir, að flýtt verði sem unnt er staðfest- ingu endurskoðaðs aðalskipulags Reykjavíkur. Borgarstjórn álítur ekki tímabært að hefja prentun landnotkunarkorta, þar sem ýms- um undirbúningi til staðfestingar skipulagsins er ekki lokið. Enn- fremur telur borgarstjórn rétt, að beðið sé ráðningar nýs forstöðu- manns Þróunarstofnunar og hon- um gefinn kostur á að kynna sér aðalskipulagið og hafa umsjón með því, að endanlegum frágangi þess verði lokið með staðfestingu í huga“. Þessi breytingartillaga var sam- þykkt með 8:7. Nú leið heilt ár, án þess að málið væri tekið fyrir í skipulags- nefnd," sagði Birgir. „Ekki var fjallað um þetta mál fyrr en þann 28. janúar 1980. Það sýnir betur en flest annað hverslags forystu- og aðgerðaleysi hefur verið í þessum málum hjá hinum nýja meiri- hluta." Birgir sagði að þau atriði sem að Sigurður Harðarson hefði talið upp og nefnt sem dæmi um hvað unnið hefði verið á Þróunarstofn- un, afsökuðu ekki þetta aðgerða- leysi. „Síðan gerðist það næst á fundi skipulagsnefndar þann 11. febrúar sl., að við Hilmar Ólafsson létum bóka eftirfarandi í uppháfi fund- arins: „Við lýsum undrun okkar yfir því plaggi sem lagt hefur verið fram í skipulagsnefnd frá Þróun- arstofnun Reykjavíkur undir heit- inu „Umsögn um staðfestingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 1975— 95“. í umsögninni úir og grúir af röngum staðhæfingum og rökleys- um. Þessi vinnubrögð Borgar- skipulags Reykjavíkur (Þróun- arstofnunar) hljóta að rýra veru- lega faglegt traust manna á þess- ari stofnun. Við áteljum einnig að skýrsla þessi ber með sér að vera samin í október, en er ekki lögð fram í skipulagsnefnd fyrr en tæpum fjórum mánuðum síðar. Um efnisatriði viljum við vísa til greinargerðar borgarverkfræð- ings og erum við sammála niður- stöðum hans í meginatriðum. Við teljum það mikinn ábyrgð- arhluta að staðfesta ekki aðal- skipulagið eins og það liggur nú fyrir og borgarstjórn ítrekaði með samþykkt sinni þ. 4. janúar 1980. Afleiðingar þess að staðfesting aðalskipulagsins hefur verið stöðvuð og öll önnur vinna, sem aðalskipulagið grundvallast á, eru þegar að koma í ljós í yfirvofandi lóðarskorti, bæði fyrir atvinnu- húsnæði og íbúðir. Aðalskipulag þarf að sjálfsögðu ávallt að vera í endurskoðun, enda ráð fyrir því gert, að endurskoðun fari fram á fimm ára fresti. Reynslan hefur og sýnt, að sá tími er hæfilegur undirbúningstími hverrar end- urskoðunar. Heildarendurskoðun nú á aðalskipulaginu frá því í apríl 1977 tæki lengri tíma en svo, að verjandi sé að bíða eftir því. Nauðsynlegt að leita stað- festingar nú þegar Við teljum því nauðsynlegt að leita nú þegar staðfestingar á hinu endurskoðaða aðalskipulagi frá 1977, jafnframt því, sem hafinn verði undirbúningur nýrrar end- urskoðunar". Mjög ítarleg umræða hefur far- ið fram um greinargerð Þróun- arstofnunar á tveimur fundum. Þar gerðum við ítarlega grein fyrir skoðunum okkar á hverjum þætti umsagnarinnar. I lok um- ræðunnar á síðari fundinum dró formaður skipulagsnefndar fram vélritaða bókun frá meirihluta skipulagsnefndar, sem augsýni- lega hafði verið samin fyrir fund- inn. Þar segir m.a.: „Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur okk- ur ekki tekizt að fá svör við því, hverjar þessar röngu staðhæf- ingar og rökleysur eru. Þvert á móti hefur niðurstöðum skýrsl- unnar ekki verið hnekkt í neinum meginatriðum". Ljóst er að þessi bókun var samin áður en þriggja tíma umræða um skýrsluna hófst. Meirihluti skipulagsnefndar hafði komizt að niðurstöðu án þess að hlýða á umræðurnar og þau rök, sem við höfðum fram að færa. Er það í góðu samræmi við önnur vinnubrögð í þessu máli,“ sagði Birgir. „Það er hlutverk embættis- manna og einstakra borgarstofn- ana“, sagði Birgir, „að vera hinum pólitísku yfirvöldum til ráðuneyt- is, í þessu tilfelli skipulagsnefnd og borgarráð. Það er nauðsynleg starfsregla embættismanna að benda á þær leiðir, sem til greina koma í hverju máli og skýra kosti og ókosti hverrar fyrir sig, þannig að pólitíkusar geti tekið ákvarðan- ir. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur brugðist þessu hlutverki sínu, með því að rita skýrslu, sem er mjög einhliða og beinist að því að rífa niður það sem áður hefur verið samþykkt í þessum efnum og er þar oft æði langt seilst til fanga", sagði Birgir. Borgarfulltrúinn sagðist ekki ætla að fara ítarlega í greinar- gerðina, því að hún sýndi glögg- lega rangfærslur Borgarskipulags Reykjavíkur í þessu máli. Þessu næst vék Birgir máli sínu að Keldnalandi og sagði að í aðalskipulaginu væri gert ráð fyrir verulegri byggð í Keldulandi. Birgir sagði að hvað varðaði rannsóknastöðina að Keldum, þá væri gert ráð fyrir því í skipulag- inu, að stöðin hefði 40—60 hektara land fyrir sna starfsemi, og gæti haldið áfram starfsemi sinni á eðlilegan hátt. Síðan vitnaði Birg- ir í orð borgarverkfraéðings sem fram koma í greinargerð sem hann sendi frá sér í tilefni um- sagnar Borgarskipulags Reykja- víkur (Þróunarstofnunar), en þar segir: Hagsmunir heildarinnar hljóta að ráða ferðinni „Svo sem öllum er kunnugt hafa átt sér stað viðræður við forráða- menn Keldna um það með hvaða hætti borgin gæti eignast hluta af Keldnalandi. Land Keldna er um 150 ha. og í viðræðum við forráða- menn Keldna hefur það komið fram af hálfu fulltrúa Reykja- víkurborgar, að Keldum verður ætlaður veglegur sess innan hins nýja aðalskipulags. Hafa menn í því sambandi rætt um allt að 40—60 ha. svæði umhverfis Keld- ur, sem helgað yrði þeirri stofnun til frambúðar. I samningsviðræð- um við þá Keldnafnenn hefur ekki fundist neinn grundvöllur fyrir samkomulagi. Það er svo afstöðu- mál hvort borgin á að hopa fyrir svo einstrengingslegum sjónar- miðum sem fram hafa komið af hálfu Keldnamanna. Geta menn hugsað sér að um aldur og ævi verði 150 ha. lands nýttir til hrossabeitar og heyskapar í miðju höfuðborgarsvæðisins. Mitt svar er nei og vil ég árétta það sjónarmið mitt, að Reykjavíkur- borg eigi að leita staðfestingar á því aðalskipulagi, sem sýnir um- rædda notkun Keldnalands og í krafti staðfestingar leita eftir eignarnámsheimild á hluta úr landi Keldna, ef ekki gengur betur í samningum en raun ber vitni." Birgir sagði að þegar skipulagt væri þá hlytu sjónarmið og hags- munir heildarinnar að ráða ferð- inni. Hann sagði að samningar við Keldur eða eignarnám landsins vera fýsilegan kost og rökrétt framhald og átaldi að ekkert hafi verið gert í því um langan tíma að ná samningum um Keldnaland. Sagðist hann hafa óskað eftir ítarlegri skýrslu borgarstjóra yun málið og stöðu þess. Birgir sagði að sér segðist svo hugur um að ekkert hafi verið gert í málinu í eitt ár, þar til nú fyrir tveimur vikum. Hann sagði að málið hefði verið látið liggja og dankast og ekkert hefði verið gert til að leita eignarnáms. Birgir sagði að borg- in hlyti að vera í betri samnings- aðstöðu þegar aðalskipulagið hefði verið samþykkt. Þá sagði borgar- fulltrúinn að þær umræður sem átt hefðu sér stað á opinberum vettvangi hefðu stórlega rýrt samningsaðstöðu borgarinnar við ríkið. „Samningsaðstöðu borgar- innar hefur verið stórlega spillt," sagði hann. Þessu næst vék Birgir máli sínu að Úlfarsfellssvæðinu. Hann sagði talnaflækju þá sem að Sigurður hefði haft fram að færa vera dæmalaus vinnubrögð. Birgir sagði að þegar talað væri um 50 þúsund manna byggð á þessu svæði þá væri talað um algert hámark. Hvað varðaði nánari rökstuðning þá vísaði hann til greinargerðar þeirrar frá honum og Hilmari Ólafssyni, sem borg- arfulltrúar hefðu undir höndum. Ótímabært að aflétta vatnsvernd Hvað vatnsverndunarsvæðin varðaði sagði Birgir: „Við teljum með öllu ótímabært að aflétta nú vatnsverndun á þeim svæðum sem liggja að Bulluaug- um. Við vekjum athygli á því, að umfangsmiklum virkjunarfram- kvæmdum Vatnsveitu Reykja- víkur á svæðunum við Jaðar og Myllulæk, sem staðið hafa yrir í rúman áratug er ekki lokið. Vinnslugeta svæðanna er óþekkt og verður ekki úr henni skorið fyrr en dæling í fullum mælikvarða hefur farið fram á báðum vinnslusvæðunum sam- tímis í lélegu vatnsári. Áhrif slíkrar dælingar á rennsli Elliða- ánna er einnig óþekkt og þyrfti að kanna. Við viljum benda á, að hreint vatn er auðlind, sem er ómetanleg í heimi, sem býr í vaxandi mæli við skort á þeim gæðum. Enginn veit hvaða mögu- leika þessi auðlind kann að gefa til þess að koma á fót nýiðnaði í Reykjavík." Birgir sagði að því hefði verið lýst af borgarverk- fræðingi og vatnsveitustjóra að vinnslugeta þessara svæða væri ekki ljós, en þetta vildi Sigurður ekki skilja. Birgir sagði að vatns- verndunarmörk ákvörðuðust að samþykki sveitarfélaga í nágrenn- inu og sagði hann óvíst að t.d. Mosfellssveit myndi samþykkja að dregið verði úr vatnsvernd. „Ekki má rasa um ráð fram í þessum efnum því vatn er dýrmæt auð- lind.“ Þessu næst vék Birgir máli sínu að fólksfjöldaþróuninni og sagði að reynslan hefði sýnt að spár um fólksfjölda væru ávallt óvissar, og óvarlegt væri að treysta alfarið á þær. „Við komumst aldrei langt í skipulagsmálum ef við byggjum alltaf algerlega á íbúaspám", sagði hann. „Þrátt fyrir að fólksfjöldi hefur farið minnkandi hin síðari ár, þá eru en fjórir menn um hverja eina lóð sem til úthlutunar kemur." Þetta sagði Birgir allt vera rök fyrir því að staðfesta aðalskipu- lagið. Birgir sagði að því færi fjarri að Alþýðubandalagið og forsvarsmenn þess í skipulagsmál- um og niðurrifsmálum hefðu fótað sig á þeim málum. Það væri að renna upp fyrir Alþýðubandalag- inu að það væri auðveldara að vera á móti og rífa niður, en að byggja upp aftur. Birgir sagði að nú ætti að láta „þéttingu byggðar“ bjarga því sem bjargað yrði, en þar væri ekki um fleiri íbúðir en svo að það samsvaraði ársþörf- inni. Meðferð meirihlutans á skipu- lagsmálum hneyksli Að ræðu Birgis lokinni tók til máls Markús Örn Antonsson. „Meðferð núverandi meirihluta borgarstjórnar á skipulagsmálum hefur verið eitt samfellt hneyksli. Fáeinum úr hans röðum verður þó að virða það til vorkunnar að þeir hafa ekki sporðrennt öllu, sem að þeim hefur verið rétt. En þeir eru fáir og mega sín lítt gegn margn- um, einkanlega þeim þröngsýnu, pólitísku prédikurum Alþýðu- bandalagsins í skipulagsmálum, sem ráðið hafa ferðinni hingað til. Um einstök atriði í svo yfir- gripsmiklum málaflokki sem skipulagsmálum höfuðborgarinn- ar getur menn að sjálfsögðu greint á. Það er enginn alvitur i þeim efnum. En enda þótt smekksatriði og persónuleg afstaða manna út frá ólíkum hagsmunum geti alltaf verið umdeilanleg, hljótum við þó að skilja kjarnann frá hisminu og skynja einhvern meginstraum í öllu því pappírsflóði um skipu- lagsmálin, sem yfir okkur hefur gengið síðustu daga. Og það er sá rauði þráður sem er hneyksli og ósæmandi borgarfulltrúum í Reykjavík að halda fram í rökræð- um um framtíð byggðar í Reykjavík. Til að finna villukenningum sínum einhvern stað hafa skipu- lagsfræðingar, sem nú vinna gegn staðfestingu aðalskipulags Reykjavíkur, gripið til hinnar furðulegustu röksemdafærslu og gefið sér forsendur, sem einhvern tíma hefðu ekki þótt góð og gild forsögn fyrir framtíðina þó leiða mætti líkur að þeim út frá ríkjandi ástandi nú um sinn. Sé gluggað í fræði þeirra koma fram í dagsljósið staðhæfingar á borð við þeSsar: „í borginni í dag er hlutfallslega mikið af eldra fólki og einhleyp- ingum, en þessir hópar hafa ekki sóst mikið eftir byggingarlóðum.“ „Mannfjölgun á höfuðborgar- svæðinu hefur verið helmingi hægari hlutfallslega en á landinu í heild undanfarin ár.“ Og þegar fjallað er um nauðsyn þess að flýtja flugstarfsemina frá Reykja- víkurflugvelli suður til Keflavíkur er komizt svo að orði: „Þannig yrðu það ekki meira en 300 atvinnutækifæri, sem myndu flytjast með innanlandsfluginu, jafnvel þótt það færi alla leið til Keflavíkur." Forsvarsmenn Reykjavíkur- borgar, þeir sem mestu ráða um framgang skipulagsmála um þess- ar mundir, taka því sem sjálfsögð- um hlut að íbúar í borginni verði ámóta margir árið 1995 og þeir eru nú eða ívið færri, — að hér sé fólk orðið svo gamalt að það hafi ekki áhuga á að byggja sér íbúðarhúsnæði og að það tapist ekki nema lítil 300 atvinnutæki- færi úr borginni við það að flugvallarstarfsemin flyttist suð- ur til Keflavíkur. Bara 300! Líkan af aðalskipulagi svæðisins á Gufunesi og Geldinganesi. Á svæðunum næst litlu, dökku flötunum er gert ráð fyrir ibúðahverfum. Dökku, stóru svæðin eru hafnar- og iðnaðarsvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.